Morgunblaðið - 30.10.1994, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 30.10.1994, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 50. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Stóra sviðið kl. 20.00: •SNÆDROTTNINGIN eftir Hvgeni Schwartz Byggt á ævintýri H.C. Andersen. I dag kl. 14 - sun. 6/11 kl. 14. - sun. 13/11 kl. 14. • VALD ÖRLAGANNA eftir Giuseppe Verdi Fös. 25/11, uppselt, sun. 27/11, uppselt, - þri. 29/11, nokkur sæti laus, - fös. 2/12, uppselt, - sun. 4/12, nokkur sæti laus, - þri. 6/12, laus sæti, - fim. 8/12, nokkur sæti laus, - lau'10/12, örfá sæti laus. Ósóttar pantanir seldar daglega. • GAURAGANGUR eftir Ólaf Hauk Símonarson Fim. 3/11, uppselt, - fös. 4/11 - fim. 10/11, uppselt, - lau. 12/11 - fim. 17/11, uppselt, - fös. 18/11 - fim. 24/11, uppselt. • GA UKSHREIÐRIÐ eftir Dale Wasserman Lau. 5/11 - fös. 11/11. Litla sviðið kl. 20.30: •DÓTTIR LÚSÍFERS eftir William Luce Fim. 3/11 örfá sæti laus - lau. 5/11 - fös. 11/11 - lau. 12/11. Smíðaverkstæðið kl. 20.00: •SANNAR SÖGUR AF SÁLARLÍFI SYSTRA eftir Guðberg Bergsson í leikgerð Viðars Eggertssonar. Lau. 5/11 -sun. 6/11, uppselt, mið. 9/11, uppselt, -fös. 11/11, nokkursæti laus. Miðasala Þjóðleikhússins er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Tekið á móti símapöntunum virka daga frá kl. 10.00. Grxna linan 99 61 60 - greiðslukorlaþjónusta. g|j» BORGARLEIKHUSIÐ sími 680-680 F LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR STÓRA SVIÐIÐ KL. 20: • LEYNIMELUR 13 eftir Harald Á. Sigurðsson, Emil Thoroddsen og Indriða Waage. • Sýn.fim. 3/11, lau. 5/11, lau. 12/11. • HVAÐ UM LEONARDO? eftir Evald Flisar 5. sýn. í kvöld 30/10, gul kort gilda, fáein sæti laus, 6. sýn. fös. 4/11, græn kort gilda, örfá sæti laus, 7. sýn. sun. 6/11, hvít kort gilda, 8. sýn. fim. 10/11, brún kort gilda. LITLA SVIÐIÐ KL. 20: • ÓSKIN (GALDRA-LOFTUR) eftir Jóhann Sigurjónsson Sýn. fös. 4/11 örfá sæti laus, lau. 5/11, fim. 10/11, 40. sýn. örfá sæti laus, fös. 11/11, lau. 12/11, fös. 18/11. Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga frá kl. kl. 13-20. Miðapantanir í síma 680680 frá kl. 10-12 alla virka daga. Munið gjafakortin, vinsæl tækifærisgjöf! Greiðslukortaþjónusta. NEMENDALEIKHÚSIÐ LINDARBÆ - SÍMI 21971 TRÚÐAR Sýn. í kvöld, þri. 1/11, mið. 2/11. Sýningar hefjast kl. 20.30. Takmarkaður sýningafjöldi! Miðapantanir allan sólarhringinn LESKFELAG AKUREYRAR • KARAMELLUKVÖRNIN Sýn. lau. 5/11 kl. 14. Næst síðasta sýningarhelgi. • BarPar sýnt í Þorpinu kl. 20.30 Sýn. fös. 4/11, lau. 5/11. Sýningum lýkur í nóvember. Miðasalan opin dagl. kl. 14-18, nema mánud. Fram að sýningu sýningar- daga. Sími 24073. Sýnt í íslensku óperunni. Sýn. fös. 4/11 kl. 24 örfá sæti. Sýn. lau. 5711 kl. 24. Bjóðum fyrirtækjum, skólum og stærri hópum ofslútt. Ósóttar pantanir eru seldar 3 dögum fyrlr sýningu. Miöapantanir f simum 11475 og 11476. Ath. miðasalan opln virka daga frá kl. 10-21 og um helgar frá kl. 13-20. Ath. Sýningum fer f ækkandi! # á tilboðsverði kl. 18-20, ætlað leikhúsgestum, áaðeinskr. 1.860 Skókbrú JJ-* Borðapantanir í stma 624455 1 F R Ú E M I L í Al ■ L E 1 K H U S ■ Seljavegi 2 - simi 12233. KIRSUBERJAGARÐURINN eftlr Anton Tsjekhov. 2. sýn. í kvöld, lau. 5/11 kl. 20. MACBETH eftir Wiíliam Shakespeare. Sýn. fim. 3/11 kl. 20. ATH. sýningum fer að Ijúka. Miðasalan opin frá kl. 17-20 sýningar- daga, simi 12233. Miðapantanir á öðrum tímum i símsvara. n Sam Shepard 1 1 m 1 i l IESJ i í Tjarnarbíói Sýn.: Sun. 30/10, mið. 2/11 og fös. 4/11-síð, sýn Sýn. hefjart kl. 20.30. Takmarkaður sýningafjöldi. Miðasala ITjarnarbíói dagl. 17-19, nema mánud. Sýningardaga til kl. 20.30 I símsvara á öðrum tímum. Sími 610280. í sambandi vib neytendur frá morgni til kvölds! - kjarni málsins! FÓLK í FRÉTTUM JOHN Travolta, Samuel L. Jackson og Harvey Keitel í kvikmyndinni Pulp Fiction. Stjarna er endurfædd TRAVOLTA með Kelly og syninum Jett, sem heitir í höfuðið á Gulfstream-einkaþotu leikarans. UPPHAF dansatriðisins góða í Pulp Fiction. JOHN Travolta var einhver skær asta kvikmyndastjarna heimsins á seinni hluta 8. áratugarins, eftir að hann lék í myndunum Saturday Night Fever og Grease. Honum gekk hins vegar illa að halda sér á toppnum og var flestum gleymdur. En allt í einu er þetta breytt. I fram- haldi af velgengni myndarinnar Pulp Fiction, Reyfara, sem Regn- boginn sýnir nú (og var frumsýnd í Bandaríkjunum fyrir hálfum mán- uði þótt hún hafi verið fullgerð í vor og þá fengið aðalverðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Cannes), er John Travolta farinn að prýða for- síður tímarita sem keppast við að taka við hann viðtöl hvert af öðru. í öllum viðtölunum er Travolta spurður að þvi sama: hvar hefur þú haldið þig og hvað ertu búinn að vera að gera? Þótt lítið hafi borið á Travolta í kvikmyndahúsunum hefur hann síð- ur en svo verið iðjulaus. Frá því að Grease var gerð árið 1978 hefur hann leikið í 13 kvikmyndum. Fæst- ar þeirra hafa hins vegar náð út- breiðslu, og margar hafa verið af- spyrnulélegar og engan veginn nægt til að halda uppi orðstír leikarans. En Travolta er alls ekki á flæði- skeri staddur og lætur sér sveiflu- kennt gengi i léttu rúmi liggja. Hann er klókur í ijármálum og þegar hann samdi um að leika í Saturday Night Fever og Grease, tryggði hann sér prósentur af sölu og flutningsréttindum vegna allrar tónlistar úr myndunum og minja- gripum þeim tengdum. Þessar greiðslur hafa skilað og skila enn margfalt meiru í vasann en þær nokkrar milljónir sem hann hlaut fyrir leik í myndunum sjálfum. Travolta segist sjálfur hafa eina grundvallarreglu í fjármálum og hún sé sú að ganga aldrei á höfuð- stól eigna sinna heldur láta vextina halda sér uppi. Það hefur honum tekist með glæsibrag enda sagður hafa fjárfest vel og skynsamlega. Hann á nú hús á fjórum stöðum í Bandaríkjunum; eitt í Florida, tvö í Kaliforníu og íburðarmikla 50 herbergja höll á auðmannaeyju úti fyrir ströndum Maine-fylkis í norðausturhluta Bandaríkjanna. Þar eyðir hann stærstum hluta ársins ásamt konu sinni, leikkon- unni Preston Kelly, og þriggja ára syni þeirra. Travolta hefur látið hanna innviði hallarinnar algjörlega eftir sínu höfði og hann hefur þjóna á hverjum fingri og kokka sem framleiða ofan í hann og gesti hans sælkeramáltíðir og aukakílóin sem Travolta gengur nú með um sig miðjan og sýnir þeim sem fara að sjá Pulp Fiction, eru víst aðallega þær umframbirgðir af humri, rækj- um, ferskum ávöxtum og salati sem hann hefur innbyrt á lieimili sínu undanfarin misseri. Ástríða John Travolta er flug. Hann á þrjár einkaflugvélar, þar á meðal Gulfgtream-þotu, sem hann flýgur ásamt aðstoðarflugmanni um Bandaríkin þver og endilöng og notast m.a. við til að sækja systkini sín, foreldra og vini til tíðra helg- ardvala í höllinni, þar sem silfur- grár Rolls Royce stendur á hlaðinu. Flugdella leikarans er slík að þegar þau hjónin voru að velta fyr- ir sér nafni á frumburðinn varð niðurstaðan sú að kalla strákinn Jett og Travolta neitar hann því ekki að barnið sé skýrt í höfuðið á þotunni. Quentin, Tarantino, höfundur Pulp Fiction, hefur sagt að hann hafi aldrei haft neinn annan leikara en Travolta í huga í hlutverk leigu- morðingjans Vincents Vega í mynd- inni. Sjálfur var Travolta áfjáður í að leika í Pulp Fiction, ekki vegna þess að hann þyrfti á peningunum að halda (hann fékk jú „aðeins" um 11 milljónir króna í sinn hlut) held- ur vegna þess að hún færði honum tækifæri til að komast í sviðsljósið og sanna getu sína sem leikari á ný. Það reyndist fyrirhafnarinnar virði og Travolta er að nýju kominn á kortið í Hollywood. 1 þeirri borg hefur hann þó aldrei viljað búa og segist alltaf hafa liðið eins og utan- garðsmanni þar. En þótt Travolta líði eins og utan- garðsmanni í Hollywood er hahn samt hluti af sögu hennar og Quent- in Tarantino segir að þótt Travolta hafi verið gleymdur framleiðendum og umboðsmönnum þá hafi almenn- ingur aldrei gleymt honum. „Ég hef gengið út á götu með fjölmörgum kvikmyndastjörnum og oft komist marga kílómetra án þess að fólk veitti því nokkra eftirtekt. En það er engu líkt að fara út að ganga með John Travolta. Umferð- in stöðvast, allir snúa sér við eða gefa sig á tal við hann og spyija hvar hann hafi verið og hvenær hann ætli aftur að fara að leika. Þessi náungi er ennþá alvöru stjarna og í hugum fólks er hann tákngervingur 8. áratugarins," seg- ir Tarantino. Þessu áliti sinu kemur leikstjór- inn vel til skila í einu eftirminnileg- asta átriði Pulp Fiction. Þá lætur hann Vincent Vega, sem Travolta leikur, fara á veitingastað með eig- inkonu yfirmanns síns. Á veitinga- staðnum starfar aðeins fólk sem líkist þekktum persónum í kvik- mynda- og skemmtiiðnaðinum frá 6. og 7. áratugnum. Það eru því tvífarar James Dean og Buddy Holly, stjarna sjötta og sjöunda áratugarins, sem eru í áhorfenda- hópnum þegar Vincent Vega, tví- fari John Travolta,, tákngervings áttunda áratugarins, stígur upp á sviðið til að taka þátt í tvistkeppni sem haldin er á staðnum þetta kvöld. Og auðvitað er óþarfi að sýna frá verðlaunaafhendingunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.