Morgunblaðið - 04.08.1994, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 04.08.1994, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 1994 33 BRÉF TIL BLAÐSINS Draumastaðurinn Hver morgiinn nýr Frá Eggerti E. Laxdal: NÝLEGA eignaðist ég bókina „Hver morgunn nýr,“ hugvekjur eftir séra Jónas Gíslason fyrrum vígslubiskup í Skáiholti og sé ekki eftir þeirri fjár- festingu. Bókin er eins og gimmsteinn í soranum og skilur eitthvað eftir við lestur hennar, sem hefur góð áhrif og varir. Hún frískar góðar hug- myndir og glæðir trúna á Jesú Krist. Jónas blygðast sín ekki fyrir nafn frelsara okkar mannanna heldur hef- ur það á loft, þannig að allir sjái og geti haft gagn af því. Þetta eru prósaljóð einföld og hnitmiðuð. Boðskapurinn fer ekki framhjá neinum, sem á annaðborð hugsar um eilífðarmálin. Margir láta þau sig einhveiju skipta, enda eru þau þýðingarmesta málið, sem mannshugurinn glímir við. Þessi bók Jónasar Gíslasonar mun lifa og á erindi til mannanna um ókomin tíma og lýsa þeim inn í kom- Kápumynd bókar séra Jónasar. andi heim til heilla, svo framarlega sem þeir eru ekki andlega dauðir og hafi gjörst heyrnarsljóir, það er að segja, heyra, en skilja þó ekki, eins og Jesús Kristur sagði um suma menn. Ég vil óska Jónasi Gíslasyni til hamingju með þessa nýútkomnu bók hans og vona að hann haldi áfram að skrifa í þessum dúr og að sem flestir njóti þess. EGGERT E: LAXDAL, Furuskógum 14, 810 Hveragerði. Frá starfsfólki á Leirubakka: ÞAÐ ER leitt til þess að vita, að sumu fólki er aldrei hægt að gera til hæfis, þó svo að allir leggi sig fram um það. Hilmar Magnússon, Gljúfraseli 2, Rvk., skrifar um daginn sér- kennilegan pistil í Morgunblaðið. Annars vegar lofar hann (réttilega) upp í hástert alla aðstöðu fyrir menn og hesta að Leirubakka í Landsveit, en hins vegar fjallar hann um dvöl sína þar í mjög nei- kvæðum tón og oftar en ekki í svo ýkjukenndum stíl, að sjálfur Munc- hausen hefði talist fullsæmdur af. Herbergið Eitt kvörtunarefnið er að hafa fengið til umráða herbergii nr. 302, Breiðaból, stærsta og vinsælasta herbergi gistihússins, sem vinir Leirubakka kalla í gamni sínu „Litlu svítuna". Þar fannst Hilmari of langt á milli sín og eiginkonunn- ar, en lét þess þó ógetið að með einu handtaki mátti draga út verk- legan tvíbreiðan svefnsófa og bæta þannig snarlega úr þessu „vanda- máli“. Reiðtygin Annað sem Hilmar setur fyrir sig er að hafa þurft að bera reið- tygi „ca. kílómetra eftir veginum" og að hestar hans skyldu geymdir í girðingu, sem var „svona iíkt og 3-4 fótboltavellir á stærð“. Hvort tveggja eru þetta mælanlegar stærðir og eins og auðvelt er að sannreyna fer Hilmar hér með margfaldar ýkjur. Það hefði líka verið einfalt fyrir Hilmar og frú að spretta af hestun- um við reiðtygjageymsluna og teyma þá síðan þennan smáspöl að hólfinu til að losna við burðinn. Það er líka sérkennilegt og ber ekki vott um mikla umhyggju fyrir hest- unum að skammast yfir því að vel sé búið að þeim í rúmgóðri girðingu (þó að víðáttumælingar Hilmars séu fjarri öllu lagi). Þá gerir Hilmar athugasemd við það, að enginn skuli hafa verið úti við til að taka á móti honum, er hann reið í hlað. Venjan er nú sú á flestum hótelum að gestir geri sjálfir vart við sig í móttöku og fá þar herbergislyka ásamt nauðsyn- legum upplýsingum um staðinn. Smölun hrossa að morgni telja hestamenn ekki eftir sér, enda er hún ánægjulegur hluti af hesta- mennskunni og mér vitanlega ekki nein staðar innifalin í verði gisting- ar. Maturinn Neikvæð ummæli hans um fæðið á staðnum dæma sig sjálf, það vita þeir best, sem notið hafa rómaðs viðurgjörnings á Leirubakka. Hvort Hilmar á því að venjast að geta smurt sér ókeypis nesti og fengið ávexti í vasann af morgunverðar- borði hótela skal ósagt látið, en það er þó varla reynsla annarra en hans. Að lokum: „krakkinn", sem bankaði óvart á dyrnar hjá Hilmari og frú klukkan að ganga ellefu um morguninn, er reyndar 23 ára og upphæðin, sem þau hjón greiddu fyrir tveggja nátta gistingu (að- gangur að heitum pottum og saunu innifalinn) fæði, og hagabeit fyrir hross var kr. 17.740 en ekki kr. 19.800 eins og skilja mátti af bréfi Hilmars. STARFSFÓLKIÐ Á LEIRUBAKKA. Andfýla og mannasiðir Frá Magnúsi H. Skarphéðinssyni: í MORGUNBLAÐINU 28. júlí er stutt viðtal við Björn Halldórsson sjómann á trillunni Leifi RE. Björn þessi segir þar að hrefna nokkur hafi synt til þeirra félaganna á trillunni þar sem þeir voru að flaka fisk í Breiðafjarðarfláka fyrir stuttu og veitt þeim félagsskap nokkra stund við bátinn ásamt því að sýna þeim margsháttar önnur vinarþel. í viðtalinu segir fyrr- nefndur Björn að hrefnan hafi leyft sér að klappa henni henni á nefið, en þá hafi hún andað frá sér (sem er eðlilegt en ekki hvað?) og verið fremur andfúl: Við hinn 112 manna fjölmenni flokkur í Hvalavinafélagi íslands viljum aðeins benda þessum Birni og félögum góðfúslega á að það telst ekki til góðra sið (þó það telj- ist kannski til mannasiða) að hafa orð á því á öðrum bæjum, hvað þá opinberlega, að hitt eða þetta samferðafólk sitt eða aðrir ein- Gagnasafn Morgunblaðsins Allt efni sem birtist í Morgun- blaðinu og Lesbók verður fram- vegis varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskil- ur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endur- birtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. staklingar séu mikið eða lítið andf- úlir, eins og Birni verður á í blað- inu um skjólstæing okkar og ekta- vin. Andfýla eða ekki-andfýla eru hlutir sem fólk ræðir ekki opinber- lega. Ekki frekar en hvort það sé táfýla heima hjá einhveijum eftir að hann fer úr bomsunum sínum eftir til dæmis trillusjóferð eða aðra erfiðisvinu. Enda viljum við benda á að hvorugur þessara ósiða finnast nokkurs staðar í hvalasið- um heimsins. Það eru greinilega einstaklingar sem kunna sig eins og frú Birna sagði forðum. MAGNÚS H. SKARHÉÐINSSON, talsmaður Hvalavinafélags Islands. Biddu um Banana Boat 99,7% hreint Aloe Vera gel ef þú vilt 40-60% ódýrara Aloe gel Banana Boat 99,7% hreina Aloe Vera gelið er án spírulínu, án tilbúinna lyktarefna og annarra ertandi ofnæmisvalda (önnur Aloe gel eru I hæsta lagi 98%). □ Um 40 mismunandi Banana Boat sólkrem, olíur og gel með sólvörn frá #0 og upp I #50. □ Næringarkremið Banana Boat Brún-án-sólar. 3 gerðir: Fyrir venjulega húð, fyrir viðkvæma húð og fyrir andlit. □ Banana Boat sólkrem sérhönnuð tyrir andlit með sólvörn #8, #15 og #23. Verð frá kr. 295,-. □ Um 30 gerðir siampóa og hárnæringa, m.a. GNC Aloe Vera, Faith In Nature Aloe Vera, Naturade 80% Aloe Vera, Joe Soap Hair Care Aloe Vera og Banana Boat flækjubaninn. Biddu um Banana Boat í öllum heilsubúðum utan Reykjavíkur, sólbaðsstofum, snyrtivöru- verslunum og apótekum. Banana Boat E-gel fæst lika hjá Samtökum psoriasis- og exem- sjúklinga. ___________________________ Heilsuval, Barónsstíg 20, ® 626275 Ríf í kílóavís með bakaðri kartöflu, hvítlauksbrauðí, vinaígrette tómötum og barbeque sósu. Einnig ótrúlegt rif og gistitilboð kr. 4.250, á mann. Innifalið er rifjaveisla, gisting og morgunverður af hlaðborði. i Bftrgtn # - kiarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.