Morgunblaðið - 26.10.1994, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.10.1994, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1994 23 AÐSENDAR GREINAR Gagnrýni þeirra er bitlaust vopn Árni Sigfússon I ALÞYÐUBLAÐ- INU fimmtudaginn 20. október birtist at- hyglisverð grein eftir fyrrum starfsmann R- listans, Egil Helgason. Egill er óánægður með aðgerðaleysi og um- ræðuefni R-listans frá því hann náði meiri- hluta í Reykjavík. Höf- undur segir m.a.: „í rauninni er það maka- laus kurteisi hjá sjálf- stæðismönnum að vera ekkert farnir að tala um það að ráði enn hvað þetta er allt íjarska vandræðalegt. Og langtum þó vandræðalegust skýrslugerð sem var kunngjörð með miklum iátum og átti að sýna hvað sjálfstæðismenn væru spilltir í gegn og hefðu skilið hroðalega við. Þvert ofan í allar vonir sýndi skýrslan nefnilega að sjálfstæðismenn höfðu skilað þokkalegu búi.“ Það er rétt hjá Agli að við sjálf- stæðismenn höfum ekki lagt mikla áherslu á að lýsa. vandræðagangi R-listans á undanförnum mánuðum, sem margir telja mikilvægasta und- irbúningstíma nýs meirihluta. Við höfum talið að hörð gagnrýni á vand- ræðaganginn yrði auðveldlega mis- skilin sem reiði og ósanngirni á fyrstu mánuðum nýs meirihluta. Hins vegar er öllum ljóst að R-listinn Borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins munu berjast gegn hærri sköttum á Reykvíkinga, segir Árni Sigfússón, en styðja það sem til hins betra horfír. hefur skotið sig í fótinn með úttekt- um sem einungis sýna að vel og vandvirknislega hefur verið unnið í meirihlutatíð sjálfstæðismanna. Uppbyggingin er augljós Það hefur ekki farið framhjá landsmönnum að Reykjavík hefur dafnað og þroskast hratt á undan- förnum árum, þrátt fyrir minni skattheimtu á íbúa en hjá flestum sveitarfélögum. Þessi vinna hefur verið undir forystu sjálfstæðis- manna. Áherslan hefur verið á að styrkja umhverfi borgarbúa, gera það vistlegra og ánægjulegra fyrir einstaklinga og fjölskyldur og skapa fyrirtækjum betri starfsgrundvöll. Byggingar og rekstur í þágu aldr- aðra eru dæmi þess. Hjúkrunarheim- ili, íbúðir, félagsmiðstöðvar og þjón- ustumiðstöðvar hafa risið ört. Tíu leikskólabyggingar bættust í hóp þeirra sem fyrir voru á síðasta kjör- tímabili, auk viðbygginga á eldri skólum. Myndarlegir grunnskólar hafa risið og eldri skólar hafa tekið miklum breytingum. Framlög til þró- unarverkefna í skólum hafa verið aukin, þar er töivubúnaður nú af fullkomnustu gerð og opnar stöðugt fleiri dyr inn í upplýsingasamfélag umheimsins. Áhersla á nýsköpun og verkmenntun hefur verið aukin. Heilsdagsskóli hefur fært börnunum aukið öryggi og án efa dregið úr streitu fjölmargra foreldra. Um- hverfisvernd hefur hlotið byr undir báða vængi með hinu viðamikla átaksverkefni við hreinsun strand- lengjunnar, trjárækt, göngustíga- gerð og fallegum görðum í borgar- landinu. Menningin blómstrar. Holl afþreying og fræðsla hefur verið gerð fjölbreyttari t.d. með Húsdýra- garðinum og Fjölskyldugarðinum í Laugardal. Aukin áhersla hefur ver- ið lögð á íþróttaiðkun með margvíslegum stuðningi við íþróttafé- lögin. Auk grunnskóla og leikskóla hafa myndarlegar bygging- ar risið á undanförnum árum eins og Borgar- leikhúsið, Ráðhúsið og helsta aðdráttarafl ferðamanna, Perlan. Fyrirtæki borgarinnar eins og Hitaveitan, Vatnsveitan, Raf- magnsveitan og Reykjavíkurhöfn eru afar sterk og hafa lagt myndarlegan skerf til borgarbúa framtíðar- innar t.d. með Nesjavallavirkjun og framkvæmdum við dreifikerfi og markaðssetningu hafnarinnar. Á undangengnum árum hefur borgin tekið á sig auknar byrðar til þess að halda fleiri borgarbúum frá böli atvinnuleysis. Vinnumiðlun borgarinnar hefur verið stórefld með bættri aðstöðu, tölvuvæðingu og ráðgjafarþjónustu til atvinnulausra. Lán hafa verið tekin til fram- kvæmda. Gengið hefur verið í sér- stök átaksverkefni sem kosta hundr- uð milljóna af rekstrarliðum og framkvæmdaliðum borgarinnar. Þessar framkvæmdir eru undir þeim formerkjum að borgin geti tíma- bundið tekið á sig aukinn kostnað í rekstri og framkvæmdum á meðan fyrirtækin ganga í gegnum verstu efnahagslægðina. Þegar betur árar, eins og margt bendir nú til, geti þau að nýju tekið við og borgin dregur saman í sértækum aðgerðum og greiðir lán sín. Með þessa stefnu að leiðarljósi tókst okkur að draga úr atvinnu- leysi og skapa störf fyrir meira en 1.300 manns á þessu ári, auk þús- unda skólafólks, umfram það sem annars hefur verið. Enn í dag og næstu mánuði munu borgarbúar sjá unnið samkvæmt framkvæmdaáætlun sem mótuð hef- ur verið af meirihluta sjálfstæðis- manna. Svo taka R-lista loforðin við. R-listinn verður að læra að axla ábyrgð eigin orða í hegðun R-lista flokkanna hefur gætt mikils tvískinnungs. Árum saman sökuðu þeir okkur um að gera of lítið á flestum sviðum. Stór og dýr kosningaloforð fleyttu þeim til sigurs í vor. Nú fyrst eru þau farin að verðleggja kosningaloforðin og niðurstaðan er nöturleg. Þau hafa lofað upp í ermina á borgarbú- um. Hvað er til bragðs? Jú, neita að axla ábyrgð og halda áfram ásök- unum á sjálfstæðismenn. Þau hafa uppgötvað að þeim leið best í stjórn- arandstöðu, í hlutverki gagnrýnand- ans. Þau snúa því blaðinu við og gagnrýna okkur fyrir að hafa gert of mikið, ekki of lítið. Tvöfeldnin blasir við og Reykvíkingar bíta því ekki á agnið. Borgarbúar vita að stærsti hluti rekstrarkostnaðar borgarinnar tengist nú þegar leik- skólum, grunnskólum, umhverfis- verkefnum, þjónustu við aldraða og annarri félagslegri aðstoð. Það er mikilvægt að í þessum R-lista hremmingum láti borgarbúar ekki bugast. Staðreyndin er sú, að Reykjavík er fjársterkasta sveitarfé- lag í landinu, þrátt fyrir lægstu skatta. Þótt skuldir okkar hafi auk- ist eru þær aðeins brot af þeim byrð- um sem eru að sliga sveitarfélög um allt land. Greiðslubyrði af lánum sem hlutfall af skatttekjum er t.d. rétt um þriðjungur af því sem flest ná- grannasveitarfélögin þurfa nú að bera. Framundan eru fjögur ár þar sem fylgst verður með afdrifum dýrra loforða R-listans. skynsamleg- ar ákvarðanir munum við sjálfstæð- ismenn styðja. En þar sem stefna R-listans fer út og suður og gera skal hvítvoðunga að stofnanabörn- um eða hækka skatta á borgarbúa, munum við spyrna við fórum. Það verður augljóslega hlutverk okkar sjálfstæðismanna að verja borg- arbúa. Höfundur er oddviti sjáifstæðis- manna í borgarstjórn Reykjavíkur. .^usf03> VIKUTILBOÐ Nýr natseðill hverri viku M Auto- Hart- wachs Hp \;«ats\ártvit a. AÍínæ\isat , .áUnUm, koddujg 0 • / R itýsúkisuum . sieíoum bilabóitt 1904 1994 90ÁUN Þekking Reynsla Þjónusta FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 • 108 REVKJAVÍK • SÍMI: 91-81 46 70 • FAX: 91-81 38 82 Prófkjör Sjálfstœðisflokksins í REYKJANESKJÖRDÆMI 5. nóv. nk. KRISTJÁN 13.-4. SÆTI Kosningaskrifstofur er opnar frá kl. 13-17 um helgar og 17-21 virka daga: í Keflavík, Hafnargötu 45, sími 92-14331, í Hafnarfirði, Kaplahrauni 1, sími 655151. Allir velkomnir! ■ ÖRKIN 1008-90-8 A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.