Morgunblaðið - 26.10.1994, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.10.1994, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1994 7 FRÉTTIR Féll 9 metra þegar körfubíll valt 25 ÁRA gamall maður meiddist á höfði þegar körfubíll sem hann var að vinna í valt í kerskála álversins í Straumsvík og maðurinn féll u.þ.b. 9 metra niður á gólf kerskál- ans. Maðurinn, sem var með hjálm á höfði, var tii eftirlits á slysadeild Borgarspítalans í gær. Hann virt- ist furðulítið meiddur að sögn læknis en var til eftirlits vegna höfuðmeiðsla og gruns um inn- vortis áverka, auk þess sem hann var mikið marinn.. Maðurinn er starfsmaður vél- smiðju sem var að vinna verk fyr- ir álverið í Straumsvík. Körfubíll, Land-Rover pallbíll með körfu og 10-11 metra háa bómu, hafði ver- ið leigður hjá vélaleigu vegna verksins. Slysið var þegar körf- unni hafði verið lyft upp í rjáfur skálans og maðurinn var að vinna þar. Að sögn lögreglu mun hann hafa teygt sig lítillega út fyrir körfuna til að komast betur að verki þegar bíllinn valt. Bóman skall niður á ker í skálanum og Ekki síld af norskum uppruna SAMKVÆMT niðurstöðum af at- hugunum Hafrannsóknastofnunar á síldarsýnum sem stofnunin fékk frá Norðfirði er ekki um norska síld að ræða í farmi Barkar NE. „Hver einasta síld í sýnunum var mjög stór og falleg íslensk sumargotssíld. Það var engin norsk síld í þeim sýnum sem við fengum,“ sagði Jakob Jakobsson forstjóri Hafrannsóknastofnunar. Hann sagði að þau gögn sem stofnunin hefði fengið bentu til þess að um misskilning hefði verið að ræða en sjálfsagt væri að fylgj- ast með þessu og athuga hvort fleiri merki fyndust. Jakob telur hugsanlegt að þau merki sem fundust í síldinni og bentu til norsks uppruna hennar hafi verið leifar úr verksmiðju frá því í vor. ------» ------- Sagði ekki hæstvirtur ráðherra SALOME Þorkelsdóttir forseti Al- þingis minnti Svavar Gestsson á þá þingvenju, í útvarpsumræðunni um vantraust á ráðherra ríkis- stjórnarinnar á mánudagskvöld, að tala um hæstvirta ráðherra þegar ráðherrar eru nefndir í ræð- um. Svavar Gestsson sagði m.a. í ræðu sinni: „Ríkisstjórn sem þann- ig fórnar framtíðinni og eykur skuldir ríkissjóðs og sker niður skólakerfið, hún á að víkja þannig að unnt verði að kjósa um ný fjár- lög og nýja framtíð strax í haust, eins og reyndar Davíð Oddsson vildi gera fyrir nokkrum mánuð- um.“ Salome greip þá fram í ræðuna og sagði: „Hæstvirtur forsætisráð- herra." Svavar leiðrétti sig og sagði: „hæstvirtur forsætisráð- herra vildi gera fyrir nokkrum mánuðum.“ Hann bætti síðan við að hann kynni ekki að meta þessa athugasemd forseta en myndi ræða það við hana síðar. staðnæmdist þar en maðurinn þeyttist áfram í gegnum körfuna og í gólf skálans. Að sögn vinnueftirlits ríkisins, sem kom á staðinn auk lögreglu og sjúkraliðs, hafði körfubíllinn nýlega verið fluttur notaður inn til landsins og hafði staðist skoðun hérlendis og virtist uppfylla allar þær kröfur sem gerðar eru til slíkra tækja, þar á meðal kröfur um stöðugleika. Rannsókn á or- sökum slyssins var skammt a veg komin. Morgunblaðið/Kristinn Blikkþak á biskups- garði VERIÐ er að vinna að endurbót- um á embættisbústað biskups Islands og var Björn Þór Björns- son blikksmiður hjá Tré og blikki að hnoða nýtt blikkþak þegar ljósmyndara Morgun- blaðsins bar að garði í prýðis- veðri fyrir stuttu. Hamingjueyjan Aruba fullkomin sólarparadís í Karíbahafinu Karíbahafseyjan Aruba er stórkostlegur valkostur fyrir íslenska sólarlandafara. Drifhvítar strendur, safírgrœnn sjórinn, gestrisni og hollenskt hreinlœti, auk margra fyrsta flokks gisti- og veitingastaða. Aruba er ein afsyðstu eyjum Karíbahafsins, nánar tiltekið hluti afHollensku Vestur-Indíum. Aruba liggur 15 mílur undan strönd Venezuela. Hún er í hitabeltinu, nálœgt miðbaug, þar sem veðuifar er stöðugt eða 26-32°C árið um kring og nœturjajh hlýjar og dagar. Vegna hins þurra loftslags er lítið um skordýr. Efnahagslíf Aruba stendur með miklum blóma, atvinnuleysi er óþekkt og glœpir afar sjaldgæfir. Skemmtun og afþreying Auk fjölda spilavíta bjóða fjölmörg glæsihótel á Aruba upp á skrautsýningar eins og þær gerast bestar í Las Vegas með úrvali alþjóðlegra skemmtikrafta. Strandlífið Strandlífið á Aruba er engu líkt. Hitastig sjávar er svipað og við eigum að venjast í sundlaugum á íslandi. Glæsihótelið La Cabana Einstaklega vel búið nýtt lúxushótel sem má kalla „heim út af fyrir sig“. Drifhvít ströndin er beint fyrir framan hótelið. Glæsilegar loft- kældar 2ja herbergja íbúðir og stúdíó með fullkominni eldunaraðstöðu, síma, gervihnattasjónvarpi, vatnsnuddi og öllum hugsanlegum þægindum. Þrifnaður er í sérflokki. Verð frá: 96.950 kr. pr. mann i tvibýli. (1 nótt í New York og 7 nætur í Grand Suites á La Cabana. íbúð með garðsýn, einu svefnherbergi, stofu, eldhúsi og baðherbergi.) Verð frá: 88.365 kr. m.v. 2 fullorðna og 2 böm 2ja-11 ára (1 nótt í New York og 14 nætur í Grand Suites á La Cabana. íbúð með garðsýn, einu svefnherbergi, stofu, eldhúsi og baðherbergi.) Allir skattar innifaldir i báðum verðdæmum nema flugvallarskattur á Aruba sem er$ 12.- pr. mann. URVAL UTSYN Trygging fyrir gcebum ! Urval Utsýn Lágmúla 4: síml 699 300 • Hafnarfirði: sími 65 23 66 • Keflavik: simi 11353 • Selfossi: simi 216 66 • Akureyn: simi: 2 50 00 lf v____ Jt*’ __ ' _ __ É ©)<í> 0)S> ©)<í> 0)<í> 0)<í> 0)<í> 0)<í> 0)CC> 0)í> 0)í> ö)í> 0)<O 0)q> 0)í> 0)« w

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.