Morgunblaðið - 26.10.1994, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.10.1994, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Á VARÐBERGI ALLT frá því, að kommúnisminn hrundi í Sovétríkjunum og Austur-Evrópu og kalda stríðinu lauk hafa verið nokk- uð skiptar skoðanir á Vesturlöndum um hvers mætti vænta af hálfu Rússa við nýjar aðstæður. En mat á því hefur að sjálf- sögðu mikil áhrif á það, hvernig Vesturlandaþjóðir haga varnarviðbúnaði sínum. Bandaríkjamenn hafa dregið mark- visst úr herstyrk sínum í Evrópu, eins og eðlilegt verður að teljast. Þeir hafa dregið úr umsvifum sínum á Keflavíkurflug- velli og lokað herstöðvum víða um heim. í þessu samhengi er fróðlegt að kynnast sjónarmiðum Jahns Ottos Johansens, sem er yfirmaður erlendrar fréttadeildar norska sjónvarpsins en í samtali við Morgunblaðið í gær sagði hann m.a. aðspurður um það, hvort ástæða væri til að vera á varðbergi gagnvart hinu nýja Rússlandi: „Já svo sannarlega. Ekki vegna þess, að Rússar séu árásargjarnari í eðli sínu en aðrar þjóðir og alls ekki vegna þess að þeir hafi sem stendur þann hernaðarmátt, sem þarf til að gera það, sem við óttuð- umst að þeir hefðu i huga á dögum kalda stríðsins. Reyndar voru forsendurnar fyrir óttanum þá ekki ávallt byggðar á miklu raunsæi. Ástæðan fyrir áhyggjunum núna er allt önn- ur, nefnilega að félags- og efnahagsleg þróun mála í Rúss- landi sjálfu verði svo erfið og átakamikil, að á endanum kom- ist ákafir þjóðernissinnar til valda.“ í samtalinu kemur einnig fram, að Jahn Otto Johansen kveðst „telja miklu meiri hættu á, að fasistar nái völdum í Rússlandi en í einhverju V-Evrópulandi, jarðvegurinn geti á skömmum tíma orðið frjór fyrir slíkar öfgar, ef efnahagurinn hrynji, örvæntingin breiðist út. Sært þjóðarstolt sé líka fyrir hendi ..." Þá bendir hinn norski sérfræðingur á, að Rússar hafi nú fáar nothæfar hafnir í Evrópu, Norðurflotinn og Kólaskagi hafi því orðið mun mikilvægari fyrir hagsmuni Rússa en áður og var Kólaskaginn þó mikilvægur fyrir. START-samningurinn um fækkun langdrægra kjarnavopna á landi verði til þess að stórveldin hljóti að efla þann hluta kafbátaflotans, sem borið geti langdræg vopn. Allt er þetta mikið umhugsunarefni fyrir okkur íslendinga. Það þarf enga sérfræðiþekkingu til þess að sjá, að veður eru öll válynd í Rússlandi og útilokað að ganga út frá því, sem vísu, að hófsöm stjórnmálaöfl ráði þar ferðinni á næstu árum. Þrátt fyrir efnahagserfiðleika og gífurleg vandamál er Rúss- land enn mikið herveldi. Hvernig verður því hernaðarafli beitt, ef öfgasinnar komast þar til valda í skjóli nánast óleysanlegra vandamála? Bæði ísland og Noregur eru í mjög viðkvæmri stöðu að þessu leyti. Þess vegna er skynsamlegt að fara sér hægt í breytingum á öryggismálum. Eðlilegt er, að Bandaríkjamenn dragi úr umsvifum sínum hér eins og nú horfir en það skiptir öllu máli, að varnarviðbúnaður á Keflavíkurflugvelli sé með þeim hætti, að hann sé hægt að taka í notkun á skömmum tíma. Þótt friðsamlegra hafi verið á norðurslóðum síðustu árin og minni umferð herflugvéla, skipa og kafbáta hefur ekki dregið ú_r hernaðarumsvifum á Kólaskaga. Það er staðreynd, sem við íslendingar og Norðmenn verðum sérstaklega að horf- ast í augu við. AUKIN SAMKEPPNI Aukin samkeppni er smátt og smátt að ryðja sér til rúms og skila bæði fólki og fyrirtækjum kjarabótum og hag- kvæmara verðlagi á vöru og þjónustu. Um helgina var frá því skýrt í Morgunblaðinu, að verzlunin Bónus seldi hina nýju GSM-síma á umtalsvert lægra verði en Póstur og sími. í Morgunblaðinu í gær kemur fram, að annað einkafyrirtæki, sem einnig selur slíka síma hefur lækkað verð á þeim til jafns við Bónus. Spyija má, hversu lengi íslenzkir notendur slíkra síma hefðu borgað yfirverð fyrir þessi tæki, ef samkeppnin hefði ekki komið sögunnar af hálfu Bónus. Plugleiðir hafa að mestu setið að fraktflutningum til og frá íslandi þar til nú, að Cargolux kemur til sögunnar. Þá bregð- ur svo við, að Flugleiðamenn telja sér fært að bjóða kynning- arafslátt og þar með lægra verð fyrir fr^kt. Útgerðarmenn hafa lengi kvartað undan háu olíuverði hér á landi. Þegar erlend olíuflutningaskip sigla á íslandsmið og bjóða olíu til sölu sjá olíufélögin hér sér ekki annað fært en að mæta þeirri samkeppni. Hversu lengi hafa kaupendur vöru og þjónustu borgað of hátt verð vegna lítillar og jafnvel engrar samkeppni? Skyndi- lega kemur í ljós, að það er hægt að lækka verð, þegar sam- keppnin kemur til sögunnar. Að hve miklu leyti er skortur á samkeppni skýring á lakari lífskjörum hér en í nálægum lönd- um? Slíkar spurningar vakna óneitanlega, þegar litið er til þessarar þróunar og eru vissulega íhugunarefni fyrir seljendur vöru og þjónustu. DANS Danskennarar hafa sam- einast undir einum hatti ÞÓ SVO að dans hafi verið kenndur á íslandi frá því á upphafi aldarinnar, þá var fyrsta fagfélag dans- kennara ekki stofnað fyrr en árið 1963. Það var DSÍ. Eitt af markmið- um félagsins var að efla dansinn sem almenningíþrótt fyrir alla fjöl- skylduna. Síðan þá hefur þetta ver- ið eitt af aðal markmiðum íslenskra danskennara. Frá árinu 1984 hafa verið starfandi 2 fagfélög dans- kennara á íslandi, DSÍ og FÍD. Báðir aðilar áttuðu sig fljótlega á því að lítil sem engin framþróun yrði í dansinum ef félögin ynnu ekki saman. Það var svo árið 1986 að Dansráð íslands var stofnað, en í því áttu fulltrúar beggja félaganna sæti. Allt frá stofnun DÍ hefur verið unnið að sameiningu, skv. stefnu- skrá DÍ. Mikil vinna hefur farið í að samræma alla þætti félaganna og farið nákvæmlega í alla sauma á öllum málum. T.d. samræming á íslenska danskennaraprófinu, jass- balletkennaraprófinu og balletpróf- inu. Að sögn Báru Magnúsdóttur (JSB) varaforseta DÍ hefur þetta gengið vel fyrir sig og ánægjulegt að sjá hve samstaða íslenskra dans- kennara er mikil. Hún sagði jafn- framt að þó félögin hafi verið sam- einuð þá myndu ýmsir viðburðir, sem komið var á hjá hvoru félagi fyrir sig, halda áfram, en nú opnir öllum innan DÍ. Hér er um að ræða viðburði eins og Hermannsbikarinn og sameiginlegt jólaball dansskól- anna. Dansráð íslands er fyrst og fremst fulltrúi allra danskennara á íslandi og er aðili að ICBD Internat- ional Consul of Ballroom Dancing og á það fulltrúa á þingi þar ár- lega. Strax frá upphafí hefur aðal baráttumál DI verið að reyna að fá danskennarastarfið lögverndað á þeim grundvelli að nám danskenn- ara hér á landi er 4 ár sem samsvar- ar iðnfræðslu og kennaranámi. Bar- áttan stendur enn yfir og er full ástæða til þess að vera vel á verði um að faglærðir danskennarar ann- ist danskennslu. íslandsmót og dan- skeppnir eru eitt af störfum ráðsins svo og samskipti við erlenda aðila og námstefnur ýmiskonar _________ og síðast en ekki síst efl- ing dansins í landinu m.a. með því að fá alla aðila sem sinna dansmennt og áhugafólk um dansmennt til að sameinast undir einn hatt dansinum til stuðnings, eins og nú hefur verið gert að nokkru leyti. Alþjóðleg danskeppni Fyrsta keppni vetrarins verður laugardaginn 29. október nk. og er það „Hafnarfjörður open“, sem Nýi dansskólinn stendur fyrir í sam- vinnu við Flugleiðir. Er þetta fyrsta alþjóðlega danskeppni sem haldin er á íslandi. Að sögn Níelsar Einars- sonar danskennara hefur mikill fjöldi erlendra para spurst fyrir um keppnina og flest öll bestu pör okk- ar Islendinga hafa nú þegar skráð sig. Alls munu milli 80 og 90 pör taka þátt í keppninni. Fimm keppnir verða í vetur á íslenskir danskennarar sameinuðust undir ein- um hatti í Dansráði íslands í sumar. Nú er dansvertíðin komin í fullan gang og Jóhann Gunnar Amarsson kynnti sér hvaða verkefni eru framundan hjá ráðinu og hvað bíður kepp- enda í dansi í vetur. KEPPENDUR í dansi eru á öllum adlri. Hilda og Olafur sjást hér svífa um gólfið í rúmbu. Fyrsta keppni vetrarins verðurá iaugardaginn vegum Dansráðs íslands og verða þær allar haldnar í íþróttahúsinu Ásgarði í Garðabæ. í lok nóvember verður 4x4 og 5x5 dansa keppnin, með fijálsri aðferð, sem ávallt er glæsileg hátíð fyrir augað, samhliða henni verður að venju einsdans- ________ keppni, til að gefa þeim sem keppa einungis í grunnsporum tækifæri til að öðlast dýrmæta keppn- isreynslu. Laugardaginn 18. mars ' verður svo haldin 8 og 10 dansakeppni, með frjálsri aðferð. Þar er lagður saman árangur kepp- enda í suður-amerískum dönsum, annarsvegar og standard dönsum hinsvegar og það par sem kemur út með besta árangurinn úr saman- lögðum þessum greinum stendur uppi sem sigurvegari, að venju er einnig haldin einsdanskeppni sam- hliða 10 dansakeppninni. Sunnudaginn 19. mars verður svo gömludansa- og rokkkeppnin hald- in. Gömludansarrtir svokölluðu, bár- ust flestir hingað til íslands í upp- hafi þessarar aldar, með leikurum og öðrum sem komu úr námi frá Kaupmannahöfn. Þessir dansar eru mjög skemmtilegir og þjóðlegir og gaman til þess að vita að íslenskir danskennarar bera þetta mikla virð- ingu fyrir þessum mikla menningar- arfi. Gömludansarnir eru í mörgu frábrugðnir samkvæmisdönsunum. Gömludansarnir urðu til uppúr bal- let og því er mikið dansað með bein hné og þó nokkuð notað af hoppum. Samkvæmisdansarnir eru ________ hinsvegar byggðir upp á venjulegum göngusporum og þar dansar maður miklu meira með hnéin afslöppuð, tii þess af fá mýktina í dansinn. Helgina 6. og 7. maí verður svo haldin Islandsmeistarakeppni í dansi með grunnaðferð. í þessari keppni sjáum við oft efnivið í bestu framtíðardansara á íslandi. Grunn- sporin eru nefnilega mikilvægasti þátturinn í dansi og enginn sem ekki dansar grunnsporin vel getur nokkru sinni látið sig dreyma um að geta náð einhveijum árangri í dansi. íslenskir danskennarar hafa lagt mikla rækt við grunnsporin. Að lokum er það svo keppnin um Hermannsbikarinn, en hún er nefnd hér í lokin því enn hefur ekki verið ákveðið hvenær hana skuli halda. Keppnin um Hermannsbikarinn hef- ur verið ákaflega hátíðleg keppni og þar hefur ríkt afslappað og gott andrúmloft, þar sem kappið hefur svo sannarlega ekki borið fegurðina ofuliði. Nánar verður greint frá dagsetningu þessarar keppni síðar. Keppnir sem þessar eru mikil lyftistöng fyrir dans á íslandi og ekki veitir af, því nú þegar hart er í ári vill það oft verða svo að fólki hættir til að finnast dansinn vera dýr „afþreying", sem hann er alls ekki. Það vill nefnilega alltof oft gleymast hið mikla uppeldislega gildi sem dansinn hefur og að „list- ir og hagleikur eru tré sem bera ávöxt“ (japanskur málsháttur). En burtséð frá öllu ágæti danskeppna þá hafa danskennarar ekki gleymt því að dansinn er almenningseign og því má almenningur heldur ekki gleyma. Það er nefnilega ekki skylda að keppa þó maður skrái sig í dansskóla, maður getur dansað sér til ánægju og yndisauka og svo síð- ar meir getur maður farið í keppni, þegar þar að kemur og ef mann langar til þess. Oft er spurt eftir hveiju dómarar fari þegar þeir eru að velja á milli para í danskeppni. Hér fara á eftir nokkur atriði til að fólk geti glögg- vað sig á því eftir hveiju er farið. Meginreglurnar sem farið er eftir eru fimm: 1. Taktur og hraði í við- komandi dansi. 2. Líkamslínur. 3. Hreyfingar. 4. Túlkun á tónlist. 5. Fótaburður. í öllum dönsum er liður 1 hæst- ráðandi. Einnig eru nokkrar grunnreglur í viðbót sem hafa ber í huga við dómgæslu: Dómgæsla hefst strax og parið er komið í dansstöðu og lýkur ekki fyrr en tónlistin er stoppuð. Ef par hættir dansi áður en lotu er lokið verður það par lægst í þeim dansi. Ef það kemur fyrir í úrsltium er það par úr leik. Parið er dæmt eins og það kemur fram í viðkomandi keppni og er alls ekki tekið tillit til áður unninna titla eða frammistöðu í öðrum keppnum. Dómari og keppendur mega ekki ræðast við meðan á keppni stendur. Dómari tekur afstöðu til þess hvort par dansar í takti og heldur grunnreglur. Par sem ekki gerir neina skekkju í þessui efni er alltaf sett í fyrsta sæti. Dansi fleiri pör en eitt úr réttum takti verður að raða þeim eftir lið 2-5 í megin regl- unum. Ekki bara keppni Ýmislegt fleira er á dagskrá hjá Dansráðinu þó svo keppnirnar taki mikinn tíma. Síðastliðinn vetur skipulagði Dansráðið ásamt fulltrú- um Reykjavíkurborgar danskennslu í öllum 9 ára bekkjum í skólum á Reykjavíkur- svæðinu. Síðastliðið vor heiðraði svo Dansráð ís- lands Matthildi Guð- ________ mundsdóttur, kennslufull- trúa á Fræðsluskrifstofu Reykjavíkurumdæmis, en hún hefur meðal annars beitt sér fyrir því að danskennsla verði færð inn í grunn- skólana. í ræðu sem Matthildur flutti, við það tækifæri, kom fram að tilraunakennsla innan skólanna veturinn 1992-1993 hefði gefist svo vel að ákveðið var að fara með markvissa kennslu inn í 9 ára bekki í 25 grunnskólum í borginni vetur- inn 1993-1994 og var kennt í alis 62 bekkjardeildum. Matthildur sagði jafnframt að skólayfirvöld Reykjavíkur hefðu gefið vilyrði fyrir því að áframhald yrði á þessari kennslu í framtíðinni. Danskennarar hafa lagt mikla rækt við grunnsporin Höfundur skrifar um dans í Morgunblaðið. MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1994 27 Efnahagsástandið í Rússlandi HEILSUGÆSLUSTÖÐVAR fyrir gæludýr eru meðal einkafyrirtækja sem skotið hafa upp kollinum og blómstrað í skjóli umbótanna. Kapítalismi farinn að skila árangri Laun hækka og lífskjör batna, stjómendur stjórna í reynd, peningamenn fjárfesta. Kapít- alismi er farinn að skila árangri í Rússlandi en reikul stjómarstefna kann hins vegar að hindra frekari efnahagsframfarir. UNDANFÖRNUM fjórum árum hefur iðnaðarfram- leiðsla dregist saman um helming í Rússlandi. Til samanburðar minnkaði hún um þriðj- ung í Bandaríkjunum í kreppunni miklu. Opinberar tölur gefa hins veg- ar von um að bati sé í vændum því þær benda til að framleiðslusamdrætt- inum sé lokið því framleiðslan hefur ekki minnkað undanfarna þijá mán- uði. Sömuleiðis hafa mælanleg lífskjör raunverulega batnað. Að sögn Goskomstat, rússnesku hagstofunnar, jukust rauntekjur heimilanna, þegar tillit hefur verið tekið til verðbólgu, um 18% frá júlí 1993 til 1994. Raunveruleg neyslu- aukning heimilanna jókst um 10% á sama tíma. Þá hefur bílaeign tekið stakkaskiptum og áttu 40% fleiri fjöl- skyldur bifreið í haust en í hitteðfyrra. Jafnframt eru breytingar á neyslu- venjum Rússa merkjanlegar. Þannig jókst innflutningur á kjúklingum og annar kjötinnflutningur úr 90.000 tonnum í janúar sl. í 399.000 tonn í ágúst. Andstæðingar efnahagsumbóta halda því fram að Rússar hafi ekki efni á matvælainnflutningi en þrátt fyrir hann voru utanríkisviðskipti Rússa hagstæð um 11,7 milljarða Bandaríkjadollara á fyrstu átta mán- uðum þessa árs. Skoða má þessar jákvæðu tölur í ljósi þess að þegar rússneskar hagtöl- ur eru annars vegar er dregin upp allt of dökk mynd af ástandi og horf- um í efnahagsmálum. Þannig nam verg landsframleiðsla Rússa 364 tril- ljónum rúblna, jafnvirði 245 milljarða dollara, á 12 mánaða tímabili sem lauk í júní sl. Það jafngildir 1.700 dollara tekjum á mann eða sömu upphæð og á hvern íbúa í Namibíu. Meira til ráðstöfunar Augljóst má hins vegar vera að Rússar búa mun betur en þessi upp- hæð gefur til kynna. Ein skýringin er sú að þótt gjöld fyrir frumþarfir á borð við húsaleigu, vatn, hita, gas o.s.frv., hafi stórhækkað nema þau eftir sem áður aðeins broti af því sem þessi þjónusta raunverulega kostar. Önnur ástæða er að opinberar tölur um landsframleiðslu endurspegla einkum það sem á sér stað í ríkisrekn- um framleiðslufyrirtækjum. Sá þáttur efnahagslífsins er smám saman að fjara út, að hluta vegna stefnu stjórn- valda og að hluta vegna vanhæfni stjórnenda þeirra. Einnig er það svo í einkageiranum að fáir kaupsýslumenn eru svo heimskir að þeir gefi utanaðkomandi fólki upplýsingar um tekjur og veltu. Þeir óttast að skattheimtan eða maf- ían komist yfir upplýsingarnar. Giskað er á, að stærð gráa hagkerf- isins utan við opinberu tölurnar sam- svari 25-40% af landsframleiðslunni og þykja þær ágiskanir varfærnar. Umsvifin eru alla vega nógu mikil til þess að koma milljónum Rússa upp fyrir fátækramörk. Þeim sem opin- berlega hafa verið skráðir búa í fá- tækt fækkaði um helming á einu ári frá júní 1993 eða úr rúmlega 40 millj- ónum í 20 milljónir. Staðfesta Ríkisstjórn Borís Jeltsíns forseta hefur sýnt tiltölulega mikla staðfestu á þremur sviðum efnahagsumbóta. Hún hóf að innleiða viðskiptafrelsi og gefa verðlag frjálst í janúar 1992 og hefur ekki hvikað frá þeirra stefnu. Einnig greip hún til aðgerða, að vísu nokkuð fálmkenndra, til þess að koma á þjóðhagslegum stöðugleika og loks hefur stjórnin ekki látið deig- an síga við einkavæðingu ríkisfyrir- tækja og stofnana. Hægt hefði verið að ganga röskleg- ar fram og í meira samhengi. Að vísu fór eitt ár meira eða minna í súginn vegna átaka stjórnarinnar og þings- ins, en stefna og aðgerðir stjórnar Jeltsíns hafa engu að síður umbreytt hagkerfinu sem Rússar fengu í arf frá Sov- étríkjunum sálugu. Gamla hagkerfið var miklu fremur misþróað en vanþróað. Það var alltof mikil áhersla á vöruframleiðslu og kerfið var svo óskilvirkt, að verð- mætasköpunin var neikvæð og virð- isauki hráefnisnotkunarinnar oft eng- inn vegna gífurlegrar hergagnafram- leiðslu. Fyrsti ávinningur umbótanna var að hlutdeild verksmiðjuframleiðslunn- ar í vergri landsframleiðslunni hafði lækkað í 30% og þáttur þjónustugrein- anna - sem ekki voru metnar í sov- éska hagkerfinu - orðinn rúmlega 50%. Ekki er síður mikilvægt að 58% opinberrar landsframleiðslu Rússa í dag koma frá einkareknum fyrirtækj- um. Hugarfarsbr eyting Mikil hugarfarsbreyting hefur fylgt umskiptunum í hagkerfinu. Ifyrir nokkrum misserum snerist umræðan í kaffitímunum um það hvort einka- eign væri æskileg en í dag snýst hún um það hvort einkavæðingin hafi tek- ist vel eða illa. Meira að segja Gennadíj Zjúganov, formaður Kommúnistaflokksins end- urreista, sem litlum eða engum breyt- ingum hefur tekið, hafnar ekki hug- myndinni um að þörf sé á því að fast- eignir og fyrirtæki komist í einkaeigu. Ný bók, „Rússneskir kaupsýslu- menn: 40 afreksþættir“, sem félags- fræðingurinn ígor Búnín ritstýrði, gef- ur örlitla mynd af nýju forréttindastétt- inni og afstöðu almennings til hennar. Þar virðist afsönnuð sú viðtekna skoðun að helstu fyrirtækjastjórnend- ur í dag séu menn sem stjórnað hafi sovéskum ríkisfyrirtækjum og notfært sér aðstöðu sína til þess að sölsa und- ir sig eignir. Langflestir kaupsýslumannanna 40 eru alltof ungir til þess að hafa kom- ist í áhrifastöður í gamla hagkerfinu, aðeins einn þeirra er yfir fimmtugu. Nær helmingurinn er með háskóla- gráðu. í skoðanakönnun sem gerð var meðal almennings sögðust 58% telja að samfélagið nyti góðs af því að einkafyrirtæki og einstaklingar græddu. Að- eins 19% voru á öndverðrl skoðun. Sömuleiðis sagði rúmlega helmingur að- spurðra, að ekkert væri at- hugavert við það að einhveijir menn auðguðust um sem samsvaraði millj- ónum dollara. Óvissa Nokkurrar óvissu gætir um hvert stefnir í rússneskum efnahagsmálum og efasemdir eru um stöðu Víktors Tsjernomýrdíns forsætisráðherra. Verðbólga er tekin að stíga á ný og kreppa í bankastarfsemi er sögð vera í uppsiglingu. í stað þess að festa i sessi ávinning undanfarinna missera gæti árið 1995 reynst ár neyðarúr- ræða. Óttast er að þingkosningar seint á næsta ári og forsetakosningar í síð- asta lagi á miðju ári 1996 geti haft í för með sér óstöðguleika. Taki ríkis- stjórnin á verðbólgunni af festu gæti hún gengið hnarreist til kosninga. Mistakist henni í þeim efnum legði hún vopn í hendur kommúnistum og afturhaldsseggjum sem gætu með góðum árangri í kosningunum stöðvað framrás kapítalismans í Rússlandi, ef ekki snúið þróuninni við. í því sambandi má rifya upp kvíða- fulla yfirlýsingu umbótasinnans Jegors Gajdars, fyrrverandi forsætisráðherra, í janúar 1992 er hann ýtti úr vör fyrstu aðgerðum í þá veru að gefa verðlag fijálst. „Kommúnistamir okkar eru ólíkir pólskum og ungverskum skoð- anabræðrum sínum - okkar eru langt frá því að geta talist skaðlausir." Byg^t á The Economist og Business Week. Opinberar hagtölur draga upp of dökka mynd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.