Morgunblaðið - 04.08.1994, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 04.08.1994, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 1994 9 FRÉTTIR SILFURSKEMMAN Bólar á smálaxi nyrðra EINHVER hreyfing er komin á veiðiskapinn í ám á Norðurlandi og um Vopnafjarðarárnar má segja að þær eru með þolanlega veiði þótt um mun lakari útkomu sé að ræða heldur en síðustu ár. Menn hafa orðið smálaxa varir nyrðra síðustu daga. Ekki mikið en þó reyting og menn benda á að smá- streymt er um þessar mundir og því sé spurning hvort göngurnar nú, þótt smáar séu, séu ávísun á eitthvað stærra á næstu dögum. Tíminn sker úr um það. Betra útlit „Þetta lítur betur út, á mánudag- inn veiddust t.d. 46 laxar. Það var að vísu fyrsti maðkveiðidagurinn eftir flugutímabilið, en athyglis- verðast fyrir okkur var að mikið af laxinum var nýgenginn smálax. Vonandi vísar það á batnandi veiði með vaxandi straumi," sagði Böðv- i ar Sigvaldason á Barði um atburða- rásina við Miðfjarðará síðustu daga. Það voru þar með komnir um 320 laxar á land. „Austuráin stendur sig best, en menn verða víða varir við fisk þótt magnið hafi ekki til þessa verið eins mikið og menn vonuðust til,“ bætti Böðvar við. Smálax síðustu tvo daga „Þetta hefur verið rólegt að und- anförnu, en síðustu tvo daga hefur ► verið reytingur af nýrunnum smá- laxi og eitthvað af vænni laxi í bland. Það eru komnir 315 laxar á land sem er 30 fiskum minni veiði heldur en á sama tíma í fyrra. Við búum enn að sterku byijuninni VEIÐIMENN með góðan afla úr Svartá. Frá vinstri: Ásgeir Þorvaldsson með 18 punda lax, Eggert Kristinsson, Dagfríður Halldórsdóttir, Katrín Sigurgeirsdóttir, Sigurgeir Magnússon og Pétur Sigurðsson. hérna, þannig er hópurinn sem nú á einn dag eftir með 45 laxa, en var með 140 í fyrra,“ sagði Gylfi Ingason við Vatnsdalsá í gærdag. Sagði hann verulega gengið á stór- laxagöngurnar sem héldu uppi veið- inni framan af veiðitíma, en ef eitt- hvað gengi af laxi næstu daga og vikur gæti það bjargað miklu. Grímsá á níunda hundraðið Grímsá var komin með rétt tæpa 800 laxa að morgni mánudags, en eftir hádegi sama dags hófu maðk- veiðimenn veiðar og veiddu vel, enda talsvert af laxi í ánni og enn að ganga. „Þetta hefur verið mjög góður júlí- mánuður, megnið af veiðinni kom þá, en júní var mjög slakur. Meðal- veiði á stöng í júlí 2-3 laxar,“ sagði Þór Þorsteinsson leiðsögumaður við Grímsá í samtali við Morgunblaðið á mánudaginn. Athygli hefur vakið að talsvert af 10 til 14 punda laxi hefur veiðst og sést að undanförnu, bæði nýgengnir fiskar og lítið legn- ir. Þetta er fiskurinn sem saknað var í júní en skilar sér nú. Þá er tals- vert af nýgengnum og vænum sjó- birtingi á ferð, einkum á neðsta svæðinu, hálfum mánuði fyrr en vant er. Að undanförnu hafa veiðst þetta 5-10 á dag, 1,5 til 4 punda fiskar, og ágæt búbót í poka veiði- manna. Haffjarðará góð Lax er enn að ganga í Haffjarð- ará og þar stefnir í að veiðin endi í góðu meðallagi. Um helgina voru komnir um 400 laxar á land. Voru menn að fá ’ann víða, t.d. í Nes- enda, Bakka, Urð og lúsuga laxa allt frá Gretti og upp í Garð. Þetta er mest smálax þessa dagana, en vænni innan um. Smálaxinn er af ýmsum stærðum, 3 til 7 pund. 20 úr Álftá um helgina Tuttugu laxar veiddust í Álftá á Mýrum um helgina og voru þá komnir 107 laxar úr ánni sem er mjög góð útkoma í júlí, sérstaklega með tilliti til þess hve vatnslítil áin var lengi mánaðar og skilyrði erfið eftir því. Flestir laxanna um helgina veiddust á flugu, en annars nota menn mest maðkinn í ánni. Laxá í Leiru á góðu róii Veiðin í Laxá í Leirársveit er komin á sjötta hundrað laxa og eru menn hressir með það, því veiðin datt illa niður um tíma fyrr í sumar og þá leist mönnum ekki á blikuna. Ágætar smálaxagöngur hafa verið í ána og að auki veiðast af og til góðir boltafiskar úr júnígöngunum. Silfurskartgripir frá Chile og Mexíkó Mikið úrvai Opið daglega frá kl. 15-18, laugard. frá kl. 10-12 eða eftir samkomulagi. Sími 91-628112 Miðbraut31, 170 Seltjarnarnesi, MSA... Hljóðeinangrun fyrir skólprör. Nauðsynleg á allar skólplagnir. ' HÚSASMHXIAN Reykjavík og Hafnarfirði. ÚTSALAN HEFST í DAG B O G N E R sérverslun v/Óðinstorg, sími 25177 Laxastofn hrynur niður í Eystrasalti vegna sýkingar : Átak gegn mengun í Eystrasalti nauðsyn SAMNORRÆNT átak er nauðsyn- ) legt til að vinna gegn mengun í | Eystrasalti að mati Össurar Skarp- héðinssonar umhverfisráðherra og formanns ráðherranefndar Norður- landaráðs í umhverfismálum. Hann segir að Eystrasaltið sé í vaxandi mæli að mengast af ýmis konar efnum, einkum klórefnum s.s. DDT og PCB, sem falla um straumvötn í innhafið. Af þeim sökum hafi m.a. orðið vart sjúkdóms í merkum laxa- stofni. Hann herji á seiði Iaxanna með þeim afleiðingum að í síðustu } árgöngum hafa um 95% seiðanna ekki náð að þroskast. Laxastofn þessi er mjög merki- legur að mati Ossurar en laxinn er sömu tegundar og sá sem gengur upp í ár hér á landi. „Eystrasalts- stofninn heldur sig alfarið í innhaf- inu og er einstakur," sagði Össur í viðtali við Morgunblaðið. „Honum verður því að viðhalda samkvæmt nýjum alþjóðlegum samningi um líffræðilegan fjölbreytileika. Menn tóku fyrst eftir sjúkdómi í laxa- stofninum árið 1974. Fyrst í stað varð hans lítið vart en nú er hann í algleymingi. Af þeim sökum hefur orðið algjört hrun í stofninum," sagði Össur. Seiði ná ekki að þroskast „Sjúkdómurinn lýsir sér þannig að hrogn ná ekki að þroskast fram yfir kviðpokastig,“ sagði Össur. „Hrognin og svilin úr hængunum virðast eðlileg og frjóvgun er bæri- leg. Seiðin deyja aftur á móti flest þegar þau eru að losa sig af kvið- pokastiginu. Þannig er talið að um 95% seiða nái ekki upp.“ Þessi ótíðindi bera vitni um það að mati Össurar að mengunin sé það mikil að öllu dýralífi stafi hætta af. „Á vettvangi Norðurlandaráðs hefur mikið verið rætt um aðgerðir til þess að draga úr mengun Eystra- saltsins. Við höfum ákveðið að beita okkur fyrir því að átak verði gert til að vinna gegn menguninni og verður þetta mál tekið upp á næsta fundi ráðherraráðs í umhverfismál- um,“ sagði Össur. Rætur mengunar kannaðar „Það sem við munum gera er að kanna nánar rætur þessarar meng- unar og reyna að grafast nánar fyrir um það hvaða efni það eru sem valda þessu. Það má geta þess að á allra síðustu mánuðum og misser- um eru að koma fram nýjar upplýs- ingar sem sýna að PCB efnin hafa mjög neikvæð og óheillavænleg áhrif á æxlunargetu allra dýra. Böndin berast því að þessum skað- valdi,“ sagði hann.. Össur telur þetta mál tengjast náið einu helsta baráttumáli Islend- inga á alþjóðavettvangi í umhverfis- málum, sem sé að draga úr losun efna sem berast til sjávar. „Nú sjá þessar þjóðir svart á hvítu hvað er að gerast. Hið válega er að nú eru líka að berast tíðindi um að þetta sé að henda aðra stofna líka. Ef þjóðir heims taka ekki höndum sam- an til að stemma stigu við úthafs- mengun getum við ímyndað okkur hvað gerist með fiskistofna í úthaf- inu eftir nokkurn tíma,“ sagði Öss- ur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.