Morgunblaðið - 13.10.1994, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 13.10.1994, Qupperneq 40
40 FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Ef ég skrifa litlu rauðhærðu stelpunni ástarbréf, Á ég að gleypa það, ef ég verð tekin til fanga? vilt þú þá afhenda það fyrir mig? BREF HL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 691100 • Símbréf 691329 Á ÍSLANDI verður aldrei gróandi þjóðlíf, með bjór og brennivín og aðra vímu í fararbroddi, segir Árni Helgason. Eitruð þjóðarsál Frá Árna Helgasyni: ÞAÐ VORU uggvænleg tíðindi sem birtust á baksíðu Morgun- blaðsins 7. þ.m. Aukning bjórsölu í landinu um 1,2 milljónir lítra og svo að reykingar ungmenna fara hraðvaxandi skv. mælingum þar um. Okkur bindindismönnum koma þessi tíðindi ekki á óvart því bæði við tilkomu bjórsins og eins síðar höfum við varað við þessari þróun og nóg var nú fyr- ir. En hvernig þessi aukning bitn- ar á heilbrigði fólks, fjármunasó- un og hugsunarhætti þjóðarinnar hefir ekki verið reiknað út, en þeir eru margir sem undir þessu stynja og heimilin segja til sín, það fer ekki milli mála, og þjóðin í heild tapar, og þar kemur mann- dómurinn líka til greina. Þetta hlýtur að vekja ráðamenn þjóðar- innar og þeir hljóta að sjá að slík þróun má ekki halda áfram. Við höfum allt annað við upprennandi æsku að gera en spilla henni í eitri og ólyfjan. Við bindindis- menn höfum þráfaldlega bent á þessa þróun og hvernig hvert ungmennið og mannkostamaður þjóðarinnar verður fórnardýr þessara eiturefna. Rán, misþyrmingar, svik og prettir Og ég spyr: Höfum við efni á að halda þessu áfram? Opnum við svo dagblað og útvarp, að ekki sé sama sagan um rán, misþyrm- ingar, svik og pretti, akstur undir áhrifum eiturefna o.s.frv. og alls- konar ófarnað með þjóðinni, og allt sem miðar á verri veg í hinu daglega iífi. Og að maður tali Gagnasafn Morgimbladsins AUt efni sem birtist í Morgun- blaðinu og Lesbók verður fram- vegis varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskil- ur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endur- birtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ekki um hversu fáum orðum er treystandi og að fyrirverða sig fyrir aliskonar ósvífni og jafnvel glæpi, heyrir sögunni til. Já, það sígur á ógæfuhliðina og það er virkilega tími kominn til þess að stjórnvöld og allur al- menningur rumski, nuddi stírur úr augum og hefjist handa. Ég man þegar bindindishreyfingin ásamt kristilegum félögum höfðu meiri ítök í þjóðinni en nú að þá dreymdi mann um gróandi þjóðlíf og það var virkilega í raun, þá beittu menn sér fyrir því að styðja hver annan og þá var ekki krafist peninga fyrir að hjálpa hver öðr- um. Þessi peningaalda hefir ekki haft bætandi áhrif á þjóðlífið, enda ekki von, þar sem menn ein- blína á peningana er ekki von að þeir hafi tíma til að líta kringum sig. Umskipti í þjóðfélaginu En hvað sem öðru líður getum við ekki horft á þessi umskipti í þjóðlífinu og setið aðgerðalaus. Við vitum um þörfina og heyrum og sjáum hve hrikalega hin illu öfl þjóðlífsins eru í sókn. Bindind- ishreyfingin er ekki eins stór og áður og það nota þeir sem græða á óförum annarra. Bjórinn hefir orðið okkur mesti skaðvaldur, það fer ekki milli mála og allar þessar bjórbúllur gildrur fyrir hinn veika, og taka mikla peninga þjóðarinn- ar og þeirra sem áttu að leggja þá til heimilis í stað þessara ógæfuvalda. Það er mikið gert til að hamla á móti þessu og það gera hinir einlægu og trúfélög. Þar er viss árangur en betur má ef duga skal. Það er sorg að nota sér ógæfu annarra til auðgunar. Það erum við sammála um og því spyr ég, er ekki kominn tími fyrir alla þjóð- holla menn að gera það sem í þeirra valdi stendur til að rísa á móti. Á íslandi verður aldrei gró- andi þjóðlíf, með bjór og brenni- vín og aðra vímu í fararbroddi. Ef við viljum eignast gæfuríka framtíð og gott land, verðum við að hrekja þennan óþverra og eitur á brott. Eitruð þjóðarsál gerir ekki mikið landi sínu til heilla. Athugum þetta vel. ÁRNIHELGASON, Stykkishólmi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.