Morgunblaðið - 26.10.1994, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.10.1994, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunpóstskönnun Tveir aff hverjym þremur lýsa yfir vantrausti á Guðmund Áma M&rihlutinn styður vantraust á Jón Baktvin og Ólafur G. Enarsson stendur tæpt Þeir eru algjörir Hafnarfjarðarbrandarar því hvorugur þeirra er búinn að átta sig á því að dallurinn er sokkinn . . . Ríkisstjórn samþykkir tillögur um vetrarveiðar í Smugu Veiðar verði aðeins á sérbúnum skipum Morgunblaðið/Helgi Bjamason ÍSAÐ í ker um borð í Runólfi í Smugunni. RÍKISSTJÓRN samþykkti á fundi sínum í gær að farið yrði eftir leið- beiningum sem starfshópur um vetraveiðar í Smugunni hefur skil- að samgönguráðherra að hans beiðni, og að þeim tilmælum yrði beint til sjómanna og útgerðar- manna að fara eftir ábendingum þeim sem þar koma fram. Sam- gönguráðherra kveðst sannfærður um að samtök útgerðarmanna og sjómanna muni fylgja tilmælunum og þar með talið útgerðarmenn hentifánaskipa. Starfshópurinn er sammála um að vart séu efni til að banna íslensk- um skipum að stunda veiðar í Bar- entshafi að vetrarlagi en bendir á að skip sem þar hafa stundað veið- ar séu mjög misjafnlega búin til að mæta óveðri á því hafsvæði. Tryggja þurfí ítarlegar veður- spár frá Veðurstofu íslands sem gefi vísbendingar um yfirvofandi illviðri og ísingarhættu, og hefur ráðherra ákveðið að leggja fram 1,5 milljón króna í þróunarkostnað svo hægt sé að koma þessum mark- miðum í framkvæmd. Hópurinn vill að stefnt verði að því að fram- tíðinni þurfí íslensk fískiskip sér- stakt haffærisskírteini til að veiða norðan 72 gráður norðlægar breiddar að vetrarlagi, og kom fram á fundi ráðherra og starfs- hóps í gær að rætt um næsta haust í því sambandi. Hópurinn leggur jafnframt til að stjórnvöld beini þeim tilmælum til útgerðarmanna og sjómanna að þeir stundi ekki veiðar norðan 72 gráður norðlægrar breiddar á tíma- bilinu 1. nóvember til 1. apríl á öðrum skipum en þeim sem sér- staklega eru til þess búin. Auk þess búnaðar sem krafist er af Siglingamálastofnun til haf- færisskírteinis, verði þau búin lok- uðum björgunarförum svo fljótt sem auðið er, svonefnum „Standard C“ fjarskiptatækjum sem tengjast gervihnetti og stuttbylgjustöð og skipstjóri sækji námskeið í „nútíma fjarskiptum" hjá Stýrimannaskóla Islands. Ennfremur er gert ráð fyr- ir að skip séu búin ýmsum þáttum og búnaði sem auka á öryggi þeirra og stöðugleika f neyðartilvikum. 8-10 milljónir á skip Halldór Blöndal, samgönguráð- herra, segir ekki ljóst hversu mörg skip munu halda til veiða í Smug- unni á umræddu tímabili, en það sé rétt að um verulegan kostnað verði um að ræða vegna þessa búnaðar fyrir stærstu skipin. „Gert er ráð fyrir að viðunandi búnaður fyrir frystitogara muni kosta 8-10 milljónir króna á skip en eitthvað minna fyrir smærri skip. Mín reynsla af útgerðarmönnum er sú að þeir vilji leggja mikið á sig til að gæta ítrasta öryggis fyrir sjó- menn og tel að þeir muni fara eft- ir þessum ábendingum með glöðu geði, þrátt fyrir kostnaðarauka," segir Halldór. Aðspurður kvaðst ráðherra ekki líta á tillögurnar sem blessun ríkis- stjórnar yfír Smuguveiðum, þótt svo að afraksturinn af Smuguveið- um skipti verulegu máli fyrir þjóðarbúið, hann sjái þær ekki á svo afmarkaðan hátt heldur sé með áliti starfshópsins sé verið að horfa til úthafsveiða Islendinga í heild sinni. Tillögur ófullnægjandi I bókunum með áliti starfshóps- ins kemur fram að Guðfinnur Joím- sen fulltrúi LÍÚ skrifar undir skýrslunar með fyrirvara um að tilmæli um lokuð björgunarför verði tekin til faglegrar umfjöllunar hjá úthafsveiðinefnd LÍU. Bjarni Sveinsson, fulltrúi sjómanna telur tillögurnar vart fullnægjandi þar sem þær séu málamiðlun til að nálgast sjónarmið LIÚ. HM í handknattleik 1995 í góðum farvegi Gríðarleg landkynning Geir H. Haarde Geir H. Haarde tók við formennsku í Framkvæmda- nefnd HM 95 í mars sl. og voru þá blikur á lofti varð- andi fyrirhugaða heims- meistarakeppni í hand- knattleik á Islandi. Gengið hafði á ýmsu vegna móts- haldsins og um tíma leit út fyrir að Islendingar yrðu að gefa keppnina frá sér en forystumenn íslensks handknattleiks voru á öðru máli. Þeir hafa rutt hverri hindruninni úr vegi og í dag verður mikilvægum áfanga náð með undirritun samnings við RÚV um sjónvarps- og útvarpssend- ingar frá keppninni sem er sú viðamesta sem ís- lendingar hafa tekið að sér og jafnframt er um að ræða merkasta íþróttaviðburð sem hef- ur farið fram hér á landi. Er ekki þungu fargi af skipuleggj- endum keppninnar létt við þessi tímamót? „Jú. Það er ánægjulegt að þessi mál skuli loksins vera kom- in í höfn. Um er að ræða samn- ing um sjónvarpsupptökur á öll- um 86 leikjum keppninnar, sem standa öllum þátttökuþjóðum til boða í gegnum svissneska fyrir- tækið CWL, sem á útsendingar- réttinn. Lengi vel stóð í stappi um þessi mál, einkum við hina erlendu aðila, en þau hafa leyst farsællega.“ ► Geir H. Haarde, formaður Framkvæmdanefndar HM 95, undirritar í dag samning milli nefndarinnar og Ríkisútvarps- ins um sjónvarps- og útvarps- útsendingar frá heimsmeist- arakeppninni í handknattleik sem fram fer á íslandi dagana 7. til 21. maí 1995. Geir er fædd- ur 8. apríl 1951. Hann er hag- fræðingur að mennt, hefur ver- ið alþingismaður frá 1987 og er formaður þingfiokks sjálf- stæðismanna. Geir er kvæntur Ingu Jónu Þórðardóttur, við- skiptafræðingi og borgarfull- trúa, og eiga þau fimm börn. Heildarmynd að komast á skipulagninguna - Hafa þar með allir lausir end- ar verið hnýttir? „Með undirritun þessa samn- ings er heildarmynd að komast á skipulagningu keppninnar. Framkvæmdanefndarmenn og aðrir starfsmenn hafa unnið hörðum höndum við að loka hringnum og koma púslunum á réttan stað. Eitt mikilvægasta skrefið eftir undirritun samningsins við Al- þjóða handknattleikssambandið, IHF, í júní, var samningurinn, sem Reykjavíkurborg og Iþrótta- samband Islands gerðu með bak- stuðningi ríkisvaldsins um stækkun Laugardalshallar. Það mál tók lengri tíma en ráð var fyrir gert en að lokum fannst farsæl lausn sem þakka ber fyrir. Við höfum gert ----------- mjög hagstæðan tölvusamning sem skiptir okkur miklu máli. Hann er þess eðlis að um er að ræða fullkomnustu tölvuþjónustu sem völ er á í svona keppni og eykur því gildi hennar mikið. IHF hefur samþykkt leikjaá- ætlun okkar og með þessum áfanga í dag er aðeins skipulagn- ing framkvæmdarinnar sjálfrar eftir og er allur undirbúningur í því sambandi á fleygiferð. Við- ræður, sem standa yfir við menn og fyrirtæki í ferðaþjónustunni og hótelgeiranum, eru í góðum farvegi. Sama má segja um samninga við viðkomandi bæjar- félög varðandi alla þætti vegna riðlakeppni á viðkomandi stöð- um. Við höfum gengið frá öllum lausum endum við svissneska fyrirtækið CWL og það var for- senda þessa samnings, sem nú verður undirritaður." Undirritunin mikilvægur áfangi Krefjandi verkefni - Hvernig stóð á þvíað formaður þingflokks sjálfstæðismanna tók að sér formennsku í HM nefnd- inni? „Eg gerði það að ósk forráða- manna Handknattleikssambands íslands eftir að hafa ráðfært mig við fjölda manna sem ég tek mark á. Útlitið var ekki alltaf ýkja bjart, en þetta er krefjandi verkefni og mjög frábrugðið mín- um venjulegu störfum. Reyndar hefur farið meiri tími í það en ég átti von á en ég hef haft mjög gaman af þessu. Skemmtilegur hópur tengist málinu og það er gaman að vinna með baráttu- glöðum mönnum innan íþrótta- hreyfingarinnar. Verkinu er ekki lokið en það er í góðum farvegi og þrátt fyrir mikinn mótvind framan af á ekkert að koma í veg fýrir að við getum haldið keppnina með miklum sóma og fjár- hagslegur grundvöllur á að vera í góðu lagi.“ - Hvaða þýðingu hef- ur keppnin fyrir ísland? „Þetta er gríðarleg landkynn- ing og eins og sjónvarpssamning- urinn gefur til kynna er í mikið ráðist. Ljóst er að hingað kemur mikill fjöldi erlendra fréttamanna vegna keppninnar, væntanlega svo hundruðum skiptir, og því gefst kærkomið tækifæri til að sýna landið í réttu ljósi í þeim tilgangi að efla ferðaþjónustuna, sem er vaxandi og mikilvæg at- vinnugrein. Eins held ég að keppnin hafí heilmikil áhrif á æskuna rétt eins og þegar Bobby Fischer og Borís Spasskí tefldu um heimsmeistaratitilinn í skák í Reykjavík 1972. Ég spái því að þjóðin verði upptekin af þess- ari keppni meðan hún stendur yfir.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.