Morgunblaðið - 14.08.1994, Page 48

Morgunblaðið - 14.08.1994, Page 48
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1 103 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 85 SUNNUDAGUR 14. AGUST 1994 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK í HRJÓSTRUGU LANDIJARÐHITANS Morgunblaðið/Ámi Sæberg ~ Vænir fiskar víða A SAMA tíma og smálax hefur víða vantað illilega í íslenskar lax- veiðiár í sumar, hefur stórlaxinn látið á sér kræla og hefur veiðst óvenju mikið af vænum fiskum. Fréttir eru af tveimur 26 punda löxum, í Presthyl og Þverá í Borg- arfirði í júní. Þá hefur nokkrum 24, 23 og 22 pundurum og mörg- um 20 og 21 punds löxum verið landað. Veiðimenn hafa fyrir satt, að þeir stærstu hafi enn ekki veiðst. Þeir segja að tveir risar séu í Laxá í Þingeyjarsýslu, annar i Skriðuflúð og hinn í Vitaðsgjafa og eru báðir taldir vera milli 30 og 40 pund. Á myndinni er Aad Groeneweg með 24 punda hæng úr Hvítá eystri. ■ Eru þeir að fá’ann?/8 0 Háskóli Islands Nemendum og ný- skráningum fjölgar SKRÁNINGAR í Háskóla íslands leiða í ljós að nemendur verða fleiri í upphafí næsta skólaárs en í fyrra. Samkvæmt upplýsingum frá Nem- endaskráningu Háskóla íslands hafa alls 5.236 manns skráð sig í HI en á haustmisseri í fyrra skráðu ’ sig 4.957 manns í skólann. Þessi aukning samsvarar 5,6% fjölgun. Enn meiri fjölgun er meðal nýskráðra. í ár hafa 1.993 nýnemar skráð sig í skólann en fjöldi þeirra var 1.840 í fyrra. Þetta er 8,3% '°r áukning milli ára. Félagsvísindadeild verður fjöl- mennasta deildin á haustmisseri en þar eru skráðir 1.085 nemendur. Heimspekideild og læknadeild eru einnig fjölmennar en í þeim munu rúmlega þúsund nemendur stunda nám. Nýnemum fjölgar í flestum deild- " "am Háskólans. Mesta fjölgun ný- nema er þó í lyfjafræði innan læknadeildar þar sem fjöldi þeirra tvöfaldast milli ára. Nú munu 35 hefja nám en nýnemar voru 17 í fyrra. Mikil fjölgun verður einnig í sjúkraþjálfun en hún nemur um 29% milli ára. í þeirri grein hefja 128 nýstúdentar nám en í fyrra bytjuðu 99 manns. Hrun í guðfræðideild Aðeins í tveimur deildum fækkar nýskráningum. í guðfræðideild inn- ritast aðeins 15 nemendur að þessu sinni en í þeirri deild hófu 34 nem- ar nám í fyrrahaust. í lagadeild fækkar nýnemum um tæp 10%. 182 laganemar byija í ár en 201 í fyrra. Konur eru hlutfallslega færri í hópi nýskráðra en í fyrra. 55,9% þeirra eru konur nú en hlutfall þeirra skólaárið 1993-1994 var 56,3%. Loðnuleit heimiluð í lokaða hólfinu SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ hefur ákveðið að leyfa loðnuskipun- um að leita að loðnu í lokaða hólfinu norður af Vestfjörðum. Hafrann- sóknaskipið Árni Friðriksson mun fylgjast með skipunum. Nánast engin loðnuveiði hefur verið við landið síðustu daga og eru allar loðnu- verksmiðjur á landinu lokaðar ef verksmiðjan á Bolungarvík er undan- skilin, en nokkur skip hafa verið að koma þangað með smáslatta. Snör viðbrögð björguðu lífi átta ára telpu ÁTTA ára telpa var nær dauða en lífi eftir að hafa dottið á reið- hjóíi í fyrradag. Hún fékk stýrið inn í kviðinn og við það sprakk annað nýrað. Aðstandendur hafa eftir læknum að rétt viðbrögð allra sem inn í atburðarásina komu hefðu bjargað lífi telpunnar. Óhappið varð með þeim hætti að telpan fékk lánað reiðhjól vin- konu sinnar. Hún hjólaði niður brekku á fleygiferð og kom að hliði þar sem tvær járngrindur ganga á víxl og þarf að skjóta sér á milli þeirra til að komast framhjá. Telpan reyndi að bremsa en tókst það ekki. Hún reyndi að henda sér af hjólinu en datt og stakkst stýrið inn í kviðinn hægra megin og upp undir rifbeinin. Gat strax látið vita Telpan komst heim til föðurfor- eldra sinna og lét föðursystur sína vita af sér. Föðursystirin segir að hún hafi strax gert sér grein fyr- ir að eitthvað væri að því að telp- an var stjörf, augun galopin, hún átti bágt með að tála, kvartaði undan því að hún ætti erfitt með að anda og var við það að falla í yfirlið. Föðursystirin hringdi strax á sjúkrabíl. Á leiðinni á sjúkrahús féll blóðþrýstingur telp- unnar mjög hratt. Hún var strax skorin upp og kom í ljós að hægra nýrað var sprungið. Aðstandendur telpunnar hafa eftir læknum að þetta hafi verið spurning upp á líf og dauða. Snör viðbrögð allra hafi bjargað lífi telpunnar. Hún var orðin hress í gær miðað við þær hremmingar sem hún hafði lent í og segja læknar að hún muni ná sér að fullu. Ábending til foreldra Aðstandendur telpunnar vilja hvetja foreldra að athuga vel bremsur á hjólum barna sinna og brýna fyrir þeim að fara ekki á hjól sem þau þekki ekki. Þá vilja þau koma á framfæri þakklæti til allra sem hafa sinnt telpunni frá því óhappið varð. Loðnuskipin sem enn eru á mið- unum eru öll í Grænlandssundi þar sem skipin hafa fundið stóra og góða loðnu. Áðstæður til að ná henni eru afar slæmar. Þama er mikill straum- ur og hafa skipin hreinlega gefist upp við veiðarnar. „Skipin eru búin að verða fyrir stórfelldu veiðarfæra- tjóni þama, aftur og aftur. Það er hreinlega ekki forsvaranlegt að reyna þetta miðað við núverandi aðstæður,“ sagði Þórður Jónsson, rekstrarstjóri SR-mjöls. Hann sagði að loðnunæt- urnar flæktust og rifnuðu og dæmi væri um að skip lenti inni í nótinni. Sjómenn telja veiðanlega loðnu á svæðinu Þórður sagði að sjómenn væru nokkuð vissir um að veiðanleg loðna væri á þessu svæði. Hann sagði að menn vonuðust eftir að betra yrði að eiga við loðnuna í lokaða hólfinu, en þar er minni straumur. Þórður sagðist gera sér vonir um að það glaðnaði yfir loðnuveiðinni að nýju um helgina. Hann sagði að straumur í Grænlandssundi væri að minnka, auk þess sem Ioðnusjómenn teldu að loðnan væri að færa sig norðaust- ur, þar sem auðveldara yrði að eiga við hana. Eitt norskt loðnuskip er enn á loðnumiðunum, en hin eru farin heim. Á tímabili voru yfir 40 norsk skip á miðunum. Skjálfti í Olfusinu Jarðskjálftakippur fannst í Ölfus- inu klukkan rúmlega 6 í gærmorg- un. Upptök skjálftans vom skammt norðan við Hveragerði. Skjálftinn mældist 3,8 stig á Richterkvarða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.