Morgunblaðið - 14.08.1994, Page 22
22 SUNNUDAGUR14. ÁGÚST 1994
MORGUNBLAÐIÐ
1
KVIKMYNDIR/HÁSKÓLABÍÓ tekur á næstunni til sýninga nýjustu mynd
bræðranna Joels og Ethans Coen. Hudsucker Proxy heitir hún og er gamanmynd
með Tim Robbins, Paul Newman og Jennifer Jason Leigh í aðalhlutverkum.
Peðið sem
létekki
fóma sér
STRAX og Mussburger hittir Norville er hann sannfærður um þarna sé einmitt maðurinn
sem hann vantar í forstjórastólinn.
NORVILLE Bames (Tim Robbins) var að ljúka prófi í
viðskiptafræði í háskólanum heima í Mundie í Indiana
og þegar Hudsucker Proxy hefst er hann að koma til
New York þar sem hann ætlar að láta að sér kveða í
viðskiptalífinu á sjötta áratugnum, byija á botninum og
stefna á toppinn. Á sama augnabliki og Norville tryggir
sér stöðu í innanhússpóstdeild alþjóðastórfyrirtækisins
Hudsucker Industries, tekur líf stofnanda fyrirtækisins
Waring Hudsucker aðra stefnu. Hann stekkur út um
glugga á fertugustu og fjórðu hæð húss fyrirtækisins og
tryggir sér skjótan dauðdaga á gangstéttinni. Mikil skelf-
ing grípur um sig meðal stjórnenda fyrirtækisins. Waring
Hudsucker lét ekki eftir erfðaskrá og þar af leiðandi verð-
ur að bjóða meirihlutaeign hans í fyrirtækinu til sölu á
almennum markaði innan 30 daga. Aðeins einn maður
heldur ró sinni, Stanley J. Mussburger (Paul Newman),
hægri hönd Warings. Hann er strax búinn að finna lausn-
ina sem tryggir stjórnendunum möguleika á að eignast
hlutabréf stofnandans á viðráðanlegu verði.
TIM Robbins leikur Norville Robbins og Paul New-
man leikur Stanley J. Mussburger sem heldur að
Norville sé asni sem hann hafi í vasanum.
NORVILLE er sannfærður um að uppfinning sín,
húlla-hopp gjörðin eigi eftir að slá í gegn en Muss-
burger og félagar taka það sem sönnun þess að
maðurinn sé ekki með öllum mjalla og því rétti
maðurinn í forstjórastólinn.
að sem við þurfum að
gera,“ segir Mussbur-
ger valdsmannslega, „er að
koma hlutunum þannig fyrir
að fjárfesting í því sem nú
er arðvænlegasta fyrirtæki
aldarinnar verði álíka eftir-
sótt og sigling yfir Atlants-
hafíð með Titanic." Hann
hefur aðferðina á reiðum
höndum. Málið er að ráða
einhvem vitleysing til að taka
við forstjórastarfinu af War-
ing heitnum Hudsucker. Peð,
strengjabrúðu, lepp, sem
hægt er að ráðskast með í
tæpa þijátíu daga eða þar til
verð hlutabréfanna hefur
fallið svo langt niður að verð-
ið verður viðráðanlegt. En
hver er nógu einfaldur og
saklaus til að passa í hlutverk
leppsins? Fyrir valinu verður
nýliðinn i póstdeildinni, Nor-
ville Bames, sem virðist ekki
alveg eins og fólk er flest en
er með áform á pijónunum
um nýja framleiðsluvöru.
í fyrstu virðist áætlun
Mussburgers ætla að ganga
upp og verð hlutabréfa í fyr-
irtækinu hríðfellur. Ástandið
vekur athygii blaðakonunnar
Amy Archer (Jennifer Jason
Leigh), sem ákveður að af-
hjúpa Norville Barnes sem
vitleysing sem ráði ekki við
starfíð og eigi að koma fyrir-
tækinu á vonárvöl. Hún villir
á sér heimildir og kemst að
sem einkaritari Bames.
Smám saman rennur upp
fyrir henni að Norville er
ekki jafnglataður og hann
lítur út fyrir að vera.
Þegar við bætist að nýja
framleiðslan hans, húlla-
hopp gjörðin, fer sem eldur
í sinu um Bandaríkin, taka
hlutabréfín að stíga hærra
en nokkru sinni áður. En
samt eru ský á himni því
Stanley J. Mussburger og
félagar taka því ekki aðgerð-
arlausir að áform þeirra séu
gerð að engu.
Hudsucker Proxy er áreið-
anlega engin venjuleg gam-
anmynd. Þetta er fimmta
kvikmynd bræðranna Joels
og Ethans Coen. Joel leik-
stýrir, Ethan framleiðir og
saman skrifa þeir handritið,
að þessu sinni í samvinnu
við Sam Raimi, sem þekktari
er sem kvikmyndaleikstjóri
og ástsæll sem slíkur í
þröngum hópi og gerði m.a.
Darkman. Raimi er einnig
skráður aðstoðarleikstjóri
myndarinnar og fékk að
stýra tökum á mörgum
tæknilega flóknustu atriðum
myndarinnar en af slíku er
meira í The Hudsucker
Proxy en í flestum fyrri
myndum bræðranna.
Þrátt fyrir að myndir Coen
bræðra hafi jafnan hlotið
mikið lof gagnrýnenda og
góða aðsókn í Evrópu, hafa
þeir ekki slegið í gegn að
gagni heima í Ameríku, enda
þótt síðasta mynd þeirra,
Barton Fink, hlyti þijár ósk-
arsverðlaunatilnefningar,
auk gullpálmans í Cannes
árið 1991. Blood Simple, ein
athyglisverðasta mynd árs-
ins 1984, Raising Arizona
og Miller’s Crossing, gerðu
vart meira en að standa und-
ir lágum framleiðslukostnaði
á bandarískan mælikvarða.
The Rudsucker Proxy, er
fyrsta kvikmynd þeirra
bræðra þar sem alvöru
Hollywood-stjörnur eru í að-
alhlutverkum og aldrei áður
hafa þeir haft úr jafnmiklum
peningum að moða, 25 millj-
ónum bandaríkjadala, nær
1,5 milljörðum króna. Lykill-
inn að því að Joel og Ethan
tókst að útvega alla þessa
peninga er sá að þeir fengu
til samstarfs við sig fram-
leiðandann Joel Silver, fram-
leiðanda hasarmynda númer
1 og guðföður mynda á borð
við Lethal Weapon, Die Hard
og Demolition Man.
Silver skipti sér hins vegar
ekki af gerð myndarinnar
og fyrir vikið er Hudsucker
Proxy ósvikið höfundarverk
Coen-bræðranna og ber hin
sérstöku höfundareinkenni
þeirra jafnt og fyrri mynd-
irnar þótt söguþráðurinn sé
óneitanlega í anda mynda
Frank Capra eins og gjarnan
er sagt um myndir sem fjalla
um venjulegan mann sem
settur er í erfiða, óvenjulega
og ábyrgðarfulla aðstöðu
sem enginn á von á að hann
ráði við.
í aðalhlutverk myndarinn-
ar völdust þijár valinkunnar
stjörnur. Hinn 69 ára gamli
Paul Newman, sem allir
þekkja úr The Sting, Butch
Cassidy and the Sundance
Kid og ótal öðrum myndum
tók að sér að leika Sidney
J. Mussburger. Tim Robbins,
leikstjóri, höfundur og
stjarna myndarinnar Bob
Roberts og aðalleikari
mynda Roberts Altmans,
Short Cuts og The Player,
leikur Norville Barnes.
Robbins segst hafa fagnað
þessu hlutverki sérstaklega.
„Eftir hlutverkin sem ég lék
í The Player og Bob Roberts
tók ég fegins hendi tækifær-
inu til þess að leika mann
með samvisku. Og Norville
er ekki vitlaus. Hann er bara
ekki gæddur þeim eiginleik-
um sem menn þurfa til að
lifa af í höðrum samkeppnis-
heimi.“ Jennifer Jason Leigh
úr Single White Female,
leikur svo blaðakonuna Amy
Archer.
Auk þeirra er gamla
kempan Charles Durning,
sem sjónvarpsáhorfendur
þekkja m.a. úr þáttunum
Evening Shade meðal leik-
enda í myndinni. Hann leikur
Waring Hudsucker sjálfan
og hverfur því snemma af
sviðinu en ekki fyrr en hann
hefur skilað hlutverki sínu
með afar eftirminnilegum
hætti.
Furðufuglar og snillingar
ÓTT svo eigi að heita
að Joel Coen sé leik-
stjóri og handritshöfundur
og Ethan Coen framleiðandi
og handritshöfundur er
verkaskiptingin á milli þeirra
að jafnaði ekki alltof ljós.
„Joel og Ethan hafa ekkert
egó,“ segir Tim Robbins,
aðalleikari The Hudsucker
Proxy. „Þeir eru samvaxnir,
á nákvæmlega sömu bylgju-
lengd og annar botnar stöð-
ugt hálfkláraðar setningar
hins. Ég hef aldrei séð þá
rífast,“ segir hann. „Það var
mjög ánægjulegt að vinna
undir stjórn Joels og Et-
hans.“ segir hin stórstjama
myndarinnar, Paul New-
man. „Ég hef aldrei áður
unnið með tveimur leikstjór-
um. Og ég hef aldrei áður
unnið með tveimur mönnum
sem ráða jafnmiklu úm gerð
og útlit myndar en rífast
aldrei. Ég skemmti mér stór-
kostlega." Eins og gefur að
skilja eru Coen-bræður engir
venjulegir kvikmynda-
gerðarmenn og þeir falla
ekki í mynstur hinna hefð-
bundnu Hollywood-manna
enda hafa þeir fram að gerð
The Hudsucker Proxy haft
lítið við fólkið á þeim bæ
saman að sælda.
Joel og Ethan eru gyðing-
ar frá Minneapolis. Joel
verður fertugur í nóvember,
Ethan 37 ára í september.
Þeir voru á unglingsaldri
þegar þeir ásamt félögum
sínum settu á stofn fyrir-
tæki og tóku að sér að slá
garða til þess að safna sér
peningum til að festa kaup
á kvikmyndatökuvél og
filmum sem þeir dunduðu
sér við að taka á 8 mm stutt-
myndir næstu árin.
Síðan fóru þeir í háskóla;
Joel lærði kvikmyndagerð í
New York og fékk síðan
vinnu sem klippari við hryll-
ingsmyndirnar Fear No Evil
og The Evil Dead. Ethan las
hins vegar heimspeki í
Princeton og dvaldi þar við
fræðimennsku fyrst að
loknu námi eða þar til stóri
bróðir kallaði á hann til New
York árið 1982 að gera með
sér kvikmynd.
Þá hafði þeim bræðrum
tæmst arfshlutur eftir sölu
á landi sem afi þeirra og
amma höfðu átt í ísrael og
þeir peningar voru stofn-
sjóðurinn sem kosta skyldi
fyrstu kvikmynd þeirra. Af-
ganginn lögðu vinir og vel-
unnarar frá Minnesota í
púkkið án þess að hinn eig-
inlegi kvikmyndaiðnaður
kæmi þar nokkurs staðar
nærri.
Eins og jafnan síðar skrif-
uðu báðir handrit, Joel var
titlaður leikstjóri en Ethan
framleiðandi. Myndin hét
Blood Simple, var frumsýnd
árið 1984 og var að margra
mati ein besta kvikmynd
þess árs. Samt gerði hún lít-
ið meira en að standa undir
sér en vann á hinn bóginn
til ýmissa verðlauna á
smærri kvikmyndahátíðum.
Eftir Blood Simple lögð-
ust bræðurnir undir feld um
tíma en sýsluðu þó sitthvað
við kvikmyndagerð, skrif-
uðu saman handrit kvik-
myndar sem heitir
Crimewave auk þess sem
Joel lék aukahlutverk í
myndinni Spies Like Us,
með Dan Aykroyd.
Árið 1987 leit svo önnur
mynd Coen-bræðra dagsins
ljós, uppfull af sérstæðum
og óvenjulegum húmor og
efnistökum bræðranna. Það
var Raising Arizona með
Nicolas Cage í aðalhlutverki.
1990 gerðu þeir svo Mill-
er’s Crossing, bófamynd í
anda þriðja áratugarins,
sem eins og hinar tvær hlaut
prýðisgóða dóma en fremur
dræmar viðtökur í Banda-
ríkjunum þótt áhorfendur
tækju betur við sér í Evrópu.
Árið 1991 var svo komið
að gerð Barton Fink, mynd-
arinnar um rithöfundinn
sem kemur ekki frá sér staf-
krók á blað þótt allt í kring-
um hann eigi sér stað hinir
ótrúlegir og örlagaríkir at-
burðir. Sú hlaut þrjár ósk-
arstilnefningar og vann að
auki þrenn helstu verðlaun-
in í Cannes árið 1991; sjálf-
an gullpálmann, auk þess
sem John Torturro hlaut
verðlaun fyrir besta leik og
Joel fyrir leikstjóm.
Þótt peningarnir létu á
sér standa höfðu furðufugl-
arnir, sem nú áttu sífellt
stækkandi aðdáendahóp,
endanlega áunnið sér virð-
ingu Hollywood-fólksins
sem nú fór að gera sig lík-
legt við þá. Afraksturinn er
The Hudsucker Proxy,
myndin sem færði Coen-
bræðurna af útjaðri og inn
í hringiðu bandaríska kvik-
myndaiðnaðarins.