Morgunblaðið - 26.10.1994, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.10.1994, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Aukið vægi rækjuveiða og -vinnslu hjá Þormóði ramma fyrstu átta mánuðina Hagnaður nam 50 milljónum ÞORMÓÐUR rammi hf. á Siglu- firði var með 50,5 milljóna króna hagnað fyrstu átta mánuði ársins skv. milliuppgjöri. Veltan á tíma- bilinu var 1.020 milljónir eða svip- uð og fyrstu átta mánuði ársins í fyrra þegar hún var 1.059 milljón- ir. Hagnaðurinn var þá 69,2 millj- ónir og má að sögn Ólafs Mar- teinssonar, framkvæmdastjóra Þormóðs ramma, rekja samdrátt- inn til lélegrar veiði í Flæmska hattinum í júlí og ágúst sl. „Við erum eftir atvikum sáttir við stöðuna,“ sagði Ólafur, „en rekstur félagsins hefur verið með svipuðu sniði fyrstu átta mánuði þessa árs og á sama tímabili í fyrra.“ Ólafur sagði ennfremur að með auknum rækjuveiðum og vinnslu hafi tekist að halda í horfinu í heildina séð þrátt fyrir minnkandi bolfiskvinnslu. „Útlitið fyrir árið í heild er ágætt og síðustu fjórir mánuðirnir munu koma betur út en í fyrra, m.a. vegna þess að við erum að vinna meiri rækju núna. Það eru því allar líkur á því að í heild verði afkoman á þessu ári svipuð og á síðasta ári,“ sagði Ólafur, en hagnaður af rekstri Þormóðs ramma var 111 milljónir króna í árslok 1993. Hlutfall rækju úr 50% í 60% Vegna kvótasamdráttar hefur bolfiskvinnsla hjá Þormóði ramma dregist saman og eru rækjuveiðar og -vinnsla nú burðarásinn í rekstri fyrirtækisins. Á fyrstu átta mánuð- um ársins var hlutfall rækju um 60% af veltu fyrirtækisins saman- borið við 50% á sama tímabili í fyrra. Eigið fé Þormóðs ramma hf. er 613 milljónir og nettó skuldir 784 milljónir. Eiginíjárhlutfall er 32,5% og veltuijárhlutfall 1,65. Starfsmenn fyrirtækisins eru 220. Slæm útreið dollars London. Reuter. DOLLARINN fékk svo slæma út- reið á gjaldeyrismörkuðum í gær að hann hefur ekki verið lægra skráður gegn jeni síðan 1945 og gegn marki í tvö ár, enda fékk hann ekki stuðning seðlabanka í Bandaríkjunum eða annarra landa. Aðeins tvennt gat bjargað dollar- anum að sögn aðstoðarbankastjóra japansks banka í London - stuðn- ingsaðgerðir og kaup á dollurum sem hafa verið seldir spákaupmönn- um. Slík kaup eru ekki frambúðar- lausn á erfiðleikum dollarans og seðlabankar virðast tregir til að grípa til aðgerða til stuðnings hon- um að sögn kunnugra. Bandaríkjasijórn telur dollar of veikan Dollarinn var skráður á 96.90 jen kl. 16, en hafði skömmu áður verið seldur á lægsta verði frá stríðslok- um, 96.35 jen. Þar með fór hann niður fyrir lægsta verð í síðustu viku, sem var 96.55 jen. Við lokun var gengið í Evrópu skráð 97.15 jen og 1.4925 mörk. Þar með komst dollarinn úr mestu lægð í tvö ár, 1.4855 mörkum, en hafði lækkað úr 1.4960 seint á mánudag. Lloyd Bentsen, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, vildi ekki spá um hvenær hugsanlegt væri að gripið yrði til stuðningsaðgerða, en ítrek- aði að það væri vilji Bandaríkja- stjórnar að dollarinn væri öflugri. Sérfræðingar segja hins vegar að orð séu ekki nóg og ef ekkert verði gert muni ástandið halda áfram að versna. Japanskur sérfræðingur sagði að stuðningsaðgerðir væru ekki nóg. Grípa yrði til samræmdra ráðstaf- ana, t.d. með aðhaldi í Bandaríkjun- um og annarri vaxtalækkun í Þýzkalandi. ” 11"1 ................. FÆST í BLAOASÖLUNNI Á JÁRNBRAUTA- STÖOINNI, KASTRUPFLUGVELLI OQ Á RÁÐHÚSTORGI Nú getur þú fjárfest 1ECU á íslandi ■ MMM nPWDBVO MíSt/Ntí KftdNIXt Nú býður ríkissjóður ný spariskírteini sem eru ECU-tengd og þar með getur þú fjárfest á rnjög einfaldan hátt í verðbréfum lengdum erlendri mynt og með alþjóðlegri vaxtaviðmiðun '' t . hér heima á íslandi. ECU er evrópsk mynteining samsett úr 12 gjaldmiðlum aðildarlanda Evrópusambandsins. ECU-tengdu spariskírteinin eru seld með tilboðs- fyrirkomulagi. Aðilum að Verðbréfaþingi íslands, sem eru verðbréfafyrirtæki, bankar, sparisjóðir og Þjónustumiðstöð ríkisverðbréfa annast tilboðsgerð fyrir þá sem vilja fjárfesta í skirteinunum. Hafðu samband við þessa aðila og fáðu nánari upplýsingar og ráðgjöf um kaup á nýjum ECU-tengdum spariskírteinum. RIKISSJOÐURISIANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.