Morgunblaðið - 26.10.1994, Blaðsíða 34
-34 MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1994
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Bróðir okkar,
ARNALDURÁRNASON,
Aðalgötu 3, Stykkishólmi,
lést í Landspítalanum 23. október sl. Jarðarförin auglýst síðar. Ingvi Árnason,
Sveinn Árnason, Reginn Árnason.
Elskuleg móðir okkar, fósturmóðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
INGIBJÖRG HALLDÓRSDÓTTIR
frá Akureyri,
Mjóuhlíð 10,
Reykjavik,
andaðist 24. október.
Margrét Ingólfsdóttir, Ásta Sigurðardóttir,
Sigurlaug Ingólfsdóttir, Ragnar Steinbergsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær sambýlismaður minn og faðir,
KNUT JOHANSEN,
Leifsgötu 22,
er látinn.
Jarðsett verður í Noregi.
Aldís Þorbjarnardóttir,
Ylva Dfs Knutsdóttir.
Bróðir okkar, mágur og frændi,
KARL FRANKLÍN
GUÐMUNDSSON
málari,
verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu
fimmtudaginn 27. október kl. 15.00.
Steinunn Guðmundsdóttir, Valdimar Björnsson,
Ragnheiður Guðmundsdóttir, Sigurður Helgason,
Ari Guðmundsson,
Hulda Guðmundsdóttir, Ibsen Angantýsson
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
SIGURSVEINN ÞÓRÐARSON
fyrrv. skipstjóri,
Stekkjarhvammi 4,
Hafnarfirði,
andaðist í Landakotsspítala 24. október.
Útförin auglýst síðar.
Sæunn Sigursveinsdóttir, Vigfús Ármannsson,
Matthildur Sigursveinsdóttir, Haraldur Jörgensen,
Þórður Sigursveinsson, Guðmunda Hjörleifsdóttir,
Bjarni Ólafur Sigursveinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Útför
MARfUSAR JÓNSSONAR
vélstjóra,
Hrafnistu, Hafnarfirði,
áður Stýrimannastfg 13,
Reykjavík,
fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudag-
inn 27. október kl. 15.00.
Inga Maríusdóttir, Jón Alfreðsson,
Óskar Maríusson, Kristbjörg Þórhallsdóttir,
Steinunn Marfusdóttir, Sæþór Skarphéðinsson,
María Marfusdóttir, Guðbrandur Jónsson,
barnabörn, barnabarnabörn
» - og barnabarnabarnabarn.
ÞORÐUR MA TTHIAS
JÓHANNESSON
+ Þórður Matthí-
as Jóhannesson
var fæddur á Neðri-
Lág í Eyrarsveit 10.
febrúar 1907. Hann
andaðist í Landspít-
alanum 13. október
síðastliðinn og fór
útför hans fram frá
Neskirkju 20. októ-
ber.
Vakið því þér vitið
eigi daginn né
stundina.
(Matth. 25, 18.)
Hinn 13. október sl.
barst mér sú fregn, að góður vinur
og Gídeonbróðir, Þórður Matthías
Jóhannesson, Fálkagötu 10, hefði
gengið inn í fögnuð Herra síns og
Drottins, þangað sem allir, er eiga
hlutdeild í Honum, eiga góða heim-
von.
Og víst er það, að br. Þórður
átti þar góða heimvon.
Það eru rúmlega 30 ár liðin frá
því að eg kynntist Þórði fyrst og
vissi um það starf, sem hann helg-
aði sig og gjörði að ævistarfi, að
boða öðrum fagnaðarerindið, með
því að vitna í orði um Drottin sinn
og Herra, og með því að dreifa
kristilegum ritum, Nýja testament-
inu og Biblíunni og gefa í skip og
báta. Ótrauður gekk hann að því
starfi til hinstu stundar.
Eg hefi ekki þekkt auðmjúkari
og kærleiksríkari mann en br. Þórð-
ur var.
Þórður tók frá stofndegi þátt í
kristilega sjómannastarfinu í
Reykjavík. Velferð þess og þeirra
er þar voru og eru félagar bar
hann fram á bænarörmum hvern
dag.
I janúar 1969 gerðist br. Þórður
félagi í Gídeonfélaginu. Hinn 4.
október sl. sat br. Þórður sinn sein-
asta fund hjá Gídeondeild R. vest-
ur, enginn vissi þá, að eftir níu
daga yrði hann kallaður á fagn-
aðarfund Drottins síns og Herra.
Eg veit að reiðubúinn var hann að
koma til þess fundar.
Dætrum hans er á saknaðar-
stundu styrkur í að hafa átt slíkan
föður sem Þórður var, en gleðin
mesta er það að vita, að nú er
hann kominn heim og minning um
góðan og kærleiksríkan föður lifir
og /ljar. .
A þann veg geyma einnig barna-
börnin minningar um afa sinn.
Framan af ævinni stundaði Þórð-
ur sjóróðra en eftir að hann kom
til Reykjavíkur vann hann ýmsa
vinnu og lengst af hjá Rafmagns-
veitu Reykjavíkur, a.m.k. hin efri
ár.
Br. Þórður sagði mér einhvern
tíma, að móðir sín hefði sagt við
sig áður en hann fór að heiman:
„Gleymdu nú ekki að lesa í Bibl-
íunni á hveijum degi.“ Og það var
einmitt það sem Þórður gerði eftir
að hann kom til trúar. Hann las í
Biblíunni og átti bænarsamfélag
við Drottin sinn og Frelsara hvern
dag.
,-,Vakið og biðjið, því þér vitið
eigi daginn né stundina, sem Frels-
arinn kemur,“ og orðin úr Matth.
28, 19.-20: „Farið því og gjörið
allar þjóðir að lærisveinum ... og
kennið þeim að halda
allt það sem eg hef
böðið yður . . .“ voru
ævistarf hans.
Björn G.
Eiríksson.
Einn af þekktum
þjónum Drottins hefir
nú verið kallaður heim
til þeirrar dýrðar, sem
Drottinn Jesús hefir
búið þeim, sem við
honum hafa tekið og
verið í þjónustu hans.
Ég var á ferðalagi þeg-
ar ég heyrði um andlát vinar míns
og samstarfsmanns Þórðar M. Jó-
hannessonar. Komu mér þá fyrst í
hug orð Jesú: „Gott þú trúi og
dyggi þjónn, gakk inn til fagnaðar
herra þíns.“ Ég hafði oft heyrt
Þórð taka undir orð Páls postula:
„Ég hefi fullnað skeiðið, hefi varð-
veitt trúna, og nú er mér geymdur
sveigur réttlætisins." (Tím. 4:7-8.)
Við Þórður höfum þekkst um ára-
tuga skeið í gegnum kristilegt sjó-
mannastarf og Gídeonfélagið. Það
er ómetanlegt að kynnast slíkum
manni, sem brennur af þrá að vitna
um Drottin Jesú sem frelsara sinn,
hvar og hvenær sem er. Á samkom-
um inni eða úti, á vinnustöðum,
um borð í skipum, við sjúkrabeð í
heimahúsum og víðar. Fram til hins
síðasta notaði hann einnig rödd
sína til að syngja lofsöngva um
Jesú. Ég er svo heppinn að eiga
nokkra þeirra á snældu. Nú er
skarð fyrir skildi. Hver tekur nú
upp þá þjónustu sem þessi trúi
þjónn Drottins hefir innt af hendi
svo lengi? Þetta er ólaunað af
mönnum, en Jesús sagði að_ launin
væru „mikil á himnum". Ég veit
að Guð mun kalla einhvern líkt og
Jesaja forðum og marga síðan í
gegnum tímanna rás: „Þá heyrði
ég raust Drottins: hann sagði:
„Hvern skal ég senda? Hver vill
vera erindreki vor?“ Og ég sagði:
„Hér er ég, send þú mig.““ (Jesaja
6:8.) Þú, sem heyrir þetta kall. Far
að dæmi Jesaja.
Ég veit að eins og Þórður elsk-
aði Guðsorð, svo elskaði hann líka
Passíusálmana og vitnaði oft í þá.
Mér fínnst því við hæfí að enda
þessar fáu línur með tilvitnun í þá:
En með því að út var leiddur
alsærður lausnarinn,
gjörðist mér vegur greiddur
í Guðs náðamki inn
og eilíft líf annað sinn.
Blóðskuld og bölvan mína
burt tók Guðs sonar pína.
Dýrð sé þér, drottinn minn.
Dýrðarkórónu dýra,
drottinn mér gefur þá,
réttlætis skrúðann skíra
skal ég og líka fá
upprisudeginum á,
hæstum heiðri tilreiddur,
af heilögum englum leiddur
í sælu þeim sjálfum hjá.
(H. Pétursson)
Við hjónin sendum svo öllum
aðstandendum okkar innilegustu
saknaðar- og samúðarkveðjur.
Minnumst orða Jesú: „Sá, sem trú-
ir á mig, mun lifa, þótt hann deyi“
+
Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi,
SOFFANÍAS GUÐMUNDSSON,
Akranösi,
sem andaðist 19. október, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju
föstudaginn 28. október kl. 14.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vilja minn-
ast hans, er bent á Sjúkrahús Akraness.
Sigurlaug Soffaníasdóttir, Sverrir Sigurjónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
(Jóh. 11:25) og orða skáldsins, sem
kvað svo: Áldrei mæstst í síðasta
sinni. Sannir Jesú vinir fá.
Sigfús B. Valdimarsson.
Þegar ég var ungur drengur
austur í sveitum, heyrði ég sagt frá
afa mínum og afabróður sem höfðu
helgað líf sitt Guði almáttugum.
Þetta vakti hjá mér forvitni og
aðdáun. Afa kynntist ég ekki, en
Þórði kynntist ég þeim mun betur
og langar mig að minnast hans í
nokkrum fátæklegum orðum. Ein
af fyrstu minningum mínum um
Þórð, var þegar hann kom hjólandi
austur í sveitina mína og dvaldi
hjá okkur í nokkra daga. Hann var
ekki með margbrotinn búnað: Bibl-
íuna, tjald sem hann hafði sjálfur
saumað, ritin sín og eitthvað smá-
legt fleira. Þá hélt hann samkomu
í kirkjunni okkar, þar sem hann
spilaði á gítar og söng og talaði
um Jesúm Krist og hans náðar-
verk. Það vakti stolt og aðdáun hjá
litla drengnum að eiga svona
frænda, sem þekkti Guð svona vel,
og svo spilaði hann og söng svo
fallega! Síðar þegar ég varð eldri
og fór að eiga erindi til Reykjavík-
ur, var það fastur liður að koma
við á Fálkagötunni hjá Þórði. Það
var svo gott að koma úr erli bæjar-
ins og inn á bænastund með Þórði,
þar sem allt stóð í stað og Jesús
Kristur var svo nálægur.
Eftir að ég flutti til Reykjavíkur
voru stundum laugardagsmorgn-
arnir notaðir til þess að heimsækja
Þórð. Það voru góðar stundir, þar
sem við drukkum te og báðum til
Jesú og tilbáðum hann saman, urð-
um bræður í Kristi. Enda kynnti
hann mig ætíð fyrir öðrum þannig,
að ég væri frændi og bróðir í trúnni.
Ég man eftir gleði hans og fögnuði
þegar ég sagði honum að ég hefði
gefið Jesú líf mitt. Þá var hátíð á
Fálkagötunni, því Þórður hafði þá
uppskorið af bænum sínum, því
aldrei lét hann af að biðja fyrir
ættinni.
En nú gengur Þórður ekki fram-
ar um götuna sína, og stoppar ekki
lengur til að gera bæn sína fyrir
þeim sem hann mætir á förnum
vegi. Nú er hann kominn heim,
heim til Skapara síns og Frelsara
og mun fá að lofsyngja hann með
„þúsundum þúsundanna“ _ og þar
mun hann una sér vel. Ég heyri
óma fyrir eyrum mér Ó, þá náð
að eiga Jesú, einkavin í hverri
þraut. Einnig: Ég vil syngja um
Jesú kærleik. Sálma sem hann söng
svo oft, enda var honum ljós náð
Guðs og að Jesús hefði með kvöl
á krossi keypt honum líf og grið.
í Matteusarguðspjalli, fimmta
kafla, áttunda versi, stendur: „Sæl-
ir eru hjartahreinir, því að þeir
munu Guð sjá.“
Þórður var hjartahreinn vegna
þess að hann hafði leyft Jesú að
hreinsa hjarta sitt með blóði sínu
og hans heilagi andi átti bústað
þar. Þórður vildi bera elsku Guðs
út til allra manna og þráði að allir
fengju að heyra fagnaðarerindið
um Jesúm Krist og yrðu hólpnir
fyrir krossdauða hans. Þórður var
trúr þeirri köllun sem Guð hafði
kallað hann til og setti sig aldrei
úr færi að miðla Guðs orði til ann-
arra.
í Opinberunarbók Jóhannesar,
öðrum kafla, tíunda’versi, stendur:
„Vertu trúr allt til dauða, og ég
mun gefa þér kórónu lífsins.“
Nú hefur Þórður eignast kórónu
lífsins, þá einu kórónu sem honum
hæfir, enda hefði hann ekki þegið
neinar aðrar. Hann var ekki mikið
fyrir veraldlegan auð og muni, enda
gaf hann allt frá sér jafnóðum, ríki
Guðs til eflingar og sálum til lífs,
það var hans markmið.
Ég sakna Þórðar sem frænda,
vinar og trúbróður og votta dætrum
hans og barnabörnum og öðrum
ættingjum innilega samúð mína.
Guðlaugur Heiðar Jakobsson.
Er mér barst fregn um andlát
vinar míns og trúbróður Þórðar
Jóhannessonar, komu mér í hug