Morgunblaðið - 04.08.1994, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.08.1994, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 1994 MNNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Hjartkær systir okkar, HALLA BACHMANN kristniboði, andaðist í Landakotsspítala 2. ágúst. Jón G. Hallgrímsson, Helgi Bachmann, Helga Bachmann, Hanna Bachmann. t Faðir okkar, JÓHANNES STRAUMLAND, lést í Borgarspítalanum þriðjudaginn 2. ágúst sl. Sævar Straumland, Ólafur J. Straumland, Gunnar J. Straumland. t Móðir okkar, HELGA STEINDÓRSDÓTTIR, Fitjum, Skagafirði, lést 1. ágúst í Sjúkrahúsi Skagfirðinga, Sauðárkróki. Börnin. Móðir mín, t ERLENDSÍNA HELGADÓTTIR frá Litlabæ, síðar Sjónarhóli, Vatnsleysustrandarhreppi, lést á Garðvangi í Garði 2. ágúst. Fyrir hönd systra minna og annarra ættingja, Guörún Lovísa Magnúsdóttir. t Sonur okkar, faðir, bróðir og mágur, LEIFUR GUNNAR JÓNSSON pipulagningarmaður, Hringbraut 75, Reykjavik, sem andaðist laugardaginn 23. júlí sl., verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu föstudaginn 5. ágúst kl. 10.30. Jón Óskar Karlsson, Hulda Friðriksdóttir, Emilfa Katrín Leifsdóttir, Karl Már Leifsson, Friðrik Jónsson, Stefanía María Jónsdóttir, Þór Ólafsson. t Móðurbróðir okkar, ANTON G.E. BJARNASON, Faxastfg 1, Vestmannaeyjum, verður jarðsunginn frá Landakirkju, Vestmannaeyjum, laugardag- inn 6. ágúst kl. 14.00. Guðrún J. Jakobsdóttir, Sigriður S. Jakobsdóttir, Ólafur Ó. Jakobsson. íslenskur efniviður Áralöng reynsla. íslenskar steintegundir henta margar afar vel í legsteina og hverskonar minnismerki. Eigum jafnan til fyrir- liggjandi margskonar íslenskt efni: Grástein, Blágrýti, Lípant og Gabbró. Leitið upplýsinga. S. HELGASON HF STEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 • SÍMI 91-76677 ÞORSTEINN ODDSSON + Þorsteinn Odds- son fæddist á Hamraendum í Stafholtstungum 25. nóvember 1919. Hann lést á Land- spítalanum 27. júlí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Oddur Halldór Olafsson, þá hús- maður á Hamra- endum, síðar verka- maður í Reykjavík, f. 12. júlí 1886, og Þuríður Jónsdóttir frá Kalastöðum, f. 7. nóvember 1889. Þorsteinn nam prentmyndasmiði hjá Olafi Hvanndal. 29. mars 1947 kvæntist Þorsteinn Sigur- björgu Einarsdóttur, f. 24. júní 1919. Börn þeirra eru: Ásdís, f. 22. maí 1948, umsjónarmað- ur, Einar Þorsteinn, f. 3. októ- ber 1949, framkvæmdasljóri, Gunnar, f. 28. mars 1951, for- stöðumaður, og Þórstína Björg, f. 8. september 1956, kaupmað- ur. Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju í dag. AFI MINN var einn af föstu punkt- unum í lífi mínu, svo mildur og blíð- ur. Ég á alltaf eftir að sakna hans. Eftir að ég komst til vits og ára fann ég enn betur hvaða mann hann hafði að geyma. Þegar ég kom niður í Teigagerði sem oft var tók hann alltaf svo vel á móti mér. Hann vildi taka þátt í því sem ég var að gera og fylgjast með. Við afi vorum góðir vinir. Hann afi minn hugsaði sitt og hafði víðfeðmari lífsspeki en gengur og gerist. Honum nægði ein setning til þess að komast að kjarna máls- ins, stundum aðeins eitt orð sem innihélt heila sögu. Oft nægði það mér til nokkurra daga umhugsun- ar. Skopskyn afa var mjög næmt og hefur það sennilega fleytt honum yfir margan erfiðan hjallann, því að á langri ævi voru margs konar hindranir á vegi hans. Það er ekki öllu lokið þó að þess- ari jarðvist sé lokið. Ég er forsjón- inni mjög þakklát fyrir að hafa átt svo góðan kennara sem afi minn var, og kem ég til að búa að því alla tíð. Birgi langar að þakka þér fyrir allar samverustundirnar, sem ég veit að voru ykkur báðum nær- ing, þar sem rætt var um heima og geima. Elsku afi minn, þakka þér fyrir alla ást og hlýju í minn garð. Þín Eydís. Birting afmælis- ogminn- ingar- greina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Greinun- um er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykja- vík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi í númer 691181. Það eru vinsamleg til- mæli blaðsins að lengd grein- anna fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Greinarhöf- undar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Ég vil með fáum orðum kveðja vin minn og samstarfsmann, Þorstein Oddsson prentmyndasmið, en hann er nýlátinn úr ólæknandi sjúkdómi. Við hittumst í Hvera- gerði skömmu fyrir lát hans en þá var mjög af honum dregið. Þó gladdi það mig hve vel hann bar sig þrátt fyr- ir erfið veikindi og ég minnist orða hans, þegar hann sagði, „maður verður að vera bjartsýnn". Þá grunaði mig ekki að þetta var skilnaðarstund og að ég fengi aldrei að sjá hann framar. Ég minnist ungdómsáranna þeg- ar við kynntumst. Þá vann hann í prentmyndagerðinni Litrófi, hjá Eymundi Magnússyni, en ég starf- aði við sama fag í Leiftri. Þá áttum við margar helgar saman við glaum og gleði eins og gerist og gengur hjá ungu fólki. Aldrei varð okkur sundurorða. Þorsteinn var ljúf- menni hið mesta og vinur vina sinna. Við vorum saman á Þingvöllum við stofnun lýðveldis á íslandi árið 1944 og ösluðum saman í rigning- unni glaðir yfir þessum merka áfanga í sögu íslensku þjóðarinnar. Þegar Þorsteinn réðst í það að byggja sér hús við Teigagerði í Reykjavík, þá voru flestir vantrúað- ir á, að honum myndi takast það, en upp komst húsið og þar bjó hann ásamt konu sinni til hinsta dags. Nú er hann farinn á vit eilífðar- innar og ég vona að hann hafi val- ið rétta veginn undir lokin og hefi sterkt hugboð um að svo hafi verið. Ég vil að lokum senda konu hans og afkomendum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Eggert E. Laxdal. Elsku afí er farinn. Þetta er svo erfitt að skilja, en við vitum að þetta er það sem við öll þurfum að horfast í augu við einhvern dag- inn. Huggun okkar er Róm. 10:9: „Ef þú játar með munni þínum; Jesús er Drottinn og trúir með hjarta þínu að Guð hafi uppvakið hann frá dauðum, muntu hólpinn verða.“ Þetta átti afi, og við erum svo þakklát fyrir það. Hann er hjá Guði, þetta er sú mesta von sem nokkur getur átt, það er fullvissan um eilíft líf með Guði. Afi var einstaklega vandvirkur maður í öllu því sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var kannski ekki mjög málglaður maður en við vissum hvar við höfðum afa. Við barnabörnin nutum þess að fara inn í Teigagerði til afa og ömmu sem tóku okkur alltaf opnum örmum. Afí flíkaði aldrei sínum tilfinning- um, en við fundum að hann vildi passa það að við barnabörnin fær- um ekki á mis við kærleika hans. Nú verður ekki lengur sagt: „Ég ætla til afa og ömmu í Teiga- gerði,“ heldur rnun amma standa þar ein og eins og hetja með útrétt- ar hendur. Afi kenndi sér aldrei meins. Hann var hraustur, þar til fyrir rúmu ári síðan er uppgötvaðist krabbamein í báðum lungum. Þetta hafði mikil áhrif á okkur og við fundum að afí tók þetta nærri sér. Það var sárt að fylgjast með erf- iðri lyfjagjöf sem tók sinn toll. En allt virtist benda til þess að við fengjum að hafa hann jafnvel í nokkur ár, en þá veiktist hann enn meir og var sendur upp á spítala 15. júlí sl. og voru þær fréttir, sem við fengum, ekki það sem við von- uðumst eftir. Og kvöldið áður en afi kvaddi þetta líf var erfitt, það var eins og við vissum að við fengj- um ekki að sjá hann aftur. Við fólum hann í hendur þeim sem allt vald hefur á himni og jörðu. Á leið- inni féllu mörg tár, en við vorum þakklát fyrir það að hann þurfti ekki að þjást meira. Eins og litli bróðir okkar sagði: Núna er afi hjá Jesú og líður vel. Elsku amma, við elskum þig og biðjum Drottin að styrkja þig í þessum söknuði. Við söknum afa líka. Guðni, Sigurbjörg, Jóhanna og Gunnar Ingi. Vinur minn og velgjörðarmaður Þorsteinn Oddsson er látinn. Það var fyrir sautján árum að ég byijaði að vinna í þakpappanum hjá þeim feðgum Þorsteini og Gunnari, eða í tjörunni eins og við kölluðum það. Mikið vatn hefur runnið til sjáv- ar síðan og er ég lít til baka er ég þakklátur fyrir þann tíma sem ég vann með Steina og naut tilsagnar hans, því fáa ef nokkurn, hef ég hitt eins vandvirkan og akkúrat mann og hann Steina. Allt varð að vera gjörsamlega hundraðprósent og ekkert fúsk á þeim bæ, annars fengu menn að heyra það, þó í rólegheitum. Hann var alveg örugglega, með fullri virðingu fyrir öðrum, bestur í sínu fagi (þakpappanum). Ég vil einnig þakka fyrir þann tíma sem ég fékk að búa í kjallaranum í Teigagerði 3, það var mikill greiði sem ég gleymi ekki. Þau hjónin áttu og Sigurbjörg á enn yndislegt og gestrisið heimili. Oftar en einu sinni byijaði maður daginn þar með kaffi og meðlæti áður en lagt var af stað í þökin. Ég veit að stórt skarð er höggvið í fjölskylduna, en þegar neyðin er stærst er hjálpin einnig næst. Síðustu dagar Þorsteins voru eins og undirbúningur fyrir það sem koma skyldi og er ég fór til hans á spítalann var eins og við vissum báðir, að nú væri komið að kveðjustund. Ég er þess fullviss að hann hvilir nú í faðmi Drottins. Ég bið góðan Guð um að styrkja þig Sigurbjörg og fjölskyldu þína á þessum dögum og áframhaldandi. Karl Guðnason. Nú er hann Steini afi dáinn. Ég á margar góðar minningar um hann. Það var alltaf gott að koma til hans. Hann bjó ásamt ömmu í Teigó og þangað var ég ávallt vel- kominn og gaman var að spjalla við afa um ýmsa hluti. Ég man eftir ljóðunum sem hann kenndi mér og sérstaklega er mér minnis- stætt ljóðið um Brautarholt, sem er mér efst í huga þegar ég minn- ist hans afa míns. Afí var í uppáhaldi hjá mér eins og hjá öllum hinum afabörnunum en hjá honum hittumst við oft enda var heimili hans samkomustaður fjölskyldunnar. Afi var sérstakur og engum öðr- um líkur, sparsamur og séður og það mun reynast mér hvatning og lærdómur og gott veganesti inn í framtíðina. Ég minnist afa með þökk fyrir þann tíma sem við áttum saman og kveð þig, elsku afi minn með góðar minningar. Elsku amma mín, Guð blessi þig í sorg þinni. Tryggvi Þór Hilmarsson. Við eigum erfitt með að trúa því að þú sért farinn frá okkur og kominn heim til Guðs. Kallið kom skjótt og söknuðurinn er mikill. Við náðum aldrei að kveðja þig almennilega, en samt áttum við fjölskyldan yndislegt samtal við þig vikuna áður. Við viljum þakka þér fyrir allar samverustundir sem við höfum átt saman og munum minnast þín sem hjartkærs, elskulegs afa sem alltaf hafði tíma fyrir okkur. Þú verður ávallt í hjarta okkar. Saknaðarkveðjur frá Uppsölum. Þorsteinn Einarsson, Sigurður Ragnar Einarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.