Morgunblaðið - 26.10.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.10.1994, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1994 MORGU NBLAÐIÐ FRÉTTIR Sex manns í tveimur bílum Lentu í snjóflóði á Breiðadalsheiði Snjóflóðid þeytti bílunum fram af Þriðji bíllinn lenti í úljaðri flóðsins og slapp naumlega Þingeyri. Morgunblaðið. SEX manns sluppu með ótrúlega lítil meiðsli þegar tveir fólks- bílar, sem fólkið var í, lentu í miklu snjóflóði í Kinninni á Breiðadalsheiði um hádegisbilið í gær. Bílarnir bárust tugi metra niður ijallið með flóðinu. Fimm manns voru í öðrum bíln- um, þrír fullorðnir og tvö börn, 5 og 12 ára, en einn maður í hinum bílnum. Báðir bílarnir eru gjörónýtir. Magnús Sigríður Þórdís Anna Signý Sunna Mjöll Úlfar Már bílarnir lögðust alveg saman undan klaka- og snjóþunganum. En hvernig skyldi líðanin hafa verið meðan á þessu stóð? „Það var enginn tími til að hugsa um það,“ sagði Magnús. „Við reyndum bara að veija okkur fyrir höggum og glerbrot- um sem rigndu yfir okkur, en þetta virtist taka langan tíma.“ Leitað skjóls Atburðurinn átti sér stað rétt fyrir kl. 13.00 að sögn Magnúsar Sigurðssonar, bílstjóra annars bílsins, en hann býr á Þingeyri. Með Magnúsi voru kona hans Sig- ríður Þórdís Ástvaldsdóttir og 5 ára dóttir þeirra Anna Signý, syst- ir Magnúsar Sunna Mjöll Sigurð- ardóttir og 12 ára sonur hennar Úlfar Már Sófusson. í hinum bíln- um var Stefán Egilsson frá Pat- reksfirði. Á leið úr læknisskoðun „Við vorum á heimleið frá ísafirði eftir að hafa verið með börnin í læknisskoðun á Sjúkra- húsi ísafjarðar vegna gamalla meiðsla,“ sagði Magnús í viðtali við fréttaritara blaðsins. „Það var blíðuveður og rennifæri á heiðinni um morguninn þegar við fórum norður. En þegar við komum til baka var veðrið farið að versna töluvert þama uppi, hvassviðri og skafrenningur. Það var þó ekki svo blint að maður þyrfti að stoppa og fór maður bara fetið, enda hefur maður oft verið þarna uppi í miklu verra veðri. Bíllinn festist rétt eftir að ég kom inn í Kinnina. Ég hringdi úr bílasíma í Vegagerð- ina, en náði engu sambandi, þar sem hún virtist lokuð í hádeginu. Þá hringdi ég í lögregluna á ísafirði og bað um aðstoð, en menn þar tjáðu mér að þeir mættu ekki aðstoða í svona tilfellum nema við lægi mannslíf. Lögreglan bauðst til að senda upp leigubíl eða einhveija til aðstoðar. I sömu svifum birtust nágrannar okkar frá Þingeyri á jeppa og reyndu þeir að draga okkur út úr skaflin- um.“ Eftir nokkrar árangurslausar tilraunir gáfust þeir upp við að losa bílinn því þá hafði Magnús náð sambandi við Vegagerðina. Þar vissu menn ekki að Kinnin væri orðin ófær og kváðust mundu senda snjóruðningstæki upp. Flóðið fellur „Við vorum nýbúnir að losa taugina á milli bílanna og var annar maðurinn í jeppanum ný- genginn burtu frá okkur þegar klakahröngl, gijót og snjór, buldi á bílnum með miklum hávaða og látum, mölvaði allar rúðumar og nánast lagði þakið saman. Fyrsta hugsun okkar var sú að nú væri snjóblásarinn kominn upp og far- inn að tæta bílinn okkar í sundur. Skyndilega þeyttist bíllinn fram af vegbrúninni með flóðinu og fór alveg upp á hliðina og rann þann- ig dálítinn spöl niður. Síðan komst snjór undir hann aftur, rétti hann við og þannig flaut hann eina 50 til 60 metra niður hlíðina." Hinn bíllinn fór aftur á móti einar tíu veltur niður hlíðina og fór enn lengra en bíll Magnúsar. Báðir Þegar bílarnir loks staðnæmdust drifu þau sig út og fóru í slysavamaskýlið við Kerl- ingarhól. Búnaðurinn í skýlinu var heldur bágborinn, að sögn Magn- úsar. Engin teppi og eldspýtur rennblautar. „Því miður fá þessi blessuðu skýli oft ekki að vera í friði fyrir óprúttnum náungum sem hirða allt lauslegt úr þeirn," sagði Magnús. Var ekki erfitt að komast úr flakinu og í skýlið eftir slysið? „Maður hreinlega spáði ekkert í það,“ sagði Magnús. „Maður ætlaði sér bara að komast þangað því það var vonlaust vegna kulda og ekkert vit að bíða í flakinu." Aðvörun of seint Magnús gat hringt úr bílflakinu í lögregluna á ísafirði og látið vita um slysið. Hann bað um að lög- reglan léti senda aðstoð frá Flat- eyri, enda fært á heiðina þeim megin frá. Slysavarnafélagið á Flateyri kom síðan upp vestan megin Breiðadalsheiðar, sótti fólk- ið og flutti í Sjúkraskýlið á Þing- eyri þar sem gert var að sárum þeirra. Snjóflóðavarnir gáfu út aðvörun um snjóflóðahættu í gærdag. En var ekki búið að vara við þessu þegar Magnús var á ferð? „Ekki nokkurn skapaðan hlut,“ sagði Magnús. „Við voram að hlusta á fréttir og það var varað við hálku á fjallvegum á Vestfjörð- um og ekkert annað. Enda kom þessi aðvörun ekki fyrr en síðar og það er ósköp fyrir snjóflóðasér- fræðinga á Veðurstofunni að koma eftir að fallið er snjóflóð og segja að það sé snjóflóðahætta. Að minnsta kosti man ég ekki eftir aðvöran frá þeim fyrr en eftir að snjóflóð eru fallin.“ Er einhver beygur í ykkur að leggja á heiðina aftur eftir þetta óhapp? „Ja, ég læt allavega ekki senda mig aftur til læknis á ísafirði á næstunni. Að minnsta kosti ekki á meðan það er mikill snjór þama uppi,“ sagði Magnús og brosti. Rætt um vaxtamál og útgáfu ECU-bréfa á Alþingi í gær Forsætisráðherra efaðist um útgáfuna Fjármálaráðuneytið ruglar markaðinn segir formaður Alþýðubandalagsins p_. i i DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra, segist hafa haft efasemdir um út- gáfu ríkisverðbréfa tengd ECU- mynteiningunni, sem boðin voru út á dögunum, en fallist á röksemdir fjármálaráðuneytisins fyrir útgáf- unni. Ekkert hefði hins vegar kom- ið fram um að þessi útgáfa hefði spillt fyrir vaxtastefnu ríkisstjóm- arinnar. Þetta kom fram á Alþingi í gær við umræðu um fjáraukalög vegna fyrirspurnar frá Olafi Ragn- ari Grímssyni, formanni Alþýðu- bandalagsins. Staðfestingin mikilvæg Ólafur Ragnar sagði mikilvægt að forsætisráðherra hefði staðfest að hann hefði efasemdir um útgáfu ECU-bréfanna. Hann teldi það rétt- ara sjónarmið. Hann sagði að það hefði verið upplýst að síðan ECU- bréfin komu á markað hefðu engin tilboð komið í venjuleg ríkisbréf. Ástæðan væri sú að ECU-bréfin hefðu selst við 8,5% ávöxtunarkröfu og miðað við 0% verðbólgu, væra það 8,5% raunvextir. Sú verðbólga væri ólíkleg auk óvissu um þróun gjaldmiðla, en það væri ljóst að fjár- málaráðuneytið hefði tekið sér fyrir hendur að rugla markaðinn. Meiri óvissa hefði knúið fram hærri vaxtakjör. Hann spurði hver væru rökin fyrir að hefja óvissutímabil með þessum hætti og bætti við að útgáfa ECU-bréfanna nyti ekki stuðnings í Seðlabankans sem hefði lagt mikið á sig til að 5% vaxtaviðm- iðun ríkisstjómarinnar stæðist. Eigi ávöxtun ECU-bréfanna að vera sambærileg og á innlendum mark- aði þyrfti verðbólgan hér að vera 3,5%. Hann teldi að útgáfa þessarar ECU-bréfa væri ein alvarlegasta atlagan sem hefði verið gerð að vaxtastefnu stjórnvalda. 0,5% til að mæta áhættunni Davíð sagði að þegar tölur um ávöxtun ECU-bréfanna annars veg- ar og langtímaverðbréfa í íslenskum krónum hins vegar væru skoðaðar yrði að hafa í huga að annars veg- ar væri um verðtryggð bréf að ræða þar sem áhættan væri engin, en hins vegar bréf sem hefðu í sér fólgna margvíslega áhættu hvað snerti þróun gengis og verðbólgu. Ef mið væri tekið af spám Þjóð- hagsstofnunar og fjármálaráðu- neytis um þróun efnahagsmála mætti segja að fjárfestar hefðu ein- ungis 0,5% til að mæta þessari áhættu. Þá lagði hann áherslu á að menn í ábyrgðarstöðum væra varkárir í ummælum sínum, því ógætileg ummæli manna í ábyrgð- arstöðum gætu haft alvarllegar af- leiðingar í efnahagslífinu. Vaxtabilið raunsætt Davíð tók fram að hann vissi ekki annað en allir sem um fjármál véluðu í landinu hafi látið í ljósi að það vaxtabil sem nú ríki sé raun- sætt og ekkert uppi í efnahagsmál- um sem gefí til kynna að það muni raskast. Það sýni breytinguna að nú sé rætt um hættuna á að skamm- tímavextir hækki um áramót við opnun fjármagnsmarkaðarins vegna þess að skammtímavextir hérlendis séu lægri en almennt ger- ist erlendis. Hann gat um þátt Seðlabanka og sagði að hann hafi tekið mun virkari þátt í markaðnum í takt við efnahagslegar forsendur og í samræmi við markmið sem honum væru sett. Þá sagði Davíð varðandi húsnæðisbréfín og 5% vaxtastefnu stjórnvalda að aðilar á markaðnum hefðu bitið það í sig að húsnæðisbréf skyldu vera með 1-2% hærri vöxtum en bréf ríkis- sjóðs. Þess vegna hefði verið ákveð- ið að fjármagna Húsnæðisstofnun með öðrum hætti og að hans mati bæri engin nauðsyn til þess að hús- næðisbréf væru boðin út.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.