Morgunblaðið - 04.08.1994, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.08.1994, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 1994 31 _____________FRETTIR Menningar sj óður vestfirskrar æsku MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Vestfirðingafélaginu í Reykjavík: „Eins og undanfarin ár verða styrkir veittir úr Menningarsjóði vestfirskrar æsku til vestfirskra ungmenna sem stunda framhalds- nám sem ekki er hægt að stunda í heimabyggð þeirra. Að öðru jöfnu njóta eftirtaldir forgangs um styrki: 1. Ungmenni sem misst hafa fyrirvinnu föður eða móður og ein- stæðar mæður. 2. Konur á meðan fullt launa- jafnrétti er ekki raun. 3. Ef engar umsóknir berast frá Vestfjörðum koma umsóknir vest- firðinga búsettra annarsstaðar til álita. ' Umsóknir skulu sendast fyrir 7. ágúst til Menningarsjóðs vestfir- skrar æsku, b/t Sigríðar Valde- marsdóttur, Birkimel 8b, 107 Reykjavík, og skulu meðmæli fylgja frá skólastjóra eða öðrum sem þekkja viðkomandi, efni hans og aðstæður. Félagssvæði Vestfirðingafélags- ins er Isafjarðarsýslur, ísafjörður, Stranda- og Barðastrandarsýslur. Á síðasta ári var úthlutað 270.000 kr. til vestfirskra ung- menna sem öll voru búsett á vest- fjörðum og öll höfðu misst föður sinn. í stjórn sjóðsins eru Sigríður Valdemarsdóttir, Torfi Guðbrands- son og Haukur Hannibalsson." Talstöð týndist TALSTÖÐ týndist í Vest- urbæ um helg- ina, líklega ná- lægt höfninni, síðastliðinn laugardag. Talstöðin er er eingöngu nothæf til send- inga á bylgju radíóamatöra. Radíóamatörar þurfa að stand- ast próf hjá Fjarskiptaeftir- litinu og gagn- ast talstöðin engum öðrum en þeim því hún sendir einungis út á bylgju sem Talstöðin þeir nota. Ef sem einhver kynni týndist. að hafa séð talstöðina er honum bent á að hringja í síma 674013. Fundarlaunum heitið. -----» ♦ ♦---- Námskeið í jurtalitun NÁMSKEIÐ í jurtalitun verður haldið helgina 6.-7. ágúst í Grænu smiðjunni, Breiðumörk 26, Hveragerði. Leiðbeinandi verður Herdís Hermannsdóttir. SJÖTUG er í dag tengdamóðir mín Gyða Jónsdóttir frá VeÁra- móti í Skagafirði. Gyða er fædd hinn 4. ágúst árið 1924 á Sauðár- króki, dóttir hjónanna Geirlaugar Jóhann- esdóttur, húsmóður og Jóns Þ. Björnssonar, skólastjóra og heiðurs- borgara Sauðárkróks- bæjar, en þau eru bæði látin. Gyða giftist Ottó A. Michelsen forstjóra hinn 6. ágúst árið 1955. Þau hjón taka á móti gestum í dag á milli kl. 5 og 7 á heimili sínu Miðleiti 5 í hátíðarsal húsfélagsins. Allir kannast við hinar heims- frægu tengdamömmusögur sem ávallt eru sagðar á kostnað tengda- mömmunnar. Hafi einhvern tíma reynst sannleikskorn í þeim sögum þá hefur tengdamóðir mín Gyða Jónsdóttir svo sannarlega afsannað þær með öllu. Fyrir rúmum fimmtán árum kynntist ég „Mikkamínu", eins og tengdapabbi kallar hana gjarnan, þegar ég fór að venja kom- ur mínar í Litlagerðið. Ég mun seint gleyma því hversu vel Gyða tók mér frá fyrsta degi, og bauð mig strax velkominn á heimilið, en hún hefur líka einstakt lag á að láta fólki líða vel í návist sinni. Þó skynj- aði ég það vel að henni var fyrst og síðast umhugað um velferð dótt- ur sinnar. Fyrir mörgum árum sagði móðir góðs vinar míns við okkur strákana að þegar kæmi að því að við færum að leita okkur að konuefni þá skyld- um við rannsaka vel tengdamömm- una því víst væri að konuefnið ætti eftir að líkjast móður sinni þegar fram liðu stundir. Reynist eitthvað til í þessu þá þarf ég engu að kvíða. Gyða býr yfir öllu því besta sem prýða má Skagfirðinga, hún á gott með að um- gangast fólk, er mannblendin, hún er mikil söngmanneskja en hún hefur sungið í fjölmörgum kórum þ.á m. kirkjukór Bú- staðasóknar í um þtjá- tíu ár, en Gyða er líka eins og svo margir sveitungar hennar list- ræn. Fyrr á árum lagði hún nokkra rækt við sína listrænu hæfileika stundaði m.a. listnám í Noregi og Finnlandi og þegar heim kom kenndi hún vefnað við Kvenna- skólann á Blönduósi og vann á tíma- bili við listvefnað hjá bróður sínum Stefáni og konu hans Ernu Ryel. Gyða er ein af þeim manneskjum sem leggja mikla rækt við kristileg gildi, þar held ég að uppeldið á Króknum eigi m.a. hlut að máli, hún hefur ætíð verið kirkjurækin og tekið virkan þátt í safnaðar- starfi sinnar sóknar. Tengda- mamma má aldrei neitt aumt sjá og aldrei hef ég heyrt hana hall- mæla nokkrum manni, í þeim anda hefur hún alið upp börn sín og búið þeim hlýlegt og öruggt heimili. Um leið og ég áma tengdamóður minni heilla á afmælisdaginn vil ég þakka henni fyrir okkar góðu kynni, það hlýja og uppörvandi viðmót sem ég hef alltaf mætt hjá henni er þó sérstaklega fyrir hennar framlag í þá genasúpu sem börnin okkar Helgu eru. Gyða mín, aldrei skal ég hlæja aftur að tengdamömmu- sögum, lifðu heil. Stefán tengdasonur. Síðustu sýningar á Vélgengu glóaldini SÍÐUSTU sýningar verða um helg- ina á uppfærslu Sumarleikhússins við Hlemm á Vélgengu glóaldini. Sýnt verður á fimmtudag 4. ágúst og föstudag 5. ágúst. Sýningarnar hefjast klukkan 20 og ekki er hægt að hleypa áhorfendum inn eftir að sýning hefst. Miðaverð er kr. 500. Sumarleikhús ungs fólks var stofnað í vor, eftir að Borgarráð samþykkti að styrkja starfrækslu leikhúss, sem gæfi skólafólki tæki- færi til að starfa við leiklist um sumarið. Leikhúsið hefur síðan ver- ið starfrækt undir íþrótta- og tóm- stundaráði og er til húsa í fyrrver- andi bifvélaverkstæði við Hlemm, gegnt lögreglustöðinni. Vélgengt glóaldin heitir á frum- málinu A Clockwork Orange. Þýð- inguna gerði Veturliði Guðnason. Leikstjóri er Þór Tuliníus, leikmynd var hönnuð af Ólafi Árna Ólafssyni og Auði Jónsdóttur, ljósahönnuður er Sigurður Guðmundsson. Með aðalhlutverk fara Gottskálk Dagur Sigurðarson og Þorlákur Lúðvíks- son. ______AFMÆLI_____ GYÐA JÓNSDÓTTIR Morgunblaðið/Arnór Hin aldna kempa Lárus Hermannsson leiðir í stigakeppninni í sumarbrids. Það leynir sér ekki að það þarf stundum að einbeita sér þrátt fyrir að oftast sé stutt í gaisann hjá þessum félögum. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Reyðarfjarðar og Eskifjarðar Spilað var í Félagslundi í Reyðar- firði sumarbrids þriðjudaginn 26. júlí sl. Úrslit: Aðalsteinn Jónsson - Gísli Stefánsson 114 Guðný Kjartansd. - Sigurður Stefánsson 90 Yfirseta 84 Svala Vignisdóttir - Ragna Hreinsdóttir 84 Magnea Magnúsdóttir - Sigrún Haraldsd. 82 Stigamót félags eldri borgara í Reykjavík Röð efstu spilara frá 2. janúar til 30. júní 1994 varð þessi: Þórarinn Árnason 262 BergurÞorvaldsson 262 Eyjólfur Halldórsson 175 Eysteinn Einarsson 158 Sigurleifur Guðjónsson 146 BaldurHelgason 99 Haukur Guðjónsson 95 Ásthildur Sigurgísladóttir 92 Lárus Amórsson 92 Stefán Halldórsson 90 Guðmundur Samúelsson 86 Kristinn Magnússon 83 Á fimmtudag byijar nýtt stigamót sem stendur frá 4. ág- úst til áramóta. Allir eru vel- komnir. Sumarbrids á Reyðarfirði Átta pör spiluðu í sumarbriðs á Reyðarfirði síðastliðinn þriðjudag og urðu þessi pör efst: Ragna Sveinsdóttir - Svala Vignisd. 107 Auðbergur Jónsson - Gísli Jónsson 103 Jón Bjarki Stefánss. - Sveinn Heijólfss. 88 Hallgrímur Hallgrímss. - Kristján Kristjánss. 87 Meðalskor var 84. Silfurstigamót í Sigtúni 9 Laugardaginn 13. ágúst verður næsta silfurstigamót haldið í Sigtúni 9. Þetta er eins dags mót sem er öllum opið og 50% af þátttökugjald- inu, sem er 1.500 kr. á mann, fer í verðlaun. Spilaður er mitchell með forgefnum spilum, tvær umferðir. Spilamennska hefst kl. 12 og lýkur upp úr kl. 18. Skráning er á skrif- stofu Bridssambands íslands í síma 91-619360 fyrir hádegi. Keppnis- stjóri er Sveinn R. Eiríksson. Arnað heilla BRÚÐKAUP. Gefin voru saman þann 17. júní sl. í Grindavíkurkirkju af sr. Hirti Magna Jóhannssyni þau Jóhanna Carlssen og Þórhallur Kristinsson. Heimili þeirra er í Læk- jarkinn 24, Hafnarfirði. Ljósm.st. MYND BRÚÐKAUP. Gefin voru saman þann 16. júní sl. í Fríkirkjunni í Hafnarfirði af sr. Braga Friðrikssyni þau Guðrún Ágústa Unn- steinsdóttir og Guð- mundur Jóhannsson. Heimili þeirra er í Grænukinn 6, Hafnarfirði. I.jósm.st. MYND BRÚÐKAUP. Gefin voru saman þann 16. júní sl. í Dómkirkjunni í Reykjavík af sri Jakobi Hjálmars- syni þau Ásthildur Erl- ingsdóttir og Ketilbjörn Benediktsson. Heimili þeirra er á Holtsgötu 20, Hafnarfirði. Ljósm.st. MYND BRÚÐKAUP. Gefin voru saman þann 16. júní sl. í Fríkirkjunni í Hafnarfirði af sr. Pálma Matthíassyni þau Hrafnhildur Frið- riksdóttir og Gunnar Már Ragnarsson. Heimili þeirra er á Flatahrauni 16b, Hafnarfirði. Ljósm. Sigr. Bachmann BRÚÐKAUP. Gefin voru saman þann 9. júlí sl. í Víðistaðakirkju af sr. Sig- urði Jónssyni þau Sigrún Jónsdóttir og Baldur A. Sigurvinsson. Heimili þeirra verður í Kaup- mannahöfn. þjósm. Sigr. Bachmann BRÚÐKAUP. Gefin voru saman þann 10. júlí sl. í Lágafellskirkju af sr. Jóni Þorsteinssyni þau Helga Magnúsdóttir og Erlend- ur Sæmundsson. Heimili þeirra er í Rauðagerði 57, Reykjavík. Ljósm. Sigr. Bachmann BRÚÐKAUP. Gefin voru saman þann 9. júlí sl. í Laugarneskirkju af sr. Vigfúsi Þór Ámasyni þau Helga Hlín Helgadóttir og Kristján Rafn Harð- arson. Heimili þeirra er á Laugarnesvegi 39, Reykjavik. Ljósm. Sigr. Bachmann BRÚÐKAUP. Gefin voru saman þann 18. júní sl. í Langholtskirkju af sr. Pálma Matthíassyni þau Þórdís Bjarnleifsdóttir og Heiðar Már Guðna- son. Heimili þeirra er í Gyðufelli 8, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.