Morgunblaðið - 04.08.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.08.1994, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Veðrið í júlí Hlýtten lítið sólskin MEÐALHITI í Reykjavík í júlí var 12°C sem er 1,4° yfir meðallagi, samkvæmt upplýs- ingum frá veðurstofunni. Ur- koma í borginni var 53 milli- metrar, sem er í meðallagi og sólin skein í samtals 131 klukkustund, sem er 40 klukkustundum minna en í meðalári. Júlí var þó nokkru hlýrri árið 1991 en nú og mánuður- inn því sá næsthlýjasti frá ár- inu_ 1960. Á Akureyri var meðalhitinn 12,2oC, sern er 1,7° jrfír með- allagi. Úrkoma var í minna lagi, var 23 mm, sem er 70% af meðalúrkomu í mánuðinum. Sólin skein á norðanmenn í 139 klukkustundir, sem er 19 klukkustundum undir meðal- lagi. Á Höfn í Hornafirði var meðalhitinn 11,3°C og úr- koma 232 mm. Mu'nar þar mestu um úrkomu sem féll þann 30. júlí síðast liðinn, sem mældist 101 mm. Suðurland Víða slæm staða í heyskap Gaulveijabær - Erfitt tíðar- far hefur verið til heyskapar á Suðurlandi undanfarið. Þrátt fyrir stillt veðurfar hafa stop- ulir og daufir þurrkar valdið þessu. Hefur nánast ekkert viðrað til verkunar á þurrheyi síðan í byrjun júlí. Bændur hafa reynt að grípa stöku þurra daga og hefur rúllu- tæknin og votheysverkun bjargað mörgum. Staðan hjá bændum er mjög misjöfn. Nokkrir hafa nær lok- ið fyrri slætti en víða hefur lítið sem ekkert hey náðst. Var grasspretta víða treg framan af og dróst þess vegna að hefja slátt. Síðan vætutíð hófst hefur grasspretta hins vegar verið mikil. Er jafnvel gras sem slegið var eftir 20. júlí víða orðið slagt fóður til mjólkur- framleiðslu og farið að tréna í.rót. Morgunblaðið/Þorkell Gengið frá kirkjuþaki VERIÐ er að leggja síðustu hönd á frágang þaks Digraneskirkju í Kópavogi en stefnt er að vígslu kirkjunnar 25. september næstkom- andi. Að sögn Jónasar Frímannssonar, ritara bygginganefndar, verður þá framkvæmdum lokið við kirkjuna og safnaðarheimilið en beðið verður með frágang á rými í kjallara og malbik- un utan dyra. Skákmótið í Szeged Tveir ís- lendingar í 20. sæti AÐ LOKINNI þriðju umferð Heims- meistaramóts barna og unglinga í skák sem haldið er í Szeged í Ung- veijalandi eru tveir íslensku kepp- endanna náiægt 20. sæti í sínum flokkum. Keppendur eru alls 620. í flokki 17 til 18 ára vann Magn- ús Ö. Úlfarsson Tomcic og er kominn með tvo vinninga og nálægt 20. sæti. í flokki 15 til 16 ára tapaði Anna B. Þorgrímsdóttir fyrir Korp en Matthías Kjeld gerði jafntefli við Leskievicz og er með einn vinning. í flokki 13 til 14 ára tapaði Berta Ellertsdóttir fyrir Yasaki og Bragi Þorfinnsson tapaði fyrir Markus. Bragi er með einn vinning. í flokki 11 til 12 ára vann Davíð Kjartansson Thrower og er Davíð með tvo vinn- inga og nálægt 20. sæti. Álfheiður Óladóttir tapaði fyrir Coimbra. I flokki 10 ára og yngri tapaði Ingi- björg Birgisdóttir fyrir Svetlönu Kostjukovits en Guðjón Valgarðsson vann Bye og er hann með einn vinn- ing eftir þijár umferðir. Dag Sorli um inngöngu Noregs í ESB Slæmar afleiðing- ar fyrir N-Noreg DAG Serli, formaður Hægriflokksins í Væroy í Norður-Noregi, sagðist í samtali við Morgunblaðið óttast að það myndi hafa mjög alvarlegar afleiðingar fyrir sjávarútvegsbyggðirnar í Norður-Noregi að Noregur gangi í Evrópusambandið. Hann hvetur Norðmenn til að hafna aðildar- samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslu í nóvember nk. Sorli sagði að mikill meirihluti til að bæta aðgengi norskra sjávar- íbúa í Norður-Noregi byggði af- komu sína á fiskveiðum og svo hefði verið um aldir. í reynd hefði fólk ekki að neinu öðru að hverfa. Ekki verði annað séð en að byggð legð- ist meira og minna af á norsku strandlengjunni ef sjávarútvegur legðist niður. Sorli sagðist ekki vera sammála því sjónarmiði að Noregur hefði náð góðum samningi við ESB í sjávarút- vegsmálum. Hann sagði ófært fyrir norskan sjávarútveg að búa við það að hagsmunum hans í bráð og lengd verði ráðið í Brussel. Hann sagðist óttast að hagsmunir hans verði látnir víkja fyrir öðrum hagsmun- um, ekki síst þegar ESB semur við aðrar þjóðir. Sorli sagðist t.d. sann- færður um að hagsmunum norsks sjávarútvegs verði betur gætt í samningum við Rússa ef norska ríkisstjómin fer með málið, en ef samið er fyrir milligöngu ESB. Sorli sagði að þó að ýmislegt bjáti á í norskum sjávarútvegi verði ekki horft framhjá þeirri staðreynd að eftirspurn eftir fiski hafi aldrei verið meiri. Norskur sjávarútvegur hafi ekki þörf fyrir neina breytingu afurða að mörkuðum. Sörli sagði að sama megi raunar segja um stjórn fiskveiða og fiskverndun. Ekki sé þess að vænta að þau mál færist til betri vegar við það að Noregur gangi í ESB. Þéttbýlismenn réðu ferðinni Sorli sagðist hvetja alla Norð- menn til að segja nei þegar kosið verður um hvort Noregur eigi að ganga í ESB í nóvember nk. Hann sagðist sannfærður um að mikill meirihluti íbúa í Norður-Noregi muni hafna aðild í kosningunum. Hægriflokkurinn í Noregi hefur tekið afstöðu með umsókn Noregs að ESB. Sorli sagðist telja að for- ystumenn flokksins hefðu ekki kynnt sér nægilega vel hvernig sjávarútvegssamningurinn við ESB kæmi út fyrir íbúa Norður-Noregs. Sjónarmið þéttbýlisins hefði ráðið ferðinni þegar flokkurinn mótaði stefnu sína. Leiðtogar Hægriflokks- ins munu koma til viðræðna í Norð- ur-Noregi síðar í þessum mánuði. Frjómagn í Reykjavík í júlí, 1988 ■ 1994 2500 2000 1500 1000 500 Frjókorna- tegundir -=Grös .Túnsúra/ hundasúra í'Bósaætt f Kattartunga/ græðisúra "^Stör Annað (18 tegundir) 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 °o 6Þekkt Frjómagn undir meðallagi í júlí FRJÓMAGN í júlímánuði var rétt undir meðallagi í sumar. Þetta kem- ur fram í niðurstöðum Raunvísinda- stofnunar Háskóla íslands. Að sögn Margrétar Hallsdóttur hjá stofnun- inni ráða skúraveður og vætutíð þar mestu um enda dreifi vindfrævaðar jurtir fijóinu best í þurrviðri. Hún segir óvenjumikið af netlufijóum hafa mælst í mánuðinum og hafi þau verið mest áberandi fyrstu dagana. Margrét segir að netla valdi frjó- næmi. Hún mun vera slæðingur hér á landi og fremur sjaldséð. Margrét segir að grasfijó hafi verið nær stöðugt í loftinu síðan um miðjan júní en það séu einmitt slík fijó sem algengast sé að fólk hafi ofnæmi fyrir. Hún segir að þau hafi verið flest 69 aðfaranótt föstudags- ins 29. júlí. Nær samfelld rigning þann dag hafi hins vegar forðað fijó- næmissjúklingum frá umtalsverðum óþægindum. Margrét telur ólíklegt að þeir verði alltaf jafn heppnir þeg- ar sólin fari að skína í ágúst. NEYBARSÖFNUN FYRIR FLRTTAFÖLK HIÁ RUANDA Tekíö á móti framlögum í síma 91-626722. Gíróseölar í bönkum og sparisjóöum. 61 nýtt starf auglýst vegna myndlyklabreytinga + Rauði kross Isiands ÍSLENSKA útvarpsfélagið hefur auglýst eftir fólki í 61 nýtt starf. Störfin tengjast nýju myndlyklakerfi sem tekið verður í notkun næsta haust. Magnús E. Kristjánsson, markaðsstjóri ÍÚ, segir að gamla myndlyklakerfið standi þjónustu við áskrifendur félagsins fyrir þrifum. Það sé orðið úrelt, auðvelt að stela dagskránni og mikið viðhald sé á gömlu myndlyklunum. Enginn kostnaður áskrifenda { haust fá áskrifendur Stöðvar 2 afhentan nýjan myndlykil. Hann er að sögn Magnúsar mun fullkomnari en sá sem fyrir var, sem byggður er á tækni sem orðin er úrelt og hefur framieiðslu á honum verið hætt. „íslenska útvarpsfélagið fjárfestir í myndlyklum sem það afhendir áskrifendum sínum þeim að kostnað- arlausu. Félagið mun sjá um viðhald og umsjón með nýju Iyklunum. Við leggjum mikið upp úr því að þjón- usta áskrifendur vel og til þess leitum við eftir góðu fólki til samstarfs við myndlyklaverkefnið. Þetta eru um 60 tímabundin störf,“ segir Magnús. Auglýst er eftir lagerstjórum, raf- eindavirkjum, símavörðum, bílstjór- um, afgreiðslufólki og svæðisstjórum. Sum störfín eru hlutastörf. Ráðning- artíminn er ýmist frá 15. ágúst eða 1. september til 1. mars eða 1. apríl á næsta ári nema í stöður tveggia svæðisstjóra. í störf þeirra verður ráðið frá 15. ágúst til 1. nóvember. Áskrifendur fá upplýsingar Magnús segir að þegar hafi fjöl- margir sýnt störfunum áhuga. Um kaup og kjör þeirra sem ráðnir verða sagði Magnús að samið yrði við hvern og einn, störfin væru mismun- andi. Haft verður samband við áskrifendur þegar undirbúningi verkefnisins lýkur og þjálfun starfs- fólks er yfirstaðin. Þá fá áskrifendur ítarlegar upplýsingar um fram- kvæmd nýja kerfisins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.