Morgunblaðið - 13.10.1994, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 13.10.1994, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1994 35 I I I I ( ( ( I ( I i -I- Sigríður Vig- * fúsdóttir var fædd í Vestmanna- eyjum 16. septem- ber 1903. Hún and- aðist á Elli- og hjúkrunarheimil- inu Sólvangi í Hafnarfirði 5. október síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Guð- leif Guðmunds- dóttir og Vigfús Jónsson, formað- ur, er bjuggu í Holti í Vestmanna- eyjum. Systkini Sigríðar eru: Guðrún (látin), Guðmundur, Jón, Þórdís, Guðlaugur (lát- inn)j Axel, Guðleif og Þorvald- ur Orn. Sigríður var næstelst. Sigríður giftist Eiði Jónssyni MEÐ FÁUM orðum kveð ég kæra mágkonu mína, Sigríði Vigfús- dóttur. Nú þegar kveðjustund er runnin upp streyma minningarnar fram. Frá fyrstu kynnum heillaðist ég af persónuleika Siggu mágkonu. Hennar heilsteypta lyndiseinkunn og bjargfasta guðstrú var hennar styrkur gegnum erfiða sjúkdóms- baráttu síðustu árin. Það voru ljúfar stundir er Sigga riijaði upp hvernig allt varð sem nýtt í lífi hennar er hún meðtók persónulega trú á friðþægingar- verk Jesú Krists. Sigga var mjög trúuð og bænheit. Fyrirbænir hennar munu vissulega verða ást- vinum hennar til blessunar. Sigga var hæfileikakona, mikils metin sem saumakona, listræn og unni öllu fögru. Oft hafði eigin- maður hennar, Einar bróðir minn, orð á því hve Sigga naut sín er þau hjónin og dóttirin Guðný tóku sér ferð til Þingvalla. Sjálf orðaði hún það þannig: „Hreina fjallaloft- ið og náttúrufegurðin við Þing- vallavatn er mér heilsulind." Hún unni íslenskri náttúru og hafði frá Siglufirði. Þau slitu samvistir. Árið 1943 giftist Sigríður Einari Jó- hannessyni, skip- stjóra, d. 1992. Þau bjuggu í Hafnar- firði. Dóttir þeirra er Guðleif Sigríður Guðrún Einars- dóttir. Hún giftist Ólafi Sveinbjöms- syni. Þau slitu sam- vistir. Börn þeirra eru: Davíð, búsett- ur í Danmörku, Einar Sigmar, bú- settur í Reykjavík, og Rúnar Laufar, búsettur í Hafnarfirði. Sigríður eignaðist fjögur langömmubörn. Útför hennar fer fram frá Hafnarfjarðar- kirkju í dag. yndi af að ferðast um landið með Einari manni sínum. Umhyggja Siggu fyrir ættingj- um sínum var einstök og átti ræt- ur í hennar trygglynda persónu- leika. Hún var mjög ættrækin og vildi öllum gott gera. Á sérstakan hátt var Sigga snillingur í að útbúa og finna gjafir við ýmis tækifæri, sem glöddu bömin í fjölskyldunni. Hún gleymdi engum. Sjálf gladdist hún innilega og blíðu augun hennar ljómuðu er henni hafði tekist að finna per- sónuiegar gjafir, sem hún áleit að ættu við hvert einstakt barnanna. Það er ánægjulegt að veita at- hygli að börnin, sem nú eru full- vaxta fólk, varðveita með gleði og þakklæti þessar fallegu minning- ar. Það var aðdáunaivert að sjá hversu samrýnd hjón Sigga og Einar bróðir minn voru. Sigga tók virkan þátt í ýmsum störfum Ein- ars sem tengdust útgerðinni, hvort heldur var netagerð, harðfisk- vinnsla eða bókhald. Síðustu ár Einars bróður míns átti hann við mikil veikindi að stríða. Sigga mágkona, sem þá var orðin mjög fullorðin kona, sýndi ótrúlegt þrek við umönnun og aðhlynningu í veikindum hans. Öll hennar verk einkenndust af óeigingirni og fórn- fýsi. Mun ég ávallt minnast mág- konu minnar með þakklæti í huga. Sigga var Gunnýju dóttur sinni kærleiksrík móðir. Hún bar um- hyggju fyrir henni í veikindum hennar, allt frá barnæsku. Það gladdi Siggu mikið er Gunný lauk stúdentsprófi á fullorðinsárum og hóf síðar háskólanám. Þær mæðg- ur voru mjög samrýndar og nutu samvista hvor við aðra. Eg bið Guð að blessa og styrkja Gunnýju í söknuði og sorg eftir fráfall elskulegrar móður. Ég votta nánustu ættingjum Siggu einlæga samúð. Drottinn blessi minningu Sigríð- ar Vigfúsdóttur. Guðfinna Jóhannesdóttir. Okkur langar að minnast móðursystur okkar, Sigríðar Vig- fúsdóttur, eða Siggu frænku, eins og við systkinin kölluðum hana alltaf. Hún var alveg sérstaklega trúuð og góð kona, mjög virk í starfi KFUM-K í Hafnarfirði. Þar sáu þær mæðgur, Gunný og Sigga, um saumafundi fyrir stúlkur og var mjög gaman að fá að taka þátt í þeim. Stundum fórum við með þeim á samkomur, en sérstak- lega minnisstæð er gleði Siggu þegar við gátum farið með hana fársjúka á samkomu með Billy Graham í Neskirkju á síðasta ári. Þegar við vorum litlar var alltaf sérstök tilhlökkun að fara í Hafnarfjörðinn og gestrisni hjón- anna, Siggu og Einars, var alveg einstök. Stundum fórum við einar í strætó sem í þá daga var tals- vert ferðalag. Þessar heimsóknir og sérstaklega jólaboðin eru okkur mjög eftirminnileg. Þar var farið í ýmiss konar leiki og aldrei gleym- um við „litla karlinum og feitu kerlingunni“ sem voru fastir liðir á hveiju ári. Seinni árin voru Siggu erfið en trú hennar á algóðan Guð var óbifandi og hefur hjálpað henni í gegnum erfið veikindi. Gréta og Sjöfn. SIGRÍÐUR VIGFÚSDÓTTIR HELGA EINARSDÓTTIR + Helga Einarsdóttir fæddist í Reykjavík 21. júlí 1949. Hún lést á Landspítalanum 29. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dóm- kirkjunni 6. október. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) ÞESSAR línur komu upp í hug- ann, er ég heyrði lát Helgu Einars- dóttur. Hver skilur rök, eða tilgang lífsins? Af hveiju er ung kona hrif- in burtu í blóma lífsins, án nokk- urs vitræns tilgangs eða markm- iðs? Ung kona sem hafði líka eðlis- gleði og náttúruhúmor til að bera. Borgarbarnið sem fann sig svo í þeirri eðlisfegurð sem einfaldleiki og margbreytileiki landsins og náttúrunnar hefur upp á að bjóða. Hallormsstaðaskógur varð henni á unga aldri slíkt kjörsvið tilfinn- ingalegrar útrásar og uppbygging- ar, að á síðustu stundu kaus hún að njóta þeirrar upplifunar, að sækja hann heim. Ásamt að hitta vini og vandamenn. Helga Einarsdóttir var, að mín- um dómi, óvenju heilsteyptur per- sónuleiki, laus við fordóma og fall- valtleik þessarar tilveru, ávallt kát og lífsglöð til hinstu stundar. Við sem eftir lifum megum öf- unda hana af þvílíku æðruleysi sem hún virtist hafa yfir að búa. Aðstandendum hennar öllum bið ég allrar blessunar. Megi minn- ingin um góða persónu lifa. Guðsteinn Hallgrímsson. Heyr, himna smiður, hvers skáldið biður, komi mjúk til mín miskunnin þín. Þv! heit eg á þig, þú hefur skaptan mig; eg er þrællinn þinn, þú ert Drottinn minn. Gæt, mildingur, mín, mest þurfum þín helzt hveija stund á hölda grund. Set, meyjar mögur, máls efni fögur, - öll er hjálp af þér í hjarta mér. (Kolbeinn Tumason) Helgu minni bið ég blessunar Guðs, syrgjendum líknar. Vinkona. Fallin er frá langt um aldur fram góður félagi í Meinatæknafé- lagi Islands. Helga Einarsdóttir var um árabil virk í starfsemi fé- lagsins. Hún sat um tíma í stjórn félagsins og hafði alla tíð ákveðn- ar skoðanir á kjaramálum meina- tækna og faglegu hlið starfsins. Undirrituð varð þeirrar ánægju aðnjótandi að starfa með Helgu árum saman á rannsóknarstofu Landakotsspítala. Ég minnist margra skemmtilegra samræðu- stunda um lífíð og tilveruna og oftar en ekki opnaði hún mér nýja sýn á ýmis mál og benti mér á að flest mál hafa fleiri hliðar en eina. Margar eru minningarnar frá löngum næturvöktum þar sem við örþreyttar sátum á stopulum hvíldarstundum við gluggann og nutum útsýnisins til Snæfellsjö- kuls eða horfðum andaktugar á sólarupprásina. Að vinna með Helgu var eins og að njóta verklegrar kennslu í skipulagningu og vinnugleði og mikil voru afköst hennar á anna- sömum stundum. Fyrir nokkrum árum bætti Helga við sig prófi úr Leiðsögu- mannaskóla íslands. Eftir það varð hún eins og farfuglarnir nema að hún fór á vorin til leiðsögu- mannastarfa og kom aftur á haustin til okkar á rannsóknar- stofuna. Það var tilhlökkunarefni að fá hana aftur að hausti hressa og káta með framandi andrúms- loft í farteskinu. Við fengum oft skemmtisögur frá sumrinu í kaffi- tímanum og var þá glatt á hjalla. Fyrir hönd Meinatæknafélags íslands votta ég fjölskyldu hennar og aðstandendum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Ég kveð góðan vinnufélaga og mikla konu hrærð í huga. Edda Sóley Óskarsdóttir, forinaður Meinatækna- félags íslands. SÆMUNDUR BJARNASON + Sæmundur Bjarnason var fæddur í Þrándarkoti í Laxárdal í Dalasýslu 12. apríl 1912. Hann lést á Vífilsstaða- spítala 18. september síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Hallgrímskirkju 27. septem- ber. HÉRNA langar mig til að minnast afabróður míns, Sæmundar Bjarnasonar, ssem fæddur var í Þrándarkoti í Laxárdal Þeir voru tveir bræðurnir sem lifðu og eitt andvana fætt barn sem var dreng- ur. Hann bjó ásamt konu sinni, Ingibjörgu Árnórsdóttur, sem nú er látin, á Fjósum í Búðardal, ráku þau um tíma veitingarekstur í Félagsheimilinu Sólvangi. Ingibjörg og Sæmundur eignuð- ust tvíbura 7. október 1939, Auði og Þorstein. Sæmundur fór oft til Kanaríeyja til Auðar dóttur sinnar sem er búsett þar og starfar sem leiðsögumaður fyrir Flugleiðir. Ég trúi varla að Sæmi frændi sé dá- inn. Það var undarleg tilfinning að fá fregnir um að hann væri allur. Þann stutta tíma sem hann dvaldi á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi reyndi ég að heim- sækja hann sem mest með föður mínum. Oft tókum við hann með í stutt ferðalög meðan hann dvaldi hjá afa og ömmu og einnig eftir að hann kom á dvalarheimilið og minnist ég þess að í eitt skipti fórum við um Bröttubrekku. Hann sá nýafstaðnar breytingar á vegin- um þar sem hann hafði áður unn- ið við vegalagningu. Hann sagði að það væru breyttir tímar frá því hann vann þar með skóflu og haka, en í dag væri unnið með stórvirk- um vinnuvélum, gröfum og ýtum. Það glaðnaði alltaf yfir honum þegar við heimsóttum hann á Vífilsstaði þar sem hann dvaldi áður en hann kom í Borgarnes. Þar naut hann góðrar hjúkrunar, sem starfsfólkið þar á þakkir skild- ar fyrir. Amma mín var hjá honum þegar hann dó. Hans hinstu orð voru: Ég bið að heilsa upp í Borg- arnes. Sæmi hefur alltaf verið góður frændi okkar Þórðar, bróður míns, og eins frænkum mínum, Unni og Þorgerði. Þótt þær séu ungar eiga þær áreiðanlega bjartar minningar um hann. Sæmi var mjög gamansamur og gerði gott úr öllu, enda kom það sér vel þar sem líf hans var ekki alltaf dans á rósum eins og gengur. Ég er viss um að þegar hann kemur til himna bíða hans Ingi- björg, foreldrar hans og aðrir látn- ir vinir hans og taka honum með opnum örmum. Mig langar til að þakka honum fyrir allt það sem hann hefur gert fyrir mig og mína og bið Guð að launa honum það og gefa honum frið við hlið konu sinnar í Gufunes- kirkjugarði. Þakka fyrir allt. Sigursteinn Sigurðsson. Lífið gefur og lífið tekur. Þann- ig má að orði komast þegar við með örfáum línum kveðjum þig, elsku afi. Þú varst hjartahlýr maður og lýsum við þér best með því að segja að þú varst bæði góður við menn og málleysingja og segir það allt. Þessa eiginleika þína ætlum við öll að taka okkur til fyrirmynd- ar. Elsku Sæmundur afi og lang- afi, Guð geymi þig alltaf. Hrafnhildur, Bjami, Sæmundur, Sigurgísli og Óskar Björn. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VALBORG STEFANÍA GUÐMUNDSDÓTTIR frá Þórshöfn, Austurbrún 4, Reykjavík, verður jarðsungin frá Áskirkju föstudag- inn 14. október kl. 15.00. Einar Lárusson, Sæmundur Einarsson, Ragna Valtýsdóttir, Lára Einarsdóttir, Einar Nikulásson, Anna Einarsdóttir, Jón Stefánsson, Ásta Einarsdóttir, Guðmundur Bjarnason, Egill Einarsson, Sigurbjörg Einarsdóttir, Einar Valur Einarsson, Þórunn Stefánsdóttir, Elisa Einarsdóttir, Sigurður Gestsson, barnabörn og barnabarnabarn. Alúðarþakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts SIGURPÁLS VILHJÁLMSSONAR, Kringlumýri 10, Akureyri. Guð blessi ykkur öll. Erla Ásmundsdóttir, Rúnar Sigurpálsson, Gylfi Gylfason, Harpa Gylfadóttir, Unnsteinn Sigurgeirsson, Elfa Björt Gylfadóttir, Jón Sævar Þórðarson, Páll Valur Unnsteinsson, Eimar Geir Unnsteinsson, Þórður Sævar Jónsson, Erla Hrönn Unnsteinsdóttir. Lokað Fyrirtæki okkar verður lokað eftir hádegi í dag vegna jarðarfarar EGILS SNORRASONAR. LÝSI HF.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.