Morgunblaðið - 01.11.1994, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Dularfullur hrossadauði á Blönduósi
Rafmagn líkleg-
ur valdur á
dauða hrossanna
Blönduósi - Miklar líkur eru á
því að það hafi verið rafmagn sem
drap hestanna tvo í hesthúsi í hest-
húsahverfinu Sörlaskjóli á Blöndu-
ósi sl. þriðjudag. Komið hefur I ljós
að rafmagn komst í jötur og milli-
gerðir og er ásæðan sú að starfs-
menn Rarik gerðu místök við teng-
ingu í rafmagnstöflu.
I Morgunblaðinu sl. fimmtudag
var greint frá dularfullum dauð-
daga tveggja hrossa og var jafnvel
haldið að um einhverskonar eitrun
hefði verið að ræða. Þótti dauði
þessara hrossa með slíkum ólíkind-
um að lærðir menn nefndu drauga
og galdra til að draga fram hversu
ótrúlegur þessi atburður var. Hið
sanna virðist hins vegar komið í
ljós að það var rafmagn sem varð
hrossunum að aldurtila.
Starfsmenn Rafmagnsveitna
ríkisins voru að koma rafmagns-
loftlínu ijörð við hesthúsin ogtókst
ekki betur til en svo að rafmagn
var tengt í jarðskautið í rafmagn-
stöflu í hesthúsinu. Haukur As-
geirsson rafveitustjóri á Blönduósi
sagði í samtali við Morgunblaðið
að hér hefðu orðið mannleg mistök
og telur það mikið lán að ekki fór
verr. Haukur gat þess að eigandi
hrossanna fengi tjónið að fullu
bætt verði það endanlega staðfest
að það hafi verið rafmagn sem
drap hrossin.
MorgunDlaoiö/big. JOns.
FRÚ VIGDÍS Finnbogadóttir forseti meðal nemenda Fjölbrautaskólans sem kunnu vel
að meta nærveru hennar.
Átakið íslenskt já takk hófst á Selfossi í gær
Nú er lag að treysta inn-
viði íslensks þjóðfélags
Selfoss - Átakið íslenskt - já takk,
hófst formlega í gær með opnunarat-
höfn í Fjölbrautaskóla Suðurlands.
Frú Vigdís Finnbogadóttir forseti
íslands opnaði kynningarátakið með
ávarpi þar sem hún sagði að ljóst
væri að það sem búið væri til hér á
landi væri vandað og traust. Hún
hvatti þjóðina til að treysta innviði
íslensks þjóðfélags með því að velja
íslenska framleiðslu. Það sem hér á
landi væri framleitt væri ekki síður
gott. „Nú er lag,“ sagði frú Vigdís.
Með ávarpi sínu opnaði frú Vigdís
íslenska viku þar sem sérstök
áhersla verður lögð á að kynna neyt-
endum íslenska framleiðslu. Með því
að hafa opnunarathöfnina í Fjöl-
brautaskólanum er lögð áhersla á
tenginguna við unga fólkið, framtíð
iandsins og undirstrika mikilvægi
innlendrar atvinnu. Nemendur skól-
ans fylltu samkomusal skólans og
fögnuðu forsetanum innilega. Kór
skólans söng undir stjórn Jóns Inga
Sigurmundsonar og við undirleik
nokkurra nemenda. I skólanum voru
einnig til sýnis myndir eftir Ásgrím
Jónsson í eigu Listasafns Árnesinga
og munir handverkskvenna á Þing-
borg voru sýndir.
Sigríður Jensdóttir forseti bæjar-
stjomar Selfoss lýsti stolti Selfosbúa
að veljast til að standa fyrir ís-
lenskri viku. Hún sagði ánægjulegt
hversu margir væru tilbúnir að
leggja verkefninu lið og lagði áherslu
á að til að velferð ríkti þyrfti að
sýna samstöðu.
Guðmundur Karl Sigurdórsson
flutti ávarp fyrir hönd nemenda skól-
ans og sagði unga fólkið í dag vant
því að fá hlutina án mikillar fyrir-
hafnar. Hann spurði viðstadda hvort
þeir hefðu leitt hugann að því hvað-
an morgunverðurinn þeirra væri
upprunninn. „Valið stendur milli ís-
lenskra afurða og erlendra,“ sagði
Guðmundur og hvatti til þess að ís-
lenskt vinnuafl væri látið vinna verk-
in.
Þriðja árið í röð
Að íslenska kynningarátakinu
standa samtök iðnaðarins, bænda-
samtökin, ASÍ, BSRB og VSÍ. Þetta
er þriðja árið sem skipulega er stað-
ið að átaki sem þessu. Markmiðið
er að vekja fólk til umhugsunar um
mikilvægi íslénskrar framleiðslu fyr-
ir atvinnulíf landsins og afkomu
fólks.
Áhersluvika á Selfossi
Sérstök áhersluvika verður á Sel-
fossi út þessa viku þar sem kynntar
verða og seldar afurðir sem fram-
leiddar eru á Selfossi og Suður-
landi. Seljendur og framleiðendur
leggjast á eitt um að bjóða vörurnar
á lágu verði. Um er að ræða mjólkur-
vörur, afurðir frá kjötvinnslustöðv-
um, brauð úr korni, ræktuðu undir
Eyjafjöllum auk margra annarra
vara sem framleiddar eru hér á landi.
Sérstök áhersla er á íslensku vörurn-
ar í verslununum og þær gerðar
meira áberandi en venja er.
LOKAUTKALL
Kanaríeyjar
(4 vikna ferð) j
4.nóv.
4 4
ÆHRVALUTSYN
trygging fyrir gæðum
Lágmúla 4,
{ Hafttarfirðl, í Keflavtk,
á Akureyri, á Selfossi
- og hjá umboðsmönnum um land allt.
Samband
alþýðuf lokkskvenna
ÍSLAND OG EVRÓPUSAMBANDIÐ:
Innganga Norðurlanda, áhrif á íslenskt
atvinnulíf, staða íslenskra kvenna o.fl.
Fræðslu- og umræðufundur 2. nóvember 1994 kl. 20:30
til undirbúnings þingi Sambands alþýðuflokkskvenna,
sem haldið verður dagana 25. og 26. nóvember nk.
Innganga Norðurlanda í ESB
Hver eru ágreiningsefnin?
Áhrif smáríkja, atvinnu- og byggða-
stefna eða félagsmálastefna ESB?
Bjarni Sigtryggsson, upplýsingadeild
utanríkisráðuneytisins.
íslenskt atvinnulíf og ESB
Kostir og gallar fullrar aðildar.
Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmda-
stjóri VSl.
Ný viðhorf í Evrópumálum
Staða íslenskra kvenna.
Birna Hreiðarsdóttir lögfræðingur.
Umsjón: Margrét S. Björnsdóttir.
Fundurinn er opinn öllum
alþýðuflokkskonum og er haldinn
í Rósinni, félagsmiðstöð Alþýðu-
flokksins, Hverfisgötu 8-10.
Morgunblaðið/Silli
FEÐGARNIR Aðalgeir og Jónas. Jónas fer daglega í
fjárhúsið þó orðinn sé 85 ára.
Þriðji fjárstofninn að Stóru-Laugum
Húsavík - Bændumir að Stóru-
Laugum í Reykjadal, S-Þing., Jónas
Stefánsson og sonur hans Aðalgeir,
sem stunda þar blandaðan búskap,
eru nú að setja á vetur tæplega 100
gemlinga, eftir að hafa tvívegis
orðið að skera niður fjárstofn sinn
vegnar riðuveiki sem fyrst kom upp
Tölvufax
«g mótald
Innbyggð, utanáliggjandi, PCMCIA
M kr. 10.000,-
*BGÐEIND-
Austurströnd 12. Sími612061.Fax612081
hjá þeim 1986 og svo aftur að fímm
árum liðnum.
Nýi bústofninn er sunnan af
Snæfellsnesi og lýst þeim vel á
hann. En í fyrra skiptið fengu þeir
nýjan og ágætan fjárstofn austan
úr Þistilfirði, en vildu nú reyna
hvort hinn suðlægari reynist þeim
betur því aldrei kom til tals að
hætta sauðfjárbúskapnum þó erfitt
hafí verið að fella allan fjárstofninn
á stuttu árabili og í seinna skiptið
í miðjum sauðburði.
Nytt og betra
5 ára
smjörlíki
á afmælistilboöi um land allt!