Morgunblaðið - 26.10.1994, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 26.10.1994, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1994 33, að um fólkið sitt á deildinni og fjöl- skyldur þeirra. Vorkunnsemi í sinn garð undi hún ekki, því barlómur var eitthvað sem Arína þekkti ekki. Hjartans þakkir fyrir allt það sem þú gafst okkur elsku Arína. Guð blessi minningu Arínu. Anna, Lizzí og Elisabet. Lát svo streyma um þanka þinn, þær fógru minningar. Þær orna munu þér enn um sinn, allar - svo frábærar (Þorgeir Ibsen.) í dag er hún lögð til hinstu hvílu. Það eru aðeins fjórir mánuðir síðan henni var tjáð, að læknisrannsókn lokinni, að illkynja sjúkdómur hefði tekið sér bólfestu í höfði hennar. Af æðruleysi tók hún þessum dómi og ákvað að takast á við sjúkdóminn í erfiðri meðferð, sem því miður bar ekki tilætlaðan árangur. ína laut höfði, þakkaði guði sínum árin sem að baki boru og beið þess óumflýjan- lega í faðmi fjölskyldu sinnar. ína átti sín starfslok um síðastliðin ára- mót. Þar kvaddi hún samstarfsfólk röntgendeildar Borgarspítala eftir 26 ára veru. Það var með söknuði sem hún kvaddi samstarfsfólk, sem hún hafði bundist vináttuböndum. Ekki vissi ína þá, frekar en við hin, að hún gengi ekki heil til skóg- ar. Hún leit björtum augum til fram- tíðarinnar, því hugðarefni hennar voru svo ótal mörg, og gott að eiga nægan tíma til að sinna þeim. Ina var sjómannskona, sex voru börnin á lífi og fósturdóttir, þegar Angantýr, maðurinn hennar varð bráðkvaddur, í blóma lífsins. Erfiðir tímar fóru í hönd hjá ungu ekkjunni - en hún axlaði þær byrðar sem á hana voru lagðar með miklum sóma. Vinnudagur hennar var oft langur, en aldrei svo langur að hún ætti ekki tíma aflögu til að hlúa að öldr- uðum, sjúkum, svo og öllum vinum og vandamönnum á gleði- og sorg- arstundum. Faðmur hennar var svo stór, og að kærleika var hún auðug kona. ína lifði það að sjá barnahópinn sinn vaxa og dafna, eignast sínar fjölskyldur, og samverustundimar með þeim voru hennar unaðsstundir. ínu er sárt saknað sem ástríkrar móður, tengdamóður, ömmu, systur og vinkonu. Minningamar um hana eru svo ótal margar og góðar. Fyrir þær þakka ég og fjölskylda mín, nú að leiðarlokum. Með hryggð í huga kveð ég ínu, og bið ástvinum hennar guðs blessunar. Góð kona er gengin. Blessuð sé minning henn- ar. Dóra Bergþórsdóttir. í dag kveðjum við góða og göfuga konu, Arínu Ibsen, eða ínu eins og hún var kölluð Arína vann á röntgendeild Borg- arspítalans í 26 ár og sinnti þeim störfum af trúmennsku og kost- gæfni og var mjög vinsæl á vinnu- stað af samstarfsfólki. Hún missir mann sinn, Angantý Guðmundsson skipstjóra, árið 1964. Þá stendurhún ein með börnin sex, Ibsen, Báru, Auði, Hauk, Óla og Guðrúnu, sem þá var aðeins 7 ára, auk þess eina uppeldisdóttur, Soffíu Jónu. Hægt er að gera sér í hugarlund hversu erfitt það hefur verið að standa ein með svo stóran hóp. Með dugnaði og eljusemi tókst Arínu að halda heimilinu saman og koma börnum sínum upp og mennta þau. Arína lét af störfum um síðustu áramót og hlakkaði hún til að geta nú snúið sér að áhugamálum sínum, sem hún átti svo mörg, en því miður entist henni ekki aldur til að fram- kvæma allt það, sem hugur hennar stóð til. Við syslkinin kynntumst Arínu, þegar yngsti bróðir okkar, Viðar, kvæntist Guðrúnu, yngstu dóttur Arínu. Arína var einstök manneskja. Hún geislaði af lífsgleði. Hún var mikil félagsvera, sem hreif alla með sér, vinamörg og sóttist fólk eftir félagsskap hennar. Aldrei hallaði Arína á nokkurn mann og alltaf sá hún björtu hliðarnar á tilverunni þrátt fyrir erfiðleika, sem á vegi hennar urðu. Fjölskylda Arínu hélt einstaklega vel saman og var hún hlekkurinn, sem aldrei brást. Arína var áhugasöm um land sitt og þjóð og var hún dugleg að ferðast og fræðast um landið. Það syrgja margir í dag. Bömin hennar, sem dáðu hana og virtu, bamabörnin, sem hún elskaði og naut þess að vera með enda einstök amma, vinir allír og vandamenn. Lífsganga merkiskonu er á enda. Við systkinin þökkum Arínu óbrigð- ula vináttu hennar og hlýhug í okk- ar garð og móður okkar, sem hún sýndi sérstaka umhyggju og hlýju alla tíð. Ástvinir Arínu varðveita bjartar minningar um ástríka móður og ömmu. Við vottum börnum hennar, systkinum og öðmm ástvinum dýpstu samúð okkar. Guð blessi minningu hennar. Einar, Margrét, Guðbjörg og Svandís. Minn ágæti vinnufélagi og góð vinkona um langa tíð, Arína Ibsen, verður í dag til moldar borin eftir að hafa háð stutta en snarpa bar- áttu við manninn með ljáinn. Á þeim tímamótum þegar hún hugðist setj- ast í helgan stein er hún á brott kölluð, hún sem átti svo margt ógert og sá loksins fram á að hafa fullan tíma til að sinna eigin hugðarefnum. Nú átti að leggjast í ferðalög um landið þvert og endilangt. Hún var mikill náttúrunnandi og hugðist eyða nýliðnu sumri í náttúruskoðun og ferðalög með skyldmennum og vin- um. Þess í stað er hún farin í ferð- ina miklu sem bíður okkar allra. Það var fyrir 26 árum sem við kynntumst þegar við unnum saman á röntgendeild Borgarspítalans, fyrst í þrjú ár skömmu eftir opnun deildarinnar og aftur síðastliðin 14 ár. Er ekki ofsögum sagt að hún hafi verið elskuð og dáð af mér sem og öðru samstarfsfólki enda hvers manns hugljúfi. Sama var á hveiju gekk, hún var alltaf boðin og búin að leggja fram hjálparhönd fyndi hún hina minnstu þörf á því hjá samstarfsmönnum sínum og sam- viskusöm var hún svo eftir var tekið. Arína var lífsglöð manneskja og hrókur alls fagnaðar á meðal vina og áttum við margar góðar stundir saman sem ylja manni nú í minning- unni. Fórum við víða í skemmtiferð- ir með barnabörnin og naut hún sín þar til hins ýtrasta. Nú þegar komið er að leiðarlokum hjá þessari góðu konu vil ég þakka forsjóninni fyrir að hafa fengið tæki- færi til að kynnast Arínu sem svo sannarlega hefur fegrað mannlífs- flóruna og gefíð mikið af sér til sam- ferðamanna sinna. Aðstandendum flyt ég samúðar- kveðjur. Megi minningin um ástkæra móður og ömmu styrkja þau í hinni miklu sorg. Helga Torfadóttir. Þegar við kveðjum elskulega vin- konu okkar og starfsfélaga í rúman aldarfjórðung, Arínu Ibsensdóttur, fer ekki hjá því að minningar liðinna ára hrannist upp. Arína hafði ein- staklega góða hæfileika til að hrífa alla með sér, er kynntust hennar glaðværu framkomu. Ef hún gat ekki komið manni í gott skap hlaut að vera eitthvað að manni. Þegar hillti undir það að hún gæti farið að njóta ævikvöldsins, sem hún hlakkaði til að geta gert, og hún gæti notið einhvers af því sem hún hafði ekki gefið sér tíma til, kom í ljós, að hún vúr með sjúk- dóm, sem fáum hlífir. Af sinni ein- stöku ró og kjarki tók hún því sem að höndum bar. Hún lét sem ekkert væri þegar maður heimsótti hana. Hún hafði í gegnum árin tamið sér slíkt, enda hafði lífið svo sannarlega ekki alltaf farið um hana silkihönsk- um. Það væri hver sæll sem tæki sér hana til fyrirmyndar, hvað varðar rósemi og kjark. Með þessum fátæklegu línum vil ég þakka henni samfylgdina, og bið almáttugan Guð að styrkja ástvini hennar. Ég trúi og veit að Guð líkn- ar þeim er syrgja, því eins og Matth- ías Johannessen segir: í þessum heimi illra verka og ótta er ekkert það, sem honum er um megn. Karl Ormsson. Fyrir tæpum tuttugu árum kynnt- umst við þesari dökkhærðu og fal- lega brúnleitu konu, henni Arínu okkar eins og við kölluðum hana. Hún fylgdist með okkur stelpunum sem þá vorum læknaritarar á röntg- endeild Borgarspítalans og lét sig það varða hvemig við hefðum það og hvað við værum að gera, hvort hún gæti orðið okkur að liði. Við vorum ungar og óreyndar, en síðar átti okkur eftir að skiljast hvað þú, Arína, varst lífsreynd kona og tókst lífí þínu með miklu æðruleysi. Þú varst hrókur alls fagnaðar í öllum útivistarferðum og kynslóðabil var ekki til staðar þar sem þú fórst, sí- kát og full af áætlunum um hvað væri nú gaman að gera næst. Það kom okkur heldur ekki á óvart þeg- ar við fréttum af baráttu þinni við illvígan sjúkdóm, hversu sterk þú varst, og þá kom í Ijós enn og aftur baráttuviljinn, en kallið var komið og áreiðanlega til frekari verkefna sem bíða þín. Það eitt að hafa feng- ið að kynnast eins góðri, blíðlyndri, en jafnframt baráttuviljugri konu er gott veganesti fyrir hverja unga konu, sem er að hefja sitt líf. Með það eitt að leiðarljósi er maður hvergi banginn. Þegar við vinkonumar heyrðum um andlát þitt varð okkur að orði, að þú hefðir aldeilis valið þér dag- inn, sólin skein svo fallega í haustlit- unum og um kvöldið dönsuðu norð- urljósin á stjömubjörtum himni, því- líkt ferðaveður, það var við hæfi. Við vinkonur þínar og samstarfs- menn til margra ára þökkum þér samfylgdina og allar þær ánægju- stundir sem við áttum með þér í lífí og starfi. Hulda og Margrét. Við, sem nú með sorg í hjarta og miklum söknuði kveðjum hana Ar- ínu, emm rík. Við emm rík vegna þess að hún gaf okkur stöðugt umhugsunarefni um hið raunverulega ríkidæmi. Þegar ég nýverið heimsótti Arínu mikið veika á Borgarspítalanum sagði hún m.a. við mig að það væri til skammar að verið væri að borga henni eftirlaun „og ég sem vinn ekki handtak". Að halda aftur af tárunum og hlusta á konu sem alið hefur önn fyrir stórum barnaskara, ein og óstudd ekkja til margra ára ávallt á lægstu launum þjóðfélagsins, var erfitt. Ég var vitaskuld tilbúin að segja eitthvað um misréttið og slæma stjómunarhætti einstakra ráðamanna, en Arína sló á það og vildi alls ekki heyra að einhver væri til sem gerði ekki sitt besta. Og elsku Arína mín, þú gerðir svo sannarlega alltaf þitt besta alla tíð. Arína reyndist mér persónulega sem stoð og stytta í mörgum raunum og á ungdómsárunum hugsaði mað- ur ekki út í það að hún hefði neitt annað en allan heimsins tíma. Hún hefur allan tímann í veröld- inni bara fyrir mig, vom kannski hugsanir sem aldrei komust í búning orða. Arína fræddi mig um skákein- vígið, Vestmannaeyjagosið og fleiri stórviðburði hér á íslandi í frábæmm bréfum sínum þegar ég bjó í Svíþjóð. Arína vann óeigingjarnt og erfitt starf á Röntgendeild Borgarspítal- ans í nær þtjá áratugi, og það er engum ofsögum sagt að hún var alltaf hrókur alls fagnaðar, hvort heldur var í vinnunni eða á skemmt- unum og ferðalögum. Þórsmerkur- ferðin 1970 meðan spítalinn var lít- ill og allir þekktu alla er enn ofar- lega í hugum þeirra sem með voru. Arína sem æðstiprestur við bláköst- inn verður lengi í minnum höfð, fyr- ir svo utan kræsingarnar sem voru líkastar því sem sagt er frá í kon- ungsveislum ævintýranna. Afstaða Arínu til lífsins var eins og í ævintyrum, þó svo að lífsbar- átta hennar hafi alla tíð verið hörð og sorgir margar. Það verða aðrir til þess að rekja ættir hennar, ég vil hér aðeins þakka fyrir að hafa eignast trygga vinkonu og notið handleiðslu hennar við að læra að þekkja hið raunverulega ríki- dæmi. Takk elsku Arína. Börnum hennar og barnabörnum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Elísabet Brekkan. MARGRÉT GUÐFINNSDÓTTIR + Margrét Guðfínnsdóttir var fædd í Litlabæ í Skötufírði 29. tnars 1909. Hún lést á Land- spítalanum 3. október síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Hólskirkju í Bolungarvík 8. október. Amma í Bolungarvík er dáin. Eftir að hafa búið erlendis í næstum 12 ár kveð ég í bili báðar ömmur mínar eftir bara fjögurra mánaða veru á íslandi. Á svona stundu koma margar minningar fram í huga mér, góðar minningar. Ég á minningar um „ömmu í Bolungarvík“, en það köll- uðum við systkinin hana, frá því ég var smástrákur á ísafirði. Ég var oft hjá ömmu og afa í Vatnsnes- inu á sumrin ásamt Þórami og Pálma. Í Vatnsnesinu var oft glatt á hjalla. Alvara lífsins var þrátt fyrir það alltaf á næsta homi. Ámma var alltaf á þönum frá því snemma á morgnana og fram á kvöld. Morgunmatur, eldamennska, bakstur, þrif og uppvask og þess á milli var hlaupið út á tún með hríf- una og rifjað af þvílíku kappi að 100 metra hlaupari hefði mátt hafa sig allan við til að halda í við hana. Þrátt fyrir langan vinnudag var alltaf hægt að fara til ömmu ef eitthvað var að. Hún hafði alltaf tíma til að tala við okkur og hlusta á okkar vandamál. Amma sagði gjaman að við yrðum að harka af okkur og halda áfram að vinna svo hinir yrðu ekki á undan okkur. Áður en lagst var í koju skrúbbaði hún okkur í bak og fyrir með þvotta- poka og man ég vel eftir því að við stóðum í röð fyrir framan balann og kviðum fyrir, því við vomm ekki teknir neinum vettlingatökum. Eftir að við fluttum til Reykjavík- ur fór ég oft til Bolungarvíkur á sumrin til að vinna og bjó þá alltaf ' hjá ömmu og afa á Völusteinsstræt- inu. Þá eins og áður var amma allt- af að. Ef hún var ekki í eldhúsinu þá prjónaði hún eða lagði saman þvott. Alltaf vom hrein föt tilbúin á morgnana og gúmmívettlingar tilbúnir smurðir að innan með kart- öflumjöli svo auðvelt væri að fara í þá. Amma í Bolungarvík kunni vísur og sögur í slíkum mæli að með ólík- indum var. Þó að hún hafi verið^g farin að gleyma sumu í seinni tíð þá gleymdi hún ekki vísunum og þuldi þær án umhugsunar. Amma er í mínum minningum glöð kona, ósérhlífin, sérlega vinnu- söm og guðhrædd. Vorkunnsemi var ekki til í hennar orðaforða og alltaf tóku amma og afi hanskann upg fyrir þá sem minna máttu sín. Ég minnist ömmu með söknuði en ég mun ávallt fyilast gleði og hlýju yfír því að hafa fengið að kynnast svona stórkostlegri mann- eskju og haft tækifæri til að vinna með og búa hjá sltku gæðafólki eins og ömmu og afa. Ég lít upp til svona fólks og reyni að hafa þeirra elju, ákveðni, ósérhlífni og þrautseigju^ að leiðarljósi. Ef fleiri væru eins og þau held ég að heimurinn liti öðruvísi út í dag. Ég sendi afa og systkinunum samúðarkveðjur og vona að ömmu lfði vel. Blessuð sé minning þín, amma mín og megi Guð varðveita þig. Reynir Erlingsson. Elsku Magga amma, þakka þér fyrir allar samverustundimar. Ég kveð þig með söknuði. Megi góður*- Guð styrkja afa í sorg sinni. Davíð Gestsson. GUÐRUN JÓNSDÓTTIR + Guðrún Jónsdóttir var fædd í Vatnsfjarðarseli 7. októ- ber 1901. Hún lést á heimiii sínu í Hafnarfírði 14. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirlgu í gær. Nú er hún Guðrún í Hafnarfirði, eins og hún var almennt kölluð, horfín sjónum okkar. Hve margir sakna hennar sárt verður aldrei vit- að. Hvert var þessi kona? Hún var engin venjuleg manneskja, sem stóð 93ja ára í ræðustól og talaði í krafti og kærleika Guðs. Mörg kraftaverk urðu fyrir hennar bænir því hún var sterkur Drottins þjónn. Alltaf tók hún fram að hún ætti engar þakkir skilið því Drottinn vinnur verkið og Honum ber að þakka. Er ég lít nokkra áratugi til baka eru mér ennþá í fersku minni þau gullfallegu orð er virtust flæða frá þessari konu. Ég er ekki fær um að lýsa hennar starfí, það verða eflaust pennafærari mér til þesS, en eitt læt ég ekki ósagt að nætur- svefn þeirra Guðrúnar og Salbjarg- ar var oft takmarkaður. Það leit oft út fyrir að allir landsmenn ættu þeirra símanúmer og svarið var ávallt jákvætt, jafnt nótt sem dag. Sjálf þakka ég góðum Guði mínum fyrir að hafa kynnst þessari frænku minni. Dagrún Friðfínnsdóttir. + Hjartkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, BALDUR KRISTJÁNSSON fyrrv. lögregluþjónn, Kúrlandi 5, Reykjavfk, andaðist í Borgarspítalanum 24. október. Fyrir hönd aðstandenda, Unnur Sveinsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, VALDIMAR PÉTURSSON bakarameistari, Heiðarbraut 1, Blönduósi, lést í sjúkrahúsinu á Bönduósi 22. október. Anna María Sigurbörnsdóttir, Steingrimur Reynir Valdimarsson, Inga Sigurpálsdóttir, Haiia Björg Valdimarsdóttir, Ronald L. Smith, Gunnbjörn Valdimarsson, Gunnar Valdimar Valdimarsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.