Morgunblaðið - 26.10.1994, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.10.1994, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Reuter Fuglinum bjargað FLÓÐIN í Texas í Bandaríkjun- um eru nú í rénun en í síðustu viku mældist úrkoman í suðaust- urhluta ríkisins alls 50 sm. Um 12.000 manns flýðu heimili sín og 19 manns týndu lífi beint eða óbeint af völdum þeirra. Sums staðar mengaðist flóðvatnið olíu og voru þá kallaðir út flokkar manna til að safna saman önd og gæs og öðrum fugli, sem feng- ið hafði óþverrann í fiðrið. Balladur gagnrýn- ir Chirac harðlega París. Reuter. EDOUARD Balladur, forsætisráðherra Frakkiands, gagnrýnir Jacques Chirac, fyrrum forsætisráðherra, harðlega í viðtali sem dagblaðið Le Figaro birti á mánudag. Chirac hafði þá ráðist að Balladur í viðtali um helgina. Hefur deilu þeirra ýmist verið líkt við harmleik eða vestra. Anægja með samning við N-Kóreu Vín. Reuter. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin (IAEA) lýsti í gær yfir ánægju sinni með samning Bandaríkjamanna og N-Kóreumanna um kjarnorkumál. Nokkrir aðilar IAEA hörmuðu þó að fullu eftirliti skyldi ekki kom- ið á fyrr en eftir fimm ár. Stofnun- in fundaði í Vín í gær um samning- inn, sem var undirritaður sl. föstu- dag. Voru flestir þeir sem tjáðu sig um samninginn ánægðir, töldu að hann myndi stuðla að auknum stöð- ugleika í A-Asíu. Sagðist forsætisráðherrann telja að þótt Chirac hefði ekkert tjáð sig um málið hefði hann verið sammála þeirri stefnu Balladurs í fyrra að fella ekki gengi frankans. Chirac hefði hins vegar þagað til að afla sér ekki óvinsælda meðal stuðningsmanna sinna í gaullista- flokknum, RPR. Chirac er formað- ur RPR en Balladur er þar einnig félagi. Réttast að reka alla sérfræðingana Sl. laugardag réðst Chirac að stjórnarháttum Balladurs. Hann sagði að stjóm ríkisins ætti ekki að ráðast af skoðanakönnunum og að hann teldi rétt að reka alla pólitísku sérfræðingana, sem ráð- herrar hefðu sér til ráðgjafar. Chirac tók þó fram að stjórnin stæði heils hugar á bak við for- sætisráðherrann. ERLENT___________________________________ Morð á blaðamanni skelfir rússneska lýðræðissinna Ekkja Sakharovs vill flyljast burt * Ottast framtíðina JEGOR Gajdar, fyrrverandi forsætisráðherra, og blaðakonan Katja Deeva (í miðið), sem var vitni að morðinu á Dmítrí Kho- lodov, votta honum hinstu virðingu sína. Kholodov hafði verið að rannsaka spillingu í rússneska vesturhernum. Moskvu. The Daily Telegraph. JELENA Bonner, ekkja Nóbels- verðlaunahafans Andreis Sak- harovs, hefur hneykslað ráðamenn í Rússlandi með því að lýsa yfir, að hún sé að hugsa um að flytjast úr landi. Lýsti hún þessu yfir í framhaldi af morðinu á biaðamann- inum Dmítrí Kholodov en hann hafði verið að rannsaka spiliingu í hernum. Ftjálslyndir menn í Rússlandi líta á morðið á Kholodov sem ógnun við framtíð lýðræðisins og beina viðvörun til blaðamanna. Bonner, sem var kunnut' andófsmaður á sovéttímanum og studdi síðar Borís Jeltsín, forseta landsins, sagði í viðtali við rússneska sjónvarpið, að hún hefði aldrei áður veit því fyrir sér að yfirgefa ættjörðina. Hún gagnrýndi ekki Jeltsín beinum orð- um, kvaðst ekki vilja leggja and- stæðingum lýðræðisins lið með því, en gaf berlega í skyn, að hann hefði brugðist vonum hennar. Lýðræðið í vörn Lýðræðissinnar í Rússlandi virð- ast nú eiga undir högg að sækja og það var mikið áfall fyrir þá þegar Jeltsín tók svari hersins í Kholodov-málinu. Ritstjóri blaðs- ins, sem Kholodov starfaði við, hefur sakað Pavel Gratsjov varnar- málaráðherra um að vera flæktur í morðið en hann svaraði því með málshöfðun. í blaðinu Komsomolskaja Pravda sagði, að Rússland væri í „glæpa- greipum" en allt sem Jeltsín hefði til málanna að leggja væri að tala um „allt góða fólkið sem umvefði hann“. Rauða stjarnan, málgagn varnarmálaráðuneytisins, hafði hins vegar eftir Jeltsin í fyrirsögn: „Hættið skítkastinu í herinn og forystu hans.“ Vonirnar grafnar Við útför Kholodovs flutti heims- meistarinn í skák, Garrí Kasparov, ræðu og sagði þá meðal annars: „í dag berum við til grafar vonirnar, sem við bundnum við Jeltsín og stjórn hans, á sama hátt og von- irnar, sem bundnar voru Gorbatsjov, fóru í gröfina með Sakharov. Hér er verið að jarðsetja samstöðu Jelts- íns með fólkinu í land- inu.“ Undir þessi orð var tekið í ýmsum blöðum í blöðum hefur verið vakin athygli á, að ráða- menn láti ábendingar um spillingu sem vind um eyru þjóta, meðal annars þess efnis, að yfirmenn í hernum séu að byggja sumarhús, sem kosti margföld árslaun þeirra. í næstu viku á Gratsjov að svara spurningum um þessi mál á þingi en engin hætta þykir á, að hann missi embættið. Jeltsín er skuld- bundinn honum árásarinnar á þing- húsið fyrir ári. Fyrirlitning á Gratsjov Þótt Jeltsin standi með Gratsjov, þá eru margir óánægðir með hann innan æðstu forystusveitar hersins. Serafím Júshkov ofursti og yfir- maður upplýsingadeildar í aðalstöðvum samveldis- hersins, skrifaði nýlega undir opið bréf til Jelts- íns, sem var áreiðanlega birt með vilja æðstu manna í hernum og jafn- vel sumra í varnarmálaráðuneyt- inu. Þar lýsir hann fyrirlitningu sinni á Gratsjov og gerir Jeltsín Ijóst, að herinn muni ekki koma honum til hjálpar, komi aftur upp neyðarástand eins og þegar þin- gleiðtogar gerðu uppreisn í fyrra. Jelena Bonner „Rússland í glæpa- greipum." : » : : Treyst á milli- göngu Banda- ríkjamanna London, Jerúsalem. The Daily Telegraph og Reuter. ^ # # Reuter JORDANSKUR saxófónleikari (t.v.) í herhljómsveit kannar nóturnar með ísraelskum starfsbróður sinum í gær en þeir munu spila saman í dag er friðarsamningur ísraels og Jórdan- iu verður undirritaður. Mörg þúsund andstæðingar samnings- ins komu saman í Amman, höfuðborg Jórdaníu, í gær, annan daginn í röð þrátt fyrir bann stjórnvalda og hrópuðu vígorð sín. BILL Clinton Bandaríkjaforseti brýtur blað er hann sækir heim Sýrland, löngum eitt helsta bæli hryðjuverkahópa í heiminum, á fimmtudag í ferð sinni tii Miðaust- urlanda. Þótt forsetinn reyndi í gær að draga úr vonum um mikinn árangur er Ijóst að hann ætlar að reyna að koma af stað viðræðum Sýrlendinga og ísraela um frið. Það þykir vera merki um að Sýrlending- ar séu að mýkjast að Farouk al- Shara, utanríkisráðherra landsins, kom fram í ísraelska sjónvarpinu fyrir skömmu; það hafa sýrlenskir ráðamenn ekki leyft sér áður. Al-Shara lýsti sjónarmiðum Sýr- lands í deilunni um Gólan-hæðir en lagði áherslu á að þeir vildu semja um málið. ísraelskir fréttaskýrend- ur segja þó ljóst að það eina sem tryggt geti samninga sé að Banda- ríkjamenn hlaupi undir bagga með sama hættí og þegar Israelar sömdu við Egypta 1979 um frið og afhendingu Sínaískaga. Fjár- hagsaðstoð Bandaríkjamanna við ísrael og Egyptaland frá 1979 er talin hafa verið um 70 milljarðar dollara eða nær 500 milljarðar króna. Yitzhak Rabin forsætisráðherra ísraels, hefur sagt að hann voni að friðarsamningurinn við Jórdani verði til þess að viðræður hefjist við Sýrland. ísraelar setja þó sem fyrr það skilyrði að Hafez al-Assad Sýrlandsforseti ákveði að öll sam- skipti ríkjanna verði siðan með eðli- legum hætti. Auk þess er ljóst að vegna þess hve Gólanhæðir eru mikilvægar hernaðarlega vilja ísra- elar að Bandaríkin annist eftirlit og aðstoði við njósnir með öllum hræringum á svæðinu svo að ekki sé hægt að gera leifturárás á ísra- el þeirra af hæðunum. Ekki er víst að nokkur Banda- ríkjaforseti muni þora að leggja til varanlegt friðargæslulið á þessum slóðum en milliganga Bandaríkj- anna með einhveijum hætti virðist vera skilyrði fyrir lausn. Enn á hryðju- verkalistanum I nýrri árskýrslu bandaríska ut- anríkisráðuneytisins er Sýrland sagt vera í í hópi sjö ríkja sem styðjj við bakið á alþjóðlegum hermdar- verkasamtökum. Er flugvél Clintons flýgur yfir Sýrland til Damaskus gæti hann grillt í höfuðstöðvar nokkurra hryðjuverkasamtaka þ. á m. Þjóð- frelsisfylkingar Palestínu, PLFP. I Bekaa-dalnum fá liðsmenn Kúr- díska verkamannaflokksins að hafa þjálfunarbúðir og í Damaskus sjálfri eru nokkrar hreyfingar Pal- estínumanna, sem andvígar eru öll- um samningum við ísrael og hafa oft beitt hryðjuverkum. Þótt Sýrlandsstjóm styðji ekki jafn augljóslega aðgerðir þessara hópa og fyrr er ljóst að Assad telur sig eiga þá í bakhöndinni ef ekki nást samningar um Gólanhæðirnar. Þá sé hægt að sleppa úlfunum laus- um á ný. Clinton í atkvæðaleit Heimsókn Clintons til Damaskus er hættuspil. Takist að fá Assad til að slaka til þannig að Banda- ríkjaforseti geti skýrt frá því að viðræður um Gólanhæðir séu í burðarliðnum er ljóst að Clinton getur enn bætt stöðu sína meðal kjósenda og þar með demókrata í kosningunum sem verða 8. nóvem- ber. Sigrar forsetans í málefnum Haítís og íraks hafa valdið því að 50% bandarískra kjósenda segjast nú ánægð með utanríkistefnu for- setans sem er mikil framför miðað við kannanir fyrir nokkrum vikum sem sýndu aðeins 36% stuðning. Þess ber þó að gæta að utanríkis- stefna George Bush, forvera Clint- ons í embætti, naut oftast stuðn- ings a.m.k. 70% kjósenda. •+

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.