Morgunblaðið - 26.10.1994, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.10.1994, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1994 13 Leikhús- fólk í há- tíðarskapi í tilefni af 60. sýningu á Barp- ari næstkomandi föstudags- kvöld verður efnt til hátíðar hjá Leikfélagi Akureyrar, en dregið verður úr seldum mið- um á þeirri sýningu og heppinn leikhúsgestur færi í vinning árskort fyrir tvo í leikhúsið. Þá fá öll börn sem koma að sjá Karamellukvörnina næsta laugardag kl. 14, frí- miða fyrir foreldra sína eða forráðamenn og í fréttatil- kynningu frá leikfélaginu eru börn eindregið hvött til að nota þetta tækifæri til að bjóða foreldrum sínum með sér í leikhúsið. Þessar tvær sýningar ganga nú jöfnum höndum hjá félag- inu í sitthvoru leikhúsinu en sýningum beggja fer óðum fækkandi. Áhyggjur af eldhættu „STJÓRN Landssambands slökkviliðsmanna lýsir yfir / miklum áhyggjum vegna þeirrar eldhættu sem stafað getur af lofteinangrun í Ólafs- fjarðargöngum. Oryggi veg- farenda getur engan veginn talist tryggt við slíkar aðstæð- ur,“ segir í ályktun frá stjórn Landssambands slökkviliðs- manna. Átelur sambandið Vegagerð ríkisins fyrir að taka ekki tillit til ítrekaðra viðvarana, m.a. frá slökkviliðsstjóra Ólafs- fjarðar og segir það skýlausa kröfu að vegagerðin láti þegar í stað framkvæma nauðsyn- legar úrbætur í göngunum. Vestmanney- ingar stofna átthagafélag VESTMANNEYINGAR á Norðurlandi hafa stofnað með sér átthagafélagið Hástein og eru stofnfélagar 33 talsins. Á stofnfundi sem haldinn var fyrir skömmu voru sam- þykkt lög félagins og stjórn skipuð en formaður hennar er Sólrún Helgadóttir, Ingibjörg Heiðarsdóttir er gjaldkeri, Ásta Hallvarðsdóttir gjaldkeri og Jón Stefánsson meðstjórn- andi. Formaður skemmti- nefndar er Sigmar Þröstur Óskarsson. Hagyrðinga- kvöld í Deiglunni VETRARDAGSKRÁ í Deigl- unni hefst annaðkvöld, fimmtudagskvöldið 27. októ- ber, kl. 20.30 með hagyrðinga- kvöldi. Nokkrir landskunnir hag- yrðingar munu þá etja saman skáldfákum sínum og jafn- framt er fólk hvatt til að koma og kasta fram fyrripörtum og kviðlingum. Sorgarsamtök SAMTÖK um sorg og sorgar- viðbrögð hafa opið hús í Safn- aðarheimili Akureyrarkirkju annaðkvöld, fimmtudags- kvöldið 27. október, og hefst það kl. 20.30. Framkvæmdastjóri Sambands veitinga- og gistihúsa Skammsýni að beina veisl- um í íþróttahús og einkasali ERNA Hauksdóttir framkvæmdastjóri Sam- bands veitinga- og gistihúsa segir forráðamenn bæjarfélaga sem vilji sækja fram á sviði ferða- þjónustu eins og til að mynda Akureyri verði að huga að því að ef til eigi að vera góð hótel í framtíðinni til að taka á móti ferðamönnum verði þau að fá einhver viðskipti. Það sé skamm- sýni að beina veisluhöldum í síauknum mæli inn í íþróttahús, einkasali og félagsheimili. Lognast út af „Ef ferðaþjónustufyrirtæki eiga að geta tekið á móti ferðamönnum að sumrinu verða þau að lifa af veturna, en þá er innlendi markaðurinn ráðandi. Komi til þess að allar árshátíðir hverfa inn í íþróttahús og félagsheimili lifa þau ekki af og spurning er því sú hvort bæjaryfirvöld á hvetjum stað vilji að hótelin lognist út af,“ sagði Erna. Hún sagði menn hafa velt fyrir sér af hveiju fólk sæktist fremur eftir að halda árshá- tíðir í íþróttahúsum en á glæsilegum veitinga- stöðum. „Ef staðin eru skil á öllu sem þarf að standa skil á ætti ekki að vera ódýrara að sækja í þessi hús,“ sagði Erna og benti á að sama verð væri á hráefninu, laun starfsfólks væru þau sömu og kostnaður við hljómsveit væri sá sami. Það væri þvi ekkert sem benti til að ódýr- ara væri fyrir t.d. starfsmannafélög að halda veislur í íþróttahúsum en á skemmtistöðum og væri því íhugunarefni hvort allt væri löglegt sem fram færi í þessum húsum. Hún sagði veitingahús og skemmtistaði þurfa að uppfylla strangar kröfur og þau greiddu margvísleg og há gjöld til hins opin- bera sem til að mynda íþróttahús á tækifæri- svínveitingaleyfi þyrfti ekki að uppfylla og greiða. Svört starfsemi Erna sagði málið snúast einkum og sér í lagi um tvennt, annars vegar svarta starf- semi, sem viðgengist en væri misjöfn milli húsa, og hins vegar væri sjónum beint að for- svarsmönnum bæjarfélaga, það væri umhugs- unarefni hvort stjórnendur á hveijum stað vildu hlú að þeim fyrirtækjum sem væru bæjarfélag- inu nauðsynleg eða hvort áfram yrði látið óátal- ið að salir af ýmsu tagi rifu af veitingahúsun- um viðskiptin. Það hlyti að vera hverju bæjarfé- lagi hagsmunamál að hótelið yrði rekið svo hægt yrði að taka á móti ferðamönnum áfram. Morgunblaðið/Rúnar Þór Biðu ekki boðanna í snjónum EKKI stóð á snjóboltunum frá þessum drengjum á Akureyri í gær en þá var skýjað um mest- allt land, slydda Norðanlands og allhvasst á annesjum. I dag verður kaldi og stinningskaldi um allt land og gert ráð fyrir áframhaldandi ofankomu, eða éljagangi norðvestanlands þannig að áhugamenn um snjókast hafa örugglega úr nógu að moða. . Á fimmtudag og föstudag er búist við éljum um norðan- og austanvert land og talsverðu frosti um land allt. Á laugardag dregur úr frosti og snýst í aust- anátt. Lítils háttar él verða áfram norðaustanlands en ann- ars þurrt og víða bjartviðri. Kjördæmisfundur Þjóðarflokksins Framboð óvíst „NIÐURSTAÐAN varð sú að við ætlum að skoða málin betur,“ sagði Árni Steinar Jóhannsson hjá Þjóð- arflokknum eftir kjördæmisfund flokksins á Norðurlandi eystra sem haldinn var á Akureyri um helgina. Á fundinum v_ar m.a. rætt um framboðsmál en Árni Steinar sagði ekki tímabært að segja ákveðið fýr- ir um hvort Þjóðarflokkurinn myndi bjóða fram við alþingiskosningarn- ar á næsta ári. Við síðustu kosning- ar bauð flokkurinn sameiginlega fram með Flokki mannsins og fékk listinn tæplega 1.100 atkvæði á Norðurlandi eystra og munaði litlu að hann kæmi að manni inn á þing. „Það er ekki tímabært enp að segja hvort við bjóðum fram, það er verið að skoða málið, m.a. varð- andi samvinnu við aðra,“ sagði Árni Steinar og taldi í því sam- bandi koma vel til greina að athuga samstarf við fyrirhugaðan fram- boðslista Jóhönnu Sigurðardóttur. Starfsemi á vegum íjóðarflokks- ins hefur verið afar lítil frá síðustu alþingiskosningum „aðallega vegna peningaleysis," sagði Árni Steinar „en það er hugur í mönnum og við munum koma saman fljótlega aftur og fara betur yfir málin.“ Iðnmenntaskólamenn bera saman bækur AÐALFUNDUR Sambands iðn- menntaskóla var haldinn í Verk- menntaskólanum á mánudag. Annað hvert ár eru aðalfundir haldnir á landsbyggðinni og hitt árið í Reykjavík. Að loknum aðalfundar- störfum bauð bæjaretjórn Akureyrar upp á hádegisverð og flutti Jón Þórð- arson, forstöðumaður sjávarútvegs- deildar Háskólans á Akureyri, erindi um menntun í matvælaiðnaði. Þá skoðuðu fulltrúar húsakynni skólans undir leiðsögn skólameist- ara, Bernharðs Haraldssonar, sem einnig fór með þeim í skoðunarferð um bæinn. Morgunblaðið/Rúnar Þór PETREA Hallmarsdóttir, Helga Jónsdóttir og Kristbjörg Magna- dóttir í Galleríinu í Sunnuhlíð seni átti eins árs afmæli í gær. Hamingjusamar handverkskonur EITT ár er síðan Galleríið í Sunnuhlíð opnaði, en upphafið að starfseminni er að nokkrar handverkskonur tóku sig saman og leigðu húsnæði í verslunarm- iðstöðinni til þriggja mánaða og var tilgangurinn að koma fram- leiðslu þeirra á framfæri og ná hluta af jólasölunni. Verslunin gekk framar björt- ustu vonum og nú réttu ári seinna hefur söluaðstaðan verði stækkuð og vöruúrvalið aukist eftir að fleiri handverkskonur bættust í hópinn sem nú saman- stendur af 15 konum búsettum á Eyjafjarðarsvæðinu. Vinnutilliögun í Gallerínu er nýstárleg. í stað þess að kaupa vinnuafl til afgreiðslustarfa skipta konurnar vinnunni með sér og þarf hver þeirra að vinna í versluninni einn og hálfan dag í mánuði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.