Morgunblaðið - 26.10.1994, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.10.1994, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1994 17 ERLEIMT I ; Minnast stjómarandstöðuleiðtoga STJÓRNMÁLALEIÐTOGAR í Sri Lanka votta minningu helsta frammámanns stjórnarandstöð- unnar, Gamini Dissanayake, virð- ingu sína í gær. Sprengjutilræði varð honum og rúmlega 50 öðrum að bana í fyrradag. Ekkja hans, Srima, ákvað í gær að verða við óskum flokksmanna Dissanayeke og bjóða sig fram í forsetakosn- ingum í stað hins látna eigin- manns síns en þær verða eftir tvær vikur. Lögregla hefur dreift ljósmynd sem tekin var á sprengjustaðnum. Vona yfirvöld að einhver beri þar kennsl á tam- ílska konu sem talin er hafa borið sprengjuna á sér innanklæða. Mótmælendur reiðubúnir að ræða við IRA New York. Reuter. NORÐUR-írskir stjórnmálamenn, sem tengjast hryðjuverkasamtökum mótmælenda, sögðust á mánudagskvöld vera reiðubúnir til viðræðna við Sinn Fein, stjómmálaarm írska lýðveldishersins. Lýstu stjórnmálamennirn- ir þessu yfir á fundi með bandarísku utanríkismálastofnuninni. „Ég viðurkenni að nú verðum við að setjast niður, gleyma hinu liðna, og gera tilraun til að leggja grund- völl að nýrri og spennandi framtíð,“ sagði Gary McMichael, úr Lýðræð- isflokki Norður-írlands. Viður- kenndi McMichael að það yrði erfitt að sitja andspænis Gerry Adams, leiðtoga Sinn Fein, en IRA myrti föður McMichaels. Sendinefnd sex stjómmála- manna, sem aðstoðuðu við að koma á vopnahléi mótmælenda á Norður- írlandi, er nú í Bandaríkjunum og fundar í Boston og Washington í vikunni. Meðal nefndarmanna er Augustus Spence, dæmdur morð- ingj, sem er orðinn talsmaður friðar og las upp vopnahlésyfirlýsingu mótmælenda 13. október sl. Treysta hlutleysi Clintons Utanríkismálastofnunin er sú sama og bauð Gerry Adams til Bandaríkjanna í febrúar sl. Á fundi hennar og N-íranna kváðust mót- mælendur þurfa aðstoð, ekki aðeins fjármagn. Byggja þyrfti upp at- vinnufyrirtæki og fjölga störfum. Sagði einn mótmælendanna að Bandaríkin hefðu hlutverki að gegna í málefnum Norður-írlands, sem framvörður lýðræðis í heimin- um. Kváðust mótmælendur vænta þess að stjórn Bills Clintons forseta gerði ekki upp á milli mótmælenda og kaþólikka. Ræða við Rússa um nýja markalínu Ósló. Morgunblaðið. Norskir iðnrekendur mæla með samþykki í þjóðaratkvæði Óttast missi 100.000 starfa utan ESB Ósló. Reuter. NORÐMENN og Rsar eru orðnir sammála um að hefja að nýju við- ræður um hvar draga beri marka- línu milli ríkjanna í Barentshafi. Viðræðumar munu hefjast í janúar. Bjorn Tore Godal, utanríkisráð- herra Noregs, og Andrej Kozyrev, utanríkisráðherra Rússlands, undir- rituðu minnisblað þessa efnis á fundi á mánudag. Fundur ráðherr- VOPNAÐIR flokkar hútúa og tútsa fara enn um rænandi og myrðandi í Suður-Rúanda að sögn hjálpar- starfsmanna á vegum Sameinuðu þjóðanna. Þá eru fréttir um, að menn í herklæðum hafi myrt 54 rúandíska flóttamenn í grannland- inu Norður-Búrúndí en þar er einn- ig krytur milli sömu þjóða, hútúa og tútsa. Fyrstu vikurnar eftir sigur Föð- urlandsfylkingar tútsa á stjórnarher hútúa var allt sæmilega kyrrt en nú virðast manndrápin vera að auk- ast aftur. Herlæknar á vegum SÞ gera æ oftar að sámm manna, sem anna var haldinn í landamærabæn- um Kirkenes í tilefni hátíðarhalda vegna þess að fimmtíu ár em liðin frá frelsun Finnmarkar í síðari heimsstyrjöld. Ráðherramir undirrituðu að auki samning um samstarf á mörgum sviðum og sagði Kozyrev samstarf ríkjanna mjög gott. orðið hafa fyrir skoti eða verið særðir með sveðjum, og fréttir em um nýtekna fjöldagröf við bæinn Butare. Skæruhemaður hútúa Vitað er, að hópar hútúmanna hafa ráðist á og drepið aðra hútúa og telja sumir eftirlitsmenn SÞ, að þar sé um að ræða merki um skæm- liðastarfsemi, sem 'beinist í fyrstu að hófsömum hútúmönnum og ein- angruðum varðstöðvum tútsí- manna. Meira en milljón hútú- manna eru í útlegð og þar á meðal mestur hluti stjórnarhersins fyrr- verandi. HÆTTA er á, að 100.000 störf í norskum iðnaði glatist á næstu fjór- um ámm verði aðild að Evrópusam- bandinu, ESB, hafnað í þjóðarat- kvæðagreiðslunni í Noregi 28. nóv- ember nk. Kemur það fram í skýrslu, sem samtök norskra iðn- rekenda og viðskiptalífsins hafa gefið út og birt var í gær. Skýrslan var aðallega unnin í ágúst, þ. e. áður en Finnar sam- þykktu ESB-aðildina, og var það skoðun langflestra forráðamanna í fyrirtækjum, að samkeppnisstaða þeirra myndi stórversna án aðildar að ESB og einkum ef Svíar og Finnar gerðust aðilar. Hættulega háðir olíunni í opnu bréfí samtaka iðnaðarins til Gro Harlem Bmndtland, forsæt- isráðherra Noregs, segja þau, að „hagvöxtur í Noregi og þar með atvinnustigið og velferðin muni ráð- ast mjög af úrslitum þjóðarat- kvæðagreiðslunnar 28. nóvember“ og Svein Aaser, forseti samtak- anna, segir, að norskt nei muni gera landsmenn hættulega háða olíunni. Þá telur hann, að Evrópska efnahagssvæðið, EES, muni ekki verða nema nafnið tómt með Norð- menn og íslendinga eina innan- borðs. Vöxturinn yrði erlendis I könnuninni kom fram, að for- svarsmenn 75% fyrirtækja, einkum smærri fyrirtækja, óttuðust minni fjárfestingar í Noregi án ESB-aðild- ar en ekki er talið líklegt, að staða PAULA Corbin Jones, sem sakað hefur Bill Clinton Bandaríkjafor- seta um að hafa sýnt sér kynferðis- lega áreitni, fullyrti í gær að hún hefði sannanir fyrir því. Jones hélt blaðamannafund í gær þar sem hún veifaði umslagi með stórra samsteypna á borð við Norsk Hydro og Kvaerner breytist mikið. „Velta okkar myndi ekki minnka, heldur velta undirverktaka okkar,“ sagði Diderik Schnitler, fram- kvæmdastjóri hjá Kvaemer. „Þeir yrðu þá erlendir, ekki norskir, enda myndi vöxtur fyrirtækisins eiga sér stað utan landsteinanna.“ Þær iðngreinar, sem eru taldar vera í mestri hættu verði Noregur ekki aðili að ESB, eru trjávöruiðn- aðurinn, framleiðsla bílavarahluta, efnaiðnaður og fiskvinnsla. staðfestum vitnisburði sem hún fullyrti að sannaði fullyrðingar sín- ar um að Clinton hefði flett sig klæðum að henni viðstaddri. Lög- menn Jones neituðu hins vegar að láta nokkuð frekar uppi um inni- hald umslagsins. Vargöld á ný í Rúanda Kibeho, Nairobi. Reuter. Areitni forseta sönnuð? Washington. Reuter. Með dug og áræðni komumst við langt. Lára Margrét Ragnarsdóttir, alþingismaður er kona sem þorir. Kosningaskrifstofa Láru Margrétar er opin á Lækjartorgi, Hafnarstræti 20, 2. hæð, alla virka daga kl. 16 - 22, laugardaga og sunnudaga kl. 13 -19. Símar: 2 49 08, 2 49 12 og 2 49 14. Stuðningsmenn. Margrét í @1 sætið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.