Morgunblaðið - 04.08.1994, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 04.08.1994, Blaðsíða 36
 36 FIMMTUDAGUR 4. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Richard Pryor hryllir við endurminning- um sínum UW Martröð YNGRI bróðir Spikes Lee heitir Cinque Lee og er að reyna fyrir sér í leikstjóm og handritasmíðum í Hollywood. Hann aðstoðaði Spike við handritsgerð myndarinnar Crooklyn og handrit frá hon- um gengur núna á milli kvik- myndaveranna í Holiywood. Ef það verður fyrir valinu mun Spike framleiða hana og Cinqué leikstýra. Cinqué seg- ir að hugmyndin að sögu- þræðinum hafi komið tii sín í martröð: „Þetta er saga um kvenhatara sem er bitinn af kanínu með hundaæði. Hann fer í dá og þegar hann vakn- ar upp fimmtán mánuðum síðar eru ailar konur á jörð- inni dauðar... klámmyndir eru sýndar látiaust... Enginn veit hvað gerðist, en meðlimir trú- arhreyfinga segja þetta hafa verið refsingu mannkyns." Óhætt er að taka undir það með Cinque að um martröð hafi verið að ræða. ► GRÍNLEIKARINN góðkunni Richard Pryor er að skrifa sjálf- sævisögu sína þessa dagana og það er hreint engin skemmtiaf- þreying. „Þegar ’eg rifja upp atburði ævi minnar endurupp- lifi ég atburði sem ég vildi held- ur að væru gleymdir," segir Pryor. Hann nefnir sem dæmi þegar hann slóst við hnefaleika- kappann Muhammed Ali á góð- gerðarsamkundu fyrir löngu síðan. Eg fæ enn martraðir þeg- ar ég hugsa um högg Alis; þau fóru svo nálægt mér að þyturinn af þeim kastaði höfðinu á mér fram og aftur. Ég prísa mig sælan að vera ennþá á lífi.“ Richard Pryor þjáist af MS- sjúkdómi sem lýsir sér í magn- leysi og hreyfi-, tal- og sjón- truflunum. Hann hefur einnig þriðju gráðu brunasár á rúm- lega helmingi likama síns eftir að hafa kveikt í sér í kókaín- vímu árið 1980. Það eru þó ekki minningarnar um það sem ásækja Pryor mest. „I mínum huga er engin spurning um að það eru konurnar," segir Pryor. Burt Reynolds og Dickinson standa jafnt að vígi ►BURT Reynolds og Angie Dickinson beruðu nekt sína í kvikmyndinni „Sam Whiskey" fyrir tuttugu og fimm árum. „Það var fyrsta nekt- aratriðið mitt,“ segir Reynolds, sem er orð- inn 58 ára, „og Dickin- son ráðlagði mér að taka- því sem eðli- legum hlut að vera nak- inn fyrir framan kvikmyndatökuvélarn- ar.“ Núna leika þau aftur saman ,að þessu sinni í spennumyndinni „The Maddening“, en tökum á henni lauk nýlega í Flórída. Þegar tökur hófust lét Reynolds Dickinson, sem er 62 ára, vita að ýmislegt hefði breyst síðan síðast. „Síðast þegar ég vann með þér var ég feiminn og bæld- ur,“ varaði hann hana við. „Núna er ég algjör villingur. Dickinson svaraði að bragði: „Þá stöndum við jafnt að vígi“. Brúðkaup Sextíu og þriggja ára aldursmunur ANNA Nicole Smith þykir vera með fegurri konum. BRÚÐHJÓNIN voru lukkuleg eftir hjónavígsluna... og kysstust rembingskossi. TOPPFYRIRSÆTAN Anna Nicole Smith, sem íslenskir kvikmyndahúsagestir þekkja úr myndinni Beint á ská 33 xh giftist olíukónginum J. How- ard Marshall II nýlega, en auðæfi hans eru metin á 35 milljarða króna. Það vakti óneitanlega athygli, að brúð- guminn var sextíu og þremur árum eldri en brúðurin, áttatíu og níu ára gamall, og í hjóla- stól. í brúðkaupsveislunni full- vissaði hann þá ellefu gesti, sem voru viðstaddir, að hann dáðist svo sannarlega að eigin- konu sinni. Það voru orð að sönnu, enda hafði hann þegar gefíð henni skartgripi að verð- mæti sjötíu milljónum króna. Eftir athöfnina kyssti Anna eiginmann sinn rembingskoss og hvíslaði að honum: „Bless elskan, ég er farin til Grikk- lands.“ Hvort hjónin hyggja á sameiginlega brúðkaupsferð á næstunni eða barneignir er ekki vitað. Viröingarfyllst, Háskólabíó og Borgarbíó, Akureyri A tnorgun verður efnt til Fjögurra brúðkaupa og einnar jarðarfarar „ÉG TEK dúkku dóttur minnar með mér hvar sem ég fer,“ segir Cybill Shepherd, „það hjálpar mér að halda tengslum við fjölskyldu mína“. Cybill Shepherd farin að syngja aftur LEIKKONAN Cybill Shepherd er aftur farin að leika í söngleikjaupp- færslum eftir brösótt gengi á áttunda áratugnum. Síðast lék hún í söng- leiknum „At Long Last Love“ árið 1975 og fékk vægast sagt hörmulega dóma. f gagnrýni blaðsins Today sagði: „Shepherd getur ekki sungið, dansað né leikið". Þegar hún er spurð af hveiju hún leggi höfuð sitt aftur að veði, segist hún hafa þetta í blóð- inu og að hún ráði hreint ekki við sig. Shepherd er ekki ein um hituna, því Barbra Streisand er líka nýstigin aftur fram á sjónarsviðið og er á tónleikaferðalagi um Bandaríkin. „Það er skrítið, en ég og Barbra gegnum í gegnum það sama á átt- unda áratugnum og hún byrjaði líka að syngja aftur á þessu ári. Þó að CYBILL Shepherd á æfingu. Fyrir aftan stendur Patty móðir hennar, en Tom Ad- ams tónlistarstjórnandi spil- ar á píanó. við höfum þekkst í tuttugu ár er þetta hrein tilviljun. Ég hringdi ekki í hana og sagði: „Heyrðu Barb, eig- um við að leggja í hann aftur?““

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.