Morgunblaðið - 26.10.1994, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 26.10.1994, Blaðsíða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ 16500 Sínu Frá framleiðendum ALIENS og THE TERMINATOR FLÓTTINN FRÁ ABSOLOM ENGIR MÚRAR - ENGIR VERÐIR - ENGINN FLÓTTI RAY LIOTTA (Goodfellas), KEVIN DILLON (The Doors, Platoon). Sýnd kl. 5, 9 og 11. B.i. 16 ára. STJÖRNUBÍÓLÍNAN SÍMI991065 Taktu þátt í spennandi kvikmyndagetraun. Verðlaun: Boðsmiðar á myndir í Stjörnubíói. Verð kr. 39,90 mínútan. Nú hafa 25.000 manns séð Bíódaga. Ert þú einn þeirra? Sýnd í örfáa daga í A-sal kl. 5, 7 og 9. Amandaverðlaunin 1994. Besta mynd Norðurlanda. TILBOÐ KR. 600 F. FULLORÐNA KR. 400 F. BÖRN Stórmyndin ÚLFUR DÝRIÐ GENGUR LAUST. ★★★ S.V. Mbl. ★★★ Eintak ★★★ Ó.T. Rás2 Sýnd kl. 6.50 og 11. MIKE Tyson og Robin Givens eru leikin af Michael Jai White og Kristen Wilson. Stjörnunum skotið upp á hvíta tjaldið ÞAÐ ER ekki tekið út með sældinni að vera í sviðsljósinu í Bandaríkjun- um. Nýjasta æðið hjá bandarísku sjónvarpsstöðvunum er að gera kvik- myndir um líf fræga fólksins, að því forspurðu. Þar heyja sjónvarps- risamir Fox og NBC einvígi og leggja allt í sölurnar. Myndir um líf Elizabeth Taylor, Miu Farrow, Mike Tysons, O.J. Simpsons, Madonnu og ■Roseanne eru væntanlegar í vetur og ekki eru allar stjörnurnar jafn hrifnar. Elizabeth Taylor lögsótti NBC- sjónvarpsstöðina til að reyna að koma í veg fyrir sýningu á kvikmynd sem byggð er á ævi hennar. Hún tapaði málinu, en íhugar að höfða mál aftur eftir að myndin hefur ver- ið sýnd. Hún er fokvond yfir því að í myndinni sé dregin upp mynd af stjörnu sem hafi verið barin af þrem- ur eiginmönnum sínum og neitar því alfarið. Roseanne er aldeilis í sviðsljósinu því bæði Fox og NBC sýna myndir um líf hennar á þessum vetri. Hún er alveg brjáluð yfir því að vera leik- BOBBY Hosea og Jessica Tuck in af Denny Dillon í myndinni „Rose- anne: An Unauthorized Biography" frá Fox og lýsir henni sem „litlu skrípi ... dvergkonu". Eftir að hafa ráðfært sig við lög- fræðinga O.J. Simpsons frestaði Fox sýningu á mynd um sögu O.J. Simp- son þar til val á kviðdómendum hefði farið fram, svo hún hefði ekki áhrif á kviðdóminn. Lögfræðingar Miu Farrow hafa sent mótmælabréf til framleiðenda myndar Fox „Mia: Child of Holly- wood“. Talsmaður hennar segir að hún „... mótmæli ákaft. Hún veit hvað þeir munu líklega einblína á“. En mótbárum hennar verður ekki sinnt. Madonna og Mike Tyson eru þau einu sem hafa þagað þunnu hljóði. Framleiðendur myndarinnar „Ty- son“ töluðu aldrei við kappann, en þeir höfðu samráð við marga af vin- um hans. Að sögn talsmanns Ma- donnu, Liz Rosenberg, hefur hún „enga skoðun" á mynd Fox um það þegar hún fetaði sín fyrstu spor fram í sviðsljósið. leika O.J. og Nicole Simpson. PATSY Kensit og Katlin Yeung leika í „Miu“. TERUMI Matthews leikur Madonnu. PATRIKA Darbo go Stephen Lee leika Roseanne og Tom Arnold. DAVID Graf og Denny Dillon í hlutverkum Arnold- hjónanna. BOB og April voru gift í tíu ár og aldrei grunaði Bob að April væri í raun karlmaður en April hét í fyrstu Antonio og ieit svona út. Hjónin skildu árið 1991 og þá vissi Bob ekki enn að hann hafði verið giftur karlmanni. Lögfræðingur hans skynjaði þó að ekki var allt með felldu og lét rannsaka málið og þá féll sprengjan: „Bob, þú hefur verið giftur karlrnanni." Nú höfðar Bob Elliott mál á hendur April og krefst hálfs milljarðs króna í skaðabætur fyrir þá auðmýkingu sem hann hefur þurft að þola. maður ►BOB Elliott var giftur sinni heittelskuðu April í tíu ár. Þau hittust í mars árið 1981 og Bob féll kylliflatur fyrir ljóshærðu fegurðardísinni. Hann vissi ekki að April hafði heitið Antonio Neves áður en hún gekkst und- ir kynskiptaaðgerð einu ári fyrr. „Við lifðum eðlilegu kyn- lífi,“ segir Bob. „Það eina sem olli mér vonbrigðum var að hún sagðist ekki geta eignast barn og það skýrði hún með því að hún hefði gengist undir stóran uppskurð." Basinger ekki gjald- þrota ►LEIKKONAN Kim Basinger geturaldeilis gert sér glaðan dag. Ástæðan er sú að áfrýjun- ardómstóll Kaliforníu úrskurð- aði henni í vil nýlega og hún þarf því ekki að borga 560 millj- ónir króna í skaðabætur fyrir þá ákvörðun sína að hætta við að leika í myndinni „Boxing Helena“ árið 1993. Ef hún hefði ekki unnið málið hefði leikkon- an orðið að lýsa sig gjaldþrota.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.