Morgunblaðið - 04.08.1994, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 04.08.1994, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 1994 41 KNATTSPYRNA Arnar og Bjarki Gunnlaugssynlr í Nilrnberg búningunum. Þelr léku æfingaleiki með liðlnu um síðustu helgi. Arnar meíddist lítillega á ökkla og lék því aðelns einn hálfleik. Þrátt fyrir að liðinu gengl ekki vel var bræðrunum hælt í þýskum blöðum fyrir frammistöðuna. Bjartsýnn á jákvætt svar -sagði Bjarki Gunnlaugsson en von er á svari frá Feyenoord í dag og Alexand- er í banni gegn Bangor Tveir leikmenn Skagaliðsins * verða í leikbanni gegn Bangor í UEFA-keppninni í Wales á þriðjudaginn. Það eru Alexander Högnason og Sigur- steinn Gíslason, sem taka út leikbann vegna tveggja gulra spjalda í Evrópukeppni meist- araliða í fyrra. Skagamenn hafa hug á að fara út með leiguflugi á mánu- daginn og halda heim á leið strax á eftir leikinn. Tveir Evrópuleikur verða hér á landi í næstu viku. ÞAÐ skýrist í dag hvort hollenska liðið Feyenoord er tilbúið að leigja tvíburana Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni til þýska 1. deild- arliðsins Nurnberg. Bjarki Gunnlaugsson sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann væri bjartsýnn á að það gengi eftir. peyenoord er tilbúið að selja tví- komið er. Tilboð Niimberg hljóðar burana fyrir um 100 milljónir króna en Niimberg á í fjárhagsörð- ugleikum og getur ekki greitt það verð enn sem komið er. Feyenoord virtist í fyrstu tilbúið að leigja þá bræður í ár, en það breyttist eitt- hvað um síðustu helgi. Von er á forseta Feyenoord heim úr sum- arfríi í dag, en það er helst hann að sögn Bjarka sem ekki er tilbúinn til að leigja þá til Niirnberg. „Við bíðum eftir endanlegu svari frá Feyenoord og það mun koma á morgun [í dag]. Feyenoord vildi selja okkur strax en fjárhagsstaða Niirnberg leyfir það ekki enn sem upp á að þeir leigi okkur í ár og sjái síðan til,“ sagði Bjarki. Hann sagðist vera bjartsýnn á að svar Feyenoord yrði jákvætt. „Við sögð- um við þá að það væri miklu betra fyrir okkur að vera hjá Niirnberg því þar fengjum við tækifæri til að spiia og sanna okkur og ef Niirn- berg myndi ekki kaupa okkur eftir árið þá kæmum við bara til baka reynslunni ríkari og liðið myndi því ekki tapa neinu. Þetta væri því beggja hagur. Við erum búnir að hóta því að f ara heim ef þetta geng- ur ekki eftir, en ég trúi ekki öðru en að þetta gangi eftir.“ Aðspurður sagði hann að þeir kynnu vel við sig í Niirnberg. Hann sagði að tveir aðrir erlendir leik- menn væru hjá félaginu og ef af leigunni yrði myndu þeir fjórir beij- ast um sætin þijú í liðinu, en þrír erlendir leikmenn mega leika með þýskum liðum. Þeir léku um síðustu helgi á æfíngamóti og gekk vel þó iiðið tapaði sínum leikjum. Arnar meiddist á ökkla og gat aðeins leik- ið einn hálfleik en er nú að jafna sig. Bjarki sagði að þeir væru nokk- uð á eftir hinum leikmönnunum og hefðu verið settir í aukaæfingar til að ná þeim. Fyrsti leikur Niirnberg verður í bikarkeppninnin 12. ágúst nk. gegn liði úr 3. deild. Fyrsti deildarleikur- inn verður síðan heimaleikur gegn Mannheim 22. ágúst. ísraelsmenn bjartsýnir URSLIT Knattspyrna Frakkland Montpellier - Bordeaux............0:1 - Christophe Dugarry (31.). 9.000. Martigues - St Etienne............1:1 Christophe Chaintreuil (22.) - Roland Wo- hlfarth (6.). 4.000. Rennes - Le Havre.................0:0 10.000. Nice-Sochaux.......................1:0 Frederic De Neef (90.) - 7.000. París St Germain - Lens...........1:0 Pascal Nouma (44.) - 15.000. Lille - Strasbourg.................1:0 Roger Hitoto (28.) - 7.000. Caen - Cannes.....................0:1 - Johan Micoud (30). 10.000. Lyon - Mónakó.....................3:1 Bruno N’Gotty (66.), Florian Maurice (75.), James Debah (89.) - Enzo Scifo (59.). 15.000 Metz- Bastia.......................1:2 Sylvain Kastendeuch (67.) - Franck Burnier (21.), Pierre Laurent, (Sl.vsp.). 8.000. Staða efstu liða: Bordeaux...............2 2 0 0 2:0 6 Lymi..................... 1 1 0 4:2 4 Nantes.....:...........2 1 1 0 3:2 4 Martigues..............2 1 1 0 2:1 4 L>lle.................... 1 1 0 2:1 4 °as.tla.................. 1 1 0 2:1 4 París St. Germain.......2 1 1 0 1:0 4 Cannes..................2 1 1 0 1:0 4 [jlce...................2 1 0 1 1:1 3 Sochaux.................2 1 0 1 2:1 3 Metz....................2 1 0 1 2:2 3 Forráðamenn Maccabi Tel-Aviv, mótheija Keflvíkinga í Evr- ópukeppni bikarhafa, eru mjög bjartsýnir á að lið þeirra slái Kefla- vík út úr Evrópukeppninni og kom- ist áfram í 1. umferð. Liðið er með sjö landsliðsmenn írsaels í herbúð- um sínum — þar af markaskorar- ann mikla Meir Melika, sem hefur hópi Sovétmanna í heimsmeistara- verið einn mesti markvarðahrellir ísraels undanfarin ár. Með liðinu leika tveir „útlend- ingar“ — Úkraínumaðurinn Aiek- sandr Polukarov, varnarleikmaður, og rússneski markvörðurinn Alek- sandr Ubarov, sem var í landsliðs- keppninni á Ítalíu 1990. Keflvíkingar leika fyrri leikinn heima — á fimmtudaginn kemur í Keflavík. ■ PÉTUR Pétursson stjórnar Keflavíkurliðinu í fimmta leiknum í kvöld, þegar Keflvíkingar fá KR-inga í heimsókn. ■ KEFLAVÍK hefur ekki tapað leik undir stjórn Péturs — unnið þijá, en gert eitt jafntefli. Pétur hefur leikið með KR, eins og fjórir aðrir leikmenn Keflavikurliðsins ■ Ragnar Margeirsson, Gunnar Oddsson, Ólafur Gottskálksson og Sigurður Björgvinsson. ■ JURGEN Klinsmann er ekki ánægður með hvernig blöð í Eng- Iandi slá upp ýmsum málum og sagði í viðtali við þýska fréttastofu, að frétt ensku blaðanna að hann fái ákveðna upphæð fyrir hvert mark, væri tóm þvæla. ■ ENSKA blaðið Daily Mirror sagði að Klinsmann ætti að fá 1.000 pund aukalega fyrir hvert mark, sem hann skoraði. ■ KLINSMANN mun leika sinn fyrsta leik með Tottenham á laug- ardaginn — gegn Watford. Hann mun leika við hlið Teddy Shering; ham í fremstu víglínu. ■ RÚMENINN Ilie Dumitrescu, mun ekki leika með Tottenham, þar sem hann kemur ekki til Englands fyrr en um helgina. É LEEDS er tilbúið að kaupa Philomen Masinga, landsliðsmið- heija S-Afríku, sem er 35 ára, á 275 þús. pund. Hann er nú í æfinga- búðum með Leeds á ítallu. ■ BRASILÍSKI landsliðsmaðurinn Muller er ekki ánægður með þann seinagang sem félag hans Sao Paulo sýndi þegar Tottenham vildi fá hann til sír. og segir að sá seina- gangur hafi orðið til þess að Tott- enham keypti Klinsmann. Muller, sem er 29 ára, sagði að hann hafi þar með misst af tækifærinu að leika í Evrópu á ný, en hann hefur leikið með Torinó á Ítalíu. Everton og Valencia á Spáni sýndu honum einnig áhuga. ■ STEFAN Eftenberg er á leið á ný til Þýskalands, eftir að hafa leik- ið með Fiorentina á Ítalíu sl. tvö keppnistímabil. Það er ekki pláss fyrir hann í iiðinu eftir að Fiorent- ina kaypti Brasilíumanninn Marcio Santos. Fyrir eru Rui Costa, Portúgal og Argentínu- maðurinn Gabriel Batistuta. _ ■ WERDER Bremen og Mönc- hengladbach hafa augastað á Effenberg, sem fagnar 26 ára afmælisdegi sínum í dag. ■ EVERTON hefur keypt miðvall- arspilarann Vinny Samways frá Tottenham á 2,2 millj. pund. ■ BLACKBURN keypti í gær Robbi Slater frá Lens í Frakk- landi, þar sem ástralski miðjumað- urinn og landsliðsmaðurinn hefur leikið í fjögur ár. Sektir og bönn #V ganefnd KSÍ kom saman í fyrradag og úrskurðaði sam- tals 46 leikmenn í bann auk þess sem hún sektaði félög vegna fram- komu þjálfara og forráðamanna. ÍBV var sektað um 20.000 kr. vegna óprúðmannlegrar framkomu forystumanna ÍBV eftir leik IBV og Þórs í 1. deild karla. Knattspyrnudeild ÍR var sektuð um 15.000 kr. vegna brottvísunar Heimis Karlssonar, þjálfara meist- araflokks karla. Knattspyrnudeild Víkings var sektuð um 5.000 kr. vegna brott- vísunar Gunnars Ö. Gunnarssonar, þjálfara 2. flokks karla og knatt- spyrnudeild Hauka var sektuð um sömu upphæð vegna brottvísunar Brynjars Jóhannessonar, þjálfara 2. flokks karla. Fjórir leikmenn í 1. deild karla, Drazen Podunavac FH, Zoran Miljkovic ÍA, Rastislav Lazorik Breiðabliki, og Þórir Ólafsson ÍBV, fengu eins leiks bann vegna fjög- urra áminninga og Goran Micic Stjörnunni sömu refsingu vegna sex gulra spjalda. í 2. deild karla fengu ÍR-ingarn- ir Heimir Karlsson, Jón Þór Ey- jólfsson og Þorri Ólafsson, Þor- steinn Sveinsson HK og Ingi Sig- urðsson hjá Grindavík eins leiks bann. Heimir vegna brottvísunar, Ingi vegna sex gulra spjalda og hinir vegna fjögurra áminninga. Golfmót í tHvammsvík Opna MIZUNO golfmótið verður haldið sunnudaginn 7. ágúst og hefst kl. 9 f.h. Leiknar verða 18 holur með og án forgjafar. Þátttökurétt hafa þeir, sem eru með 20 og yfir í forgjöf. Hvammsvík gefur Ameríkuferð með Flugleiðum eða ferð til annarra áfangastað þeirra í verðlaun fyrir að fara holu í höggi á 9. og 18. braut. Munið forgjafarskírteinin. Glæsileg verðlaun frá MIZUNO umboðinu, m.a. Goretex jakkar, töskur, treyjur og fleira. Mótsgjald kr. 1.800 fyrir manninn. Skráning í síma 667023. Veiðimenn! Munið merktan fisk og Ameríkuferðina. » • HtMAUtCA • UimRi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.