Morgunblaðið - 26.10.1994, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1994 19
LISTIR
Árni Sæberg
NOKKRIR úr hópnum sem flytur ljóð og djass á Hótel Borg í
kvöld og í Norræna húsinu á laugardaginn. Sitjandi Nína Björk
Árnadóttir, Una Jónsdóttir og Ari Gxsli Bragason. Fyrir aftan
þau standa Þorri Jóhannsson, Róbert Þórhallsson, Steingrímur
Guðmundsson, Carl Möller, Guðmundur Steingrimsson og Jó-
hann Hjálmarsson.
Skáld og tónlistarmenn flytja ljóð og djass
Ljóð og jass eiga
samleið
LJÓÐ OG DJASS hefur löngum
átt samleið. í Bandaríkjunum unnu
ljóðskáld og djasstónlistarmenn
saman með góðum árangri á fimmta
og sjötta áratugnum, einkum svo-
nefnd Beat-kynslóð, og á Norður-
löndum hefur slík samvinna lengi
tíðkast og er enn í góðu gildi.
Hópur íslenskra skálda og tónlist-
armanna vann saman fyrir tuttugu
árum að flutningi Ijóða og djass í
Norræna húsinu og víðar. Nú hefur
hluti hópsins komið saman á ný og
hyggst endurtaka leikinn ásamt
yngra fólki.
Flutt verða ljóð eftir Nínu Björk
Árnadóttur, Jóhann Hjálmarsson,
Jón Óskar, Matthías Johannessen,
Ara Gísla Bragason, Diddu og Þorra.
Flest skáldanna flytja verk sín sjálf.
Una Jónsdóttir les ljóð Jóns Óskars.
Höfundur tónlistar er Carl Möller,
en með honum leika Guðmundur
Steingrímsson, Róbert Þórhallsson
og Steingrímur Guðmundsson .
Dagskráin verður á Hótel Borg
fimmtudaginn 27. október kl. 21 og
í Norræna húsinu laugardaginn 29.
október kl. 16. Aðgangseyrir er 500
kr.
Leið til áheyrenda og lesenda
Carl Möller tónlistarmaður lét vel
af samvinnu skálda og tónlistar-
manna. Hann sagðist fyrst og fremst
hafa samið lög þar sem textinn hefði
komið á eftir. í þessu tilviki væri
textinn fyrr á ferðinni. Hljómlistin
yrði að taka mið af því í hugblæ og
tíma.
Um tónlistina sagði Carl að hún
gæti varla talist dæmigerð djasstón-
list heldur djassblanda. Allflestar
tónlistarstefnur kæmu fram í tónlist-
inni og hún væri frekar lagræn. „Ég
tel að ekki þurfi að dreifa neinum
skýringum með þessari tónlist og
hún þarf ekki túlk,“ bætti Carl Möll-
er við. Hann kvaðst vona að meira
yrði um samvinnu skálda og tón-
listarmanna í framtíðinni.
Nína Björk Árnadóttir skáld hefur
áður komið fram með hópnum og
sagði að gaman væri að vinna með
öðrum ljóðskáldum vegna þess að
skáld væru svo einangruð. Áð dómi
hennar er mjög skemmtilegt að sam-
eina ljóð og djass og þessar greinar
telur hún eiga vel saman. Hún sagði
að sér hefði oft fundist myndskreyt-
ingar eyðileggja ljóð, en öðru máli
gegndi um tónlist. í ljóðum væri
músík og hrynjandi og Carl Möller
væri næmur á ljóð og þetta kæmi
vel fram hjá honum og félögum
hans. Fyrir skáld væri þetta góð leið
að ná til sem flestra lesenda.
Þai er munur...
...á nýbökuðum og upphítuðum
Þegar þú setur hálfbökuðu Hatting smábrauðin í
ofninn færðu þau nýbökuð út en ekki bara upphituð
- í því liggur stór munur sem vert er að prófa.
Fín og gróf smábrauð og bóndabrauð
- alltaf fersk - alltaf nýbökuð.
Styðjum formann þingflokksins
- Geir H. Haarde í
Prófkjörsskrifstofa Geirs H. Haarde Faxafeni 5 er opin kl. 16 - 22 virka daga
og 14 - 19 um helgar. Símar 811235, 811265 og 811275. Allir stuðningsmenn velkomnir!
Nú er tími skynsamlegra ákvarðana!
A næstu misserum verða teknar ákvarðanir í mörgum
mikilvægum málaflokkum sem varða heill og hamingju allra
íslendinga. Það verður líklega hlutskipti Sjálfstæðisflokksins
að leiða þau mál til lykta.
Þess vegna er það lykilatriði að velja til forystu stjórnmála-
mann sem lætur skynsemina ráða ferðinni. Mann sem býr yfir
þekkingu og reynslu og þeirri einurð sem þarf til að koma
brýnum málum farsællega í höfn. Geir H. Haarde er sá maður.
Stuðningsmenn
HÖ&NÚAUaí