Morgunblaðið - 04.08.1994, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 04.08.1994, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ Hlaðborð í fiádeginu alla virka daga. \rU i s t o r a n t c— Kr. 750 Suðurlandsbraut 14 sími 811844 ÍDAG VELVAKANDI Svarað í síma 691100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags 4* 0 Augiýst eftir framboðum til kjörnefndar ÁX Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík Samkvæmt ákvörðun stjórnar Fulltrúaráðs sjálfstæðis- félaganna í Reykjavík er hér með auglýst eftir framboðum til kjömefndar Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Framboðsfrestur rennur út fímmtudaginn 11. ágúst kl. 17.00 Samkvæmt 11. gr. reglugerðar fyrir Fulltrúaráð sjálfstæðis- félaganna í Reykjavík eiga 15 manns sæti í kjömefnd og skulu 8 kjömefndarmenn kosnir skriflegri kosningu af fulltrúaráðinu. Samkvæmt 5. málsgr. 11. gr. reglugerðar- innar telst framboð gilt, ef það berst kosningastjóm fyrir lok framboðsfrests, enda sé gerð um það skrifleg tillaga af 5 fulltrúum hið fæsta og ekki fleiri en 10 fulltrúum. Frambjóðandi hafi skriflega gefið kost á sér til starfans. Tilkynning um framboð berist stjóm Fulltrúaráðs sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavík, Valhöll við Háaleitisbraut. Stjórn Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Olíufélagió hf ESS0 veitir þér 3% afslátt á smávörum á bensínstöövum ESS0 SAFNK0RTESS0 Enginn kostnaður, aðeins ávinningur! gssoj Olfufélagífihf Um íþróttahöll ÉG VIL þakka Arnþrúði Karlsdóttur fyrir grein hennar „Einn voða hissa“ þar sem fram kemur slíkt ábyrgðarleysi ráðamanna að þjóðin hlýtur að verða „voða hissa“ rétt eina ferðina á verkum þeirra manna, sem hún hefur valið til forystu og til að vera andlit þjóðarinnar út á við í samskiptum við aðrar þjóðir. Ríkisstjórn sækist eftir og leyfir að taka til lands- ins þekkta alþjóðakeppni, gefur út bækling í mynd- um og máli og lofar að standa nú vel að máli. Eins og gengur er skipt um ríkisstjórn og sú nýja er með blöndu af þessum loforðamönnum, en nú gerast ábyrgðar- og sið- lausir atburðir, sem fram koma í grein Arnþrúðar, þessir nýju valdhafar fría sig af samþykkt fyrri stjómar, þótt samþykktin snerti samskipti okkar við aðrar þjóðir, jafnvel orð látin falla af fyrrum borgarstjóra og núverandi forsætisráðherra, að ekki ætli hann að taka þátt í slíkri vitleysu að reisa íþróttahöll fyrir eina kvöldstund, sá hinn sami sem prýddi útgefinn lof- orðabækling með mynd ásamt forseta okkar. Ætlast svo íslenzka þjóðin til að tekið sé mark á henni og fyrir henni borin virðing á erlendum vettvaiigi. Hvar í veröldinni er sið- ferði þjóðarinnar statt ef svo er? Hrafnhildur Guðmundsdóttir, Markarflöt 37. Tapað/fundið Sjónauki tapaðist HELGINA 23.-24. júlí sl. tapaðist sjónauki á Arnar- stapa. Finnendur vinsam- legast hafið samband við Jónínu í síma 74335. Barnaúr fannst CASIO-barnaúr með rauðri ól, merkt með bók- stöfum fannst skammt frá Laugardal, sunnudaginn 31. júlí. Upplýsingar em í síma 28332. Utanborðsmótor hvarf YAMAHA-utanborðsmótor hvarf úr bílskýli við Sólvalla- götu í Reykjavík aðfaranótt fimmtudags. Hann er 9,5 hestöfl, dökkbiár með rauðum og hvítum röndum á hlið- um vélarloksins. Hann var kyrfilega læstur við bát áður en hann hvarf. Geti einhver gefið upplýsingar vinsam- lega hafið samband í síma 626335 eða 629410. SKÁK Umsjón M a r g c I r Pétursson ÞESSI STAÐA kom upp í fjórðu einvígisskák þeirra Gelfands (2.680) og Kramniks (2.725) í Sanghi Nagar á Indlandi. Boris Gelf- and hafði hvítt og átti leik í þessari stöðu, Kramnik lék síðast 29. - Db5-c4 í vand- tefldri stöðu. 30. Bxh7+! - Kxh7, 31. Df5+ - Kg8, 32. Hh3 (Nú á svarti kóngurinn ekki aðra undankomuleið en að flýja út á mitt borð. Staðan er töpuð. 32. - Hfe8, 33. Dh7+ - Kf8, 34. Dh8+ - Ke7, 35. Dxg7 - d4, 36. e6! - Kd6, 37. e7! - Hd7, 38. De5+ - Kc6, 39. Hh6+ - Kb7, 40. Da5! - Hdxe7, 41. Hxe7+ - Hxe7, 42. Db6+ og Kramnik gafst upp því mátið blasir við. Þar með jafnaði Gelfand metin í ein- víginu. Fimmtu skákinni lauk með jafntefli en sú sjötta fór í bið og hefur Gelf- and þar peði meira og vinn- ingsmöguleika. Sú spurning vaknar hvort Kramnik hafi ánetjast ljúfu lífi frægðarinnar og treysti alfarið á yfirburða hæfileika sína en hirði lítt um rann- sóknir og undirbúning. Kamsky sló hann um daginn út úr PCA-heimsmeistara- keppninni þannig að Kasp- arov getur andað léttar fram til ársins 1997. Hann hefur einmitt spáð því að Kramnik muni leysa sig af hólmi. Nú lítur út fyrir að Karpov þurfi heldur ekki að hafa áhyggjur af honum. Farsi ,,/Viér fannst f>h /U/ija, möl mitt vel... s.érslaJclepa, þe-tta, um heióctrte&^. sa/ingjarncu meÓfa-ré." Víkveiji skrifar... Víkverji brá sér norður í Stranda- sýslu um verslunarmanna- helgina og notaði tækifærið og fór í sund í Bjarnafírði. Þegar kom í búningsklefann blasti hins vegar við ófögur sjón því þvílíkur sóðaskapur var í búningsklefanum að Víkveiji hefur sjaldan séð annað eins. Gólfið var allt blautt og skítugt. Engin skafa var til að hreinsa það, auk þess sem ruslatunnan inni á klósett- inu var það full að út úr flæddi og komin var lykt af því. Ekki var held- ur neinn klósettpappír þar að finna. Laugin var í sjálfu sér ágæt, þó svo að svolítið væri af grænu slýi í henni. Lítill heitur pottur var til hliðar við laugina, en þar var ekki hægt að vera því einhverjir sundlaugargestir sátu þar og drukku hvítvín úr gler- flösku og reyktu. Fannst Víkveija þetta ekki til eftirbreytni, sérstak- lega þar sem talsvert var af börnum í lauginni og höfðu þau orð á þessu. Á leiðinni upp úr lauginni kom Vík- verji auga á sköfu, greip hana með sér inn í búningsklefann til þess að skafa mestu bleytuna og skítinn af gólfinu, enda ekki vanþörf á. Höfðu fleiri sundlaugargestir á orði að þeim þætti fremur illa hugsað um laug- ina, en í þá tæpu tvo tíma sem Vík- veiji var í lauginni sást enginn starfsmaður. Þetta dæmi sýnir vel að ekki er nóg að bjóða ferðamönn- um upp á þjónustu, heldur þarf líka að tryggja að hún sé boðleg gestum og gangandi. Ekki hefði það tekið eina manneskju nema um 10 mínút- ur í þessu tilfelli að hreinsa vatnið af gólfunum, setja klósettpappír og tæma ruslatunnur. XXX Kunningi Víkveija, sem er um- svifamikill í íslensku við- skiptalífí í gegnum fésýslustofnun eina, hafði á því orð fyrir skömmu að ýmis stórfyrirtæki hérlendis væru orðin alvön því að fá símbréf að utan frá „misjafnlega geggjuðum einstaklingum eða fyrirtækjum", eins og hann orðaði þetta. Erindi símbréfanna eru tilboð um að kaupa hitt og þetta, dýrar fasteignir eins og hótel og annað slíkt. Þegar málin væru síðan könnuð, kæmi í ljós að fæstir þessara aðila hafi getu til að fylgja eftir þeim tilboðum sem þeir senda á faxtækinu sínu. „Um er að ræða nýja tegund að ímynduðum viðskiptum sem virðast hafa sprottið upp í kjölfar þess að faxtæki urðu almenn, og liggur við að maður haldi stundum að tækin séu helber afþrey- ingarmiðill hjá viðkomandi aðilum," sagði kunninginn. Hann sagði þessa þróun hvimleiða og hvatti íslenska aðila í viðskiptalífinu eindregið til að sýna ítrustu gát þegar gylliboð af þessum toga streyma út úr mynd- sendinum frá öðrum heimshornum. Menn yrðu að kanna málin til fulls áður en þeir rykju upp til handa og fóta og fögnuðu. xxx Síðasta sunnudag varð enn á ný að leita til varnarliðsins, þegar beiðni barst til Landhelgisgæslunnar um aðstoð vegna veiks skipvetja á rússneskum togara. Togarinn var hátt í 340 mílur suðvestur af landinu og svo langt getur þyrla Landhelg- isgæslunnar ekki farið. Varnarliðið sendi tvær þyrlur til aðstoðar, auk eldsneytisvélar. Þyrlurnar tóku elds- neyti á flugi og komust klakklaust alla leið. Þessi atburður sýnir enn á ný nauðsyn öflugrar björgunarþyrlu fyrir Landhelgisgæsluna, en slík vél er væntanleg á næsta ári. Hins veg- ar er vert að benda á, að þegar flog- ið er svo langt fara þyrlur varnarliðs- ins ávallt tvær saman, svo fyllsta öryggis sé gætt. Þá er flugþol þeirra ótrúlegt, enda hafa þær eldsneytis- vélina sér til fulltingis. Það hlýtur að vera takmark þeirra, sem starfa að björgunarmálum hér á landi, að íslendingar reki þyrlusveit af þessu tagi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.