Morgunblaðið - 26.10.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.10.1994, Blaðsíða 1
72 SÍÐUR B/C/D/E 244. TBL. 82. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS ÍSRAELSKUR hermaður á verði við vegatálma á þjóðveginum milli vesturbakka árinnar Jórdan og Jerúsalem. Ráðherra lögreglumála í ísrael segir að hætta sé á því að hópar Palestínumanna, sem andvígir eru öllum samningum við ísrael, reyni að spilla fyrir hátíðarhöldunum í dag. Mesti öryggis- viðbúnaður í sögu Israels Amman, Jerúsalem, Washington, London. Reuter, The Daily Telegraph. YITZHAK Rabin, forsætisráðherra ísraels, sagði á þingfundi í gær að tími væri kominn til að binda enda á áratuga blóðsúthellingar og hatur milli araba og ísraela. Hann sagðist vona að friðarsamningur, sem und- irritaður verður við hátíðlega athöfn á landamærum ísraels og Jórdaníu í dag, gæti orðið til þess að viðræð- ur hæfust við Sýrlendinga um deilur ríkjanna. Bili Clinton Bandaríkjafor- seti verður viðstaddur undirritunina í dag auk um 5.000 annarra gesta. Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu- manna, gagnrýndi í gær harðlega ákvæði í samningnum sem kveða á um sérstakt verndarhlutverk Jórd- ana hvað snertir helga staði músl- ima í Jerúsalem. Arafat sagði að þeir sem ekki sættu sig við að Jerú- salem yrði höfuðborg sjálfstæðs rík- is Palestínumanna ættu skilið „að drekka sjó við Gaza-ströndina“. Öryggisráðstafanir ísraela eru þær mestu í sögu landsins, að sögn lögreglumálaráðherrans, Moshe Shahals. Yfirvöld í Jerúsalem óttast að íslamskir heittrúarmenn, ef til vill úr röðum Hamas, sem berjast gegn öllum samningum araba við Israela, reyni að koma í veg fyrir hátíðarhöldin með árásum. Mikið í húfi Bandaríkjaforseti sagði við brott- förina frá Washington í gær að frið- arsamningurinn gæti orðið fyrir- mynd annarra slíkra samninga í Miðausturlöndum. „Þegar svo mikið er í húfí er mikilvægara en nokkm sinni áður fyrir Bandaríkin að styðja þá sem taka áhættu í þágu friðar- ins,“ sagði hann. Forsetinn hyggst heimsækja ísrael, Egyptaland, Saudi-Arabíu, Kúveit, Jórdaníu og Sýrland í ferð sinni. ■ Treystámilligöngu/16 Olíuleki í norðurhéruðum Rússlands Alvarleg ógn- iin við lífríkið Moskvu, New York. The Daily Telegraph, Reuter. MIKILL olíuleki ógnar rússnesku heimskautahéruðunum en hann hefur myndað fiekk sem er um 11 km á lengd, 13 metra breiður og tæplega eins metra þykkur. Fullyrðir dagblaðið New York Times að um 250 þús- und tonn af hráolíu hafi lekið úr olíuleiðslu en rússnesk yfirvöld segja að um 60.000 tonn af olíu sé að ræða. Hafði blaðið eftir talsmönnum banda- ríska orkumálaráðuneytisins að um átta sinnum meira af olíu hefði lekið en þegar olíuskipið Exxon Valdez strandaði við Alaska árið 1989. Reuter Þýska tímaritið Der Spiegel Cargolux sakað um að brjóta flugreglur Stíflugarður sem koma átti í veg fyrir að olíuflekkurinn næði Pech- ora-fijótinu, sem rennur í Barents- haf, gaf sig í úrhelli sem gerði fyrr í mánuðinum. Sjálfur lekinn varð í febrúar sl. en alvara var ekki talin á ferðum fyrr en stíflugarður- inn gaf sig. William White, aðstoðarorku- málaráðherra Bandaríkjanna, hafði í gær eftir embættismönnum í hinu afskekkta Komi-héraði að olían hefði náð þverá Pechora, sem renn- ur nærri borginni Usinsk. Fréttir um olíulekann bárust er starfsmenn bandarískra olíufélaga héldu til Rússlands til að aðstoða við að hreinsa upp olíuna. Rússar gera lítið úr lekanum Rússneskir embættismenn í ráðuneyti almannavarna fullyrtu að búið væri að stöðva lekann og að um 80% olíunnar hefðu verið hreinsuð upp. Rússneskir fjölmiðlar hafa sýnt málinu lítinn áhuga sem endurspeglar það viðhorf flestra Rússa um landsvæðið sé svo gríðar- stórt að mengun þar skipti ekki máli. í NÝJASTA hefti þýska tímaritsins Der Spiegel er grein þar sem flugfé- lagið Cargolux er sakað um að þver- bijóta reglur um hámarksvinnutíma flugmanna. Samkvæmt alþjóðlegum flugregl- um mega flugmenn einungis vera í tólf klukkustundir samfleytt við stjóm og er þá biðtími á flugvöllum meðtal- inn. Ef þrír flugmenn eru um borð í vélinni lengist sá tími í ijórtán klukku- stundir. Að sögn Spiegel lætur Cargolux sig þær reglur hins vegar litlu varða. Ekki sé óalgengt að flugmenn félags- ins vinni lengur en átján klukkustund- ir, stundum jafnvel 25 klukkustundir í einu. Margir flugmenn hjá Cargolux fljúgi á 26 daga tímabili þrívegis í kringum jörðina. Frá Lúxemborg til Hong Kong, Taipei, Komatsu, Sja- barovsk í Síberíu, Fairbanks í Alaska, Seattle og aftur til Lúxemborgar. í júlí kvörtuðu alþjóðlegu flug- mannasamtökin IFALPA við sam- göngumálaráðuneyti Lúxemborgar og í ágúst var þeim fulltrúa fram- kvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sem fer með samgöngumál, send orð- sending um málið. Engar reglur í Lúxemborg Spiegel segir þessar kvartanir lít- inn árangur hafa borið og kvarti IFALPA yfír því að nánast engar reglur séu í gildi í Lúxemborg til að tryggja öryggi í háloftunum. Spi- egel segir að þriðjungur flugmanna verði að láta sér nægja samning við áhafnaleigu sem hefur aðsetur í Mónakó. Kosturinn fyrir Cargolux er að ekki verður að greiða neinar félagslegar tryggingar fyrir þá flug- menn og laun þeirra eru lægri en fastráðinna flugmanna. Þessir flug- menn, segir tímaritið, eru líka ólík- legir til að kvarta yfir flugáætlunum félagsins sökum ótta um að inissa starfið. Það sé stefna félagsins að reka þá sem tali illa um Cargolux, livort sem er í eða utan vinnu. Býr í þyrlu RÚSSNESKI þyrluflugmaðurinn Sergej Antoshjín hengir upp ein- kennisbúning sinn i herstöð nærri Jefremov. Sergej hefur búið i þyrlu sinni frá því í júní er þyrludeild hans var send heim frá Þýskalandi. Ekki hefur tekist að útvega nema hluta herliðsins sem hafði bækistöðvar í Þýska- landi viðunandi húsnæði, margir mannanna búa enn í tjöldum. Er samið var um brottflutning liðs- ins tóku þýsk stjórnvöld að sér að láta reisa fjölda húsa handa hermönnum í Rússlandi en þau eru ekki öll fullgerð enn þá. Ráðherra vikið frá London. Reuter, The Daily Telegraph. JOHN Major, forsætisráðherra Bretlands, vék í gær Neil Hamil- ton, aðstoðarviðskiptaráðherra, úr embætti. Hamilton er sakaður um að hafa þegið fé fyrir að bera upp fyrirspurn í breska þinginu en Major segir að aðrar „óskyldar ásakanir" séu orsök þess að Hamil- ton var þvingaður til að segja af sér. Hamilton er annar ráðherrann sem víkur á tæpri viku, á fimmtu- dag sagði Tim Smith, aðstoðar Norður-Irlandsmálaráðherra, af sér. Guardian sakaði Hamilton og Smith um að hafa þegið fé fyrir 'að bera upp fyrirspurn í þinginu. Major vildi ekki gefa upp í hveiju ásakanir á hendur Hamiltons fælust en sagðist telja að þær gerðu hann óhæfan um að sitja í stjórninni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.