Morgunblaðið - 30.10.1994, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 30.10.1994, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1994 11 Þýskalandi og þeirra, sem vildu láta gelda þroskahefta í Bandaríkjun- um. Hermstein og Murray vilja þó ekki láta bendla sig við slíkt. Þessi ráð þeirra stangast einnig á við staðhæfíngu, sem kemur fram á einum stað í bókinni: „Börnum for- eldra með greindarvísitölu yfir með- altali hættir til að hafa lægri greind- arvísitölu, en foreldrarnir, og greindarvísitala barna þeirra á til að vera enn lægri“. Þeir segja að það sem þeir hafi að segja eigi við um hópa, en gefi í raun enga vísbendingu um ákveðna einstaklinga. Michael Lind, ritstjóri blaðsins Harper’s, skrifar hins vegar í tíma- ritið The New Republic að heim- ildaval þeirra gefí annað til kynna og bendir á að lítt þekkt stofnun, Frumheijasjóðurinn (Pioneer Fund), sem stofnaður var árið 1937 með það fyrir augum að senda svarta Bandaríkjamenn aftur til Afríku og stuðla að kynbótum hvítra, hafi styrkt margar þær rannsóknir, sem Herrnstein og Murray vitna til. Frumheijasjóðurinn styrkti til dæmis tvíburarannsókn, sem gerð var við Háskóla Minnesota. Teknir voru 100 miðaldra tvíburar, sem uxu úr grasi í sitt hvoru lagi. Á kvarða, sem nær frá -s-1 upp í +1 þar sem 0 sýnir enga fylgni, +1 öfuga fylgni og +1 algera fylgni, reyndist fylgni greindarvísitölu ein- stakra tvíbura vera +0,7. Jeffrey Rosen og Charles Lane skrifa í sama blað að það sé kynd- ugt að Herrnstein og Murray skuli veija tveimur síðum í að verja J. Phillipe Rushton, kanadískan sál- fræðing, sem Háskóli Vestur-Ont- ario vítti fyrir að safna saman 150 svörtum, hvítum og gulum mönnum og spyija spurninga á borð við „hvað ertu með stórt typpi?“ Rushton er þeirrar hyggju að gáfur séu í öfugu hlutfalli við typpastærð og Asíu- menn séu greindastir, en svartir hafi mest undir sér. Herrnstein og Murray fara ekki út í vangaveltur af þessu tagi, en þeir veija þó nokkrú púðri í að bera saman greindarvísitölu svartra og hvítra Bandaríkjamanna. Þeir telja samkvæmt könnunum greindarvísi- tölu svartra að jafnaði 15 stigum lægri en hvítra, eða um 85 stig. Þetta eru ekki ný sannindi fremur en það að menn séu misvel gefnir, en hins vegar hefur verið deilt um orsakirnar. Það er ekkert leynd- armál að miklir fordómar ríkja í garð svartra í Bandaríkjunum. Þeir eiga erfiðara með að ná í leigubíl á götu, litarhátturinn getur torveldað mönnum að leigja íbúð og að fá vinnu og aki lögregla fram á svart- an mann á gangi í íbúðarhverfi er hann nánast undantekningarlaust stöðvaður. Myndin af hinum svarta glæpamanni er orðin svo sterk í hugum manna að blökkumannaleið- toginn Jesse Jackson lét það út úr sér að ef hann heyrði fótatak að baki sér í dimmu húsasundi væri sér létt ef þar væri hvítur maður á ferð, en ekki svartur. Það má hins vegar deila um það hvað hinir linnu- lausu fordómar eiga mikinn þátt í niðurstöðum greindarmælinga. Sálfræðingurinn Arthur Jensen skrifaði árið 1969 að aðgerðir til þess að hjálpa minnihlutahópum í skólum hefðu mistekist vegna þess að margir þátttakendur hefðu haft lága, óbreytanlega greindarvísitölu og var gagnrýndur svo harkalega fyrir að upp frá því hefur hann stundað sín fræðistörf í kyrrþey. Þremur árum áður hafði efnafræð- ingurinn og Nóbelsverðlaunahafínn William Shockley hvatt til þess að fólk með lága greindarvísitölu yrði gert ófijótt og stofnaður yrði sæðis- banki fyrir snillinga. Herrnstein vakti úlfaþyt árið 1971 þegar hann hélt því fram að mismunur á greind- arvísitölu væri arfgengur. Stjórnmálafræðingurinn Andrew Hacker veltir því fyrir sér í The New Republic hvers vegna Herrnstein og Murray leggi sérstaklega áherslu á mismuninn á svörtum og hvítum, en horfi framhjá því að uppruni Bandaríkjamanna skipti máli. Til dæmis fari aðeins 21,3 prósent Bandaríkjamanna af írskum upp- runa í háskóla, 27,6 prósent sæn- skra Bandaríkjamanna, en rúmlega helmingur rússneskra. „Það er betra fyrir tilfínningar hvítra að éinblína á meinta ágalla svartra," skrifar hann í hæðnistón. Eftir er að sjá hvaða áhrif þessi bók mun hafa þegar fram í sækir. Höfundarnir ijalla um mál, sem leg- ið hafa í þagnargildi fyrir utan fíla- beinsturna viðkomandi fræðimanna, en niðurstöður þeirra hafa fengið marga til að óska sér að þeir hefðu látið kyrrt liggja. 1 Hermstein, Richard J., og Charles Murray, The Bell Burve, Intelligence and Class Structure in American Life, The Free Press, 1994. - stuðningsfólk er hvatt til að mæta - ARNI M MATHIESEN Skvifstqfa stuðningsmannaÁmaM. Mathiesen er að Dalshrauni 11 gegnt Gaflinum. QPIÐ ALLA DAGA FRÁ KL. 1 G-22 | I SÍMAR: 65 43 B9 DE 65 43 92 rsrs /vrr\ -rvr, 4 nætur 1 Edinborg Höfuðborg Skotlands, Edinborg, nýtur einstakrar hylli hjá farþegum Ur\>als- Utsýnar sem sótt hafa borgina heim undanfarin ár. Margir taka hreinlega ekki í mál annað en að skreppa í skemmtilega helgarrispu til Edinborgar, borgarinnar sem sameinar á svo einstakan hátt kosti heimsborgar; menningu, listir og innkaup annars vegar og hlýleika, þœgindi og vinalegt viðmót smá- bœjarins hins vegar. VISA og Úrval Útsýn bjóða greiðslukjör í allt að 10 mánuði á Edinborgarferðum 6., 13. og 20. nóvember. Með Farareyris-innborgunarseðli VISA lækkarðu ferðakostnað um 2.000 kr. Pantaðu strax því aðeins eru 120 sæti í boði á þessum einstöku kjörum. 2.975 á mánuði URVAL-UTSYN Tryggingfyrir gæðum! VISA *Á mann m.v. farareyri og raðgreiðslur VISA í 10 mánuði. lnnifalið: Beint flug og gisting í 4 nætur í tvíbýli á Mount Royal Hotel eða King James Thistle, morgunverður, akstur til og frá flugvelli erlendis, íslensk fararstjórn og flugvallaskattar. pBsamá # Js&Cs&’Öi&’'Öi&'GÍ&GÍ&"Öi&"Öi&GÍ&mC3&‘,Öi®GÍ&GÍ<£)GÍ<Ó"Öi<Ó e>C0 CiCÖ CSCg? c^(£)c>(S> CbCg? Ci(£> CK£

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.