Morgunblaðið - 04.08.1994, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 04.08.1994, Blaðsíða 44
ÞREFALDUR 1. vinningur Whp% hewlett WL'HM PACKARD ---- ;-----:— UMBOÐIÐ HP A (SLANDI H F Höfdabakka 9, Reykjavík, sími (91) 671000 Frá mögulelka lll veruleika MORGUNBLADID, KRINGLAN 1 103 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Haustko sningar Tiafa ekki áhrif á fj árlagavinnuna Friðrik Sophusson fjármálaráðherra Sandreyðurin reyndist vera langreyðarkálfur „ÞAÐ ER mikill misskilningur ef menn halda að ástæðan fyrir haustkosn- ingum sé sú að menn komi ekki saman fjárlögum. Það kemst enginn undan því að taka á ríkisfjármálunum," segir Priðrik Sophusson fjármála- ráðherra. „Það hefur verið rætt í ríkisstjórninni og á milli stjórnarflokk- anna, að það skipti í sjálfu sér engu máli hvort kosið er í haust eða næsta vor, ríkisstjórnin muni eftir sem áður undirbúa fjárlagafrumvarp sem tekur mið af þeirri stefnu sem ríkisstjórnin hefur markað. Sú stefna gerir meðal annars ráð fyrir að hallinn á næsta ári verði lægri en íjárlagahallinn í ár sagði Friðrik. Hann sagði að ríkisstjórnin hefði þegar skipt verkefnum á milli ráðuneytanna og stæði nú yfir vinna við tillögugerð, sem eigi að liggja fyrir um miðjan ágúst. „Það eina sem gæti breyst ef haustkosningar eiga sér stað er að framlagning frum- varpsins myndi frestast. Ef þing kem- ur ekki saman fyrr eftir að mynduð hefur verið önnur ríkisstjóm en nú situr mun það að sjálfsögðu falla í hlut nýs fjármálaráðherra að leggja slíkt framvarp fram og undirbúning- urinn sem nú er unnið að mun þá nýtast honum. Ef núverandi ríkis- stjóm situr þegar þing kemur saman, annað hvort vegna þess að hún hefur verið endurnýjuð eftir kosningar eða vegna þess að ekki hefur tekist að mynda nýja stjórn, er það engu að síður lagaskylda að leggja fram fjár- lagafrumvarp,“ sagði Friðrik. ** Akureyri Útsvar oflágt Bæjarbúar fá bakreikning SKATTSTJÓRI Norðurlandskjör- dæmis eystra hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að gjaldendur á Akureyri muni fá tilkynningu um breytingu á álagn- ingu útsvars vegna þess að fyrir mistök hafi útsvarið verið reiknað lægra en vera skyldi. I tilkynningu skattstjóra segir: „Það tilkynnist hér með gjaldend- um á Akureyri, að þau mistök urðu við álagningu opinberra gjalda, að álagningarhlutfall út- svars var ekki rétt í álagningarfor- sendum, en við álagninguna var hundraðshluti útsvars 7,2% en átti að vera 7,5%.“ Síðar segir að ákvarðaðar endurgreiðslur muni berast úr ríkissjóði á auglýstum tíma en endurákvarðað útsvar kunni að hafa í för með sér að gjaldendur verði krafðir um við- bótarútsvar. Mistök vegna breytinga Sveinbjörn Sveinbjömsson skattstjóri sagði, að þessi mistök hefðu ekki komið í ljós fyrr en álagningarseðlar hefðu verið * -komnir af stað til gjaldenda, en þau stöfuðu af því að Akureyrar- bær hefði í nóvember síðastliðnum ákveðið að hækka álagningarpró- sentuna úr 7,2% í 7,5%, og sú breyting hefði ekki verið tekin með þegar álagning var reiknuð. Sveinbjörn sagði ekki endanlega ákveðið, hvernig að innheimtu þess viðbótarútsvars verði staðið, sem af þessum mistökum leiðir. Til skýringa á því um hveijar fjár- hæðir er að ræða, sagði Svein- björn, að af hverri milljón króna >-*kæmi til 3.000 króna viðbótarút- svar og í heiid mætti gera því skóna að um væri að ræða 35-40 milljónir. Sveinbjöm taldi, að gjaldendum yrðu sendar tilkynningar um breytingarnar nærri miðjum þess- um mánuði, en viðbótarútsvarið gæti þá komið til greiðslu í seinni hiuta septembermánaðar. Eins dauði er annars brauð HVALURINN sem synti á land í Elliðavogi í fyrrakvöld reyndist vera langreyður en ekki sand- reyður. Dýrið bar þess merki að hafa lent í skrúfu stórs skips. Eftir að ljóst varð að ekki var unnt að bjarga hvalnum var ákveðið að nýta kjötið og gátu viðstaddir fengið af því að vild. Fljótlega var búið að hreinsa allt kjöt af skepnunni og var beina- grindin dregin út á haf þar sem Ljósmynd/Jón Svavarsson henni var sökkt. Viðstaddir gæddu sér á kjöti þegar um kvöldið og grilluðu á staðnum. Þetta var mjög ungur kálfur að sögn Jóhanns Siguijónssonar sjávarlíffræðings á Hafrann- sóknastofnun. Hann mældist 9,6 metra langur en fullvaxinn getur hvalurinn orðið yfir 20 metrar. Hvalurinn vóg um 5 tonn en full- orðnar langreyðar vega 40-50 tonn og geta orðið allt að 70 tonn. Langreyðar eru skíðishvalir af ætt reyðarhvala. Þær eru djúpsjávardýr og halda sig í kaldtempruðum sjó á sumrin en færa sig sunnar að vetrarlagi. Langreyðar eru við íslands- strendur frá júní og fram í sept- ember. Allt að 0,70 stiga hækkun á ávöxtunarkröfu ríkisvíxla ÁVÖXTUNARKRAFA á 3, 6 og 12 mánaða ríkisvíxlum hækkaði í útboði í gær. Mest var hækkunin á 12 mánaða ríkisvíxlum, 0,70 prósentustig frá síðasta útboði fyrir mánuði síðan, en ávöxtunar- krafa sex mánaða víxlanna hækkaði um 0,42 prósentustig og 3 mánaða víxlanna um 0,19 prósentustig á sama tímabili. Morgnnblaðið/Gísli Úlfarsson Hrafn í grillveislu ísafirði. Morgunblaðið. HRAFN gerði sig heimakominn við íbúðarblokk í Seljalands- hverfi á ísafirði fyrr í vikunni. íbúar á fjórðu hæð sem voru að grilla urðu vör við að krakkar voru að leika sér við hrafn niðri í garðinum. Þegar þau settust að snæðingi úti á svölunum ásamt gestum sínum kom hrafninn og settist á öxl Gunnars Tryggva- sonar og krunkaði. Krummi var hinn spakasti og vildi fá mat. Hann vildi ekki grillað fjalla- lamb, en þáði kexköku. Friðrik Sophusson, fjármálaráð- herra, segir að þessi hækkun ógni ekki vaxtastefnu stjórnvalda, heldur endurspegli hækkunin óvissu vegna lausra kjarasamninga um áramót, auk þess sem vextir hafi farið hækk- andi erlendis. Endurspeglar óvissu Samtals seldust í útboðinu ríkis- víxlar fyrir 3.915 milljónir. Þriggja mánaða víxlar seldust fyrir rúmar þijá milljarða króna og var meðal- ávöxtun tekinna tilboða 4,82%. Sex mánaða víxlar seldust fyrir 300 milljónir og var meðalávöxtunin 5,50% og tólf mánaða víxlar fyrir 594 milljónir króna og var meðal- ávöxtunin 6,46%. Seðlabankinn keypti víxla fyrir 200 milljónir króna á meðalverði samþykktra til- boða, en um síðustu mánaðamót átti Seðlabankinn 20,6 milljarða króna í ríkisverðbréfum eða í verð- bréfum með ríkisábyrgð og hafði ríkisverðbréfaeignin þá vaxið um einn milljarð króna frá því í júní. Fjármálaráðherra sagði aðspurð- ur að um óverðtryggða víxla væri að ræða og vaxtahækkunin endur- speglaði óvissu vegna lausra kjara- samninga um áramót, sem og að vextir hefðu hækkað erlendis að undanförnu. Þetta hefði engin áhrif á þá stefnu stjórnvalda að vextir á spariskírteinum yrðu ekki hærri en 5%, enda væru spariskírteinin verð- tryggð til langs tíma og hefðu því ekki til að bera þá verðbólguáhættu sem fylgdi óverðtryggðum bréfum. Þessi hækkun væri í takt við þá hækkun sem hefði orðið á óverð- tryggðum ríkisbréfurn til tveggja ára í síðasta útboði. „íslenski fjár- magnsmarkaðurinn hefur verið að breytast mjög mikið upp á síðkast- ið. Stór fyrirtæki, sveitarfélög og sjóðir hafa verið að koma út á verð- bréfamarkaðinn. Þetta hefur auð- vitað þrengt að ríkinu sem hefur þurft að fara meira út í sölu á stutt- um víxlum," sagði Friðrik. Hann sagði að ástæðan fyrir því að stórfyrirtæki eins og til dæmis Landsvirkjun færu út á þennan markað væri sú að útlánsvextir bankanna væru svo háir hér á landi. Þessi fyrirtæki væru kannski að taka tilboðum á bilinu 5,5-6,7%, en þyrftu að borga hærri vexti í banka- kerfinu. Á sama tíma hefðu bank- arnir meira bolmagn til að kaupa ríkisvíxla til skamms tíma. Áhrif frá útlöndum Eiríkur Guðnason, bankastjóri Seðlabankans, sagði að þessi hækk- un vaxta á óverðtryggðum verð- bréfum til lengri tíma markaðist af meiri verðbólguvæntingum, óvissu vegna hugsanlegra kosninga og þess að kjarasamningar væru lausir um áramót. Einnig hefðu vaxtahækkanir erlendis áhrif.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.