Morgunblaðið - 26.10.1994, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.10.1994, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Prófkjör sjálfstæðismanna á Suðurlandi Fjórir sækjast eftir þrem efstu sætunum Stígvélið fundið FJÓRIR gefa kost á sér í þijú efstu sætin á framboðslista Sjálfstæðis- flokksins á Suðurlandi fyrir næstu alþingiskosningar, en prófkjör fer þar fram laugardaginn 5. nóvember næstkomandi. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra stefnir á_ fyrsta sætið, al- þingismennimir Arni Johnsen og Eggert Haukdal stefna á annað sætið og Drífa Hjartardóttir vara- þingmaður stefnir á þriðja sætið, en hún hafnaði í ijórða sæti í prófkjöri fyrir alþingiskosningarnar 1991. Ell- efu gefa kost á sér í prófkjörinu. Tel flokkinn hafa nokkuð góðan hljómgrunn Þorsteinn Pálsson hefur skipað fyrsta sætið á iista Sjálfstæðis- flokksins á Suðurlandi í undanförn- um þremur síðustu alþingiskosning- um og í samtali við Morgunblaðið sagðist hann vonast eftir að fá traust til þess áfram. Hann sagðist telja mikla möguleika á því að framboðs- listinn geti orðið sigurstranglegur í kosningunum. „Ég tel að flokkurinn hafi nokkuð góðan hljómgrunn í kjördæminu og að við ættum að geta haldið okkar hlut,“ sagði hann. Drífa Hjartardóttir hafnaði í fjórða sæti í síðasta prófkjöri en þá stefndi hún á þriðja sætið. Hún sagði að hún teldi nokkra baráttu verða um efstu sætin í prófkjörinu að þessu sinni. „Ég tel það góðan kost fyrir Sjálfstæðisflokkinn að ég verði þarna í baráttusæti, en þriðja sætið verður baráttusætið hjá okkur og ég býð mig fram í það. Ég er bar- áttuglöð og mér finnst gaman að standa í svona keppni,“ sagði hún Eggert Haukdal sagði að sem fyrr stefndi hann á annað sætið í prófkjörinu. „Hins vegar bauðst ég til að fara í þriðja sætið síðast án prófkjörs, en því var þá hafnað og sett í gang prófkjör sem kannski þurfti ekki með. Það hefði því orðið friðvænlegra ef við því hefði verið orðið, en það var ekki,“ sagði Egg- ert sem sagðist vona að rólegra yrði yfir vötnunum nú en var 1991. „Þess var sannarlega ekki þörf þá en búinn út af fyrir sig til meiri ófriður sem af því leiddi og stendur enn í dag.“ Arni Johnsen sagðist sækjast eft- ir því að halda öðru sæti á listanum. „Ég vann annað sætið örugglega í prófkjöri 1983, en ég var færður niður um eitt sæti gegn vilja mínum án prófkjörs 1987. í prófkjörinu 1991 sóttist ég áfram eftir öðru sætinu og vann það þá aftur, og ég sækist áfram eftir því núna.“ Fjórir stefna á fjórða sætið Þeir Arnar Sigurmundsson í Vest- mannaeyjum, Jóhannes Kristjánsson á Höfðabrekku í Mýrdal og Ólafur Bjömsson á Selfossi segjast allir stefna á Ijórða sætið og Einar Sig- urðsson í Þorlákshöfn sagðist ekki stefna neðar en á fjórða sætið. Amar Sigurmundsson skipaði sjötta sætið á listanum við síðustu kosningar. Hann sagði að með hlið- sjón af því að hafa verið á listanum áður og einnig vegna reynslu hans af sveitarstjórnarmálum, atvinnu- málum og félagsstörfum, þá þætti sér eðlilegt að setja markið hærra núna og því setti hann stefnuna á fjórða sætið. Jóhannes sem skipaði sjöunda sæti framboðslistans við síðustu kosningar sagðist ekki sækjast eftir sæti fyrir ofan fjórða sætið að þessu sinni þar sem aðstæður hans byðu ekki upp á að stefna hærra í bili. Ólafur sagðist stefna á fjórða sætið, en hann hefur ekki áður gefið kost á sér á framboðslista. Grímur Gíslason í Vestmannaeyj- um og Kjartan Björnsson á Selfossi sögðust stefna á 4.-6. sætið og Guðmundur Skúli Johnsen í Hvera- gerði segist fyrst og fremst líta á þátttöku sína í prófkjörinu sem kynningu á sjálfum sér og hann teldi það góðan árangur ef hann hafnaði á miðjum listanum. Kjartan var í 9. sæti listans við síðustu kosningar og sagðist hann telja eðlilegt að stefna ofar að þessu sinni og væri hann því með 4.-6. sætið í huga. STÍGVÉLIÐ sem stolið var yfir dyrum Skómeistarans við Grett- isgötu um helgina kom í leitirnar eftir að frétt um stuldinn birtist í Morgunblaðinu í gær. „Strax í gærmorgun hringdi í mig maður í vesturbænum og sagði að stígvélinu hefði verið hent inn í garð hjá sér,“ sagði Mitchell Snyder, skósmiður og eigandi skóvinnustofunnar. Hann kvaðst ánægður að hafa endur- heimt þetta auglýsingaskilti sitt, sem er rúmlega 100 ára gamalt og danskt að uppruna. Mitchell hafði strax í gær snör handtök við að koma 120 sm háu og 10 kílóa þungu stígvélinu á sinn rétta stað yfir dyrum skó- vinnustofunnar. Ungliðahreyfingar stj órnmálaflokkanna sammála um markmið við endurskoðun kosningalaga Núverandi misvægi óþolandi mann- réttindabrot Ungliðahreyfingar allra stjórnmálaflokka, sem eiga fulltrúa á Alþingi, hafa sameinast um yfir- lýsingu þar sem segir að núverandi misvægi atkvæða sé óþolandi ■ brot á grundvallar- mannréttindum og ekki sé hægt að búa við kosningalög sem mis- muni þegnum landsins. Á BLAÐAMANNAFUNDI sem ungliðahreyfingar stjórnmálaflokk- anna efndu til í gær var gerð sú krafa af þeirra hálfu að strax í vetur verði ráðist í endurskoðun kosningalaga með það að markmiði að afnema — eða því sem næst — það misvægi sem nú sé á atkvæðis- rétti eftir búsetu. Verði löggjöfin ekki endurskoðuð í vetur verði ekki unnt að kjósa eftir nýrri skipan fyrr en á næstu öld. Ungliðahreyf- ingamar hafa ekki sameinast um ákveðna útfærslu á breyttri kjör- dæmaskipan, en í máli talsmanna þeirra kom fram að fyrst jafnólíkar hreyfmgar gætu komið sér saman um þetta markmið ætti ekkert að vera á móti því að markmið ætti ekkert að vera á móti því að stjóm- málaflokkamir næðu samkomulagi um málið. í yfirlýsingunni, sem talsmenn hreyfinganna sögðu einróma sam- stöðu um innan sinna raða, segir að það sé samdóma áiit ungs fólks úr öllum stjórnmálaflokkum að núverandi kosningalög séu ekki á vetur setjandi þrátt fyrir að þau hafi aðeins verið notuð við tvennar kosningar. Síðasta endurskoðun kosningalaganna hafi mistekist. Allir eiga að sitja við sama borð „Kosningalög eru hornsteinn lýðræðis í hverju landi og þar eiga allir að sitja við sama borð. Ekki má þó horfa fram hjá þeirri stað- reynd að landsmönnum er mismun- að eftir búsetu innan stjórnkerfís- ins. Það ber að taka á því, en þessi mismunun verður aldrei leiðrétt með misjöfnu vægi atkvæða. Krafa okkar er að kosningalög tryggi mannréttindi og lýðræði en ekki hagsmuni stjórnmálaflokka eða stjómmálamanna eins og nú er,“ segir ennfremur í ályktuninnni. Að henni standa samband ungra framsóknarmanna, samband ungra jafnaðarmanna, Samband ungra sjálfstæðismanna, Ungar Kvenna- listakonur, Verðandi og Æskulýðs- fylking Alýðubandalagsins. Mismunar ungu fólki Siv Friðleifsdóttir, formaður SUF, sagði að núgildandi löggjöf væri ranglát og mismunaði ekki aðeins eftir búsetu heldur gerði hún einnig hlut ungs fólks óeðlilega rýran í þingkosningum. Þannig sætu í dag á Alþingi 5 þingmenn undir fertugu þótt 40% kjósenda væru á þeim aldri. Hún sagði að þessi ályktun væri nær samhljóða ályktun sem ungir framsóknar- menn hefðu áður samþykkt, „en svona ályktun fengist sennilega ekki samþykkt aflokksstjórnar- fundi Framsóknarflokksins.“ Eiríkur Bergmann Einarsson, frá Sambandi ungra jafnaðar- manna, sagðist telja að með stærri kjördæmum sem ættu fleiri fulltrúa á þingi en kjördæmin samkvæmt núverandi skipan mundi sá hópur sem settist á alþingi breikka. Ef kosið væri af stærri framboðslist- um mundu möguleikar kvenna og ungs fólks aukast en svo virtist sem núgildandi skipan veitti miðaldra karlmönnum forskot í baráttunni um þingsæti. Ægir Karl Ægisson, frá Verð- andi, sagði að setja þyrfti endur- skoðun kosningalaganna í for- gangsröð svo unnt yrði að kjósa eftir nýrri skipan fyrir lok aldarinn- ar. Hann sagði að æskulýðssamtök tengd Alþýðuabndalaginu teldu unnt að styðja hugmyndina um landið allt sem eitt kjördæmi og teldu rétt að tengja framkvæmd hennar auknum áhrifum sveitar- stjórna og tilflutningi fleiri verk- efna frá rikisvaldi og heim í héruð. Jóhanna Vilhjálmsdóttir frá SUS, sagði að höfuðmarkmið ungra sjálfstæðismanna væri að koma á jöfnum atkvæðarétti lands- manna óháð búsetu. Fram kom að forystumönnum flokkanna hefði verið kynnt ályktunin og sagðist Jóhanna að viðbrögð sjálfstæðis- manna við frumkvæðinu hefðu ver- ið einróma góð. Af máli talsmanna hreyfínganna kom fram að innan flestra hreyf- inganna væri mest fylgi við hug- myndina um landið allt sem eitt kjördæmi en eins og fyrr sagði náðu þeir ekki samkomulagi um útfærslu málsins. Meiri árangur en hjá flokkunum Eiríkur Bergmann Einarsson sagði að með því að ungliðahreyf- ingar allra stjórnmálahreyfinga næðu að sameinast um markmið við endurskoðun kosningalaga hefðu þeir náð mun meiri árangri Morgunblaðið/Sverrir Vilja breytingar ÞÓRUNN Sveinbjarnardóttir, Ungum kvennalistakonum, Ei- ríkur Bergmann Einarsson, SUJ, Jóhanna Vilhjálmsdóttir, SUS, Siv Friðleifsdóttir, SUF og Ægir Karl Ægisson, Verð- andi, á sameinuðum blaða- mannafundi ungliðahreyfing- anna í gær. í samstarfí en flokkarnir sjálfír nokkurn tímann í málinu. Til þessa hefðu stjórnmálaflokkarnir hvorki verið sammála um markmið né leið- ir varðandi endurskoðun kosninga- laga. Aðspurð hvernig unnið yrði að því að þrýsta á að koma ályktun- inni í framkvæmd sagði Þórunn Sveinbjarnardóttir frá Ungum Kvennalistakonum að hreyfingarn- ar ætli sameiginlega að gangast fyrir almennum fundi í Ráðhúsi Reykjavíkur 1. nóvember næst- komandi. Sjónvarpað verður frá fundinum þar sem forystumenn flokkanna munu sitja fyrir svörum, „Við vonumst til að þeir muni hlusta á þær raddir sem þar koma fram,“ sagði hún og kvaðst telja að flokkarnir væru sér meðvitaðir um þann þrýsting sem væri að myndast á þá vegna þessa máls.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.