Morgunblaðið - 04.08.1994, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 04.08.1994, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 1994 7 FRÉTTIR Staða skólastjóra við ffrunnskólann á Hvolsvelli olli deilum Skipaður skólastjóri dró umsókn sína til baka 4 Morgunblaðið/Snorri Snorrason UNNAR Þór Böðvarsson, skólastjóri í Reykholti, telur að menntamálaráð- herra hafi gengið fram hjá sér við skipun skólastjóra grunnskóla Hvol- svallar, Hvolsskóla, og hyggst hann kæra veitinguna til umboðsmanns Alþingis. Ólafur G. Einarsson, menntamálaráðherra, skipaði nýlega Jónínu Tryggvadóttur, kennara við Fósturskóla ísiands, skólastjóra grunnskól- ans, en tólf manns sóttu um stöðuna. Ráðherra segist hafa gert það á grundvelli meiri menntunar Jónínu og með tilliti til jafnréttislaga. Unnar Þór fékk öll atkvæði bæði í skólanefnd og kennararáði skólans þegar hann sótti um. Hann segir að þá hafi málið farið til fræðslustjóra sem einnig hafi stutt hann og síðan til menntamálaráðherra. Síðdegis í gær dró Jónína umsókn sína til baka og taldi Ágúst Ingi Ólafsson formaður skólanefndar að hún hafi ekki viljað standa í útistöðum og etjum. Skólastjórafélag Suðurlands Mótmælir stöðu- veitingu ráðherra SKÓLASTJÓRAFÉLAG Suður- lands' hefur mótmælt vinnu- brögðum við stöðuveitingu skóla- stjóra við Hvolsskóla á Hvols- velli. í fréttatilkynningu frá félag- inu segir m.a. að Unnar Þór Böðvarsson hafi hlotið stuðning skólanefndar, kennararáðs og fræðslustjóra á Hvolsvelli, en menntamálaráðherra hafi hunds- að vilja heimamanna og skipað Jónínu Tryggvadóttur í stöðuna. Það skjóti einnig skökku við að á meðan ráðherra boði aukna valddreifingu í skólakerfinu og aukna ábyrgð heimamanna, þá skuli hann ganga þvert á vilja heimamanna í þessu máli. Félagið mótmælir þessu og óskar eftir opinberum skýringum á því hvers vegna ráðherra gangi framhjá vilja heimamanna og þvert á þá stefnu sem hann boði. Unnar Þór segir að þessir þrír aðilar hafi talið hann hæfastan til þess að gegna stöðunni og því hafj það komið honum verulega á óvart að hljóta hana ekki, hann hafi þegar verið farinn að huga að flutningum. „Ég get ekki fundið neina skýringu á þvi hvers vegna ég hlaut ekki stöð- una,“ segir hann. Hyggst krefja ráðherra svara Unnar Þór hefur verið skólastjóri í Reykholti síðastliðin 13 ár og áður skólastjóri á Vestfjörðum í ellefu ár. Hann hyggst krefja ráðherra svara um hvers vegna hann hafi ekki verið ráðinn, því að hans mati sé ekki um að ræða að framfylgja jafnréttislög- unum, enda sé aðstoðarskólastjórinn í Hvolsskóla kona. Hún sótti ekki um stöðu skólastjóra. „Einnig er ég búin að vera skólastjóri í aldarfjórð- ung og fólkið á Hvolsvelli leit til þess,“ segir Unnar. „Mér finnst frek- lega brotið á mér, sveitarstjórninni og heimafólki. Það er traðkað alveg á þeirra vilja.“ Unnar Þór segist vera staðráðinn í því að kæra stöðuveitingu ráðherr- ans út frá jafnréttissjónarmiði. „Mitt jafnréttishugtak nær ekki svo langt að það eigi að skipa konur í allar stöður,“ segir hann. „Síðan mun ég kæra þetta til umboðsmanns Alþing- is og ég mun fara með þetta mál eins langt og ég get.“ Honum finnst þetta einnig vera á skjön við stefnu menntamálaráð- herra um að færa stjórn skólanna yfir til sveitarfélaganna þegar hann ræður ekki þann sem heimamenn kjósa. Jónína með meiri menntun Ólafur G. Einarsson menntamála- ráðherra segir tvær ástæður liggja að baki stöðuveitingunni. Jónína hafi meiri menntun en Unnar Þór og finnst honum það skipta miklu máli. Unnar hafi aftur á móti mun meiri reynslu af skólastjórnun, en það skipti ekki sköpum í þessu tilfelli. „Það er mikill munur á menntun- inni,“ segir hann. „Það út af fyrir sig dugir mér alveg til þess að taka Jónínu fram yfir Unnar.“ Einnig segist Ólafur hafa þurft að taka tillit til jafnréttislaganna, sem skólanefnd, kennararáði og fræðslustjóra komi ekki við, en hon- um^beri að halda. Ólafur segir að sér hafi þótt slæmt að ganga fram hjá vilja þeirra þriggja aðila sem honum beri að leita álits hjá. „En mér þykir verra að þessir aðilar skuli ekki meta í neinu þá menntun sem kennarar eru að sækja sér í skólastjórnun, sem ég held að verði skilyrði fyrir veitingu skóla- stjóraembættis í framtíðinni. Það er mitt mat að þeir kennarar sem leita sér fyllri menntunar eigi að njóta þess.“ Svanur RE 45 end- urnýjaður SVANUR RE 45 kom til heima- hafnar í Reykjavík að morgni síð- astiiðins föstudags 29. júlí eftir gagngerar endurbætur í Póllandi. Að sögn Ingimundar Ingimundar- sonar útgerðarmanns fór skipið héðan til Nada-skipasmíðastöðv- arinnar í Gdynia þann 4. apríl síð- astliðinn. Nær allt hefur verið endurnýjað annað en vél og nokkrar vistarverur. Framendi skrokksins var endurbyggður og sett perustefni á skipið. Allt ofan- þilja er nýsmíði, bæði brú, hval- bakur og rými undir brú þar sem meðal annars er nýtt eldhús og borðsalur. Einnig eru fjórir nýir svefnklefar í skipinu. Skrokkurinn var sandblásinn að innan og utan og lestum breytt. Dælubúnaðinum er stjórnað úr brú. í perustefninu er 30 tonna ferskvatnsgeymir. Að sögn Ingimundar er nú ver- ið að búa skipið til loðnuveiða. Skipstjóri á Svani RE 45 er Gunn- ar Gunnarsson og eru 14 í áhöfn. SERTILBOÐ á 15 og 18 gíra fjallahjólum. Fáein eintök af metsölufjallahjólinu JAZZ by TREK. Dæmi: TREK USA, Model 800 (18 gíra Shimano, krómólý stell í mörgum stær&um, 26" gjarbir og átaksbremsur) á kr. 22.054 stgr. (áður kr. 27.935 stgr.). TREK USA, Model 820 (21 gírs, gripskiftir krómólý stell í mörgum stærðum,2ó" gjarðir og átaksbremsur) á 27.527.stgr. (áður 34.868.stgr.) JAZZ fjallahjól Mjúkur hnakkur Áfaks- * bremsur Krómólý létf- malmstell með E *vilangri óbyrgð \ EINNIG MARGAR FLEIRI GERÐIR FJALLAHJOLA GÖTUFJALLAHJÓLA, HEFÐB UNDINNA HJÓLA OG BARNAHJÓLA FRÁ BANDARÍKJUNUM, ÞÝSKALANDI,FRAKKLANDI, DANMÖRKU OG HOLLANDI. Breið gróf- mynstruð SUMARTILBOÐH> STENDUR AÐEINS í 10 DAGA .. Heiönjo/aversiunmr— ORNINNP' SKEIFUNNI V I VERSLUN SÍMI889890 VERKSTÆÐISIMI889891 OPIÐ LAUGARDAGA KL. 10-14 RAÐGREIÐSLUR ALVEG EINSTAKT TÆKIFÆRI TIL AÐ EIGNAST KJORGRIP A TOMBOLUVERÐI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.