Morgunblaðið - 26.10.1994, Side 41

Morgunblaðið - 26.10.1994, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1994 41 BRÉF TIL BLAÐSINS BRÉFRITARI spyr hvers vegna gert sé upp á milli tóbakstegunda. „Eg skal ráða fyrir þig - vinur“ Frá Ólafi Ólafssyni: FORSJÁRHYGGJA stóra bróður í Brussel kemur víða fram. Þar skipta menn sér af hinum minnstu atriðum. Nú hefur hér á íslandi verið bannað að flytja inn munntób- ak á grundvelli einnar af ótal mörg- um reglugerðum sem settar hafa verið í tengslum við evrópska efna- hagssvæðið. Þetta flóð reglugerða virðist ekki ætla að réna — og fer að taka á sig mynd náttúruaflanna sem lúta eiga lögmálum og verða ekki hamin. Munntóbak hefur verið flutt til landsins í margar aldir. Á að vera hægt að banna það með einni reglugerð? Slík afskiptasemi er óþolandi, sérstaklega þegar hún er alls engum rökum studd. Af hveiju er verið að gera upp á milli tóbakstegunda? Þetta er sama og banna innflutning á t.d. léttvíni, en heimila áfram innflutning á sterkum vínum. Forsjárhyggja sem birtist í reglugerðum af þessum toga lofar ekki góðu um evrópskt samstarf og hún er þeim mun verri sem reglugerðarhöfundar eru lengra í burtu, týndir í myrkviðum skrif- stofubáknsins í Brussel. Vísar hver á annan. Reglugerðir spretta upp eins og arfi á haug. Er það þetta sem við viljum? ÓLAFUR ÓLAFSSON, Neðstaleiti 13, Reykjavík. Yfirlýsing vegna prófkjörs Frá Sveini G. Hálfdánarsyni: ÞAR SEM nafn mitt hefur töluvert verið í umræðunni varðandi hugsanlega þátttöku í fyrirhuguðu prófkjöri Alþýðuflokksins á Vestur- landi fyrir komandi alþingiskosn- ingar vil ég koma eftirfarandi yfir- lýsingu á framfæri. Eftir vandlega íhugun og samráð við stuðningsfólk mitt í Vestur- landskjördæmi hef ég ákveðið að gefa ekki kost á mér til framboðs í prófkjörinu. Ástæður fyrir þessari' ákvörðun eru eftirfarandi: Ég er ósáttur við ýmsa þætti í innra starfi flokksins og finnst að lítið eða ekkert tillit sé tekið til þeirra sem eru í andstöðu við for- ystuna i þeim efnum. Einnig tel ég pólitíska stöðu flokksins óviðun- andi og að breyta þurfi áherslum og forgangsröðun. — Flokksins vegna kýs ég að ræða þessa óánægju mína ekki frekar á opin- berum vettvangi, a.m.k. ekki að sinni. Þar sem ég tel að breytinga sé ekki að vænta og ég finn mikla samstöðu stuðningsmanna minna við þessi viðhorf tel ég vonlítið að almenningur fáist til að greiða atkvæði í fyrirhugðu prófkjöri. Því tel ég mig ekki eiga þangað erindi. SVEINN G. HÁLFDÁNARSON, Borgamesi, Borgarbyggð. Svar við skrifum Sveins Ólafssonar Frá Ásmundi U. Guðmundssyni: ÞRIÐJUDAGINN 11. október 1994 birtist á síðunni „Bréf til blaðsins“ pistill, orðmargur nokkuð, sem bar yfirskriftina „Ökumenn dáleiddir eða allsgáðir?" eftir Svein Ólafsson, Furugrund 70, Kópavogi. Þeim skrifum hans vísa ég til föðurhúsanna eins og þau koma fyrir, slíkur vanhugsaður orða- flaumur lýsir skapgerðinni hjá þeim er skrifaði pistilinn. Ljóst er, að hver sá sem hefur aðrar skoðanir en sjálfskipaður vandlætingar- postuli umferðar er að hans mati ekki fær um að komast áfallalaust um gatnakerfí höfuðstaðarins þar sem öllum er meira og minna van- treyst. Þó sá góði maður Sveinn hafi talið sig hafa afhausað mig í eitt skipti fyrir öll með þessum pistli sínum, er það hinn mesti misskiln- ingur. ÁSMUNDUR U. GUÐMUNDSSON, Suðurgötu 124, Akranesi. Hafðu samband Magnús Bjarnason, 77 ára ellilífeyr- isþegi, sem ritaði bréfið um Trygg- ingastofnun ríkisins, sem birtist sl. laugardag, er vinsamlegast beðinn að hafa samband við Velvakanda sem fyrst. Allt efni sem birtist f Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Er það misskilningiir hr. ráðherra? Frá Guðmundi Jóhannssyni: UM NÆSTKOMANDI áramót eru flestir kjarasamningar lausir hjá launafólki og falla eflaust mörg orð áður en samningsaðilar fallast í faðma og verða alsælir með sinn hlut. Þriðjudaginn 18. október sl. birtist á skjánum framvarða- og jafn- framt stórskotalið þessara fylkinga og gáfu tóninn hvert stefndi í þeirn viðskiptum. Allir eru þessir menn málsnjallir og færðu rök fyrir sínu máli eins og þau horfðu við frá þeirra sjónarhóli. Undir þessum umræðum vöknuðu nokkrar spurningar í huga mér, sem mig langar til að koma á framfæri til fjármálaráðherra, Frið- riks Sophussonar. En því legg ég þessar spurningar fram, að ráðherr- ann taldi flest sem mótaðili færði fram í sínu máli byggjast á misskiln- ingi og því spyr sá sem ekki veit. Er það misskilningur, ráðherra, að skattleysismörk hafí lækkað úr nær 70.000 kr. í 57.000? Er það misskilningur, ráðherra, að skattprósentan hafí hækkað úr 36% í nær 42%? Er það misskilningur, ráðherra, að þetta tvennt hafí afgerandi skert kjör láglaunafólks? Það eru miklu fleiri spurningar í raun sem ég hefði viljað koma á framfæri, en vegna takmarkaðs pláss af hálfu miðlana verður að kunna sér hóf í spurningum. Nú geri ég ekki ráð fyrir að ráð- herra telji svona fávísar spurningar svaraverðar og telur þær eflaust á misskilningi byggðar. Mér býr í grun á hvem hátt svar hans yrði ef það kæmi, en trúlega yrði það á þá leið að á móti þessu kæmi vaxtabætur og barnabætur o.fl. og meðaltals- skerðing hefði ekki orðið. Ætli það séu ekki flestir eftir- launamenn og fjöldi annarra aðila sem hvorki njóta barna- eða vaxta- bóta og eru því þau atriði sem nefnd eru hér að framan bein skerðing hjá þessum aðilum. Ég má segja að ráð- herrann hafí spurt viðmælendur sína hvar þeir teldu að hægt væri að spara eða draga úr útgjöldum. Samkvæmt frétt í Morgunblaðinu 18. október var sagt frá því að risnu- og ferða- kostnaður hefði verið um 2 milljarðar á síðasta ári hjá opinberum aðilum. Og enn spyr fáfróður. Finnst ráð- herranum ekkert athugavert við svona bruðl og hvað mætti hækka skattleysismörkin eða lækka skatt- prósentuna þótt ekki væri notaðúr nema helmingur af bruðlinu. í sann- leika sagt var ég búinn að afskrifa sjálfan mig (aldursins vegna) með að leggja orð í belg varðandi skipt- ingu þjóðarkökunnar, en þegar ójöfn- uðurinn og bruðlið ríða við einteym- ing hjá stjórnvöldum er blóðið ekki svo storknað að það fari ekki að renna örlítið hraðar. GUÐMUNDUR JÓHANNSSON eftirlaunaþegi. Heimurinn er eitt heimili Frá Þorsteini S. Thorsteinssyni: TRÚARBRÖGÐ heimsins leggja mikla áherslu á að menn uppgötvi hið góða og elskulega samband við Guð, hver á sinn hátt. Kristin trú leggur áherslu á kærleika frekar en trú og von; isl- am leggur áherslu á ást Allah; buddistar leggja áherslu á misk- unn, en Konfúsíus leggur áherslu á jen eða jafnvægi. Fylgjendur hverra trúarbragða fyrir sig reyna að elska hver ann- an. gyðingar, kristnir, múslimar og einnig öll hin stóru heimstrúar- brögðin segja að við séum öll börn Guðs almáttugs. Það þýðir að við erum öll bræður og systur. Hvernig sem það nú er, þá sýna menn það ekki í framkvæmd sin á milli að elska hin trúarbrögðin. Sem dæmi þá hefur kristnum mönnum algjörlega mistekist hvað varðar að sýna islamstrúarmönn- um ást og virðingu, islamstrúar- menn eru á móti kristintrúarmönn- um. Hver trúarbrögð fyrir sig fyrirlíta eða jafnvel hata önnur trúarbrögð; svo að við höfum stundum frétt frá stöðum þar sem átök hafa átt sér stað. Eins og er og hefur verið hér á landi þá hafa kirkjun- ar menn skrifað gegn sértrúarsöfnuðum og nýjaldarhreyfíngunni í Kirkjuritinu og Bjarmanum, í þeim tilgangi að hafa vit fyrir öðrum. Ástæðurnar fyrir þessum átök- um milli trúarbragða eru þær að trúarbrögðin hafa annan stofn- anda og aðrar kenningar. Hversu ólíkir sem stofnendur trúarbragðanna og þeirra kenning- ar kunna að vera ættu ólík trúar- brögð að geta sýnt kærleika í verki til hvers annars. Við eigum öll einn sameiginlegan draum um himna- ríki Þegar skilningur ólíkra trúar- brögða eykst gagnvart öðrum trú- arbrögðum eykst umburðar- lyndið og virðingin gagn- vart öðrum. Fylgendur allra trúarbragða verða að skilja það, að hver einasta persóna er sköpuð í Guðs mynd. Besta leiðin til að sýna elsku og virðingu til Guðs er að elska og virða öll böm hans. Á þessum grundvelli getum við byggt upp varanlegan frið á jörðu og sannrar ástar milli Guðs og manna. Með góðu samstarfi milli trúarbragða ættum við geta leyst þau vandamál er við eigum öll sameiginleg og hijá alla heims- byggðina, eins og t.d stríð, hung- ur, skilnaði og drepsóttir. ÞORSTEINN S. THORSTEINSSON Kaplaskjólsvegi 53, Reykjavík. Veljum íslenskt Sunnudagsblaði Morgunblaðsins, 30. október nk., fylgir blaöauki sem heitir Veljum íslenskt. 1 þessum blaðauka verður m.a. fjallað um markmið átaksins, íslenskt - já takk, þátttakendur í átakinu, vibtöl við forsvarsmenn ýmissa atvinnugreina, hver árangurinn var af átakinu í fyrra og hvaö framundan er. Hvað segja neytendur, innkaupastjórar og atvinnurekendur? Þcim, sem áhuga hafa á ab auglýsa í þessum blabauka, er bent á ab tekib er vib auglýsingapöntunum til kl. 16.00 mibvikudaginn 26. október. Nánari upplýsingar veita Jónína Pálsdóttir og Rakel Sveinsdóttir, starfsmenn auglýsingadcildar, í síma 69 11 71 eba símbréfi 69 11 10. - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.