Morgunblaðið - 30.10.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.10.1994, Blaðsíða 1
96 SÍÐUR B/C/D 248. TBL. 82. ÁRG. . SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Morgunblaðið/Rúnar Þór Ofanburður á Akureyri SNJÓ kyngdi niður á Akureyri í fyrrinótt og fram eftir degi í gær og var aldrei lát á hríðinni. Sást hvergi á dökkan díl. Gróður sligaðist undan snjóþyngslunum en stúlkurnar gengu eftir Eyrarlandsveginum af stóískri rósemi. Boða frekari viðræður við Auner San Suu Kyi Rangoon. Reuter. ^ J Hundabann sett í Kína ÞÓTT nú sé „ár hundsins" í Kína hafa borgaryfirvöld í Peking í hyggju að selja bann við öllum hundum - jafnvel Pekinghundum - á mörkuðum borgar- innar, verslunum, hótelum, almenn- ingsgörðum, skólum og opinberum stöðum. Hundar mega aðeins sjást á götunum eftir klukkan átta á kvöldin og til dögunar - og þá aðeins í fylgd fullorðins. Þá þurfa hundaeigendur að greiða jafnvirði 46.000 króna á ári í skráningargjald fyrir hvern hund, sem er þrefalt meira en meðalárslaun borg- arbúa. Um 190.000 hundar eru í Peking og 100 milljónir í öllu landinu þrátt fyrir sérþjálfaðar drápssveitir sem leita uppi ólöglega hunda. Rauðvín með kjöti hollt JAPANSKUR vísindamaður hefur stað- fest hollustu þess að neyta rauðvíns með nautakjöti. Stöðvar það oxun mik- ilvægs prótíns sem myndast í maganum eftir að kjöt er melt. Oxuð mynd svo- kallaðs LDL-prótíns er ein af helstu orsökum slagæðaherslis, sem veldur hjartaáföllum. Frá þessu verður skýrt í breska læknaritinu The Lancet. Selafælan reynist vel SKOSKUR laxabóndi greip til þess ráðs að setja fimm metra trefjaglerslíkan af háhyrningi við eldiskvíar í Loch Clash í þeirri von að það fældi aðgangs- harða seli sein drepið höfðu allt að 200 laxa á viku sér til matar. Aðeins 10 fiskar hafa drepist á viku síðan. Mæla þunga svarthols STJÖRNUFRÆÐINGUM við Oxford- háskóla hefur tekist að þyngdarmæla svarthol með því að hraðamæla peru- laga stjörnu sem svartholið, V404 Cygni, er um það bil að svelgja í sig. Stjarnan er í 26 milljóna milna fjarlægð frá svartholinu og fær lögun sína af togkröftum þess. Nákvæm þyngd svartholsins, sem er í um 13.000 ljósára fjarlægð frá jcrðu, er sögð vera 24.000.000.000.000.000.000.000.000.000 tonn. Er það 12 sinnum þyngra en sólin. FJOMIÐLAR í Rangoon, höfuðborg Burma, lögðu miklu rými undir myndit- og frásagn- ir frá fundi andófskonunnar Aung San Suu Kyi og fulltrúa herforingjastjórnarinnar í fyrradag. Þar var sagt að frekari viðræður stæðu fyrir dyrum. Fundurinn fór fram í gestabústað hersins í höfuðborginni og stóð í þijár klukkustundir. Viðræðurnar voru sagðar „opinskáar og hressilegar". Blöð lögðu forsíður sínar und- ir myndir og fréttir frá fundinum og útvarp og sjónvarpsstöðvar fjölluðu sömuleiðis um hann í máli og myndum. Suu Kyi átti óvænt fund með fulltrúum stjómarinnar fyrir mánuði, hinn fyrsta frá því hún var sett í stofufangelsi í Rangoon í júlí 1989. Haft var eftir óbreyttum borgur- um sem horfðu á sjónvarpsfréttir frá fundin- um nú, að hún virtist öllu hraustlegri og afslappaðri en á fyrri fundinum. Vilja sættir Af hálfu stjórnarinnar ræddu þrír hers- höfðingjar við Suu Kyi, þar á meðal forseti hennar, Khin Nyunt hershöfðingi. „Það er tími til kominn að J)au semji. Það hljóta þau að geta fyrst Israelar og arabar geta friðmælst,“ sagði óbreyttur stuðningsmaður andófskonunnar. Af hálfu herforingjanna hefur verið látið að því liggja að frekari samningaviðræður við Suu Kyi standi fyrir dyrutn en almenningur hefur tekið orðróm af því tagi með miklum fyrir- vara. Þess vegna komu fréttir af fundinum í fyrradag enn á óvart. Suu Kyi er 49 ára dóttir sjálfstæðishetj- unnar Aung San og gift breskum vísinda- manni. Hún hefur ekki viljað slaka á kröfum sínum um lýðræðislegar umbætur í Burma og lilaut árið 1991 friðarverðlaun Nóbeis fyrir baráttu sína. Aung San Suu Kyi var í fylkingarbijósti lýðræðissinna sem risu upp 1988 en herinn braut mótmæli þeirra á bak aftur af mik- illi grimmd. Lýðræðishreyfingin, sem Suu Kyi stofnaði, vann stórsigur í þingkosning- um í Burma 1990 en herforingjastjórnin virti úrslitin að vettugi og fór ekki frá. NOTAÐURSEM GRÝLA Á BÖRN! Hnefaréttur bMH SONUR TEKUR VIÐ AF FÖÐUR VIÐSKIPTl/ATVINNVLÍF Á SUIMIMUDEGI Kóngalíf í Tyrklandi 48 R T ónar frá Túnfæti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.