Morgunblaðið - 26.10.1994, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.10.1994, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1994 15 Samtök iðnaðarins Markaðsátak þjónustu- greina íiðnaði EFNT verður til sérstaks markaðsátaks þjónustugreina innan Samtaka iðnaðarins á næstunni. Hér er um að ræða háriðn, snyrtifræði, ljós- myndun, gullsmíði og úrsmíði en þetta eru allt löggiltar iðngreinar. Markmiðið með átakinu er að gera starfsemi þessara greina sýni- legri jafnframt því að hvetja al- menning til að skipta við fagfólk. Átakið er unnið í samvinnu við viðkomandi fagfélög innan sam- takanna þ.e. Félags íslenskra gull- smiða, Úrsmíðafélags íslands, Hárgreiðslumeistarafélags ís- lands, Ljósmyndarafélags íslands og Félags íslenskra snyrtifræð- inga. Hátt í 400 fyrirtæki Hátt í 400 fyrirtæki eru starf- andi í þessum greinum og er samanlögð velta þeirra einhvers staðar á bilinu 2,5-3 milljarðar króna, að því er fram kom á blaða- mannafundi forráðamanna fagfé- laganna í gær. í tilefni átaksins hafa verið gefn- ir út upplýsingabæklingar fyrir hveija grein í tilefni átaksins og sameiginlegt veggspjald verður sett upp í öllum fyrirtækjum í við- komandi greinum. Sýning í Perlunni Þá efna félögin til sýningar á handverki og þjónustu sinni í Perl- unni nk. sunnudag 30. október. Sýningin verður opin frá kl. 13.00- 22.00. Þar munu fagfélögin kynna starfsemi sína. Ljósmyndarar munu sýna tískumyndatökur auk þess sem gestum gefst kostur á að láta taka myndir af sér í anda liðins tíma. Snyrtifræðingar og hárgreiðslumeistarar munu veita ókeypis ráðgjöf og meðferð jafn- framt því að sýna handbrögð þess- ara greina. Úrsmiðir verða með viðgerðarverkstæði á staðnum og meta gömul úr fyrir gesti. Þá munu gullsmiðir sýna eðalskart- gripi. Vikuna þar á eftir, 31. október til 5. nóvember, munu fyrirtæki í þessum greinum verða með opið hús. Þar verður tekið á móti gest- um sem vilja kynna sér starfsem- ina. Þá verða sérstök tilboð í gangi í tilefni vikunnar. Fjarskipti Hlutabréf Deutsche Te/e- kom í umferð Ein mesta einka- væðing sögunnar í uppsiglingu Bonn. Reuter. TVEIMUR stærstu bönkum Þýzkalands, Deutsche Bank AG og Dresdner Bank AG, hefur verið falið að setja hlutabréf þýzka síma- einokunarfyrirtækisins Deutsche Telekom í umferð samkvæmt áreiðanlegum heimildum. Við þessu hafði verið búizt, en fréttin á að binda enda á vanga- veltur, sem hafa verið á kreiki um að helzti keppinautur Deutsche Bank (Dresdner) muni að lokum gegna aðalhlutverki í einhverri mestu einkavæðingu heims. Samkvæmt heimildum í Deutsc- he Telekom hefur Bonnstjórnin enn ekki ákveðið hvaða erlendur banki skuli sjá um að koma hlutabréfum Telekoms í sölu. Telekom og emb- ættismenn ræddu við fulltrúa 22 erlenda banka í síðustu viku. Að því er góðar heimildir herma eru þeir erlendu bankar, sem til greina koma Goldman Sachs, Salo- man Bros, Morgan Stanley, Le- Bandaríkjunum og S.G. Warburg í Bretlandi. Ekki er gert ráð fýrir að greint verði frá einkavæðingunni í einstökum atriðum fyrr en eftir þingkosningamar 16. október. Telekom hefur áður sagt að í fyrstu lotu sé stefnt að því að setja í umferð hlutabréf að verðmæti 15-20 milljarðar marka 1996, fyrst í Þýzkalandi og London og síðan í New York. Önnur sala kynni að fara fram 1998 og Bonnstjórnin afsala sér meirihluta sínum árið 2000. Stjórnendur alþjóðlegra ijárfest- ingabanka bíða einkavæðingar Deutsche Telekom með óþreyju, enda er bókfært verð fyrirtækisins næstum því 90 milljarðar marka. Aðgangur að stóru kerfi „Einkavæðing Deutsche Telekom mun veita fjárfestum fyrsta tæki- færið til þess að fá beinan og víð- tækan aðgang að þýzka fjarskipta- markaðnum," sagði nýlega í skýrslu ráðgjafafyrirtækisins Kleinwort Benson. Sérfræðingar segja að fyrirtækið verði muni hafa á hendi forystuhlut- verk í Þýzkalandi og víðs vegar í Evrópu um mörg ókomin ár. í eigu þessu eru stærsta farsímakerfi og kaplasjónvarpsnet heims, sem hægt verður að selja að hluta síðar meir og auka þannig verðmæti fyrirtæk- isins fyrir alþjóðlega flárfesta. Áhrif Telekoms eru mikil vegna bandalags við France Telecom og Sprint og ljósleiðaranet fyrirtækis- ins tengir 14 borgir Austur-Evrópu við Frankfurt, fjármálahöfuðborg Þýzkalands. Þar við bætist reynsla af endurreisn úrelts símakerfis Austur-Þýzkalands og Telekom stendur því framar ýmsum keppi- nautum sínum í Evrópu. VIÐSKIPTI Morgunblaðið/Sverrir INGI Bogi Bogason, Lína G. Atladóttir og Haraldur Sumarliða- son kynntu markaðsátak þjónustugreina innan Samtaka iðnaðar- ins á blaðamannafundi í gær. Irving Oil vill selja til sjávarútvegs KANADÍSKA olíufyrirtækið Irving Oil Ltd. hefur áhuga á að fjárfesta á íslandi og að nýta sér hér á landi þá þekkingu og reynslu sem félagið hefur aflað sér af viðskiptum við útgerð og fiskvinnslu í Kanada, seg- ir í fréttatilkynningu frá Irving Oil sem Othar Örn Petersen hrl., fulltrúi fyrir á íslandi, sendi frá sér í gær. Þar segir ennfremur að áhugi Ir- ving Oil á íslandi sé liður í stækkun fyrirtækisins og mörkuðum þess. Það annist olíuflutninga á eigin skip- um og hafi í hyggju að reisa birgða- stöð í Reykjavík ásamt öflugri dreif- ingarstöð. „Ljóst er, ef af ætlun fyr- irtækisins verður, að íslendingar verða ráðnir til starfseminnar. Það er skoðun forsvarsmanna fyrirtækis- ins að áleitin markaðssetning fyrir- tækisins komi neytendum vel, eink- um sjávarútvegi landsins." Fulltrúi fyrirtækisins átti fund með Hannesi Valdimarssyni, hafnar- stjóra í Reykjavík, sl. mánudag. Hannes sagðist hafa veitt þær upp- lýsingar sem leitað var eftir en sagð- ist hafa takmarkaðar upplýsingar um áform fyrirtækisins aðrar en þær að það væri að skoða íslenska mark- aðinn með það í huga að hefja hér viðskipti með olíuvörur. Flugfélög Iberia gjaldþrota ímarzá næsta ári? Madrid. Reuter. SPÆNSKA flugfélagið Iberia segir að það verði gjaldþrota í marz 1995 ef það nái ekki samkomulagi við starfsmenn um róttæka endur- skipulagningu til þess að minnka mikinn kostnað. „Þar sem tap verður á rekstrin- um á fyrsta ársfjórðungi 1995 verð- um við gjaldþrota í marz ef við gerum ekki ráðstafanir fyrir fram,“ sagði Juan Saez forstjóri í samtali við_ viðskiptablaðið Cinco Dias. í fyrra varð rúmlega 555 millj- óna dollara tap á rekstri Iberia, sem reynir að fá starfsmenn til þess að samþykkja 15% launalækkun að meðaltali í samræmi við áætlun um endurskipulagningu á félaginu. Verkalýðsfélög hafa hótað verk- falli í næsta mánuði ef félagið greiðir ekki tæplega 100 milljónir dollara sem það skuldar samkvæmt uppgjör á eldri launagreiðslum. Viðræður stjórnar Iberia og verkalýðsfélaga hafa siglt i strand, en talið er að iðnaðarráðuneytið í Madrid reyni að koma nýjum við- ræðum af stað í vikunni. Launasamningur er Iberia nauð- synlegur til þess að tryggja af- greiðslu Evrópusambandsins á við- bótarfjármagni frá ríkiseignar- haldsfyrirtækinu Teneo. Stuðningsmenn Áma M. Mathiesen efna til hádegisverðarfundar í léitingahúsinu Gafl-inn í Hafnarfirði laugardaginn 29. október milli ld. 11:45 og 13:30. Stuðningsmenn Áma M. Mathiesen em hvattir til þess að mæta á fundinn. ARNI M. MATHIESEN Fundarstjórii Magnús Gummrsson Sérstakir gcstin STUÐNINGSMANNASKRIFSTOFA DALSHRAUN! 1 I • OPIÐ ALLA DAQA FRÁ KL. 10-22 • SlMAR: 65 43 39 /65 43 92 Benedikt Sveinsson Ellert Eiríksson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.