Morgunblaðið - 26.10.1994, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 26.10.1994, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Kœru vinir, börn, tengdabörn, barnabörn, brœÖ- ur, tengda- og frœndfólk og öllum þeim, sem fœrðu okkur gjafir, skeyti, hringdu og voru með okkur á 70 ára afmœli okkar, haldiÖ 15. októ- ber 1994, hafi þiÖ öll hjartans þakkir er gerðuð okkur daginn ógleymanlegan. GuÖ blessi ykkur öll. Svava ogHalldór, Hrófbergi. /S/7ámsV&Þ Súrdeigsbrauð og lófii 2ja kvölda námskeið kr. 4.900,- HEFST 31. OKT. KL. 18.00 - HEFST 2. NÓV. KL. 18.00 1. dagur: Tofu, fræðsla og notkun hráefnisins í aðalrétti, eftirrétti, álegg, salöt og salatsósur. 2. dagur: Súrdeig, fræðsla og kennsla í bakstri súrdeigsbrauðs. Ennfremur kennsla í áleggsgerð. Stuðlum að aukaefnalausu fæði Námskeiðin fara fram í Hamragörðum, Hávallagötu 24, Reykjavík. .Upplýsingar og bókanir í síma 671812 RCWELLS „FYRIR ALLA f IFJOLSKYLDUNNI Hringdu f símo 884422 Bíó heima með íslensku tali. Hjá okkur færðu Aladdin með íslensku tali. Skemmtileg mynd fyrir alla. RCWELLS í HÚSIVERSLUNARINNAR Fax nr. 884428 ÍDAG BRIDS U m s ] 6 n Guðm. Fáll A r n a r s o n ALAN Truscott, brids- fréttaritari The New York Times, telur miklar líkur á að vöm Zia Mahmood hér að neðan verði kjörin sú besta á árinu 1994. Spilið kom upp í Springold-keppn- inni í San Diego í Sumar. Zia hélt á spilum austurs. Suður gefur; allir á hættu. Norður ♦ ÁG1064 V K52 ♦ Á106 ♦ 107 Vestur Austur ♦ D73 ♦ 985 Y G983 IIIIH T 74 ♦ 973 lllm ♦ KG54 * ÁK9 ♦ D863 Suður ♦ K2 V ÁD106 ♦ D82 ♦ G542 Vestur Norður Austur Suður 1 lauf Pass 1 spaði Pass 1 grand Pass 2 tíglar* Pass 2 hjörtu Pass 3 grönd Pass 2 hjörtu Pass 3 grönd Pass Pass Pass * gervisögn, krafa. Utspil: tígulþristur. Þetta er einfalt spil. Sagnhafi neyðist til að fara í spaðann og verður ekki fyrir vonbrigðum með leg- una þar. Enda tók sveitar- féiagi Zia 10 slagi á hinu borðinu með sama útspili. Austur fékk fyrsta slaginn á tígulkóng og spilaði meiri tígli. Sagnhafi tók strax á spaðakóng og svínaði gos- anum. Búið 'spil. En Zia gaf sagnhafa falskar vonir með því að láta tígulgosann í fyrsta slaginn! Suður þóttist þá eiga þijá slagi á tígul með svíningu fyrir tíuna síðar og þá dugði honum að fá fjóra á hjarta. Hann byrjaði því á að spila hjarta þrisv- ar. Þar með varð gosi vest- urs frír og þegar sagnhafi svínaði næst tígultíu, skipti Zia yfir í lauf (drottning- una) og vörnin tók fimm slagi. Vissulega falleg vöm, en spilamennska suðurs er beinlínis móðgandi. VELVAKANDI Svarar í síma 691100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Tapað/fundið Hver man eftir Óskari Vilhjálmssyni? VELVAKANDA barst bréf frá Hjálmari Sveins- syni sem segist vera að rannsaka sögu Óskars nokkurs Vilhjálmssonar og fer það hér á eftir: Óskar Vilhjálmsson lést 1944 í fangabúðum Þjóð- veija. Hann var Reykvík- ingur; garðyrkjumaður að mennt og raunar fyrsti garðyrkjuráðunautur Reykvíkinga. Hann mun hafa flust til Þýskalands í kringum 1940 og eignast þýska konu. Hann starfaði um hríð við íslandsdeild þýska útvarpsins. Við deildina starfaði líka íslensk vélritunarstúlka. Þeir sem geta gefið ein- hveijar upplýsingar um Óskar eða vélritunarstúlk- una eru beðnir að hafa samband við: HJÁLMAR SVEINSSON, Fritz Reuter Strasse 3 10827 Berlin, Þýskaland. (Sími/fax 904930 7811780). Veski tapaðist GLÆNÝTT svart Bruno Magli spariveski tapaðist á leiðinni frá Hótel Sögu að hringtorginu v/Hring- braut aðfaranótt sunnu- dagsins. í því voru engin skilríki. Skilvís finnandi vinsamlega hafi samband við Jóhönnu í síma 12704 og er fundarlaunum heit- ið. Myndavél fannst MINOLTA-myndavél fannst á tröppunum á Hlíðarendakirkju, Fljóts- hlíð, fyrir u.þ.b. hálfum mánuði með 24 áteknum myndum. Uppi. í síma 98-78679. Úr tapaðist SWATCH-úr, grænt og vínrautt með reiðtygjum og hestshausum á ólinni tapaðist í Staðarskála um verslunarmannahelgina. IJrið var gjöf af sérstöku tilefni og er sárt saknað. Hafi einhver fundið úrið er hann vinsamlega beð- inn að hringja í síma 53494. Gæludýr Páfagaukur tapaðist HVÍTUR og blár páfa- gaukur tapaðist frá Hjarð- arhaga sl. sunnudag. Geti einhver gefið upplýsingar vinsamlega hringið í síma 614647 eða 22750. Fund- arlaun. Með morgunkaffinu Ast er. að sætta sig við að slys- in geta gerst. AUÐVITAÐ eigum við krókódílaskó. Númer hvað notar krókódíll- inn þinn? NEI, takk. Það þarf EKKI að pakka því inn. Ég ætla að nota það núna. "u^tjLei* ÉG hefði ekki átt að senda henni öll þessi ástarbréf, því hún giftist bréfberanum. EKKI yfirgefa mig, elsku Stína mín, fyrr en ég er búin að fá kjötbolluuppskriftina hjá þér. Víkverji skrifar... Umræðan í þjóðfélaginu að und- anförnu, um aukið ofbeldi, er þörf. Það er ógnvekjandi að hugsa til þess, að börn og ungling- ar séu farin að ráðast í voðaverk, sem þau sem helst hefur verið fjall- að um að undanförnu — síðast hér á síðum Morgunblaðsins í Reykja- víkurbréfi blaðsins sl. sunnudag. Auðvitað höfum við um allnokkra hríð vitað af því, að börn og ungl- ingar eiga það til að níðast á jafn- öldrum sínum eða þeim sem yngri eru, niðurlægja og meiða, ef svo ber undir. Víkverji minnist tals- verðrar umfjöllunar, m.a. hér á síð- um Morgunblaðsins fyrir tveimur eða þremur árum, um einelti barna. Þá birtust frásagnir af því, hvernig börn lögðu önnur börn í einelti, í skólum, á leiksvæðum eða sam- komustöðum unglinga. í kjölfar þeirrar umræðu virtist sem drægi úr eineltinu og þá dró úr frásögnum af börnum sem líða máttu einelti frá hendi jafnaldra sinna eða þeirra sem eldri voru. xxx Einnar frásagnar minnist Vík- veiji frá þessum tíma, af ungl- ingsstúlku, sem mátti þola barsmíð- ar, misþyrmingar og ofsóknir frá hendi hópi unglingsstúlkna, gjör- samlega að tilefnislausu. Víkvetji ræddi á þessum tíma við móður stúlkunnar, sem greindi frá því að stúlkan svæfi orðið mjög illa, hún þyrði ekki að fara ein í skólann á morgnana og ef hún gæti ekki feng- ið fylgd einhvers kennarans áleiðis heim, að skóladegi loknum, kysi hún frekar að bíða í skólanum, þar til móðir hennar eða faðir gætu sótt hana og fylgt henni heim. Víkverji hafði á þessum tíma hug á því að fá stúlkuna og foreldra hennar í viðtal við Morgunbiaðið um ástæður þess, að stúlkan var ofsótt, um líð- an og viðbrögð, bæði hennar, fjöl- skyldu hennar og skólayfirvalda. Var því í fyrstu tekið nokkuð lík- lega, en síðan skipti fjölskyldan um skoðun. XXX A Atæður þess að fjölskyldan hvarf frá áformum um viðtal við Morgunblaðið voru fyrst og fremst hræðsla. Stúlkan sagði, að þótt hún talaði við blaðamann án þess að greina frá sínu rétta nafni óttaðist hún að stelpurnar, sem ættu það til að ganga í skrokk á henni, myndu þekkja hana af sögu hennar. Það taldi hún að hefði þær afleiðingar í för með sér, að hún ætti eftir að verða enn harðar fyrir barðinu á þeim og kvaðst því ekki þora að veita viðtalið. Foreldrarnir voru sammála dótturinni. Þeir sögð- ust vita þess dæmi að foreldrar hefðu flutt úr ákveðnum hverfum, vegna þess að börn þeirra væru lögð í einelti og vildu flytjast í nýtt umhverfi, til þess að reyna að gefa börnum sínum tækifæri til þess að fá að njóta æskunnar óhrædd. xxx etta eru auðvitað raunalegar lýsingar og grátlegt til þess að vita, að börn geti verið eins grimmlynd og dæmin sanna. Hér verða foreldrar í samvinnu við börn sín að spyrna við fótum og upp- hefja allsheijar herferð á hendur einelti, ofbeldi, níðingshætti og skepnuskap. Það eru til allskyns hjálpartæki til þess að viðhalda þessari umræðu, gera hana skap- andi og ftjóa, þannig að hún skipti máli. Foreldrar hafa foreldrafélög í skólum, þeir hafa aðgang að kenn- urum og skólayfirvöldum, börn og unglingar hafa nemendafélög, fé- lagsstarf í skólum, málfundi, átaks- verkefni og margt fleira til þess að virkja í þágu brýns málstaðar. Heimilið, reglur þess, umræðan sem þar fer fram, fyrirmyndirnar sem þar eru gefnar, hlýtur þó fyrst og síðast að vera sá vettvangur sem vænlegastur er til þess að börnin hafí rétta vegvísa að leiðarljósi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.