Morgunblaðið - 26.10.1994, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1994
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
„Á ekki að gera neitt
annað í lífinu“
Ólafur Ámi Bjarnason, tenór, náði á dögunum
frábærum árangri í alþjóðlegri söngvarakeppni
ungra tenóra í Svíþjóð. Keppnin vakti mikla at-
hygli á Norðurlöndum og hafa Ólafi Áma þegar
borist tilboð í kjölfar frammistöðunnar.
„ÞESSI árangur undirstrikaði
það enn einu sinni að ég á ekki
að gera neitt annað í lífinu,“ segir
Ólafur Árni Bjarnason, tenór-
söngvari, sem varð í fjórða til
fimmta sæti í alþjóðlegri söngv-
arakeppni ungra tenóra — sem
tileinkuð er minningu Jussi Björl-
ing — í Borlánge í Svíþjóð á sunnu-
daginn var. 125 tenórar á aldrin-
um 25-35 ára, frá 38 löndum og
fimm heimsálfum, óskuðu eftir
þátttöku í keppninni. Úr þeim hópi
fengu fimmtán að spreyta sig í
undanúrslitum og fimm reyndu
síðan með sér í úrslitum.
Að sögn Ólafs Árna vakti
keppnin mikla athygli á Norður-
löndum en 80 mínútna dagskrá
var sýnd í sjónvarpi í Svíþjóð,
Finnlandi og Noregi á sunnudags-
kvöldið. „Allir þeir fimmtán sem
kepptu í undanúrslitunum eru í
raun sigurvegarar vegna þess að
fjöldi umboðsaðila og óperufólks
hvaðanæva úr heiminum kom til
að hlusta enda stöðugur áhugi
fyrir nýjum tenórum." Sjálfur fékk
Ólafur tilboð frá Óperunni í Hels-
inki, strax að keppninni lokinni,
um að syngja í Don José á næsta
ári.
í huga Ólafs Árna er það mik-
ill heiður að hafa komist í úrslit.
Þegar upp var staðið hafði kín-
verski tenórinn, Deng Xiao-Jun,
borið sigur úr býtum í keppninni.
Að sögn Ólafs Áma höfðu margir
keppenda þegar komið fótunum
undir sig í heimi óperunnar enda
kom fram í kynningu aðstandenda
Ólafur Árni
Bjarnason
keppninnar að meðal
þátttakenda væru
kunnir tenórar á
heimsmælikvarða.
„Ég er alveg í skýjun-
um yfir að hafa kom-
ist áfram vegna þess
að hinir tíu sem helt-
ust úr lestinni voru
ekkert síðri en þeir
sem komust í úrslit.“
Ólafur Ámi var eini
tenórinn af Norður-
löndum í hópi fimm-
menninganna og fyrir
vikið kveðst hann hafi
fundið fyrir því að
Svíarnir hafi verið á
hans bandi.
Ólafur Vignir Albertsson,
píanóleikari, var nafna sínum inn-
an handar í keppninni og gerir
Ólafur Árni góðan róm að fram-
lagi hans. „Ég er honum innilega
þakklátur enda átti hann stóran
þátt í því að ég komst í úrslitin.
Okkar samvinna var góð enda er
það allt annað að vinna með pían-
ista sem maður þekkir."
Ólafur Ámi segir að heimamenn
í Borlánge hafi vandað til keppn-
innar í hvívetna. Kupolen-höllin,
þar sem keppnin fór fram, sé að
vísu ekki sérhönnuð fyrir tónlistar-
flutning en engu að síður hafi tek-
ist ágætlega til. Þá var tenórinn
hæstánægður með sjónvarpsupp-
tökuna enda var henni stjórnað
af sama manni og_ hafði umsjón
með upptökum á Ólympíuleikun-
um í Lillehammer.
Góð auglýsing
Árangurinn í Borlánge hefur
verulega þýðingu fyrir Olaf Árna
enda samkeppnin hörð í heimi ten-
óra. „Maður þarf stöðugt að vera
að koma sér á framfæri þannig
að auglýsingin er góð.“ Hann er
samningsbundinn Musik Theater
im ‘ Revier í Gelsen-
kirchen í Þýskalandi
um þessar mundir en
gerir ráð fyrir að
starfa eingöngu sem
lausráðinn söngvari
frá og með næsta vori.
Það fyrirkomulag
henti honum betur
enda eigi hann þannig
hægara um vik að velja
sér verkefni. Ólafur
Árni hyggst búa á ítal-
íu í framtíðinni. „Þetta
líf er hins vegar enginn
dans á rósum. Þetta
er hálfgert sígaunalíf;
að búa í ferðatöskum
og á hótelum. Þetta er
slítandi." Þá segir
Ólafur Árni að samdráttar gæti í
óperuheiminum nú um stundir og
gripið hafi verið til uppsagna víða.
Á honum er þó engan bilbug að
finna. „Tenórar fá alltaf eitthvað
að gera ef þeir hafa réttu tónana.“
Ölafur Árni mun syngja í
Bandaríkjunum í janúar á næsta
ári og í febrúar mun hann taka
þátt í uppfærslu íslensku óperunn-
ar á La Traviata. „Hingað til hef
ég bara komið heim til að stökkva
inn í sýningar þannig að þetta
verður spennandi.“ Þá mun hann
taka þátt í nýársfagnaði á Hótel
íslandi um áramótin. „Það er allt-
af skemmtilegast_ að syngja fyrir
sitt heimafólk. Islendingar láta
líka ekki bjóða sér hvað sem er
þannig að maður þarf alltaf að
vera í 100% formi til að syngja á
íslandi. Það er líka allt í lagi!“
Evrópskar sjónvarpsstöðvar
verðlauna Friðrik Erlingsson
Sérstök viðurkenn-
ing fyrir handritið
Hreinn sveinn
FRIÐRIK Erlingsson hlaut auka-
verðlaun í handritasamkeppni evr-
ópskra sjónvarpsstöðva í ár. Hann
fékk í fyrra starfslaun vegna sjón-
varpshandritsins Hreinn sveinn og
lagði það fram fullunnið í úrslita-
keppni þessa árs. Þar kepptu tíu
höfundar og franskt handrit þótti
best. En Friðrik fékk jafnframt við-
urkenningu fyrir sitt handrit. Verð-
launin voru veitt við hátíðlega at-
höfn í Genf á mánudaginn.
Sjónvarpsstöðvar og menningar-
málastofnanir í Evrópu standa sam-
eiginlega að verðlaunasamkeppn-
inni í því skyni að hvetja unga höf-
unda til að skrifa handrit að sjón-
varpsleikritum eða leiknum fram-
haldsþáttum. Keppt er um starfs-
laun sem nema 1,3 milljónum króna
og fá 10 höfundar styrki til að full-
vinna handrit. Ári síðar keppa þeir
um besta handritið og eru þá 1,6
milljónir króna í verðlaun.
Aðalverðlaun keppninnar í ár
runnu til Manuelu Fresil frá Frakk-
landi. Dómnefndin hreifst jafnframt
af handriti Friðriks og ákvað að
veita honum aukaverðlaun. Enn
hefur ekkert verið ákveðið um gerð
myndar eftir handritinu.
Fyrri íslenskir verðlaunahafar í
keppninni eru Vilborg Einarsdóttir
og Kristján Friðriksson sem hlutu
starfslaun 1987 og sérstaka viður-
kenningu ári síðar fyrir handritið
að Steinbarni. Kristlaug María Sig-
urðardóttir hlaut síðan starfslaun
1991 til að fullvinna handrit að
Fríðu frænku.
T
PRINSINN og prinsessan, Hilmar Jónsson og Elva Ósk Óskars-
dóttír í hlutverkum sínum ásamt hirðmönnum.
Sinfóníuhljómsveit íslands
Frá Mozart til Mahlers
Guðný Richard
Guðmundsdóttir Bernas
GUÐNÝ Guðmundsdóttir
konsertmeistari leikur
einleik á tónleikum Sin-
fóníuhljómsveitar íslands
í Háskólabíói á morgun,
fimmtudag, kl. 20.
Leiknar verða sinfóníur
eftir austurrísku meist-
arana Mozart og Mahler,
Sinfónía nr. 35 Haffner
og Sinfónía nr. 1. Inn á
milli verka þeirra kemur
tónverk eftir þriðja Aust-
urríkismanninn, Herbert
H. Ágústsson, Formgerð
II. Hljómsveitarstjóri
verður Richard Bernas.
Hljómsveitarstjórinn
Richard Bernas, sem
fæddur er í Bandaríkjunum en
býr nú í Bretlandi, var í upphafi
ferils síns aðstoðarhjómsveitar-
stjóri sir Charles Macerras. Þó
þetta sé í fyrsta sinn sem Bernas
sækir okkur heim er hann ekki
ókunnugur íslenskri tónlist því
hann stjórnaði tónleikum á ís-
lenskum dögum í Glasgow árið
1992 þar sem eingöngu var leik-
in íslensk tónlist. Einleikari á
þeim tónleikum var Sigrún Eð-
valdsdóttir.
Guðný Guðmundsdóttir, 1.
konsertmeistari SÍ, hefur verið í
leyfi frá störfum um nokkurn
tíma en henni voru veitt lista-
mannaverðlaun í sex rnánuði. Á
þessum tíma hefur hún ekki set-
ið auðum höndum því hún er
nýkomin heim úr löngu tónleika-
ferðalagi.
Fyrst hélt hún til Mexíkó þar
sem hún lék einleik í fiðlukon-
sert eftir Mendelssohn með
Orquesta Sinfonica del Estado
de Mexico undir stjórn Enrique
Batiz, síðan tók við tónleikaferð
til Japans og að lokum fór hún
til Kína þar sem hún dvaldi viku
í Bejing við tónleikahald
og sem gestakennari við
tónlistarskólann þar í
borg. í næsta mánuði mun
hún halda tónleika í Lond-
on ásamt píanóleikaranum
Peter Máté en geislaplata
þeirra með fiðlusónötum
Griegs kemur út í næsta
mánuði.
Það var árið 1782 að
Mozart fékk beiðni um að
semja verk í tilefni af því,
að til stóð að slá aðals-
manninn Sigmund Haffner
til riddara. Mozart var um
þetta leyti mjög önnum
kafínn, hann var að stjóma
ópera sinni Brottnáminu
úr kvennabúrinu, hann vann við
tónsmíðar og hann var um það
bil að ganga í heilagt hjónaband.
Hann lét þó til leiðast og samdi
kvöldlokku í sex þáttum. Þegar
Mozart var beðinn nokkru síðar
að stjóma tónleikum með eigin
verkum vantaði hann sinfóníu.
Hann greip til þess ráðs að fækka
um tvo þætti í kvöldlokkunni sem
tileinkuð var Haffner og stækka
hljómsveitina. Þar var þá tilkomin
sinfónía nr. 35. Eftir sem áður
er tónverkið kennt við áðumefnd-
an Haffner.
Höfundur verks númer tvö á
efnisskrá tónleikanna er Herbert
H. Ágústsson, fæddur í Austur-
ríki en löngu orðinn íslendingur.
Herbert kom til þess að gegna
stöðu hornaleikara í Sinfóníu-
hljómsveitinni árið 1952 en 1.
september sl. lét hann af störfum
sem slíkur fyrir aldurs sakir.
Formgerð II er fíðlukonsert sem
Herbert samdi 1979 en það var
framflutt hér árið 1981 og þá
af Guðnýju Guðmundsdóttur sem
flytur verkið einnig nú.
Sem ungum manni var Mahl-
er, þá hljómsveitarstjóri við Fíl-
harmóníuhljómsveitina í Búda-
pest, boðið að stjórna sinfónísku
verki eftir sjálfan sig. Mahler dró
þá fram úr pússi sínu risastórt
verk sem hann hafði samið
nokkra áður en það varð síðar
hans fyrsta sinfónía. Viðbrögð
hljóðfæraleikara í hljómsveitinni
voru mjög uppörvandi fyrir Ma-
hler en viðtökur áheyrenda og
gagnrýnenda við frumflutningi
verksins, en Mahler stjórnaði
sjálfur árið 1889, voru í daufara
lagi. Síðar endurskoðaði Mahler
tónverkið og er óhætt að segja
að gagnrýnendur síðari tíma
hafa farið blíðari höndum um
sinfóníuna.
Snædrott-
ingin frum-
sýnd í dag
BARNALEIKRITIÐ Snædrottn-
ingin verður frumsýnt í Þjóð-
leikhúsinu í dag. Leikritið er
eftir Evgení Schwartz, byggt á
samnefndu ævintýri eftir H.C.
Andersen. Snædrottningin var
fyrsta barnaleikrit Þjóðleik-
hússins, 1951.
Leikstjórinn, Andrés Sigur-
vinsson, vann handritið ásamt
Elísabetu Snorradóttur. Þau
studdust við þýðingar Árna
Bergmann og Bjarna Guð-
mundssonar, en söngtextar eru
eftir Flosa Ólafsson. Árni Harð-
arson samdi tónlistina, hljóð-
sljórn annast Sveinn Kjartans-
son og Sylvía von Kospoth er
danssljóri. Leikmynd gerði
Guðný B. Richards, búninga
Þórunn Elísabet Sveinsdóttir og
Katrín Þorvaldsdóttir sá um
dýragervi. Lýsingu annast Páll
Ragnarsson.
I helstu hlutverkum eru Hilm-
ir Snær Guðnason, sem er sögu-
maður, Álfrún Helga Örnólfs-
dóttir leikur Gerðu, Gunnlaug-
ur Egilsson er Kári, Bryndís
Pétursdóttir leikur ömmu og
fulltrúinn er í höndum Jóhanns
Sigurðarsonar. Snædrottning-
una leikur Edda Arnljótsdóttir.
Frumsýningin hefst klukkan
17. Önnur sýning verður sunnu-
daginn 30. október, klukkan 14.