Morgunblaðið - 01.11.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.11.1994, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þrjú formleg kauptilboð hafa borist í Hótel Holiday Inn VIÐRÆÐUR standa enn yfír milli íslandsbanka og Samvinnulífeyrissjóðs- ins ásamt íslenskum sjávarafurðum um makaskipti á Sambandshúsinu á Kirkjusandi annarsvegar og Hótel Holiday Inn og tveimur skrifstofuhæð- um í Húsi verslunarinnar hins vegar. Eru yfirgnæfandi líkur á að þeir samningar nái fram að ganga á næstu dögum og að Samvinnulífeyrissjóð- urinn selji hótelið í kjölfarið, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsir.s. Til að makaskiptasamningur ís- inn að semja um sölu á hótelinu en landsbanka og Samvinnulífeyris- sjóðsins nái fram að ganga þarf meðal annars að ná samkomulagi við Landsbankann um kaup á lóð og skemmu við Sambandshúsið. Hefur ekki tekist að hefja viðræður við Landsbankann þar sem umsjón- armaður þessara eigna hjá bankan- um er á ferðalagi erlendis. Sömu- leiðis þarf Samvinnulífeyrissjóður- stjórn hans fundaði alla helgina um þetta mál. Þróunarfélagið hefur að undan- förnu átt í viðræðum við lífeyris- sjóðinn um kaup á hótelinu og var um það rætt að leigja það síðan til Flugleiða. Fleiri tilboðsgjafar eru hins vegar komnir til skjalanna sem lýst hafa yfir áhuga á hótelinu. Þannig þarf Samvinnulífeyrissjóð- urinn nú að taka afstöðu til þriggja formlegra tilboða samhliða því að ljúka makaskiptasamningnum. Hótel Reykjavík gerir tilboð íslandsbanki lokaði Hótel Holiday Inn í gær eins og ákveðið hafði verið enda hafði öllu starfs- fólki verið sagt upp störfum frá og með deginum í dag. Hafði stærstur hluti fólksins þegar horfíð til ann- arra starfa. Engar ákvarðanir liggja fyrir af hálfu Flugleiða um hugsanlega leigu á hótelinu eða hvernig staðið verði að rekstrinum náist samning- ar. Þá liggur ekkert fyrir um það hvort hótelið verði rekið áfram und- ir sama nafni og verið hefur. Auk Þróunarfélagsins hefur Kaupgarður hf. eigandi Hótels Reykjavíkur ásamt fleiri aðilum gert formlegt tilboð í hótelið til Samvinnulífeyrissjóðsins. Tilboðið hljóðar upp á 500 milljónir króna og er gert ráð fyrir að 50 milljónir verði greiddar við undirskrift samn- ings en 90 milljónir á 40-50 mánuð- um. Eftirstöðvarnar verði síðan greiddar með skuldabréfi til 25 ára. Þriðja tilboðið hefur borist, en ekki tókst að fá upplýsingar um hvaða aðili er þar á ferð. Friðrik Pálsson forstjóri SH ÍS keyptu sér veltu og viðskipti Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Fagnar 100 ára afmæli FRIÐRIK Pálsson, forstjóri Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna, telur að íslenskar sjávarafurðir hafi brotið heiðursmannasamkomulag sem hafi lengi verið í gildi á milli fyrirtækj- anna, þegar IS keyptu 30% hlut í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. Friðrik segir að kaup ÍS á svo stór- um hlut í Vinnslustöðinni hafi komið sér mjög á óvart. „Við höfum á undar.förnum árum ýmist bætt við okkur viðskiptum eða misst viðskipti með ýmsum hætti, þannig að það er ekkert við því að segja,“ sagði Friðrik í samtali við Morgunblaðið i gær. Friðrik sagði að veltuaukning hjá SH í fyrra, mið- að við árið 1992, hefði verið 40% og það sem af væri þessu ári væri sömu sögu að segja. „Það sem kemur á óvart er að ÍS og þeir sem þeim tengjast skuli leggja út á þá braut sem þarna er farin. Ég og fjölmargir aðrir höfðum talið að í gildi væri samkomulag, sem kalla mætti heiðursmannasamkomu- lag, um að þessir tveir aðilar væru ekki að sækjast eftir viðskiptum hvor hjá öðrum,“ sagði Friðrik. Taka upp nýjan sið Friðrik sagði að eigendum Vinnslustöðvarinnar hefði að sjálf- sögðu verið í lófa lagið, ef þeir vildu skipta um söluaðila, að gera það án þess að slíkt hefði þurft að kosta ÍS eða aðra umtalsverða fjármuni. „Nú gerist það hins vegar að ÍS ganga fram fyrir skjöldu og taka upp nýjan sið — þær kaupa sér veltu og við- skipti með þessum hætti. Það er ákvörðun sem ég tel vera talsverð tíðindi." Friðrik sagðist þora að fullyrða að mjög gott samstarf hefði verið í gegnum tíðina á milli SH og Vinnslu- stöðvarinnar. ■ Samningar í höfn/8 SIGRÚN Guðmundsdóttir, fyrr- verandi húsfrú í Fagradal, hélt upp á hundrað ára afmæli sitt á heimili sínu, Dvalarheimili aldraðra í Hjallatúni, Vik í Mýr- dal, laugardaginn 29. október sl. Hún fagnaði þessum áfanga ásamt afkomendum sínum, sem orðnir eru rúmlega 80, tengda- fólki og sveitungum. Sigrún er hin hressasta og ber aldurinn vel. Áskorun til fjármálaráðherra frá Félagi einstæðra foreldra Heimilt verði að nýta per- sónuafslátt fullorðinna barna M orgu nbl aðið/Þorkel 1 FRIÐRIK Sophusson, fjármálaráðherra, tók við undirskriftalist- unum úr hendi Guðbjargar K. Sigurðardóttur, formanns Félags einstæðra foreldra. Fyrir aftan hana stendur Þóra Guðmunds- dóttir varaformaður félagsins. Ný stöð útvarpar sígildri tónlist MARKÚS Öm Antonsson, fyrrum borgarstjóri, og Jóhann Briem, eig- andi Myndbæjar hf., hleypa af stokkunum nýrri útvarpsstöð undir heitinu FM-Reykjavík 94,3 næst- komandi fimmtudag. Markús segir að aðeins hafi verið fengið þriggja mánaða útvarpsrekstrarleyfi til að byija með. Tónlist fyrir 35 ára og eldri Markús, sem er útvarpsrekstrar- leyfíshafí, segir að til að byija með sé gert ráð fyrir að útvarpssending- ar heljist kl. 15 eftir hádegi og standi fram eftir kvöldi. Hann seg- ir að áhersla verði lögð á sígilda tónlist á þægilegri nótunum. Inn á milli verði stuttir pistlar um ýmis málefni. Fyrst og fremst verði höfð- að til 35 ára fólks og eldra. Útvarpið verður að sögn Markúsar til húsa í Myndbæ og verður reksturinn fjármagnaður með kostun einstakra dagskrárliða og auglýsingum. Auglýsingamar verða lengri og í öðru formi en venja er. Markús segir að dagskrá- in komi til með að bera keim af því að hlustunarsvæðið verði höf- uðborgarsvæðið. FJÁRMÁLARÁÐHERRA hafa verið afhentar 4.068 áskoranir sambúðarfólks og einstæðra for- eldra um að einstæðum foreldrum verði heimilað að nýta persónuaf- slátt fullorðinna barna sinna. Guðbjörg K. Sigurðardóttir, for- maður Félags einstæðra foreldra, telur eðlilegt að hlutfallið verði ekki Iægra en milli hjóna eða sam- búðarfólks. Hún segir að undir- skriftarsöfnunin hafi gengið vel og sé raunar enn í gangi. Guðbjörg afhenti Friðrik Sop- hussyni, fjármálaráðherra, undir- skriftalista með áskoruninni við Alþingishúsið síðdegis í gær. Á listunum skora 4.068 einstakling- ar í sambúð og einstæðir foreldr- ar á ríkisstjórn Islands að beita sér fyrir því réttlætismáli að for- eldrum verði heimilað að nýta sér ónýttan persónuafslátt fullorð- inna barna sinna sem séu á þeirra framfæri. Jafnfraint verði skatta- löggjöfin endurskoðuð með tilliti til þess að kjör einstæðra foreldra verði bætt svo jöfnuður náist. Tvær skattastefnur Um leið og Friðrik tók við list- anum tók hann fram að hann þekkti umrædd vandamál af eigin raun. Hann hefði sjálfur reynslu af því að vera einstætt foreldri með tekjulausan ungling, eldri en 16 ára, á framfæri sínu. Friðrik sagði Guðbjörgu og fylgdarmönn- um hennar úr Félagi einstæðra foreldra að til væru tvær skatta- stefnur í heiminum. Annars vegar væri miðað við heildartekjur fjöl- skyldna og hins vegar aðeins við tekjur einstaklings. Hér á landi væri við lýði eins konar málamiðl- un. Miðað væri við tekjur einstakl- inga að öðru leyti en því að hjón og sambýlisfólk gætu nýtt 80% ónýtts persónuafslátts hins. Friðrik sagðist að sjálfsögðu skila sjónarmiðinu til ríkisstjórn- arinnar. En kvaðst verða sem fjármálaráðherra að minna á að ef einhvers staðar töpuðust tekjur yrði að taka þær af annars staðar. Staðan óbreytt STAÐAN í kjaradeilu sjúkra- liða og viðsemjenda þeirra er óbreytt, samkvæmt upplýsing- um sem fengust hjá ríkissátta- semjara eftir fund deiluaðila í gær. Til næsta fundar hefur verið boðað á föstudag. Verk- fall sjúkraliða hefst 10. nóv- ember, ef ekki verður búið að semja fyrir þann tíma. Óvíst hvernig staðið verður að samningum Að sögn Geirs Gunnarsson- ar vararíkissáttasemjara er áfram unnið að aðgreindum málum í undirnefndum samn- ingsaðila. Þá hafa sjúkraliðar átt fund með fulltrúum frá sjálfseignarstofnunum, en þar er einkum um að ræða hjúkr- unarheimili. Ekki er frágengið hvemig þessir aðilar munu standa að samningunum, hvort þær munu veita samn- inganefnd ríkisins og Reykja- víkurborgar umboð til að semja fyrir sína hönd eða hvort þær standi sjálfar að samn- ingsgerðinni. Hjúkrunarheim- ' ili á Reykjavíkursvæðinu fá einn fulltrúa í samninganefnd ríkis og borgarinnar. í haldi vegna nauðgunar 39 ÁRA maður, sem kærður hefur verið fyrir að ráðast á fyrrverandi sambýliskonu sína, nauðga' henni og slasa, var úrskurðaður í 11 daga gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness á sunnudag. Að sögn lögreglu var konan illa á sig komin eftir árásir mannsins. RLR hafði gert kröfu um að maðurinn yrði hafður í haldi til 30. nóvember vegna rann- sóknar málsins en héraðsdóm- ari taldi 11 daga nægja. Norska ríkislistasafnið Forsljóra- staða auglýst STAÐA forstjóra Norska ríkis- listasafnsins var auglýst laus til umsóknar í Morgunblaðinu sl. sunnudag, en staðan losnar í ágúst 1995. Hjá norska sendiráðinu fengust þær upplýsingar að algengt væri orðið að stöður af þessu tagi á Norðurlöndum væru auglýstar í öllum löndun- um og jafnvel einnig í öðrum Evrópulöndum. Þetta væri gert til að gefa sem flestum þeirra sem uppfylla settar kröfur kost á að sækja um stöðurnar, burt séð frá búsetu þeirra. * Arekstrar í snjónum AÐ SÖGN aðalvarðstjóra í lög- reglunni í Reykjavík urðu 19 árekstrar frá því klukkan sex í gærmorgun og fram á kvöld í borginni. Þar af var eitt slys þegar ekið var á barn í Rauða- gerði snemma í gærmorgun. Barnið var flutt á slysadeild en reyndíst vera með minni- háttar meiðsl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.