Morgunblaðið - 04.08.1994, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.08.1994, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 1994 19 AÐSEIMPAR GREINAR Að leika, læra og lifa Þessi þrjú ofan- greindu orð eru óijúf- anlega tengd uppeldi og kennslu. Segja má að þau séu þar sann- kölluð lykilorð. Áður fyrr þótti leik- ur ekki eiga heima í kennslustofu, var álit- inn tímasóun og al- vöruleysi. Og enn eru þeir til sem segja: Nám er ekkert nema vinna og aftur vinna og vísan: Það er leikur að læra, aðeins blekk- ing. Ef til vill á þetta að einhverju leyti við, Herdís Egilsdóttir þegar fullorðnir eiga í hlut en ekki þegar átt er við lítil börn. Þar byggist námið á leik og verður börnunum þeim mun léttara sem leikurinn og gleðin er nær. Leikur í skólastofu er hins vegar vand- meðfarinn. Hann getur orðið ef illa tekst til, afþreying ein og haft í för með sér agaleysi og upp- lausn. Ef litið er til leikja korn- ungra barna, kemur í ljós að þau sækja í að leika fullorðið fólk. Þau leika mömmur og pabba, bílstjóra, löggur, búðarfólk og ótalmörg fleiri hlutverk, sem allir kannast við. Þetta er svo ríkt í eðli annars ólíkra barna, við gerólíkar aðstæð- ur ,að varla getur verið um tilvilj- un að ræða. Það er eins og móðir náttúra hafi blásið börnunum í bijóst aðferð til læra með leik að takast á við líf sitt síðar. Af þessu þurfum við kennarar að taka mið og nota þessa tilhneig- ingu barnanna í almennu námi. Við þurfum að tala við þau og umgangast þau eins og jafningja okkar og skilja að þeim er ekkert mannlegt óviðkomandi. Við verð- um að virða forvitni þeirra og styðja þau í að bera ábyrgð á orð- um og gjörðum. Þessi orð virðast líklega þurr og alls ólíkleg til að eiga samleið með leik og gleði í skólastofunni, en ef nánar er skoðað er það einmitt þetta sem bömin eru að kenna okk- ur: Það er nefni- lega skemmtileg- ast af öllu að verða fullorðinn, vera á kafi í vinnu og bera mikla ábyrgð! Eins og lítil börn æfa full- orðinshlutverk sín í leik, trúi ég að best væri að byija að leika með fögin sem bíða barn- anna í námi, löngu áður en til al- vörunnar kemur. Undanfarin átján ár hef ég fengist við kennslu af þessu tagi, þar sem börnin hafa, í gervi full- orðins fólks, numið land og byggt upp eigið þjóðfélag. Þau fylgdust með hvernig land verður til, grær upp og fyllist dýralífi. Þau tóku land, gerðu sér grein fyrir nauð- þurftum, notuðu sér gjafir lands og sjávar, huguðu að menntun og heilsugæslu, settu lög og reglur og viðhöfðu leynilegar kosningar í ágreiningsmálum. Þau gerðu sér kort yfir landið, hæðakort, gróður- og jarðhitakort, veður- og íbúa- kort. Börnin virkjuðu vatnsorku, komu á út- og innflutningi á vörum milli landa, ræddu efnahagsmál, lántökur og vaxtagreiðslur, þjón- ustu við aldraða, uppeldi ung- menna og viðbrögð við óæskileg- um lifnaðarháttum. Þau gerðu sér fána, þjóðsöngva, þjóðbúninga, vega- bréf og ávísanahefti, færðu upp leikrit og héldu þjóðhátíðir með ræðum um landsins gagn og nauðsynjar. Einnig léku þau sér með framandi tungu- mál, esperanto. Ég vil taka það fram, að kennarinn kunni ekki málið, en var jafn for- vitinn og börnin að þreifa sig áfram eftir bókum. Ég held að sjaldan geti verið skemmtilegra og fijórra andrúmsloft í kennslu- stofu, en þegar kennarinn kann ekki meira en börnin! Eins og ljóst má vera, eykst Ég held að sjaldan geti verið skemmtilegra og fijórra andrúmsloft í kennslustofu, skrifar Herdís Egilsdóttir en þegar kennarinn kann ekki meira en börnin. orðaforði barnanna við að ræða fullorðinna manna málefni á full- orðinna manna máli og skapandi hugsun fær byr undir vængi. I þessum fullorðinsleik er hægt að leggja grunn að jarðfræði, nátt- úrufræði, landafræði, samfélags- fræði,tungumálum, hand- og myndmennt, tónmennt, leiklist, hönnun og stærðfræði, þar sem rökhugsun er stöðugt beitt. í nánum tengsl- um við ævintýrið taka svo börnin alltaf mið af lífinu í kringum sig, spyija foreldra sína, lesa blöð og upplýsingabækur, fylgjast með frétt- um, hafa augun opin fyrir öllu sem gæti gefið þeim upplýsingar um hvernig hægt væri að byggja upp traust þjóðfélag og viðhalda því. Það er eðli heil- brigðra barna að stefna upp á við til framtíðar og aukins þroska, sam- hliða því að njóta gleði leikja og fijórrar hugsunar. Höldum ekki aftur af þeim með því að finnast efnið of fullorðinslegt! Þegar ég var ungur og óreyndur kennari, var ég að hleypa sex ára bekk út úr stofunni, þegar ein móðirin spurði barn sitt: Hvað lærðir þú í dag? Ekkert, sagði barnið bros- andi, við vorum bara að leika okk- ur! Mér gleymist seint hversu skömmustuleg ég varð fyrir að hafa verið að leika mér með börn- unum þegar ég átti að vera að kenna þeim! Ég þarf víst ekki að taka fram, að ég er löngu hætt að skammast mín fyrir það! Ég á þá ósk heit- asta handa ungmennum og kenn- urum þeirra, að þeim fínnist leikur að læra - og kenna! Höfundur cr kennarí Delta Kappa Gamma — félag kvenna í fræðslustörfu- m skrifar á ári fjölskyldunnar Okkar vinsæla verksm iðj u - útsal a hefst í dag! Herraföt frá kr. 9.900,- Stakir herrajakkar frá kr. 6.900,- Stakar herrabuxur frá kr. 2.900,- Flauelsbuxur frá kr. 3.500,- Dömujakkar frá kr. 6.900,- Dömubuxur, fínni frá kr. 2.900,- Dömupils___________frá kr. 2.900,- Einnig innfluttur fatnaður á kostnaðarverði. Gallabuxur, úlpur, regnjakkar, regnbuxur, herraskyrtur, peysur o.m.fl. NYBYLAVEGUR DALBREKKA AUÐBREKKA SAUMASTOFA-HEILDVERSLUN milliliÖalaus viðskipti Opið mánud. - föstud. kl. 9-18, laugard. frá kl. 10-14. þvottavélar eru á um það bil 27.000* íslenskum heimilum AEG þvottavélar eru á tvöfalt fleiri heimilum er næstalgengasta þvottavélategundin. Yfir 85% þeirra, sem eiga AEG þvottavél, mundu vilja kaupa AEG aftur. Hvað segir þetta þér um gæði AEG þvottavéla? Eða AEG yfirleitt? Þriggja ára ábyrgð á öllum AEG þvottavélum Allar AEG þvottavélar eru framleiddar í Þýskaiandi. AEG Lavamat 508 Vinduhra&i 800 sn/min, tekur 5 kg., sér hitavalrofi, ullarforskrift, orkusparnaðar- forskrift, orkunotkun 2,1 kwst ó lengsta kerfi, einföld og traustvekjandi. Kr. 75.149. Stgr. kr. 69.889. AEG Lavamat 920 Vinduhraði 700/1000 + áfangavindingu, tekur 5 kg., sér hitavalrofi, sérstök ullarforskrift, orkusparna&ar- forskrift, UKS kerfi (jafnar tau í tromlu fyrir vindingu), sér hnappur fyrir viðbótarskolun, orkunotkun 2,0 kwst á lengsta kerfi. Kr. 88.765 Stgr. 82.551. Umbobsmenn um land allt ‘Samkvæmt markaðskönnun Hagvangs í des. 1993. AEG Lavamat 9451 Vinduhraöi 700/1000/1200 + áfangavinding, tekur 5 kg., sér hitavalrofi, sérstök ullarforskrift, orkusparna&ar- forskrift, UKS kerfi (jafnar tau i tromlu fyrir vindingu), froöuskynjunarkerfi, sér hnappur fyrir vi&bótarskolun, orkunotkun 1,9 á lengsta kerfi. Kr. 99.832 Stgr. 92.844. B_R_Æ Ð U R N I R ORMSSONHF Lágmúla 8, Sími 38820

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.