Morgunblaðið - 26.10.1994, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.10.1994, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1994 21 LISTIR Gulur/stöðugleiki LIND Völundardóttir MYNPOST Listhorn Sævars HUGMYNDALIST LIND VÖLUNDARDÓTTIR Opið á verslunartíma. Til 27.10. Aðgangur ókeypis. LIND Völundardóttir virðist eftir verkum sínum að dæma vera dæmi- gerður fulltrúi þeirra af yngri kyn- slóð, sem láta hugmyndir og athafn- ir marka ramma listar sinnar. Á bak við slík vinnubrögð er oft- ar en ekki drjúg heimspeki og stutt í fyrirlestra um innihald og inntak gjörninganna. En þá kemur það skoðandan- um spánskt fyrir sjónir, að hann fær kannski ekkert á milli handanna á sýningum viðkomandi, er aukið geti honum skilning á hvert listspírumar eru að fara, og forsendurnar fyrir hin- um sértæku athöfnum. Myndlist heyrir sem betur fer ekki undir almennt lestrarkerfi, heldur skynjar hver og einn myndrænar athafnir á sinn sérstaka hátt, og hér er ekki verra að vera svolítið inni í málum. Maður á það jafnvel til, að spyija sjálfan sig í hvaða tilgangi sýningar em settar upp og hvort þær eigi að höfða til innlendra eða útlendra. Þannig má teljast fortakslaust pott- þétt að Lind Völundardóttir sé ís- lensk, og þó er heiti gjörnings henn- ar í listhorni Sævars Karls á ensku „yellow“ (and all other colors) / „stable (and all other conditions). Jafnframt em útskýringar inni í skránni einnig allar á ensku. í þessu finn ég lítinn frumleika og næsta lítil sniðugheit, en hins vegar móðg- un við sýningargesti og móðurmál- ið. Almennar skilgreiningar á hug- tökum er sýninguna varða, marka ei heldur svið frumleika, heldur öllu frekar hugmyndafátæktar og ákveðinnar tilhneigingar til sjálf- birgni og andlegrar leti. Annað mál er svo, að sjálfur gjörningurinn inni í rýminu er vel útfærður og góðra gjalda verður, þótt ekki teljist hann ýkja frumleg- ur né nýstárlegur. En vel er að honum staðið og hann er fjölþætt- ari og mun markvissari en margt sem maður hefur áður séð í þessu rými. Um er að ræða þyrpingu af aflöngum gulum stöplum, sem bera uppi mikinn fjöjda af margvíslegum kaffibollum. Á einum veggnum mótar í teikningar af nokkrum stöplanna, sem virka eins og til áherslu, eða skuggar þeirra, en á öðrum vegg eru nokkrar prýðilegar ljósmyndir í lit af þyrpingunni, og er þetta í heild hrifmikið sjónrænt séð. Ef umbúðirnar, þ.e. sýningar- skráin og útskýringarnar í henni, hefðu verið skilvirkari hefði í alla staði verið á ferð mjög markviss gjörningur. Bragi Ásgeirsson Nýjar bækur • FYRSTA bókin um kvennaguð- fræði sem skrifuð hefur verið á ís- lensku er komin út. Höfundur er séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir. Bókin heitir Vinátta Guðs. í henni er fjallað um kristna trú út frá sjón- armiði kvenna. Rætt er um mikil- vægi þess að Guð er eins og móðir okkar og faðir. í fréttatilkynn- ingu segir: „ Ahersla er lögð á sjónarmið kvennaguðfræð- innar um sjálfs- myndina og hug- myndir hennar um syndina og frelsið, vináttuna og völdin. Einnig er Ijallað um hvernig trúin mótar lífið og lífið trúna. í lokakafla bók- arinnar er fjallað um einmanaleika, ótta, sektarkennd og reiði og þá möguleika sem kristin trú gefur fólki til þess að stjórna eigin lífi.“ Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir hefur lagt stund á rannsóknir í kvennaguðfræði í 15 ár. Bókin kem- ur út í tilefni þess að nú eru 20 ár síðan hún vígðist sem prestur, fyrst kvenna á Islandi. Kvenna- kirkjan gefur bókina út með stuðn- ingi frá Lúterska heimssambandinu og íslensku þjóðkirkjunni. Bókin er 163 bls. og erprentuð í G. Ben./Eddu prentstofu hf. Hún kostar 1.900 krónur. • Leikir og leikföng heitir ný handbók fyrir foreldra. Bókin er miðuð við börn frá fæðingu til fimm ára aldurs og leiðbeinir um hvernig má örva þroska barna með viðeig- andi leikjum og leikföngum. Sér- stakur kafli er fyrir hvert aldurs- stig og í hveijum þeirra er að finna hugmyndir um leiki úti og inni. Útgefandi erMál og menning. Álf- heiður Kjartansdóttir þýddi bókina sem er 96 bls. ogkostar 1.690 krón- ur. • II; GÍtÍP plasthúðun • Fjölbreytt vandaö úrval af efnum • Fullkomnar plasthúðunarvélar • Vönduð vara - gott verð OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33-105 Reykjavík Símar 624631 /624699 « - kjarni málsins! island er sérstætt land með sérstætt umhverfi. íslendingar þurfa því ööruvísi bíla. Bíla sem bera þá um misjafna vegi af sama fótvissa Öryggi og íslenski hesturinn. Bíla með mjúka langa fjöðrun, og sæti sem aldrei þreyta. Togmiklar vélar í brekkurnar og sparneytni sem engir ná sem Frakkar. Ríkulegan staðalbúnaö s.s. vökvastýri, veltistýri, fjarstýrðar samlæsingar, upphituð og hæðarstillanleg sæti og svo margt fleira. Þaó er von aó fólk nuddi augun eftir aó hafa skoöaó 1995 árgerdina af Peugeot 405 og lítur svo á veröiö. En þér er óhætt aö trúa þessu: Peugeot 405 GLX: kr. 1.470.000 PEUGEOT Nýbýlavegi 2, Kópavogi, sími 42600. Margir eiga erfitt með að trúa verðinu á Peugeot 405.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.