Morgunblaðið - 04.08.1994, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.08.1994, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 1994 11 AKUREYRI LANDIÐ 700-670" SAM- TALS: 600 540 Atvinnuleysi á Akureyri janúar til júlí 1994 500 400 425 385 Atvinnuleysi á Akureyri í júlílok 1991-1994 SAM- TALS: 425 Erfitt atvinnuástand meðal verkafólks Aldrei j afnmargir atvinnulausir í júlí ATVINNULEYSI á Akureyri í lok júlímánaðar hefur aldrei verið eins mikið og nú. Alls voru 425 skráðir atvinnulausir, 173 karlar og 252 konur. Núna í júlílok eru atvinnulausir um 50 fleiri en á sama tíma í fyrra og rúmlega 200 fleiri en á sama tíma 1991. Listasumar ’94 Rokk og ljóð Breska ljóðskáldið og rokk- arinn Mart- in Newell kemur fram í Deiglunni klukkan 21 í kvöld. Hann hefur gefið út fjölmarg- ar plötur svo og ljóðabækur og komið fram sem ljóðskáld. Söngvaka í Minja- safnskirkjunni Söngvaka er í kvöld klukkan 21 í kirkju Minjasafnsins. Rósa Kristín Baldursdóttir og Þór- arinn Hjartarson flytja íslensk sönglög. Safnið er opið í kvöld til klukkan 22.30. Árni ísleifs djassar Djassklúbbur Listasumars og Karólínu verður í kvöld eins og alla fímmtudaga. í þetta sinn mun Árni Isleifsson djass- kóngur Egilsstaða leika þar ásamt Garðari Harðarsyni bassaleikara og Ragnheiði Sigjónsdóttur söngkonu. Heildartala atvinnulausra á Akureyri hefur lækkað hægt og bítandi frá áramótum. Mest fækk- aði atvinnulausum frá janúarlokum til febrúarloka, úr 670 í 583, en þá fækkaði konum á skrá um 52 og körlum um 35, og frá apríliokum til maíloka, úr 540 í 471, en þá fækkaði skráðum konum um 9 en körlum um 60. Breytingar á heildartölunni eru að öðru leyti litl- ar milli mánaða. Það vekur athygli að skráðum atvinnlausum körlum fækkar um hver mánaðamót en sveiflur eru til muna meiri i hópi atvinnulausra kvenna. Þeim fækkar frá janúar til febrúar, eru jafnmargar í febrúar- lok og marslok, íjölgar til aprílloka, fækkar á ný til loka maí, fjölgar til júníloka og fækkar ögn nú til júlíloka. Skráðar atvinnulausar konur á þessu ári eru fæstar í febr- úar og mars, 233, en flestar í jan- úar, 285. Atvinnuleysi hjá körlum er minnst nú í júlílok, 173, en var mest í lok janúar, rúmlega tvöföld tala atvinnulausra nú, 385 manns. Versti júlímánuðurinn Aldrei hafa jafnmargir verið at- vinnulausir í lok júlí og á þessu ári. Atvinnulausir nú eru rúmlega 200 fleiri en 1991, 175 fleiri en 1992 og 47 fleiri en í fyrra. At- vinnulausir nú eru um 100 fleiri af hvoru kyni en í júlílok 1991 og áberandi er að álíka margir karlar eru atvinnulausir í júlílok nú og í fyrra en atvinnulausar konur eru nú 45 fleiri en í fyrra. Að sögn Sigrúnar Björnsdóttur hjá Vinnumiðlunarskrifstofunni á Akureyri segja þessar tölur einung- is hver staða var í skráningu at- vinnulausra síðasta föstudag mán- aðarins. Miklu meiri hreyfing væri á skráningum en tölurnar gæfu til kynna. Þannig hefðu alls 603 kom- ið til skráningar í júlímánuði. Flest- ir þeirra sem fengið hefðu vinnu hefðu komist að hjá Akureyrarbæ, annars dreifðist þetta á marga staði. Sigrún sagði að langmest atvinnuleysi væri hjá verkafólki. Alls væru 183 Einingarfélagar á skrá og mest konur, 119 talsins. Næstflestir atvinnulausra eru versl- unar- og skrifstofufólk, 96, þar af 73 konur. Iðjufélagar atvinnulausir eru 72, þar af 43 konur. Að sögn Sigrúnar eru atvinnu- leysistölur nú mun hærri en vænta hefði mátt þar sem þessi mánaða- mót hafa jafnan verið svo, að færri hafa komið til skráningar en ella, sumpart vegna fjarveru. Nýjar regl- ur um atvinnuleysisskráningar komi hér ef til vill eitthvað til skýr- inga en þó alls ekki að öllu leyti. í átaksverkefnum í lok júlí nú voru alls 69, ýmist hjá Akureyrarbæ eða einstaklingum og fyrirtækjum. Verslunarmannahelgin í Skagafirði Engin útihátíð en mikil umferð Skagafirði - Engin skipulögð úti- hátíðahöld voru um verslunar- mannahelgina í Skagafirði, en hestamannafélögin Léttfeti og Stíg- andi héldu árlegt hestamót sitt á Vindheimamelum. Á Vindheimamelum var fremur fátt fólk, en þó nokkur fjöldi ungl- inga sló upp tjöldum sínum við Varmahlíð, en í félagsheimilinu Miðgarði skemmti hljómsveitin Plá- hnetan á föstudags- og laugardags- kvöld, og voru þessir dansleikir tveir af þremur þeim fjölsóttustu á sumr- inu. Allt fór fram með sæmilegum friði á föstudagskvöldið, en eftir dansleikinn á laugardagskvöldið kom til átaka utan við félagsheimil- ið, á meðan lögreglan var að taka ökumann sem grunaður var um ölv- un við akstur, og í átökunum var einn samkomugestur nefbrotinn og hlaut hann fleiri áverka í andliti, sem gert var að á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki. Fjórir gistu fangageymslur lög- reglunnar á Sauðárkróki, eftir þessa dansleiki. Að sögn lögreglunnar var mjög mikil umferð á öllu svæðinu fyrir og um helgina, og bar alit of mikið á hraðakstri, og voru mjög margir ökumenn stöðvaðir og þeir beðnir að stilla hraðanum í hóf, en sjö voru ákærðir fyrir hraðakstur og sá sem fór hvað mest, reyndist á um það bil 140 km hraða. í viðtölum við lögreglumenn telja þeir mjög til vandræða hversu lög- gæslan er fáliðuð um þessa mestu umferðarhelgi, en til marks um umferðarþungann um svæðið, taldi ölumaður á leið frá Siglufirði, eftir hádegi á sunnudag eitt hundrað og sautján bíla, sem hann mætti á leið- inni inn að Ketilási, en það er um 25 km leið og má því gera ráð fyr- ir að nokkur hafi umferðin verið þegar hinir sex þúsund gestir sem á Siglufirði voru um helgina voru að koma þangað á föstudag og laugardag. Morgunblaðið/Sigríður Ingvarsdóttir MIKLAR endurbætur standa nú yfir á Siglufjarðarflugvelli. Flugvöllurinn lokað- ur vegna endurbóta Siglufirði - Miklar framkvæmdir hafa undanfarið staðið yfir við Siglufjarðarflugvöll. Verið er að keyra í hann undirlag, byggja upp og klæða. Völlurinn hefur að þess- um sökum verið lokaður frá 9. júlí og hefur íslandsflug því þurft að fljúga á Sauðárkrók og er farþeg- um ekið á milli. Framkvæmdir við Siglufjarðar- flugvöll voru á sínum tíma boðnar út og var tilboði verktakafyrir- tækisins Klæðningar hf. frá Garðabæ tekið, en það bauð 8,7 milljónir í verkið, sem er um 75% af kostnaðaráætlun. Björn Ingi Sveinsson, tæknileg- ur framkvæmdastjóri Klæðningar hf., segir verkinu hafa miðað mjög vel áfram og hann býst við að því ljúki nú í þessari viku, en enn er eftir að klæða seinna lagið á völl- inn og ganga frá flughlaði og bíla- stæðum. * cn Q CJ£ Z>; Q (J) cn < co- n Býrð þú í hurðarlausu? Þýsku Moralt innihurSirnar eru glæsilegar og á góðu verði. Einfaldar í uppsetningu. Hafið samband og fáið sendan nýja glæsilega Moralt innihurðabæklinginn okkar. Söluaðili í Reykjavík: Innflytjandi: Harðviðarval, Krókhálsi 4, sími 91-671010. <íp>s BYGGINGAVÖRUR Mikil verðlækkun ELÍZUBÚÐIN SkipholH 5. .... ''f - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.