Morgunblaðið - 26.10.1994, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.10.1994, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR GUÐMUNDUR YNGVI HALLDÓRSSON Guðmundur Yng^vi Halldórs- son fæddist á Akur- eyri 18. ágást 1924. Hann lést á Borgar- spítalanum 15. okt. siðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Elin Guð- mundsdóttir, f. 1. maí 1890, d. 15. febrúar 1949, og Halldór Gunnlögs- son bókari, f. 15. ' júní 1885, d. 18. mars 1964. Foreldr- ar Elínar Guð- mundsdóttur voru hjónin Soffía Emilía Einarsdóttir frá Ráða- gerði á Selljarnarnesi, f. 11. júní 1866, d. 16. apríl 1939, og Guðmundur Guðmundsson út- vegsbóndi á Bárekseyri, Alfta- nesi, f. í Bessastaðasókn á Álftanesi 6. október 1860, d. 7. júní 1917. Foreldrar Halldórs Gunnlögssonar voru hjónin Mar- grét Gunnlaugs- dóttir, f. 3. ágúst 1851, d. 20. apríl 1908, og Gunnlaug- ur Gunnlaugsson Oddsen verslunar- maður á Akureyri, f. 7. febrúar 1853, d. 18. janúar 1909. Systur Guðmundar Yngva eru Margrét Halldórsdóttir, sem á eina dóttur, Soffíu Völu Tryggvadótt- ur, og Dóra Hall- dórsdóttir, gift Braga Brynj- ólfssyni klæðskerameistara, eiga þau fjögur börn, Oldu, Halldór, Elínu Sigríði og Brynj- ólf. Guðmundur Yngvi starfaði lengst af hjá Sambandi ísl. sam- vinnufélaga eða i tæp 40 ár. Utför hans fer fram frá Dóm- kirkjunni í dag. EKKERT varir að eilífu og einn daginn stöndum við frammi fyrir þeirri staðreynd að tími góðra vina - ^er liðinn. Yngvi, eins og hann var kallaður meðal fjölskyldu og vina, lést í Borgarspítalanum eftir stutta en erfiða sjúkdómslegu. Ég kynntist Yngva fyrir átta árum er ég giftist systurdóttur hans. Yngvi er einn af vönduðustu mönnum sem ég hef kynnst og hefði ég viljað hitta hann fyrr á lífs- leiðinni. Yngvi var hægur maður og kurt- eis, hann var bráðvel gefínn, fróður og hafði mjög gott minni. Þegar '>verið var að ræða innan fjölskyld- unnar um einhveija hluti eða at- burði frá liðinni tíð og niðurstaða fékkst ekki, þá var viðkvæðið „spyijum Yngva“. Hann var oftar en ekki með svarið á reiðum hönd- um. Yngvi og Margrét systir hans hafa haldið saman heimili frá 1949 ásamt föður sínum meðan hans naut við. Soffía Vala, eiginkona mín, sem er dóttir Margrétar, ólst upp á heimilinu og reyndist Yngvi henni sem besti faðir. Yngvi og Margrét systir hans voru mjög samrýnd. Þau ferðuðust mikið saman bæði innanlands og erlendis og oft slógumst við hjónin með í ferð. Það var gaman að heim- sækja þau, enda miklir höfðingjar heim að sækja. Yngvi og Margrét eignuðust land í Mosfellssveit um 1955. Þar byggðu þau sér sumarbústað, sem þau nefndu Hamrabrekku. Sumar- bústaðurinn var mikið notaður og kom öll fjölskyldan oft saman þar. í sumarbústaðnum innan um fjöi- skyldu og vini naut Yngvi sín vel og var sem kóngur í ríki sínu. Ég vil að lokum þakka Yngva fyrir góð kynni og allar þær ánægjulegu stundir sem við áttum saman. Guð blessi minningu um góðan mann. Vilhjálmur Ólafsson. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæil er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði er frá. (V. Briem) Elsku Yngvi ömmubróðir minn hefur sagt skilið við þetta jarðríki, en ég er viss um að sál hans muni vaka yfir okkur hinum sem eftir erum. Það sem helst einkenndi Yngva var góðmennska hans og lítillæti, því aldrei fór mikið fyrir honum og hann vildi allt fyrir alla gera. Ég man fyrst eftir Yngva á Blóm- vallagötunni en því fylgdi alltaf mikil tilhlökkun að fara í heimsókn til Möggu og Yngva. Það var sama hvenær maður kom, alltaf var tekið vel á móti manni. Bestu stundirnar áttum við þó saman öll fjölskyldan uppi í sumarbústað, fyrst í Hamra- brekku og svo í Draumalandi, þar sem við höldum okkar árlegu golf- mót um verslunarmannahelgina. Yngvi var alltaf tilbúinn í slaginn þó að hann hafi oftar en einu sinni lent í „heiðurssætinu". í ár tók hann einnig þátt í mótinu þrátt fyrir sjúkleika sinn og sýndi þar með fram á að málið er ekki að vinna heldur að vera með. Nú þeg- ar Yngvi hverfur frá okkur er ég viss um að Dóra Magga systir mín tekur vel á móti frænda sínum, henni þótti mjög vænt um hana eins og okkur hinum frændsystkin- unum. Elsku frændi, þú gafst fjölskyld- unni okkar mikið og þín verður sárt saknað en ég veit að þér líður vel núna og að við munum hittast á ný. Dóra systir hefði viljað vera með okkur á þessari stundu en þar sem hún er núna stödd erlendis sendir hún sínar bestu kveðjur. Hvíldu í friði, Yngvi minn. Þín, Steinunn Inga. Ég vil í fáum orðum minnast vin- ar og fyrrverandi samstarfsmanns, Guðmundar Yngva Halldórssonar. Yngvi, eins og hann var ætíð nefnd- ur, var einstakur afbragðs maður. í áralöngu samstarfi okkar bar aldrei skugga á. Yngvi réðst til Sambands ís- lenskra samvinnufélaga 1. septem- ber 1951 í verðlagningardeild og starfaði þar lengst af síðan að und- anskildri nokkurra mánaða dvöl í Kanada árið 1953. Við Yngvi unnum því saman í Sambandinu milli þijátíu og fjörutíu ár. Ég minnist þeirrar samvinnu með einstakri ánægju og þakklæti. Ég hefði aldrei getað kosið mér betri og heiðarlegri samstarfsmann. Hann vann öll sín störf af ná- kvæmni, samviskusemi og snyrti- mennsku. Aldrei þurfti að hafa áhyggjur af því, sem hann tók að sér. Yngvi var mjög greiðvikinn og vildi allra vanda leysa. Oft leituðu því margir til hans eftir alls konar upplýsingum og fyrirgreiðslu. Ætíð leysti hann úr vanda manna af sér- stakri lipurð og ljúfmennsku. Yngvi var mjög félagslyndur og var hrókur alls fagnaðar þar sem það átti við. Hann hafði yndi af ferðalögum og ég veit, að hann fór nokkrum sinnum til sólarlanda sér til hvíldar og hressingar. í mars- mánuði árið 1987 dvöldum við hjón- in með Yngva á eyjunni Tenerife í tvær vikur. Þar áttum við með hon- um ógleymanlegar stundir. Ég veit, að ég mæli fyrir munn okkar allra, fyrrverandi samstarfs- manna Yngva úr Sambandinu, þeg- ar ég segi: Kæra þökk fyrir sam- starfið og allt gott á liðnum árum. Þótt hann sé nú farinn frá okkur, munum við ætíð geyma í þakklátum huga ljúfar minningar um góðan dreng. Við hjónin vottum systrunum Margréti og Dóru og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Björn Guðmundsson. t Þegar menn eru komnir á efri ár, verða þeir viðbúnir því, að gaml- ir félagar og samferðamenn týni tölunni. Hinn 15. október sl. iézt í Reykja- vík Guðmundur Yngvi, sonur hjón- anna Elínar Guðmundsdóttur og Halldórs Gunnlaugssonar bókara, gamall skólafélagi minn, fyrst í Miðbæjarbarnaskólanum og síðar Menntaskólanum í Reykjavík, en við fylgdumst þar lengi að og sátum saman. Þegar leið að lokum mennta- skólaáranna, veiktist Guðmundur og hætti námi í sjötta bekk. Fáum árum seinna tók hann upp þráðinn að nýju, að nokkru fyrir áeggjan mína, enda Guðmundur ágætur námsmaður. En heilsan brást aftur, svo að ekki varð af frekara skóla- námi. En hann las alla tíð mikið og var víða vel heima. Guðmundur réðst snemma til skrifstofustarfa hjá Sambandi ís- lenskra samvinnufélaga og reyndist þar mjög fær samstarfsmaður, fet- aði þar um starfsval í fótspor föður síns, Halldórs Gunnlaugssonar, er var kunnur skrifstofumaður í Reykjavík á sinni tíð, vann lengstum hjá Vátryggingarfélaginu Trolle og Rothe. Til tilbreytingar svalaði Guð- mundur útþrá sinni, dvaldist vestan hafs, fyrst í Kaliforníu, en síðar í annarri ferð um skeið í Kanada og þá í Vancouver. En þar sem erfitt reyndist að fá vestra starf, er honum væri að skapi, og eins sökum þess að honum stóð opið starf hans hjá Sambandinu, hvarf hann heim úr þessum ferðum og tók til við sitt fyrra starf, átti að lokum að baki 38 ára starfsferil á aðalskrifstofu Sambandsins í Reykjavík. Við Guðmundur fylgdumst hvor með öðrum alla tíð og skiptumst á kveðjum. Man ég, að í einu bréfi hans til mín kom fram, að hann hefði á tímabili haft í huga að þreifa fyrir sér í Ástralíu, en það orðið ofan á að fara heldur til Ameríku. Eftir að ég fór að vinna í Lands- bókasafni, var ekki langt á milli vinnustaða okkar og hittumst við því oft á förnum vegi og spurðum tíðinda. Nú að skilnaði minnist ég með þakklæti samfylgdar og vináttu þessa gamla skólabróður, ánægju- legra samfunda við hann, þótt þeir yrðu færri en á æskuárunum, þegar ieiðir okkar lágu svo lengi saman. Ég votta systrum Guðmundar, Margréti og Dóru og öðrum vanda- mönnum innilega samúð. Finnbogi Guðmundsson. Þegar ég flyt vini mínum og æskufélaga kveðjuorð eftir hans dag, vakna mér margar minningar frá liðnum dögum og söknuður vegna brotthvarfs hans. Það er nú liðið á sjöunda áratug síðan við fyrst lékum okkur saman ásamt öðrum félögum á Sólvöllunum í Vesturbænum. Þar var lagður grunnur að traustri vináttu okkar, sem varað hefur upp frá því og ekki rofnaði þótt leiðir skildu um stund. Minningar frá æskuárum eru mér ljóslifandi, því þá áttum við Yngvi saman fleiri daga en ekki, fyrst á skólaaldri og síðar í frítím- um, þegar þroski okkar náði lengra. Þær voru ófáar stundirnar, sem við sátum saman með bækur okkar og blöð eða hlustuðum á hljómplötur, þar sem hinir bestu listamenn þjóða í klassískri tónlist sem annarri, leyfðu okkur að njóta listar sinnar. Þjóðhættir hafa breyst verulega á þeim fimm til sex áratugum sem liðnir eru síðan, og því er í senn fróðlegt og ánægjulegt að rifja upp með sjálfum sér minningar frá þeim gömlu góðu dögum er við Yngvi áttum saman á þeim árum. Snemma örlaði á því hjá okkur æskufélögunum að leita svara við stórum spurningum um lífið og til- veruna. Víða var leitað, meðal ann- ars og líklega helst til guðspekinn- ar, sem við kynntumst sameiginlega í gegnum Guðspekifélag Islands, sem þá stóð hér með blóma. - Oft er sagt, að fátt verði um svör þeg- ar stórt sé spurt. Það má rétt vera, en við fengum okkar svör á sinn hátt, þar sem bent var á að leita sjálfsþekkingar, að innra með okkur sjálfum væri að finna hin einu réttu svör sem við leituðum eftir. Það rann upp fyrir okkur gildi sjálfs- þekkingarinnar. Og enn leitum við svara, nú þegar komið er að leiðar- lokum og stöðugt berast svör, mörg góð og rétt á sinn hátt, en ekkert svar fullkomið. Yngvi ólst upp í foreldrahúsum ásamt tveimur systrum sínum, Margréti og Dóru. Foreldrar hans voru Elín Guðmundsdóttir og Hall- dór Gunnlögsson, bókari. Að for- eldrum látnum hafa Yngvi og Mar- grét haldið heimili saman, en Yngvi kvæntist ekki og var barnlaus. Að liðnum námsárum í Mennta- skólanum í Reykjavík fór Yngvi utan, en kaus að koma heim aftur eftir skamma dvöl erlendis. Hann rak um tíma söluturn, ásamt mági sínum, á Blómvallagötu 10. Hann starfaði á skrifstofu Sambands ís- lenskra samvinnufélaga um langt árabil, einkum við verðútreikning, en lét af störfum fyrir nokkrum árum, þegar umsvif Sambandsins minnkuðu. Yngvi var gæddur afburða gáf- um og námshæfileikum og var á skólaárunum ávallt í fremstu röð nemenda, án þess að þekkt væri að hann legði hart að sér við nám- ið. Og þegar til starfsins kom, sem hann rækti af reglusemi og skyldu- rækni, veit ég að gáfur hans nutu sín að nokkru, en hvergi nærri eins vel og efni stóðu til. Væntanlega hefði lífshlaup hans orðið með öðr- um hætti en raun varð á og góðar gáfur hans notið sín betur, ef heilsu- far hefði ekki hamlað þar um nokk- urt árabil. Þegar við Yngvi komumst á full- orðinsárin, bar fundum okkar ekki saman jafn oft og áður, en vináttan var ætíð einlæg og sterk, því hann var alla tíð tryggur vinur vina sinna. Síðast bar fundum okkar saman í síðdegisboði borgarstjóra Reykja- víkur í Ráðhúsinu, hinn 1. maí síð- astliðinn, sem haldið var til heiðurs sjötugum á árinu 1994. Þar áttum við góða stund og rifjuðum upp minningar frá fyrri árum. Var það okkur rnikill feginsfundur. Bauð okkur þá ekki grun í annað en að við ættum eftir ólifaðar margar góðar ævistundir. Bundumst við þar þeim fastmælum, að eiga stundir saman á komandi vetri og njóta þess að ylja okkur við eldinn á arni minninganna. En ýmislegt fer á annan veg en ætlað er. Fáum við þar engu um ráðið. Hvað sem því líður, þá trúi ég því að fundum okkar Yngva eigi eftir að bera saman, og að enn á ný fáum við að lifa bjart æskuvor á „Sólvöllum" annarrar tilveru. Það er í fullu samræmi við niðurstöður, sem við höfðum komist að sameig- inlega. Að leiðarlokum kveð ég Yngva, vin minn, eftir langa og ánægjulega samfylgd. Þökk fyrir allt og allt. Systrum hans Margréti og Dóru og öðrum ástvinum votta ég innilega samúð mína. Sigurlaugur Þorkelsson. MARGRÉT SIG URÐARDÓTTIR + Margrét Sigurð- ardóttir var fædd á Akrahóli í Grindavík 26. jan- úar 1909. Hún lést í Víðihlíð, Dvalar- heimili aldraðra í Grindavík, 13. októ- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Gunnhildur Magnúsdóttir og Sigurður Árnason. Margrét var elst fimm systkina. Hin eru í aldursröð: Val- gerður (látin), Matt- hildur, Þórdís og Kristján Ólaf- ur. Eftirlifandi eiginmaður hennar, Kristján Sigurðsson, er fæddur 12. des. 1908 í Móum á Skagaströnd. Börn þeirra eru Sigurður Gunnar, Björg Sigríð- ur og Ólafía Kristín. Utför Margrétar fór fram frá Grinda- víkurkirkju 22. október. ENN ein kjarnakonan hefur kvatt og nú síðast Margrét Sigurðardótt- ir frá Bergi. Við kvöddum þessa mætu konu frá Grindavíkurkirkju, kirkjunni sem hún unni svo mjög, enda átti hún ásamt mörgum öðrum drjúgan þátt í að efla hana, sjá hana rísa svo stóra og fagurlega búna. Það var sannarlega vegna stórhugar og dugnaðar hennar kyn- slóðar að við höfum í þessu byggðarlagi séð hvert stórvirkið rísa þó kirkjan sé þar ofar öðru. Ung að árum hafði Margrét gerst félagi í Kvenfélagi Grindavík- ur, eða aðeins 15 ára. Hún var ein af 17 stofnendum félagsins og lifði alla þess glæstu og góðu tíma eða í rúm 70 ár. Hún kunni frá mörgu að segja og var óspör á krafta sína í þágu félagsins, mætti á alla fundi og var félagslega sinnuð, hefði trúlega átt fundarmet ef það hefði verið skráð í fundargerðarbækur. Það fór ekki mikið fyrir Margréti, hún var hljóð- Iát, dul, en ötul. Til hagsbóta fyrir félagið sitt, lagði hún sig í framkróka, minnug þess að hafa að leiðarljósi samúð og samkennd sem er mikilsverðasti þátturinn í félagi sem hún og hinar forystukonurnar stofnuðu til. Þegar krafta þraut og hún gat ekki pijón- að eða unnið handavinnu á okkar árlega basar lagði hún fram „nokkra aura“ eins og hún sagði sjálf, tók ekki í mál að vera stikkfrí. Við röbbuðum eitt sinn sem oftar um Kvenfélagið og það sem á dag- ana hafði drifið, m.a. Svartsengis- hátíðina sem var fastur liður í starfi Kvenfélagsins um áraraðir og allt sem þær orkuðu við þær aðstæður sem þeim voru búnar. Jú, þetta gekk sinn vanagang. Þetta var stundum erfitt en gaman, sagði Margrét. Það varð að baka og undirbúa hátíðina, sjá um veit- ingar í veitingatjaldinu, hita allt á prímus, heitt kakó í staðinn fyrir kókið í dag. Svo varð maður að fara heim í miðjum klíðum, mjólka kúna, svæfa börnin, standa svo aft- an á vörubíl fram og til baka, þá var maður ungur. Ég hef kynnst mörgum kjarna- konum frá þessum tíma, Margrét var þess háttar kona, dugnaðar- forkur að eðlisfari svo eftir var tek- ið, og ekki skorti kjarkinn hvort sem um úti- eða innivinnu var að ræða. Hún handlék hamar og pensil eins og alvanur fagmaður. Nú er síðasta forvígiskonan fallin frá. Við fengum að njóta krafta hennar um langan tíma, og það sem er mest um vert, hún naut sín ætíð meðal okkar. Guð blessi minningu hennar. Guðveig Sigurðardóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.