Morgunblaðið - 26.10.1994, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 26.10.1994, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1994 9 FRÉTTIR Drög að frumvarpi um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar lögð fram á kirkjuþingi Stefnt að auknu sjálf- stæði þjóðkirkjunnar Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 28. og 29. október \Asgerdur Jóna Flosadóttir | Sjálfstæðisflokkurinn metur konur að verðleikum Konur eru tilbúnar til að axla ábyrgðj Tryggjum Ásgeröi Jónu 8.-10. sœtiö SÉRA Þórhallur Höskuldsson, Þorsteinn Pálsson, kirkjumálaráð- herra, og Olafur Skúlason, biskup, ganga til kirkjuþings. ÞORSTEINN Pálsson, dóms- og kirkjumálaráðherra, sagði við upp- haf kirkjuþings í gær að hann væri þeirrar skoðunar að nauðsynlegt væri að stíga markviss og ákveðin skref til þess að auka sjálfstæði og ábyrgð kirkjunnar. Hann sagði að kirkjan yrði að hafa í huga að um- ræðan um aðskilnað ríkis og kirkju væri lifandi meðal fólks og að hún væri alls ekki í öllum tilvikum sett fram kirkjunni til höfuðs. Fyrir kirkjuþingi liggur að taka afstöðu til draga að frumvarpi til laga um stöðu, stjórn og starfs- hætti íslensku þjóðkirkjunnar. Með frumvarpinu er stefnt að því að kirkjan fái mun meira sjálfstæði en verið hefur um langa hríð. Gengið er út frá þeirri forsendu að sjálf- stæði kirkjunnar verði til þess að efla hana. Þj óðkirkj uskipulaginu ekki breytt Kirkjumálaráðherra sagði að oft heyrðist það sjónarmið að rétt væri að skilja alfarið á milli ríkis og kirkju. Sumir væru þessarar skoð- unar vegna þess að þeir teldu að við það drægi úr áhrifum kirkjunn- ar, en aðrir væru það vegna þess að þeir álitu að aukið sjálfstæði yrði til þess fallið að efla kirkjuna. „Við getum einfaldlega ekki lokað augunum fyrir því að umræða af þessu tagi er lifandi á meðal fólks og alls ekki í öllum tilvikum sett fram kirkjunni til höfuðs. Sjálfur hef ég lýst þeirri skoðun minni að rétt sé að viðhalda þjóðkirkjuskipu- laginu svo sem kveðið er á um í stjórnarskrá lýðveldisins. Ég er á hinn bóginn þeirrar skoð- MIKLAR skemmdir urðu vegna elds í bifreiðaverkstæðinu Brautinni hf. á Akranesi í fyrrinótt. Aðallega er um reyk- og sótskemmdir að ræða og virðist sem eldur hafi ekki náð að breiðast út og hann að lokum slökknað að sjálfsdáðum. Þegar eigandi verkstæðisins kom til vinnu sinnar í gærmorgun mætti honum ófögur sjón. Mikill reykur var í byggingunni, en eldurinn hafði þó náð að slökkna. Á verkstæðinu unar að nauðsynlegt sé að stíga markviss og ákveðin skref til þess að auka sjálfstæði og ábyrgð kirkj- unnar þó að hún njóti áfram stjórn- skipulegrar verndar. Mikilvægt er að þau skref sem þegar hafa verið stigin í þessa veru hafa ekki leitt til togstreitu á milli rikis og kirkju. Þvert á móti hafa menn fundið þann farveg sem samstaða hefur tekist um. Reynslan er þannig að mínu mati góð og ætti því fremur en hitt að hvetja til þess að áfram verði haldið á þessari braut, þó að hún njóti áfram stjórnskipulegrar vernd- ar,“ sagði Þorsteinn. Þorsteinn sagðist vera þeirrar skoðunar að iaunamál presta ættu að vera hluti af þeirri breytingu sem fylgdi auknu sjálfstæði kirkjunnar. Hann sagðist vilja tryggja framlag voru sex bílar og skemmdust tveir þeirra verulega og er annar þeirra talinn ónýtur. Allt húsnæðið er mik- ið skemmt af sóti og reyk. Sömu- leiðis eru verkfæri og áhöld skemmd. Slökkvilið Akraness var kvatt á staðinn, en þurfti lítið annað að gera en að reykhreinsa húsið. Ljóst er að hér er um verulegt eignartjón að ræða. Strax var hafist handa um hreinsun og lagfæringar. ríkisins áfram í samræmi við fyrri skuldbindingar, en að kirkjan fengi sjálf meiri ákvörðunarrétt um það á hvern veg hún vildi skipa þeim málum í samræmi við nýtt sjálf- stæði sitt. Þarf að biðja fyrir fjölmiðlum? Ólafur Skúlason, biskup íslands, sagði að með auknu sjálfstæði kirkj- unnar ykist ábyrgð kirkjuþings og til þess kynni að koma að halda þyrfti það oftar en einu sinni á ári. Hann lýsti stuðningi við þjóðkirkju- skipulagið, en sagði að vitanlega ætti hún að ráða sóknaskipan sinni, prestakallaskipan og prófastsdæma. Biskup gerði vald fjölmiðla að umfjöllunarefni í setningarræðu sinni. Hann sagði að of mikið væri um að löngunin til að ala á úlfúð réði ferðinni hjá fjölmiðlum. „Fjöl- miðlar þykja oft ekki mjög samstiga kirkjunni, nema þegar þannig ber við, að friður kirkjunnar er ein- hverra hluta vegna rofinn, svo að þeir sem mest fjalla um æsing, sundrung, jafnvel óvild og illsku og nærast af sliku fá gullið tækifæri. Og sýna síðustu mánuðir, að slíkir sjá sér hag í því að auka frekar við ókyrrð og fara eftir því einu, sem kitlar einkennilegar taugar og skipt- ir þá þjónusta við sannleikann minna máli.“ Biskup segir að það kunni að vera kominn tími til að prestar biðji fyrir fjölmiðlum í sunnudagsmess- um sínum, samhliða því sem þeir biðja fyrir forseta, ríkisstjórn og dómstólum. Akranes Eldur í bílaverkstæði Pétur H. Blöndal 1 nýr maður - ný viðhorf - nýjar leiðir Stuðningsmenn Fé án hirðis. Jafnrétti. Hvers vegna er farið illa með opinbert fé? Pétur heldur áttunda erindi sitt af níu í kosningaskrifstofunni að Skeifunni 11 b (í húsi Stillingar) kl. 21:00 í kvöld. Umræður og fyrirspurnir. Fundarstjóri: Bessí Jóhannsdóttir. 'Ath. kosningaskrifstofa Péturs er opin frá kl. 16 - 22.30 á virkum dögum frá kl. 12-22.30 um helgar. Síntar: 811 066,811 067 og 811 076. Allt sjálfstæðisfólk er velkomið. práfkjör Sjálfstæðisflokksins I Reykjavík 164 kr. á da§ koma sparnabinum í lag! Það þarf aðeins 164 kr. á dag til að spara 5.000 kr. á mánuði með áskrift að spariskírteinum ríkissjóðs. Ef þú bíður með að spara þangað til þú heldur að þú hafir „efni" á því byrjar þú aldrei. Líttu á sparnað sem hluta af reglulegum útgjöldum þínum, þannig verður sparnaðurinn auðveldari en þú heldur. Ert þú búin(n) að spara 164 kr. í dag? Hringdu í Þjónustumiðstöð ríkisverðbréfa og byrjaðu reglulegan sparnað með áskrift að spariskírteinum ríkissjóðs. ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ RÍKISVERÐBRÉFA Hverfisgötu 6, sími 91-626040 GOTT F Ó L K / SfA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.