Morgunblaðið - 26.10.1994, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 26.10.1994, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBBR 1994 39 FRÉTTIR Fyrirlestur um vinnufíkn NÁMUNDI, Ánanaustum 15, Reykjavík, gengst fimmtudaginn 27. október kl. 20 fyrir fyrirlestri um vinnufíkn undir yfirskriftinni: Að drepa sig á vinnu. Fyrirlesari er Vésteinn Lúðvíksson. Fjallað verður um helstu tegund- ir vinnufíknar, þróun hennar og einkenni, svo og áhrif hennar á heimili og vinnustaði. Aðgangseyr- ir er 500 kr. Næstkomandi sunnudag gengst svo Námundi fyrir námskeiði um vinnufíkn frá kl. 9-16. Það er ætl- að bæði vinnufíklum og aðstand- endum þeirra. Þátttökugjald er 4.500 kr. -------» » ♦------ Stolinna bíla leitað LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir bifreiðinni R-48508, sem er Mazda 323, árgerð 1982, grá að lit. Bifreiðinni var stolið frá Skip- holti 43 þann 11. september sl. Þá lýsir lögreglan í Hafnarfirði eftir bifreiðinni SB-969, sem er Subaru skutbíll, grár með svörtum röndum. Bílsins hefur verið saknað frá 2. október. ■ NÝ BLÓMA- og gjafavöru- verslun hefur verið opnuð á Háaleit- isbraut 58-60, Ís-Blóm. Boðið er upp á skreytingar við öll tækifæri, af- skorin blóm, pottaplöntur og gjafa- vörur. Eigandi er Ragnar Stefáns- son. Fræðslufundur um lífið á freðmýrunum DR. GUÐMUNDUR A. Guðmunds- son, vistfræðingur, flytur í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20.30 erindi sem hann nefnir: Lífíð á freðmýrun- um; frásögn í máli og myndum frá sænsk-rússneskum rannsóknarleið- angri með íshafsströndum Rúss- lands og Síberíu sumarið 1994. Þar segir Guðmundur frá þátt- töku sinni i leiðangri sem hann fór sl. sumar til þess að rannsaka far- mynstur fugla með ströndum Síber- íu. í leiðangri þessum, sem kostaður var af sænska ríkinu, tóku þátt tugir vísindamanna frá Svíþjóð og Rússlandi, auk nokkurra erlendra gesta. Farið var á skipi með ströndinni frá Kólaskaga í vestri til Wrangel- eyju í austri og flogið í land með þyrlum á um 20 stöðum á leiðinni. Á hverjum stað var unnið í 1-2 daga að fjölbreyttum rannsóknum á lífríki túndrunnar og vistfræði s.s. samspil gróðurs, nagdýra og fugla. Guðmundur mun segja frá leiðangrinum almennt, frá fugla- merkingum og talningum á fuglum úr lofti auk rannsókna á farfuglum sem unnar voru með ratsjá á skip- inu. Fyrirlesturinn, sem er á vegum Fuglaverndunarfélags íslands, verður haldinn í stofu 101 í Odda, húsi Hugvísindadeildar háskólans, og er öllum heimill aðgangur. Miðstöð um andleg málefni KEITH og Fiona Surtees hafa opn- að í Skeifunni 7, kjallara, miðstöð um andleg málefni sem þau nefna „Sacred Space“. Keith og Fiona eru kennarar og miðlar sem starfa á Islandi og halda m.a. fyrirlestra, einkafundi, heilun og helgarnámskeið. Allar upplýsingar og tímapantanir er hægt að fá frá mánudegi til fimmtudags frá kl. 11-16. ■ TORGNY Larsson heldur fyr- irlestur í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b, Reykjavík, fimmtudaginn 27. október kl. 21. Fyrirlesturinn ber heitið: Sjónlistir: Arkitektúr, um- hverfislist og áhrif myndlistarmanna á manngert umhverfi. Torgny Lars- son er sænskur myndlistarmaður og kennari við konunglega Listaháskól- ann í Stokkhólmi. Hann er hér í boði Myndlista- og handíðaskóla ís- lands. Viðfangsefni hans er skipu- lagt umhverfi og myndlist og gerir hann ekki upp á milli þessara þátta en leitar leiða til að auka vægi mynd- listar í ferli skipulags. Á fyrirlestrin- um verða sýndar litskyggnur af úti- verkum og borgarumhverfi. Fyrir- lesturinn fer fram á ensku. Þetta er fyrsti fyririestur vetrarins í Ný- listasafninu en stefnt er að því að haldinn verði einn fyrirlestur í mán- uði. Fyrirlesturinn er öllum opinn. ■ / MIÐVIKUDAGSGÖNGU Hafnargönguhópsins 26. október, verður gengið á milli bæjarstæða Víkur og Skildinganess. Gömlu ieið- inni á milli bæjanna verður fylgt eins og kostur er. Frá Skildinganesi verður haldið austur með ströndinni eða farið með SVR. Gangan hefst kl. 20 við Hafnarhúsið. EJ du med Hblad neb? Nezeril losar um nefstfflur Kpft Nezeril' er lyf sem losar um nefstlflur af völdum bólgu í nefslímhúð, t.d. vegna kvefs. Einnig er Nezeril* notaö sem stuðningsmeðferð viö miðeyrnabólgu og ofnæmisbólgum í nefi. Nezeril* verkar fljótt og minnkar bólgur I nefi sem gerir þér kleift að anda eðlilega. Mikilvægt er að lesa vandlega leiðbeiningar um skömmtun sem eru á fylgiseöli með lyfinu. •SfWiKO* och bamt* í*n»er ímw da« vM WS’ . Ítíllli Blátt Nezeril® ffyrir fulloröna Bleikt Nezeril® ffyrir börn NezenTfæst i apótekinu Nozerl! (oxymetazolln) er tyt sem tosar nefstfflur af vðldum kvefs VerKun kemur fljótt og varlr l 6-8 klst. Aukavorkanlr: StaClbundln ertmg komur fyrfr og rtunitis medlcamentosa við langtfmanotkun Varuö: Ekki or réötogt aö taka tyfiö oftai en 3svar á dag né tengur en 10 daga l eenn. Nezenl á ekki að nola við ofnaamisbOlgum f nefi eöa langvarandi nefatifiu al öörum toga nemal samróði viö laoknl. Leitiö til lasknis ef llkamshiti or hiefri en 38,5® C fengur en 3 daga. Ef mikill verkur er til staöar, t.d. eyrnaverkur, ber einnig aö lelta Iœkni3. Skbmmtun: Nefdropar 0,6 mg/ml Fullorönir og efdri en 10 ára: Innfhald úr einu einnota skammtahylki t hvora nös tvisvar td þrlsvar sinnum é sótarhring Nefdropar 0.25 mg/mi: Böm 2-6 ára 2 dropar (Innthold úr u.þ.b. 1/2 etnnota skammtahylki) I hvora nös tviavar tll þfrsvar slnnum a sOlorhnng Böm 7-10 ára: tnnihald úr einu einnota skemmtahytkl I hvora nös tvisvar fil þrlsvar sinnum ó sólarhring. Netdropar 0.1 mg/mi: Böm 6 mónafta -2 ára.; Innihald Or oinu elnnota 8kamrntahyfki I hvora nöa tvi3var M þrisvar slnnum á sólarhnng. Nýtaadd böm og börn á brjdsti meö eriiöleika viö aö sjúga: 1-2 dropar l hvora nös 16 mln. fynr máttiö, atlt aö 4 uinnum á sOiarhring. Netúöaiyl rneö skammtaúöara 0.1 mg/rnt: Böm 7 manaöa - 2 6ra: Tveir úöaekammtar I hvora nös tvisvar til þrisvar sinnum A sófarhring NefúÖatyf meö skammtaúöara 0.25 mg/ml Bórn 2-6 áre: Einn úöaskammtur l hvora nös tvlsvar tll þrisvar sinnum á sóiarhnng Börn 7-10 éra: Tvelr úöaskammtar I hvora nðs tvtsvar tit þrisvar sinnum á sólarhring. Notuöalyt meö skammtaúöara 0,5 mg/mt Futlorönlr og börn eldri en 10 éra: Tvelr úöaskammtar t hvora nös tvisvar tit þrisvar slnnum á sólarhnng Umboö og tíreifing Pharmaco hf. ASTIÍA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.