Morgunblaðið - 26.10.1994, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.10.1994, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Konur Konur BOKMENNIIR Ættlræði íslensk ættfræði. Skrá um rit í ætt- fræði og skyldum greinum. Tekið hefur saman Kristín H. Pétursdóttir. Þjóðsaga hf., 1994,451 bls. MIKILL fjöldi íslendinga eyðir tómstundum sínum í að rekja ætt- ir og gera niðjatöl einkum um þá sem þeim eru skyldir. Hefur þeim sem þessa iðju stunda farið mjög íjölgandi hin seinni ár. Vafalaust eru að þessu margar ástæður. Ein er efalítið mikil landlæg forvitni um fólk. Önnur er sú að þetta er einkar þægileg tómstundaiðja fyrir þá sem una innisetum og eru kannski ekki færir til átakaverka. Og í þriðja lagi gera ættrakningar ekki miklar andlegar kröfur. Til að mæta þessum mikla áhuga er nú farið að halda nám- skeið þar sem fóiki eru kennd vinnubrögðin og samin eru tölvu- forrit til að létta mönnum inn: færslu efnis og geymslu þess. í stórum dráttum má líklega segja að heimildir séu þessar: a) Munn- legar heimildir, b) Skráðar en óprentaðar heimildir, einkum kirkjubækur og ýmis önnur skrif, c) Prentuð rit. Allur þorri ættfræð- igrúskara styðst við a) og c). Skráðar óprentaðar heimildir eru að líkindum sniðgengnar af mörg- um, þar eð fæstir koma því við að sitja langtímum saman á skjala- söfnum og eiga auk þess erfitt með að færa sér í nyt þau gögn sem þar er að finna. Munnlegar heimildir skýra sig sjálfar. Stutt niðjatöl sem tekin eru saman vegna ættarmóta eru oftast byggð á upp- lýsingum ættmenna. Hafa sumir flaskað á því að minni manna vill bregðast. Prentuð og fjölrituð rit eru vafalaust þau sem mest eru notuð af leikmönnun í ættfræði. Þar þarf auðvitað að gæta mik- illar varúðar og ræðst áreiðanleikinn auðvit- að af því hversu vand- aður og nákvæmur höfundurinn er og hvaða heimildir hann hefur stuðst við. Ætt- fræðibókmenntir eru hins vegar orðnar feiknamiklar og fjöi- skrúðugar allt frá hreinum ættfræðirit- um til rita þar sem fróðleik um ættir er að fínna þó að annað sé höfuðefnið. Tals- vert mikla þekkingu þarf til að hafa yfírlit yfir þessar bókmenntir. Veldur það mönnum ólitlum erfið- leikum hversu geysimikið er um smárit sem gefin eru út fjölrituð eða sem einkaprent og fara um hendur fárra. En einmitt í þeim ritum er margt að fínna sem ann- ars kostar mikla fyrirhöfn að tína saman. Býst ég við því að margir kannist við það að hafa eytt dijúg- um tíma í að ná saman efni sem svo kom í ljós síðar að hafði þegar verið safnað saman af öðrum. Kristín H. Pétursdóttir hefur gert sér þennan vanda ljósan og hefur því unnið það ágæta þarfa- verk að draga saman í skrár öll þau prentuðu gögn sem hún gat haft uppi á. Meginefni bókar henn- ar er skrá um rit í ættfræði og skyldum greinum. Eru það rúm- lega 1600 færslur. Höfundur hefur ekki látið við það sitja að birta tit- il og prentsögu ritanna heldur fylg- ir og einatt talsverð frásögn af innihaldi þeirra. Getur maður ekki annað en undrast þá natni og elju sem höfundur hefur sýnt við efnis- söfnun. Sjálfsagt vantar hér ein- hver fáséð smárit, öðru vísi getur það varla verið. En hér er áreiðanlega mikælu meira að finna en nokkur einn einstakl- ingur hefur í sínum sarpi. Miklisvert finnst mér hversu mikið er hér af ritum íslendinga í Vesturheimi. Þar er augljóslega miklu meiri ættfræðiheimild- ir að fínna en mann hefði grunað að óat- huguðu máli. Höfund- ur hefur gert sér far um að koma til móts við ættfræðiáhuga Vestur-íslendinga með því að þýða á ensku aðalkaílaheiti, gera stutta úrdrætti og skýringar á skammstöfunum o.fl. Á eftir inngangi, yfirliti yfir skammstafanir og ýmis gagnleg orð fer stuttur kafli um helstu heimildir. Síðan kemur aðalskráin sem er meginefni bókar. Þar á eftir fara ýmsar gagnlegar skrár, s.s. um helstu skjalasöfn, bæjar- og héraðsbókasöfn, helstu tímarit með ættfræðilegu efni, hreppa- skiptingu 1930 og 1965. Þá er skrá um rit eftir sýslum og hrepp- um, höfundaskrá, staðanöfn og önnur efnisorð og loks mannanöfn. Allt er þetta frábærlega vandað og trúverðugt og ber nákvæmni og fagmennsku höfundar gott vitni. Ég tel engan vafa Ieika á því að ættfræðiunnendur og þeir sem þjónusta þá muni fagna þessu riti og telji þegar þeir hafa kynnst því að þeir geti alls ekki án þess verið. Bókin er gefín út í sama broti og ættfræðisafn Þjóðsögu. Frá- gangur allur er með hinum mesta myndarbrag. Sigurjón Björnsson MYNPLIST Listhúsiö cinn cinn GRAFÍK GRÉTA MJÖLL Opið daglega frá 14-18. Til 27 október. Aðgangur ókeypis. GRAFÍKLISTAKONAN Gréta Mjöll Bjarnadóttir skilgreinir myndir sínar í listhúsinu einn einn á þann veg, að sjö konur leiða niðurröðun tákna. Þær voru vald- ar tilviljunarkennt út úr þjóðskrá af starf- stúlku á Hagstofu ís- lands. Þessar sjö konur eiga það sameiginlegt að vera fæddar 1944 og eiga því stórafmæli um leið og íslenzka lýðveldið. Samstarf listakonunnar við þær var á þá leið að þær völdu sér tákn fyrir hvert 7 ára tímabil í lífinu. Og úr því vann hún eins konar bók- rollur, sem eru uppistaða sýningar- innar. Gréta Mjöll, sem útskrifaðist úr grafíkdeild MHÍ vorið 1987, hefur til þessa ekki verið stórtæk á vett- vanginum, því þetta er önnur sýn- ing hennar, og má segja að hún hafi rétt flutt sig á milli húsa, en síðast sýndi hún í listhorni Sævars Karls fyrir ári eða svo. Áður hafði hún lokið námi í kennaradeild skól- ans og hefur verið mjög virk á vettvangi myndmennta og m.a. var kosin í stjórn Félags íslenzkra myndlistarkennara 1991, og for- maður frá 1993. Segja má að Gréta hafi farið hægt af stað í grafíkinni, en frá því hún kom sér að verki hafí hún verið óstöðvandi, því að hún hefur víða verið þátttakandi á samsýn- ingum í ár, m.a. í Kína og Árósum. Konuímyndin er það sem tekur hug Grétu Mjallar fanginn um þessar mundir og þannig notar hún óspart bijóstaformið, sem hún end- urtekur á myndfletinum og raðar skipulega upp eftir því frá hvaða forsendum er gengið í sjálfri mynd- byggingunni. Að sjálfsögðu er bijóstaformið tákn fijóseminnar og lífsins, og það vakir sjálfsagt fyrir listakonunni að halda því fram, um leið og hún yfirfærir það í hin ýmsu veraldlegu og sam- mannlegu tákn. Á trúarsýningunni í Portinu, sem nú er nýlokið, mynduðu bijóstaformin t.d. kross og þarmeð fékk þessi ástþrungni og formfagri hluti konu- líkamans upphafna skírskotun. Þrátt fyrir að í fyrstu virki myndir Grétu Mjallar mjög einhæfar, er hér ekki nema um ytri endur- tekningar að ræða, því að hver niðurröðun býr yfir eigin forsendum. Að vissu marki beitir hún forminu sem ákveðnu tákni eða myndletri í nokkurs konar sjón- rænni gestaþraut, sem þó liggur ljós fyrir við nánari athugun. Menn skulu því ekki afgreiða myndir hennar sem einhæfar endurtekn- ingar, þótt óneitanlega virki vinnu- brögðin ekki svo lítið vélræn í fyrstu. Ekki liggur fullljóst fyrir, hvers vegna konurnar notuðu einmitt þessi ákveðnu tákn, eins og t.d. ankeri, hjörtu, hús, sólir, smára, lykla, kross eða dropa og hefði verið næsta fróðlegt að fá það upplýst. Hugmyndin að baki hins ákveðna myndferlis er góðra gjalda verð, og hin grafíska útfærsla mjög hrein og ótvíræð. Sviðið er þannig galopið til meiri átaka við efniviðinn. Bragi Ásgeirsson Handbók fyrir ætt- fræðiunnendur Kristín H. Pétursdóttir Gréta Mjöll ROKKSVEITIN 2001. Yísir að hljómsveit TÓNLIST Ncðanjarðarrokk FRYGÐ 2001 Fjögurra laga stuttplata og frum- raun hljómsveitarinnar 2001 sem heitir Frygð. Engar upplýsingar fylgja plötunni, nema að 2001 gefí út. 20.20 mín., 999 bkr. ÞRÓUNIN er ör í rokkinu og hljómsveitir koma og fara örar en tölu verði á þær komið. Þannig var hljómsveitin 2001 til úr nokkrum af helstu rokksveitum neðanjarðageir- ans snemma á þessu ári. Eftir fyrstu æfinguna brá sveitin sér í hljóðver og tók um þau fjögur lög sem fínna má á Frygð. Það heyrist og að sveit- in hefur ekki legið lengi yfír lögunum fjórum, því þó þar megi finna marg- ar góðar hugmyndir, verður einatt lítið úr þeim og þannig er til að mynda fyrsta lag disksins, Orff, ekki nema inngangur að einhveiju sem ekki kemur, annað lagið, Kommi, frekar hugmyndasafn sem gæti orðið að lagi, en fullmótað lag, þriðja lag- ið, Semen, líður fyrir aulaiegan texta, þó lagið sjálf sé allgott, og fjórða lagið, Plexus, líklega besta lag plöt- unnar, einnig hálfkarað. Þannig gef- ur þessi frumraun sveitarinnar varla rétta mynd af henni og þó heyra megi víða að sitthvað sé í sveitina spunnið, eins og í lokalaginu, er þessi útgáfa hálf tilgangslaus nema sem vísir að einhveiju sem gæti orðið. Árni Matthíasson Múr þagnarinnar BOKMENNTIR S m á r i t SEX HUGLEIÐINGAR Á HÁTÍÐARÁRI SMÁRIT NR. 1 ÞORGEIR ÞORGEIRSON Leshús, Reykjavík, 1994,31 bls. Verð kr. 335. NÚ HEFUR Þorgeir Þorgeirson rithöfundur tekið upp þann hátt að gefa út smáritaflokk hjá forlagi sínu Leshúsum. Fyrsta smáritið birtist nú. Er það eins og segir á bókarkápu, „samantekt á nýlegum blaðagreinum og bréfaskrifum höf- undarins um náskyld efni, sem farið hafa á dreif í birtingu. Hér er þetta í samhengi ásamt lokaorð- um, sem tengja þættina betur í rétt skapaða heild.“ En smáritin „eru hugsuð sem útgáfuvettvangur fyrir hvaðeina, sem hefur minna umfang en heil bók útheimtir, en kemst þó ekki fyrir í þröngum stakki blaðagrein- ar eða tímaritspistils". í fyrstu greininni gerir höfundur að umtalsefni þau loforð um stór- gjaflr eða réttarbætur sem Alþingi heitir þjóðinni þegar það kemur saman „undir beru lofti á Þingvöll- um við hátíðleg tímamót". — Oft er þetta lítið annað en innantómt hjal, þokukenndar ályktanir um „að þingið muni „á komandi árum“ fara að sinna einhverju skyldu- verkinu, sem lengi hefur verið trassað". Að sérstöku umræðuefni gerir hann loforð um „að láta skrifa kafla um almenn mannréttindi í stjórnarskrána". Höf- undur bendir á að ekki sé það vonum fyrr því að Alþingi íslendinga fullgilti aðild ríkisins að Mannréttindasátt- mála Evrópuráðsins þann 3. september 1953. í annarri grein er fjallað um þá „þrí- skiptingu valdsins sem ... er uppistaða lýð- ræðislegrar konstitúsíónar“ — eða það sem höfundur kýs að nefna „lögrétt stjómarfar“. Mikið skortir á að hans dómi að slíkt stjórnarfar sé hér á landi. Einkum fær Hæsti- réttur íslands ofanígjöf fyrir það að standa ekki vörð um sjálfstæði dómsvaldsins. „Menn gætu enn rumskað við það .. . að Hæstirétt- ur væri orðinn umboðsskrifstofa fyrir yfirgang stjórnarráðsins, .. . ritskoðunarkontór lögreglunnar ..; eða ... orðinn að sprúttsölu.“ í 3., 4. og 5. grein er málefnið Hæstiréttur enn og beinast þar spjótin að forseta Hæstaréttar vegna sérstaks atviks og blandast þar inn í Lögmannafélag íslands og Útvarpsráð. Síðasta greinin er svo samantekt og lokahugleiðingar um framan- greint efni. Hvort sem menn eru fyllilega sammála öllum málflutningi Þorgeirs Þorgeirsonar eða ekki getur engum dulist að hann stingur hér á raunverulegum graftrarkýlum ís- lensks þjóðfélags. Málflutningur hans er skörulegur, bein- skeyttur og óvæginn. Stílvopnið er beitt í höndum hans og hann kann með það að fara. Háðið er napurt og hittir í mark. Þorgeir Þorgeirson hefur sérstaklega látið mannrétt- indamálin til sín taka. Þar getur hann vissulega úr flokki talað því að þau málefni hefur hann skoðað flestum öðrum betur og er jafnvel lögfræðingum ekki hent að fara í fötin hans. En Þorgeir hefur sér- staklega lagt sig i líma við að ijúfa þögnina um það sem menn vilja ógjarnan hafa í hámælum. Margir kunna honum litla þökk fyrir. Víða hefur orðið „persona non grata“. Samt lætur hann hvergi deigan síga, en heldur ótrauður áfram sínu striki. Slíkir menn eru svo sannar- lega þarfir hverju því þjóðfélagi sem ekki vill koðna í viðjum van- ans. Það eru vissulega mörg fleiri mál en mannréttindamál sem þarfnast skeleggra málsvara. Sigurjón Björnsson Þorgeir Þorgeirson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.