Morgunblaðið - 26.10.1994, Side 6
6 MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
-
FRÉTTIR
Samstarfsnefnd borgarinnar
með Samtökum iðnaðarins
Auglýst eftir
hönnun
innréttinga
Fimm milljónir til
verkefnisins
BORGARRÁÐ hefur samþykkt að
tillögu samstarfsnefndar með
Samtökum iðnaðarins að auglýst
verði eftir hönnuðum, er leggi fram
tillögur að innréttingum í íbúðir.
Jafnframt hefur borgarráð sam-
þykkt fimm milljón króna fjárveit-
ingu til verkefnisins.
Lagt er til að úr hópi hönnuðana
verði valdir fimm umsækjendur
sem leggi fram tillögur að innrétt-
ingum í íbúðir gegn greiðslu. Síðan
verði valinn einn hönnuður og hon-
um falið að þróa sína hugmynd
og fullhanna. Eftir smíði frum-
gerðar verður smíðin boðin út á
almennum markaði.
Fram kemur að áætlaður kostn-
aður sé 5 milljónir króna, þar af
800 þúsund á þessu ári. Verkefn-
inu verður stýrt af verkefnisstjórn
sem samstarfshópurinn hefur sett
á laggirnar.
í bókun borgarfulltrúa Sjálf-
stæðisflokksins kemur fram að til-
lagan sé dæmi um árangursríkt
samstarf Reykjavíkurborgar við
samtök byggingaraðila, hönnuða
og launþegafélaga innan bygging-
ariðnaðarins, sem komið var form-
lega á í maí síðastliðnum af þáver-
andi meirihluta Sjálfstæðismanna,
sbr. bréf borgarstjóra til borgar-
ráðs 9. maí sl. Mikilvægt sé að
þessu samstarfí verði haldið áfram.
Morgunblaðið/Sverrir
Stúlkur læra skákfræðin
svæðinu og Akranesi. Kennarar voru stórmeist-
ararnir Helgi Áss Grétarsson, Jón L. Árnason
og Margeir Pétursson og alþjóðameistarinn
Þröstur Þórhallsson.
UM HELGINA stóð Skákskóli íslands fyrir nám-
skeiði fyrir stúlkur í húsnæði skólans í Faxafeni
12, Reykjavík, og mættu nílján stúlkur á aldrin-
um 9-16 ára, sem búsettar eru á Reykjavíkur-
VR undirbýr kjarastefnuna á starfsgreinafundum
Samið fyrir hverja
starfsgrein um sig
FORYSTUMENN Verzlunarmannafélags Reykjavíkur hófu í gær röð
starfsgreinafunda með fulltrúum einstakra starfsgreina innan félagsins
um stöðu kjaramála og mótun kjarastefnunnar vegna komandi kjara-
samninga. Að sögn Magnúsar L. Sveinssonar mun VR í framhaldi af
þessu svo óska eftir þeirri breytingu við viðsemjendur sína að næstu
kjarasamningar verði gerðir eftir starfsgreinum.
Blóðbankinn
Sveinn Guð-
mundsson
yfirlæknir
SVEINN Guðmundsson læknir hef-
ur verið settur yfírlæknir Blóðbank-
ans frá 1. janúar á næsta ári. Ólaf-
ur Jensson, nýverandi yfirlæknir,
lætur af störfum vegna aldurs.
Sveinn Guð-
mundsson er
fæddur á Siglu-
firði 25. nóvember
árið 1957. Hann
lauk stúdentsprófi
frá Menntaskólan-
um við Hamrahlið
árið 1976 og loka-
prófi frá lækna-
deild Háskóla ís-
lands 1982.
Sérnám í blóðbanka- og ónæmis-
fræði stundaði Sveinn við háskóla-
sjúkrahúsið í Uppsölum á árunum
1986 til 1993 og varð sérfræðingur
þeim greinum árið 1990.
Sveinn lauk doktorsprófí sumarið
1993 og hefur verið starfandi lækn-
ir í Blóðbankanum frá því í október
sama ár.
„Við erum búnir að halda tvo
fundi af níu sem við ætlum að
halda í vikunni með fulltrúum ein-
stakra starfsgreina. Við höfum
komið upp skipulagi í öllum starfs-
greinum þar sem fólkið hefur kos-
ið sér fulltrúa, sem verða tengilið-
ir milli okkar. Við erum að boða
þetta fólk á fundi til að kynna
stöðuna í kjaramálum og fara yfir
bæði hvers konar form við munum
óska eftir í samningum og einnig
til að ræða hvaða möguleikar eru
á kjarabótum í væntanlegum
samningum,“ sagði Magnús.
Við gerð starfsgreinasamninga
yrði tekið mið af afkomu í einstök-
um starfsgreinum að sögn
Magnúsar en félagar í VR starfa
í apótekum, tryggingafélögum,
byggingarvöruverslunum, stór-
mörkuðum, iðnfyrirtækjum, ferða-
þjónustu, flutnings- og olíufélög-
um, bfla- og vélaverslunum og
heildverslunum.
Launakönnun á vinnustöðum
Verslunarmannafélagið er einn-
ig að undirbúa launakönnun á
vinnustöðum til að fá mynd af
raunverulegum launagreiðslum
innan fyrirtækjanna. Er stefnt að
því að niðurstöður hennar liggi
fyrir í byrjun nóvember.
Magnús sagði of snemmt að
segja til um hvaða kröfur VR-
félagar myndu leggja höfuðá-
herslu á í komandi kjarasamning-
um. „Ég heyri að fólk leggur mikla
áherslu á að verðbólaga haldist
niðri og vextir verði lágir, þannig
að sá stöðugleiki sem verið hefur
haldist og ekkert verði gert sem
stefni honum í hættu. Engu að
síður horfa menn til þess að launa-
taxar fyrir ófaglegt fólk eru á bil-
inu 43-60 þúsund krónur á mán-
uði, sem eru langt undir því sem
fólk getur lifað af. Vandamálið er
að finna leið til þess að hækka
þessa taxta án þess að sú hækkun
fari í gegnum allt launakerfíð í
landinu og framkalli verðbólgu,“
sagði hann.
Nýr meirihluti hefur tekið við völdum í bæjarstjórn Vesturbyggðar
BÆJARFULLTRÚAR í fráfar-
andi meirihluta í bæjarstjórn
Vesturbyggðar hafa mjög ólík við-
horf til þess hvemig meirihluta-
samstarfíð gekk þá fjóra mánuði
sem það varði. Bæjarfulltrúar B-
lista og F-Iista segja að samstarf-
ið hafi gengið vel, en Ólafur Arn-
fjörð, bæjarstjóri og fulltrúi Al-
þýðuflokksins, segir að stöðugur
ófriður hafí verið innan meirihlut-
ans.
Málefnasamningur Sjálfstæðis-
flokks og Alþýðuflokks var sam-
þykktur á bæjarstjórnarfundi í
Vesturbyggð í gær. Að meiri-
hlutanum standa fjórir fulltrúar
Sjálfstæðisflokks ogtveir fulltrúar
Alþýðuflokks. I minnihluta eru
tveir framsóknarmenn og einn
fulltrúi F-lista, óháðra.
Fulltrúar fráfarandi meirihluta
lögðu fram bóknarir á bæjarstjórn-
arfundinum. Ólafur Arnfjörð segir
í sinni bókun að stöðugur ófriður
Agreimngur um
hvort um ágrein-
ing var að ræða
hafí verið um stjórn bæjarmálefna að til þess að ég sem fram-
í Vesturbyggð þá fjóra mánuði kvæmdastjóri hins nýja sameinaða
sem liðnir séu frá kosningum. sveitarfélags Vesturbyggðar næði
Oddviti bæjarstjómar, Einar Páls- fram þeim markmiðum sem ég
syni bæjarfulltrúa F-lista, hafí setti mér í upphafi yrði að verða
ekki sinnt hlutverki sínu sem breyting hér á. Val mitt stóð því
sáttasemjari heldur hafí hann efnt um að segja af mér sem bæjar-
til ófriðar, nú síðast við bæjar- stjóri og láta verkefnið frá mér
stjórnarmenn í nágrannasveitarfé- - fara eða beijast til þrautar og
Iaginu. freista þess að mynda sterkan
„Það varð því niðurstaða mín meirihluta í bæjarstjóm Vestur-
byggðar, sem næði fram þeim
markmiðum sep verður að ná,“
segir í bókun Ólafs.
Samstarfið hnökralaust
Magnús Bjömsson og Anna
Jensdóttir, bæjarfulltrúar Fram-
sóknarflokks, segja að engir erfið-
leikar hafí verið í samstarfinu,
hvorki varðandi markmið eða Ieið-
ir. Þeir segjast líta svo á að Al-
þýðuflokkurinn hafi, sem forystu-
afl í bæjarstjóminni, fullkomlega
náð fram sínum málum.
Einar Pálsson segir í bókun
sinni að hann kannist ekki við
samstarfsörðuleika milli sín og
Olafs Arnfjörðs. Samstarfíð hafí
verið hnökralaust og með ágætum.
Hann segir að dýpri ástæður hljóti
að liggja á bak við þessa ákvörð-
un. Einar segir í bókuninni að sú
breyting sem orðið hafí í bæjar-
stjórn Vesturbyggðar hafi verið
undirbúin á laun suður í Reykjavík.
Ein far-
símalegnnd \
lækkar hi á *
P&S
Veitum þeim þjónustu
sem versla við aðra
PÓSTUR- OG SÍMI hyggst
lækka verð á GSM-farsmímum
frá Ericson innan tíðar og segir
Gylfi Már Jónsson, tæknifræð-
ingur og yfirmaður innkaupa-
deildar P&S, að lækkunin stafi
af breytingu á innkaupsverði þar
sem framleiðandi hafi tilkynnt
verðlækkun. Símar frá Hagenug
og Motorola sem verslunin Bónus
hefur selt á lægra verði en P&S
muni ekki lækka að óbreyttu.
Gylfi Már segir að ekki sé búið
að ákveða hvenær síminn frá Eric-
son muni lækka. Birgðastaða hafi
einhver áhrif á tímasetninguna,
en búast megi við lækkun á næstu
dögum og þá í samræmi við þá
lækkun sem átt hefur sér stað hjá
íslenskum fjarskiptum hf. sem
m.a. selur sömu merki, eða um
20% Hann segir að þrátt fyrir að
ekki sé útlit fyrir lækkun á verði
Motorola og Hagenug síma, megi
minna á að fyrirtæki veiti mismik-
inn staðgreiðsluafslátt af vörum
sínum. Þjónustan sé einnig mis-
munandi eftir söluaðilum.
Viðgerð eða þjónusta
greidd fullu verði
Aðspurður um hvort P&S muni
veita þeim þjónustu sem kaupi
farsíma frá Bónus eða öðrum aðil-
um ef eftir því er leitað, segir
hann svo vera en hins vegar þurfi i
viðkomandi að greiða viðgerð eða
aðra þjónustu fullu verði. „Þeir
sem kaupa síma annars staðar
verða jafnframt að útvega sér
ábyrgð á búnaðinn þar, enda tök-
um við enga ábyrgð á því sem
aðrir selja og veitum ekki þjónustu
á ábyrgðartíma nema gegn fullri
greiðslu. Almennur ábyrgðartími
er eitt ár en þráðlaus búnaður
krefst almennt meiri þjónustu en
annar búnaður vegna smæðar og
fleiri atriða,“ segir Gylfi Már.