Morgunblaðið - 04.08.1994, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.08.1994, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 1994 17 Þýðlega framfærð- ur söngiu- TÓNLIST Listasafn Sigurjóns Óla fssonar TVÍSÖNGUR Margrét Bóasdóttir, sópran, Beate Echtler-Kaller, mezzosópran, Stephan Kaller, píanóleikari. Islensk og erlend einsöngs- lög og dúettar. Þriðjudagurinn 2. ágúst 1994 MARGRÉT Bóasdóttir og Beate Ec- htler-Kaller og Stephan Kaller, tón- listarfólk frá Krumbach í Bæjara- landi, stóðu fyrir tónleikum í Lista- safni Siguijóns Ólafssonar sl. þriðju- dag. Tó'nleikarnir hófust á tveimur tvísöngslögum eftir Puecell, Sound the trumpet og My dearest og þar eftir frumflutti Margrét nýtt lag, í garði, eftir Jón Hlöðver Áskelsson, við texta eftir Sigurð Ingólfsson. Sönglínan í lagi Jóns er tóntegunda- bundin en undirspiiið, sem er ágæt- lega samið, var ekki samstætt í stíl við sönglínuna, nema ef til vill undir það síðasta, er lagið tók nokkuð óvænta stefnu, miðað við upphafiega tónferlið. Margrét söng þetta ágæta lag nokkuð vel og sama má segja um tvö falleg lög eftir Jórunni Við- ar, Vorljóð á Ýli og Vökuró, við texta eftir Jakobínu Sigurðardóttur. Beate Echtler-Kaller söng fjögur lög úr Sígaunaljóðunum, eftir Brahms. Echtler-Kaller hefur ekki mikla en ómþýða rödd og söng Bra- hms-lögin af smekkvísi, svo og þijú lög eftir Bernstein, I Feel Pretty, Somewhere og Tonight. Saman Margrét Bóasdóttir, Stephan Kaller og Beate Echtler-Kaller. sungu Margrét og Echtler-Kaller þijú sviplítil ítölsk þjóðlög og tónleik- unum lauk svo með tveimur dúettum eftir Rossini. Tvísöngslögin voru ágætlega flutt og féll raddgerð þeirra mjög vel saman og þrátt fyrir að söngur þeirra væri ekki rismikill, var hann í heild þýðlega framfærður. Á undan Rossini-lögunum söng Margrét þijú lög eftir Eric Satie, Je te veux, sem var besta lag hennar á tónleikunum. í Le Chapelier og La Diva de L’Empire vantaði Margrét raddþrótt, einkum á hásviðinu, til að lögin næðu að blómstra. Rödd Mar- grétar verður oft mjó og án undiró- munar (resónans) á háa sviðinu en eins og í Je te veux, eftir Satie, lög- um Jórunnar og lagi Jóns Hlöðvers, náði hún að hljóma hlýleg og hljóm- falleg. Stephan Kalle lék mjög veikt. á píanóið, trúlega af tillitsemi við söng- konurnar, en fyrir bragðið var leikur hans einkar dauflegur og sérlega í lögum Bernsteins en lifnaði þó aðeins í síðasta lagi tónleikanna, Voga, o Tonio benedetto, eftir Rossini og var oft góður í Sígaunaljóðunum eftir Brahms. Jón Ásgeirsson Ljóðatónleikar í Hafnarborg HANNA Dóra Sturludóttir sópran heldur ljóðatónleika í Hafnarborg í Hafnarfirði sunnudaginn 7. ágúst klukkan 20.30. Á efnisskrá tónieik- anna eru verk eftir Franz Schubert, Richard Strauss, Alban Berg og ís- lenska höfunda. Meðleikari á píanó er Hólmfríður Sigurðardóttir. Hanna Dóra Sturludóttir Hanna Dóra stundaði nám í Söng- skólanum í Reykjavík hjá Kristni Sigmundssyni og Snæbjörgu Snæ- bjarnardóttur. Þaðan lauk hún 8. stigi með hæstu einkunn vorið'1992 og hefur síðan verið í framhaldsnámi í Hochschule der Kunste í Berlín og er söngkennari hennar þar professor Anke Eggers. Hanna Dóra hefur sótt námskeið í söng hér heima, í Þýskalandi og Austurríki. Hún hefur sungið með mörgum kórum og tekið þátt í óperuflutningi og tón- leikahaldi bæði hér- lendis og erlendis. Hún söng hlutverk Ritu í samnefndri óperu í nemendauppfærslu Söngskólans vorið 1991 og í vetur sem leið hlutverk greifynj- unnar i Brúðkaupi Fígarós og einnig hlut- verk Paminu í Töfra- fiautunni en báðar þessar sýningar voru settar upp í Háskólan- Um í Berlín. Hanna Dóra fékk styrk frá Félagi íslenskra leikara á síðasta ári og í vor var hún ein af Hanna Dóra Sturludóttir starfað skólann þeim sem hlutu heið- urslaun Brunabótafé- lags Islands. Hólmfríður Sigurðardóttir Hólmfríður Sigurð- ardóttir hóf píanónám 7 ára gömul í Tón- listarskóla ísafjarðar þar sem Ragnar H. Ragnar var aðalkenn- ari hennar. Frá ísafirði þá leiðin til Þýskalands í Tónlistarháskólann í Munchen. Þaðan lauk hún einleikara- og kennaraprófi árið 1980. Undanfarin ár hefur Hólmfríður sem undirleikari við Söng- í Reykjavík. SUMARTILBOÐ Kótilettur, franskar, sósa og salat Píta m/ fiski, franskar og sósa Hamborgari, franskar og sósa Kr. 540.- Kr. 480.- Kr. 400.- afsláttarkort gilda ekki í sambandi við tilboð. iðunum uuuuimmut ÍUiUUUUIUlU blómauQl STORTONLEIKARIPERLUNNI Miðaverð kr. 1.200 Asamt stórhljómsveit og .spes gesti Bogomil Font, Páll Óskar og milljónamæringarinir árita metsöluplötu sína Milljón á mann í Japis JAPISt //

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.