Morgunblaðið - 26.10.1994, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 26.10.1994, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1994 45 FÓLK í FRÉTTUM „Endurminningar eru vöndur litskrúðugra blóma sem aldrei fólnar. En einmitt sakir þessa ætla ég að segja ykkur söguna af því, hvernig Þýsk-íslenska vinafélaginu á Suður- landi var árið 1954 blásinn lífsandi í nasir að tilhlutan kanslara þýska sambandslýðveldisins, doktors Kon- rads Adenauers." Þannig hófst hátíðarræða Þjóð- veijans Karls Kortssonar, dýra- læknis og fyrrverandi ræðismanns Þýskalands, í tilefni af því að fjöru- tíu ár voru liðin síðan Þýsk-íslenska vinafélagið á Suðurlandi var stofnað. 26. október árið 1954 tóku Ólaf- ur Thors forsætisráðherra og Krist- inn Guðmundsson utanríkisráð- herra á móti Konrad Adenauer í Keflavík. í fylgd með Adenauer voru Felix von Eckhardt, blaðafull- trúi ríkisstjórnarinnar, Walter Hall- stein og Hans Heinrich von Her- warth, fulltrúar utanríkisráðuneyt- isins. í hátíðarræðu Karls Kortssonar segir ennfremur: „Á Bessastöðum afhenti kanslarinn forseta íslands, herra Ásgeiri Ásgeirssyni, nettan sjónauka sem dæmi um þýska há- gæðavöru og sagði: „Ég er kominn í pílagrímsför til fæðingarstaðar lýðræðisins í heiminum." í sólskini og blíðu var haldið til Þingvalla. Frá útsýnisskífunni á barmi Almannagjár var útsýnið fagurt yfir vatnið. Saga staðarins var rakin. í Þingvallabænum hélt Ólafur Thors stutt ávarp, þar sem hann bauð gesti velkomna og skálað var fyrir góðri samvinnu beggja land- anna. Kanslarinn þakkaði sérstak- lega fyrir að hafa fengið tækifæri til að sjá þennan sögufræga stað, Þingvelli." Daginn eftir var Karli boðið að hitta Adenauer og gera honum grein fyrir stöðu íjóðveija hér á landi. Honum segist svo frá atburð- inum: „Ég varð hissa á því, hve kanslarinn vissi margt um mig. Mér til undrunar innti hann mig eftir ráðstöfunum íslenskra dýralækna Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon ÓLAFUR Thors og Konrad Adenauer á Þingvöllum. við sauðfjárveikivarnir hérlendis. Ég greindi honum frá því, hvemig sýktar hjarðir hefðu verið skornar niður árið 1951, til þess að sigrast á búfjársjúkdómum, en það vakti óskipta athygli kanslarans, þar eð berklaveiki í nautgripum var mikið vandamál í Þýskalandi á þessum tíma. Ég greindi honum frá þýskum innflytjendum á íslandi og jafn- framt frá hinum sautján föllnu flug- mönnum hins fyrrverandi þýska flughers. Að lokum lagði Konrad Adenauer hönd sína á öxl mér og sagði: „Herra dr. Bruckner, verið þér svo vænir að taka að yður að sjá um þessa samlanda yðar.“ Á þeirri stundu varð vinafélagið okkar til!“ Heimsókn Adenauers til Islands fyrir 40 árum GÆÐAFLÍSAR Á GOTU VERÐI ¥ «1 - Stórhöfða 17, við Gullinbrú, siml 67 48 44 SALA Á BÓKUM ÚR FALLEQU EINKASAFNI á Ásvallagötu 26, fyrstu hæð til hægri, frá og með miðvikudeginum 26. (í dag) til föstudagsins 28. þessa mánaðar frá kl. 14.00-19.00. Ennfremur laugardaginn 29. og sunnudaginn 30. þ.m. frá kl. 10.00-15.00. Fjölbreytt úrval af bókum Qeymið auglýsinguna JÖRUNDUR Guðmundsson, Bergljót Viktorsdóttir, Eysteinn Þórir Ingvason, Loftveig Kristjánsdóttir og Gunnar Þórisson. Skemmtisigling í Faxafióa ►MS. ÁRNES hélt í kynningar- ferð út á Faxaflóa laugardaginn 22. október, en skipið hefur ný- lega verið innréttað sem skemmti- ferðaskip með þremur stórum veitingasölum. Boðið var upp á sjóstangaveiði um borð. Ekki fiskaðist vel til að byrja með, en í ljósaskiptunum tók veiðin við sér og allir fengu sitt. INGVI Þórir Eysteinsson við stýrið. DU PONT bflalakk notað af fagmönnum um land allt. Er bfllinn þinn grjótbarinn eða rispaður ? DU PONT lakk á úðabrúsa er meðfærilegt og endingargott. Faxafeni 12. Sími 38 000 Ljóð fjallkonunnar í 50 ár Fjölmargar myndir af listakonum og skáldum sem ortu Ijóðin. * Bókin Fjalikonur í fimmtíu ár. Bókaútgáfan Blik. Pöntunarsími 91-615525. NYJA BILAHOLUN FUNAHOFDA V S: MMC Pajero stuttur V6 árg. '92, ek. 54 þús. km., álfelgur, 31" dekk, grænn. Verö kr. 2.250.000 stgr. Ath. skipti. MMC Colt GLXl árg. ‘91, ek. 69 þus. km., sægrænn. Verð kr. 880.000 stgr. Ath. skipti. MMC Colt GLXi árg. '92, ek. 17 þús. km., rauöur, spoiler. Verö kr. 1.020.000 stgr. Bein sala. MMC Galant Dynamlc 4WD, 4W stýri, hvítur, ek. 59 þús. km„ 150 Hð, álfelgur, 5 g. Verö kr. 1.750.000 stgr. Ath. skipti. BILATORC FUNAHOFDA I OKKUR VANTAR NYLEGA 4WD BILA OG JEPPA A STAÐINN Toyota Corolla Sl árg. '93, ek. 25 þús. km., rauður, Skipti ath. Verö kr. 1.250.000. ousuki oVitt arg. aa, es. aoeins iu þús. sjálfskiptur, steingrár aö lit. Verð kr, 1.080.000 Mersedes Bens 260 E árg. 88, sóllúga, sjálfskiptur.ABS o.fl, Skipti skuldabréf. Verð kr, 2.780.000 mivio l„uu u/l arg. yi, aiesei, ek. 81 þús. km„ hvftur. Skipti, skuldabréf. Verð kr. 1.250.000. bMW ib arg. at, eK. 03 pus. Km.. Svartur. Einn með öllum hugsanlegum aukabúnaöi. Verð kr. 1.790.000 Suzuki Vitara JLXI árg. '92, ek, 47 þús. km„ Ijósblár. Verö kr. 1.790.000 stgr. Ath. skipti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.