Morgunblaðið - 04.08.1994, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.08.1994, Blaðsíða 23
22 FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 1994 23 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 691100. Auglýsingar: 691111. Askriftir: 691122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 691329, frétt- ir 691181, íþróttir 691156, sérblöð 691222, auglýsingar 691110, skrif- stofa 681811, gjaldkeri' 691115. Áskriftargjald 1.400 kr. á mánuði innan- lands. í lausasölu 125 kr. eintakið. JOFN SAMKEPPN- ISSKILYRÐI Aundanförnum árum hefur það verið ein helzta krafa atvinnufyrirtækja hér á landi, að þeim yrðu búin nán- ast sömu rekstrarskilyrði og erlend samkeppnisfyrirtæki þeirra starfa við. Þessi krafa hefur jafnan verið sett fram, þegar gerðir hafa verið samningar við aðrar þjóðir, sem hafa leitt til aukinnar samkeppni hér heima fyrir af hálfu hinna erlendu fyrirtækja. Þetta var t.d. ein helzta krafa samtaka iðnaðarins, þegar við gerðumst aðilar að EFTA fyrir aldarfjórðungi og sama krafa kom fram, þegar við gerðumst aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu. Stjórnvöld hafa á undanförnum árum beitt sér fyrir fjölmörgum ráðstöf- unum til þess að mæta þessum eðlilegu og sanngjörnu kröf- um. Minni athygli hefur hins vegar beinzt að samkeppnisskil- yrðum innanlands á milli fyrirtækja, sem starfa á áþekku sviði. Það er fyrst nú á seinni árum og ekki sízt eftir að Samkeppnisstofnun kom til sögunnar, að forrráðamenn fyr- irtækja setja fram kröfur um, að margvísleg opinber fyrir- greiðsla verði ekki til þess að raska möguleikum fyrirtækja í samkeppni við önnur. Svo dæmi sé nefnt er það ójafn leik- ur, ef einkafyrirtæki á suðvesturhorni landsins eiga í sam- keppni við fyrirtæki á landsbyggðinni, sem af einhverjum ástæðum njóta margvíslegrar opinberrar fyrirgreiðslu. Raunar þurfa landsbyggðarsjónarmið ekki að koma við sögu. Fyrirtæki hafa haft uppi mótmæli gegn því, að önnur fyrir- tæki í samkeppni við þau njóti óeðlilegrar lánafyrirgreiðslu eða vaxtakjara umfram aðra. Fyrir nokkru var frá því skýrt, að einkafyrirtæki í Garðabæ hefði stöðvað ákveðnar fjárfestingar vegna þess, að fyrirtæki í sömu atvinnugrein á Akureyri nyti beins fjárstuðnings úr almannasjóðum til áþekkra fjárfestinga. Augljóst er, að aðstaða þess, sem stendur undir fjárfesting- um úr eigin vasa er vonlaus, þegar um opinber fjárframlög af þessu tagi er að ræða. Nú liggur fyrir Samkeppnisstofn- un erindi frá fyrirtæki, sem starfar á tölvusviði vegna sam- bærilegrar þjónustu, sem tölvufyrirtæki í opinberri þjónustu veitir en við allt aðrar rekstraraðstæður. Á undanförnum mánuðum hafa hvað eftir annað komið fram athugasemdir frá fyrirtækjum, sem eru í samkeppni við Póst og síma vegna óeðlilegra viðskiptahátta af hálfu þessarar opinberu stofnunar. Það er afar brýnt, að ráðherrar og alþingismenn átti sig á þessum nýju viðhorfum. Einkafyrirtækin munu ekki leng- ur sætta sig við, að atvinnufyrirtækin sitji ekki við sama borð. Krafan um að opinberir aðilar láti af ýmis konar fjár- hagslegum stuðningi við einstök fyrirtæki og raski þar með samkeppnisstöðu annarra verður stöðugt háværari. Þessi krafa er eðlileg í alla staði. Morgunblaðið hefur áður bent á t.d. ójafna stöðu á milli Ríkisútvarpsins og íslenzka Út- varpsféíagsins hf. Raunar snýr það að öðrum fjölmiðlafyrir- tækjum í landinu. Svo lengi, sem Ríkisútvarpið kemst upp með hallarekstur, sem greiddur er úr almannasjóðum er ójöfn samkeppnisaðstaða í fjölmiðlun. Stjórnmálamenn liggja að sjálfsögðu undir miklum þrýst- ingi víðs vegar að, þegar vandamál koma upp í atvinnulífi í einstökum byggðarlögum. Núverandi ríkisstjórn hefur haft það fyrir meginstefnu, að sértækar aðgerðir til stuðn- ings einstökum fyrirtækjum eða einstökum landshlutum komi ekki til greina. Þeirri stefnu hefur verið fylgt í fram- kvæmd sl. þrjú ár með einni undantekningu, sem snýr að Vestfjörðum. Stjórnmálamennirnir geta hins vegar búizt við því, að þrýstingur á þá frá fyrirtækjum í einkaeign um að slík mismunun komi ekki til greina margfaldist á næstu árum. Með sama hætti og það var og er sanngjörn krafa, að íslenzk fyrirtæki sitji við sama borð og erlend fyrirtæki, ef þau eiga á annað borð að geta keppt við hina erlendu aðila er það líka sanngjörn krafa, að fyrirtæki sern keppa innbyrðis hér heima fyrir sitji einnig við sama borð, að fjár- festingar séu ekki greiddar fyrir suma, að sum fyrirtæki njóti ekki betri lánskjara en önnur nema þá vegna þess, að þau hafi unnið til slíks trausts í viðskiptabönkum sínum o.s.frv. Rekstrarumhverfi fyrirtækja hefur smátt og smátt verið að breytast til batnaðar. Þær umbætur þurfa einnig að ná til þess, að fyrirtæki búi við jöfn samkeppnisskilyrði á heima- markaði. SJÁVARÚTVEGSSTEFNA ESB Sameiginleg auðlind Fiskimiðin hafa verið gjöfulasta auðlind þjóðarinnar. Þegar rætt er um hugsan- * lega aðild Islands að ESB vakna óhjá- kvæmilega spuming- ar um hvaða reglur myndu gilda um hag- nýtingu auðlindar hafsins. Guðni Ein- arsson hefur kynnt sértilurð sjávarút- vegsstefnu ESB og hvaða áhrif hún kynni að hafa hér ef ísland yrði aðildarland ESB. Grunnurinn að þeirri ríkja- samvinnu sem nú er undir merkjum Evrópusam- bandsins var lagður með samningi um nýtingu auðlinda í jörðu, það er Parísarsamningnum um stofnun Kola- og stálbandalags Evr- ópu (KSE) 1951. Með því var stefnt að samejginlegum markaði Frakk- lands, Ítalíu, Vestur-Þýskalands, Hollands, Belgíu og Lúxemborgar með kol, járn og stál. Fyrrgreind sex ríki undirrituðu síðan árið 1957 tvo samninga um stofnun Efnahagsbandalags Evrópu (EBE) og Kjarnorkubandalags Evr- ópu. Samningarnir voru undirritaðir í Róm og kallaðir Rómarsamningarn- ir. Bandalögin þijú voru sameigin- lega kölluð Evrópubandalögin, síðar Efnahagsbandalag Evrópu (EBE), þá Evrópubandalagið (EB) og eftir Maastricht er talað um Evrópusam- bandið (ESB). Tilurð fiskveiðistefnunnar Við undirritun Rómarsamningsins samþykktu stofnríkin sex að móta sameiginlega landbúnaðarstefnu sem einnig skyldi ná yfir fiskveiðar og frumvinnslu afurða. Landbúnað- arkafli sáttmálans er fólgin í grein- um 38. - 47. í 1. lið 38. greinar segir: „Sameiginlegi markaðurinn skal ná til landbúnaðar og verslunar með landbúnaðarafurðir. Hugtakið landbúnaðarafurðir nær hér yfir af- urðir jarðræktar, búfjárræktar og Fiskveiða sem og afurðir á fyrsta vinnslustigi sem tengjast beint þess- um afurðum." (Þýðing í bók Stefáns Más Stefánssonar, Evrópuréttur, Reykjavík 1991.) Rómarsamningur- inn gerir ekki kröfur um að mótuð verði sérstök stefna um nýtingu ann- arra náttúruauðlinda en þeirra sem sjávarútvegur og landbúnaður nytja. Áðrar auðlindir falla undir almenna skilmála samningsins. Áhersia er lögð á að við mörkun landbúnaðarstefnunnar, og þar með fiskveiðistefnunnar, megi ekki mis- muna framleiðendum eða neytendum í aðildarríkjunum á grundvelli þjóð- emis líkt og segir í 7. grein samnings- ins: „Hvers konar mismunun á grund- velli þjóðemis er bönnuð á gildissviði samnings þessa nema annað leiði af einstökum ákvæðum hans.“ Öll ríki sem gerst hafa aðilar að Evrópu- bandalaginu og sem hyggja á inn- göngu í Evrópusambandið hafa orðið að gangast undir þessa skipan mála, líkt og aðra löggjöf og dómafordæmi bandalagsins (acquis communautaire) sem í gildi eru við inngöngu. Önnur almenn skilyrði era frjálsir vöruflutningar og sameiginlegt tolla- bandalag, frjáls för vinnuafls og fjár- magns og frelsi til stofnsetningar. Jafnrétti til veiða Öryggismálanefnd fékk nokkra erlenda fræðimenn til að rita um sjávarútvegsstefnu ESB haustið 1991, undir ritstjóm Alberts Jóns- sonar. Til stóð að þessir kaflar yrðu gefnir út í bók, en nefndin var lögð niður áður en af því varð. Einn höf- undanna er Robin Churchill, sem kennir lög við Wales há- skóla í Cardiff. Hann ritar um lagalegan grunn, ákvarðanatöku og fram- kvæmd fiskveiðistefnunn- ar. Churchill bendir á að munurinn á fiskveiðistefnunni og landbúnaðar- stefnunni sé að aðgangur að fiski- auðlindinni sé sameiginlegur. Fiskur- inn verði ekki séreign fyrr en hann veiðist. Fiskiskip aðildarþjóða eiga að njóta sömu réttinda til veiða inn- an lögsögu ESB, þótt í raun séu þessi réttindi skilyrt að ýmsu leyti. Fiskveiðistefna fyrir tilviljun? Mike Holden, fyrrum yfirmaður fiskverndarmála EB og einn helsti höfundur fiskveiðistefnunnar, segir í nýlegri bók sinni, Common Fisheri- es Policy (Oxford 1994), að vel megi velta því fyrir sér hvort það hafi verið fyrir slysni að minnst var á fiskveiðar í 38. grein Rómarsamn- ingsins. Það hafi verið landbúnaður, ekki sjávarútvegur, sem átti hug stofnlandanna sex. Líklegasta skýr- inging á því að fiskveiðar voru tekn- ar með sé að víða séu þær undir sama hatti í stjórnkerfum og land- búnaður. Um leið og Rómarsamning- urinn var samþykktur með þessari skipan mála var Framkvæmdastjórn- inni skylt að móta sameiginlega sjáv- arútvegsstefnu. Reglur á elleftu stundu Framan af var lítill áhugi á sjávar- útvegsstefnu innan bandalagsins. Þannig var ekki stofnuð sérstök stjómardeild sjávarútvegs fyrr en 1976. Fram að því var hún undir landbúnaðardeildinni. Á 6. áratugn- um veiddu Belgar, Frakkar, Þjóð- verjar, ítalir og Hollendingar nærri 90% heildarafla síns utan eigin fisk- veiðilögsögu, sem þá var yfirleitt þijár mílur. Lúxemborgarar höfðu lítinn áhuga á sjávarútvegi af skilj- anlegum ástæðum. Tollasamræming og breyttar markaðsaðstæður, auk fyrirhugaðr- ar aðildar Breta, Norðmanna, íra og Dana í byrjun 8. áratugar- ins, þrýsti mjög á mótun sjávarútvegsstefnu. Þessar væntanlegu aðildarþjóðir stóðu þeim sem fyrir voru framar í sjávarútvegi og áttu mikilla hagsmuna að gæta á því sviði. Það reið því á að bandalags- þjóðirnar sex mótuðu stefnu sína fyrir inngöngu hinna, svo hún yrði hluti af þeim lagaramma sem hinar nýju aðildarþjóðir gengjust undir. Árið 1970, nokkrum klukkustund- um áður en aðildarviðræður hófust við Breta, Dani, íca og Norðmenn, samþykkti ráðherraráðið tvær reglu- gerðir, annars vegar um sameigin- lega stjórnun fiskveiða, sem kvað á um jafnan aðgang aðildarríkja að fiskimiðum bandalagsins og um heimild ráðsins til að setja reglur um verndun fiskistofna. Hin reglu- gerðin kvað á um stefnu í fiskmark- aðsmálum og um sameiginlega upp- byggingarstefnu fyrir fiskiðnaðinn. Bretar, Norðmenn, Danir og írar vora mótfallnir þessum nýsettu reglugerðum sem enn höfðu ekki gengið í gildi og vildu ekki líta á þær sem hluta af lagasafni EBE (acquis communautaire). Mest var deilt um ákvæði sem hnykktu á um jafnan aðgang skipa aðildarríkjanna að veiðum í lögsögum aðildarlandanna. Deilum þessum lyktaði með því að í aðildarsamningum þessara ríkja árið 1973 var samið um 10 ára aðlögun- artíma. Bandalagshafið stækkar Árið 1976 náðist samkomulag, sem kennt er við Haag, um útfærslu físk- veiðilögsögu EB í 200 mílur. Stofnan- ir Efnahagsbandalagsins fengu um- boð til að semja við ríki utan EB og alþjóðastofnanir um fískveiðar í stað aðildarríkjanna. Irskur fiskiðnaður skyldi fá sérstakan stuðning. Gerð var samþykkt um að taka tillit til sérstakra þarfa byggðarlaga sem byggja á fískveiðum. Haag-sam- þykktin var mikilvægt skref í mótun sjáyarútvegsstefnunnar. Á fundinum í Haag lagði fram- kvæmdastjórnin til að sex til tólf mflna landhelgismörkin, sem aðildar- þjóðirnar héldu fyrir strandveiðar, yrðu allsstaðar tólf mílur. Þetta var ekki samþykkt. Ef ekki næðist nýtt samkomulag fyrir árslok 1982 var útlit fyrir að þessar heimaslóðir yrðu aðgengilegar öllum aðildarþjóðum. Eftir mikil átök náðist samkomulag. Undanþágan frá ftjálsu aðgengi að miðum við strendur aðildarlanda var víkkuð út í tólf mílur og framlengd til ársloka 1992. Fullmótuð stefna Í janúar 1983 tókst eftir margra ára viðræður að berja saman heildar- stefnu EB varðandi fískveiðar. Náði hún til veiða, vinnslu og verndarað- gerða, hvort sem er í sjó eða fersku vatni, sem og fiskeldis. Þá var sett reglugerð sem kvað á um að komið skyldi á sameiginlegri skipan um vernd og stjórn fiskiauðlinda. Sam- tímis var lögfest reglugerð um tæknilegar ráðstafanir til verndar fiskistofnum. Til að koma í veg fyrir ofveiði er tekin ákvörðun um heildar- magn (TAC) hverrar físktegundar sem má veiða á hveiju fiskveiðiári. Aðildarþjóðum var úthlutað veiði- kvótum, sem raunar giltu fyrir árið á undan (1982). í reglugerð um kvótaskiptinguna kemur fram að hveiju aðildarríkja skuli tryggja hlut- fallslega stöðuga veiði úr hveijum fískistofni. Við úthlutun kvóta komu einkum þijú sjónarmið til greina; veiðireynsla viðkomandi ríkis; hversu landshlutar voru háðir fískveiðum og hve miklu einstök aðildarríki höfðu tapað í afla vegna lokunar fískimiða utan ríkjasambandsins. Þessir kvótar hafa síðan reynst vera leiðbeinandi um kvótaúthlutanir í samræmi við regluna um hlutfalls- legan stöðugleika, en hún var hluti af fiskveiðistefnunni frá 1983. Regl- an miðast við að aðildarlöndum sé tryggður tiltölulega stöðugur fiskafli frá ári til árs. Öll aðiidarríki eiga að hafa jafnan aðgang að fiskimiðum innan 200 mílna lögsögu aðildarríkjanna og öðrum miðum sem sambandið hefur samið um aðgang að. Sérhvert aðild- arríki gat þó ákveðið einkarétt innan 12 mílna á sínu hafsvæði til ársloka 1992 og framlengingarmöguleika í lengsta lagi til 2002. Gert er ráð fyrir framlögum vegna endurskipu- lagningar fiskveiðiflota aðildarríkj- anna. Þá er gert ráð fyrir aðgerðum í markaðsmálum. Aðildarríkin eru hvert um sig ábyrg fyrir því að reglum sambands- ins og sjávarútvegsstefnu sé fylgt innan lögsögu þeirra. Framkvæmd fiskveiðistefnunnar er í höndum framkvæmdastjórnarinnar. Henni til ráðuneytis eru tvær nefndir embætt- ismanna frá aðildarríkjunum og fjall- ar önnur um fiskafurðir en hin um fiskistofnana. Sj ávarútvegsstef nan frá 1983 skyldi gilda til ársins 2002 en vera endurskoðuð 1992. Fram til 2002 Ný reglugerð ESB um stjórn fisk- veiða (3760/92) var sett í árslok 1992 og kemur i stað þeirrar frá 1983. Með henni á að koma á fót bandalagskerfi fyrir fiskveiðar og fiskeldi. Að sumu leyti verður haldið áfram á þeirri braut sem mótuð var 1983. Reglan um hlutfallslegan stöð- ugleika er í fullu gildi. Tekin verða upp veiðileyfi sem eru bundin við skip og gefin út og þeim stjórnað af aðildarríkjunum. Aðildarríkjunum er heimilt að viðhalda höftum á að- gang að miðum innan 12 mílna lög- sögunnar til ársloka 2002. Til að tryggja framkvæmd sameig- inlegu fiskveiðistefnunnar á að inn- leiða eftirlitskerfi sem nær til alls sjávarútvegs. Tekin skulu upp stjórn- unarmarkmið til margra ára og til- greint þar umfang auðlindarinnar, framleiðsluhættir, starfsemi og hagnaður. Reglan um að dreifræði, sem einn- ig hefur verið kölluð reglan um neðstastigsákvörðun, (subsidiarity) gilti á sviði sjávarútvegsmála var staðfest í Ráðinu 1992. Þessi regla gildir yfírleitt ekki um þá málaflokka sem heyra einungis undir yfirstjórn ESB. Hún var sett til að skilgreina betur verkaskiptingu aðildarríkjanna og hins yfírþjóðlega valds og er eitt grundvallaratriða Maastricht-samn- ingsins. Áfangaskýrslan 1992 í tilefni endurskoðunar sjávarút- vegsstefnunnar var samin áfanga- skýrsla á vegum framkvæmdastjórn- arinnar. Þar kemur meðal annars fram að tímabilið frá 1993 til 2002 eigi ekki að skoða sem framhald undanfarins áratugar heldur verði þetta undirbúningstími fyrir árið 2002 þegar aðgangur að hafsvæðum ESB á að verða fijáls fyrir aðildarrík- in. _ Áfangaskýrslan gefur fremur nei- kvæða mynd af árangri sameigin- legrar fiskveiðistefnu bandalagsins á árunum 1983-90. Þar segir meðal annars að það verði að viðurkennast að veiðigeta sé ekki í samræmi við fiskiauðlindir. Skort hafí á að settri stefnu hafi verið framfylgt og að ekki hafi verið gripið til tiltækra ráða. Einnig megi að hluta kenna skorti á heildstæðri stefnumörkun um klénan árangur af sameiginlegri fiskveiði- stefnu. í skýrslunni er dregin upp fremur dökk mynd af stöðu sjávarútvegsins í ESB. Fiskistofnar á miðum í ESB- hafinu eru í hættu vegna ofveiði og smáfiskadráps. Sjávarútvegur ESB líður fyrir ofljárfestingu og þegar afli minnkar í kjölfar aukinnar sókn- ar eykst ónýtt veiðigeta flotans. Minnkandi veiði úr eigin stofnum á helst að mæta með auknu fískeldi og innflutningi frá löndum utan sam- bandsins. Ósamrýmanleg sjónarmið Þrátt fyrir að hin nýja reglugerð kveði á um að sett skuli stjórnunar- markmið til fleiri ára og leyfiskerfi sem nær til allra fiskiskipa gangi í gildi 1995, sér Mike Holden enn ljón í vegi fiskveiðistefnu ESB. í fyrsta lagi skorti enn skýr og tilgreind markmið, hvað þá markmið sem sátt ríki um. í öðra lagi verður ábyrgðin á stjórnuninni áfram tvískipt; Evr- ópusambandið setur reglurnar en aðildarríkin bera ábyrgð á framfylgd þeirra, sem og rekstri veiðileyfakerf- isins. Mike Holden sér ýmislegt athuga- vert við hina sameiginlegu sjávarút- vegsstefnu og segir að á henni séu íjórii' gallar alvarlegastir. í fyrsta lagi hafi stefnan hvorki verið nægi- lega samræmd né samþætt. Þar af leiði að í henni hafi alltaf tekist á ósamrýmanleg sjónarmið uppbygg- ingar atvjnnugreinarinnar og fisk- verndar. I öðru lagi keppi stefnan ekki að neinum skýrum markmiðum. Þess vegna hafi aldrei verið mögu- legt að framkvæma hana til fulln- ustu. I þriðja lagi hafi stefnan byggst á líffræðilegum forsendum en ekki efnahagslegum. Og í fjórða lagi líði sjávarútvegsstefnan fyrir ákvarðana- tökuferli Evrópusambandsins þar sem sérhver ákvörðun byggir á póli- tískum málamiðlunum. Er sjávarútvegsstefnan óumbreytanleg? Samkvæmt Rómarsamningnum ber að framfylgja sameiginlegri sjáv- arútvegsstefnu og hafa sameiginlegt markaðsskipulag fyrir sjávarfang. Að uppfylltum þessum skilyrðum tel- ur Robin Churchill ekki óhugsandi að stefnan taki breytingum. Hann telur þó ólíklegt að ESB muni nokkra sinni staðfesta mismunun á grund- velli þjóðernis, því það bijóti í bága við grundvallarreglu. Nú gilda nokkr- ar undantekningar frá reglunni um almennt aðgengi og má nefna 12 mílna lögsögur aðildarlanda og hólf við írland og Hjaltland. Churchill bendir á að stefnt sé að fella þessar undantekningar niður árið 2002, þótt ómögulegt sé að spá um hver niður- staðan verður. Þá má minna á að undantekningar sem Norðmenn fengu í aðildarsamningi gilda yfir- leitt til 1998. Finn Laursen; einn höfunda að óútgefnu riti Öryggismálanefndar, bendir á að frávik frá reglunni um jafnan aðgang aðildarþjóða að fiski- miðum bandalagslanda hafi komið til þegar við aðildarviðræður Breta, Dana, íra og Norðmanna 1972. Þessi frávik hafí staðfests við mótun fisk- veiðistefnunnar 1983 og enn frekar við inngöngu Spánar 1986. Þannig hafi skapast fordæmi fyrir að tekið sé tillit til sérþarfa einstakra svæða og byggðarlaga sem háð eru fiskveiðum. í bandalaginu séu þessar undantekn- ingar oft kenndar við Haag. Laursen telur ólíklegt að 12 mílna fiskveiði- lögsögur aðildarþjóðanna verði felld- ar niður, utan 12 mílnanna hamli reglan um hlutfallslegt jafnvægi gegn stórvægilegum breytingum. Langtímaáætlanagerð Innganga Spánar og Portúgals kallaði á sterkari skipulagningu við framkvæmd fiskveiðistefnunnar. í desember 1986 setti ráðið reglugerð til að stuðla að bættu skipulagi og uppbyggingu á sviði landbúnaðar og fiskveiða. Reglugerðin veitir meðal annars heimildir til fjárframlaga í því skyni að endurbæta fiskveiðiflot- ann, byggja upp fiskeldi, styrkja leit á ný mið og til samstarfsverkefna, fjármagna úreldingu skipa, bæta löndunaraðstöðu og styrkja vöruþró- un. Þessar aðgerðir áttu að vera hluti leiðbeinandi langtímaáætlana (MGP) og náði sú fyrsta yfir tímabilið 1987-91 og sú næsta 1992-96. Kvótahoppið Við inngöngu Spánveija í Evrópu- bandalagið voru þeim meinaðar veið- ar á stórum svæðum innan landhelgi bandalagslandanna. Spánverjar áttu stóran flota en lítt fengsæl fiskimið og höfðu gert sér vonir um dtjúgan skerf af kvótum bandalagsins. Þeir brugðust við takmörkuðum aðgangi að bandalagsmiðum með svokölluðu ,,kvótahoppi“. í óútgefnu handriti Öryggismálanefndar er kafli eftir Mark Wise. Hann kennir við háskól- ann í Plymouth og hefur um árabil fylgst með þróun sjávarútvegsstefn- unnar. I kafla sínum segir Wise að í fiskveiðistefnunni hafi falist grund- vallar ósamræmi milli reglna banda- lagsins og reglna einstakra aðildarríkja sem hlaut að valda togstreitu. Einkum hafi það verið úthlutun kvóta á þjóðlegum granni sem gaf tilefni til átaka. Þjóðbundnir kvótar vora settir á til að viðhalda hlutfallslegum stöðug- leika í fiskveiðum bandalagsríkja en veikleiki þessarar hentistefnuiausnar á útdeilingu kvóta hafi komið berlega í ljós þegar Spánveijar keyptu breska fiskibáta og létu skrá þá í Bretlandi til að veiða úr kvótum sem Bretum var úthlutað. Spánveijar léku einnig sama leik í írlandi. Þótt bátarnir væru breskir og írskir samkvæmt skráningu voru þeir mannaðir Spán- veijum, gerðir út frá spænskum höfnum og seldu mest af afla sínum á Spáni án þess að nein bein efna- hagsleg tengsl væru við bresk eða írsk landsvæði. Bretar og Irar kvörtuðu við fram- kvæmdastjórnina sem sýndi sjónar- miðum þeirra skilning. Tilraunir framkvæmdastjórnarinnar til að koma í veg fyrir kvótahopp strönd- uðu á því að mismunun byggð á þjóð- erni er bönnuð samkvæmt lögum bandalagsins. Sumarið 1988 settu Bretar ný lög sem gerðu hertar kröf- ur til fiskiskipa undir breskum fána, meðal annars að áhafnir væru bres'k- ar að mestu eða öllu leyti. Þessar aðgerðir áttu að tryggja „raunvera- leg efnahagsleg tengst" skipanna, þjóðbundins kvóta og breskra land- svæða. írar gerður einnig harðari kröfur til fiskiskipa með írskri skrán- ingu. Spánveijar höfðuðu mál á hendur Bretum og byggðu þau meðal annars á ákvæðum Rómarsamningsins um að bannað væri að mismuna aðildar- þjóðum á grundvelli þjóðernis. Einnig að aðgerðir Breta biytu í bága við ákvæði um fijálsa atvinnustarfsemi, eða rétt til stofnsetningar. Þessi löngu og flóknu málaferli enduðu fyrir Evrópudómstólnum sem kvað upp dóma í nokkrum skyldum málum á þessu sviði. Segir Wise að staða Breta hafi veikst eftir því sem grand- vallar lög og reglur bandalagsins fengu forgang framyfir þjóðbundin lög og reglur. Evrópudómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að kröfur bresku skipalaganna um þjóðerni og búsetu væru andstæðar grundvallar- réttindum íbúa bandalagslandanna til efnahagslegra umsvifa innan hvaða aðildarlands sem væri, án nokkurra þjóðbundinna hamla. Þrátt fyrir þessar niðurstöður segir Wise í grein sinni að hugmyndin um að skip skuli hafa „raunveraleg efna- hagsleg tengsl“ við skráningarland sé enn við lýði. Þar gefist tækifæri til að þróa frekari tengsl milli fram- leiðanda, lands og fískveiðiréttinda. Dómurinn fann ekki að þjóðbundnum fiskveiðiréttindum eða kvótum. Hugsanleg aðild íslands Hvað varðar hugsanlega aðild ís- lands að ESB segir Robin Churchill að fiskveiðistefnan sé hluti af laga- safni ESB (acquis communautairfe) og því yrðu íslendingar væntanlega að gangast undir þá sameiginlegu sjávarútvegsstefnu sem gilti við inn- göngu. Varðandi veiðar erlendra skipa innan 200 mílna lögsögunnar bendir hann á að þrátt fyrir meginregluna um jafnt aðgengi, sé það háð þjóð- bundnum veiðiheimildum. Skip frá einu aðildarríki geti aðeins fiskað á miðum annars ráði það yfir kvóta sem gildir á þeim miðum. Innan ESB er kvótum til skipa úthlutað á grund- velli veiðireynslu og því hversu háð einstök landsvæði eru fiskveiðum. Eina veiðireynsla skipa frá ESB á íslenskum miðum gæti byggst á 3000 tonna karfakvóta sem samið var um í EES samningnum. Viðmiðunarregl- an um hversu landsvæði eru háð sjáv- arútvegi ætti að vera íslendingum hagstæð. Það skiptir íslendinga miklu hver færi með yfirstjórn veiða á íslands- miðum. ESB færi líklega með úthlut- un heildarkvóta (TAC) og bæri ábyrgð á verndaraðgerðum. íslensk stjórnvöld bæru síðan ábyrgð á því sem sneri að úthlutun og öðru varð- andi íslensk skip. Sú skipan væri í samræmi við hugmyndina um dreif- ræði í sjávarútvegi. Þriðja atriðið sem Churchill fjallar um er hvort, útlendingum yrði kleift að fjárfesta í íslenskum sjávarútvegi og kaupa íslensk fiskiskip. Rétturinn til stofnsetningar, sem var staðfestur með dómi Evrópudómstólsins í svo- nefndu Factortame máli, gefur bæði þegnum og fyrirtækjum annarra að- ildarlanda talsvert svigrúm til að fjár- festa í sjávarútvegi annars aðild- arlands. Hins vegar eru fordæmi fyr- ir því að undanþágur séu veittar frá því að þessar reglur taki gildi um nokkurra ára skeið. Hins vegar telur Churchill engar líkur á að ísland fremur en önnur lönd geti samið um viðvarandi bann við fjárfestingum útlendinga. Að lokum veltir Churchill því fyrir sér hvort íslensk stjórnvöld gætu kraf- ist þess að íslensk skip lönduðu ákveðnum hluta afla síns á Islandi til að tryggja atvinnu. Samkvæmt lögum ESB er það ekki hægt, því það jafn- gildir útflutningstakmörkunum og hamlar gegn ftjálsu flæði vöra. a Veiddur fiskur er séreign Tryggja skal hlutfallslega stöðuga veiði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.