Morgunblaðið - 01.11.1994, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 01.11.1994, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. NÓVEMBER 1994 31 KRISTIN FONN ÓMARSDÓTTIR + Kristín Fönn Ómarsdóttir var fædd á Eski- firði 17. nóvember 1978. Hún lést í bíl- slysi 24. október síðastliðinn. For- eldrar hennar eru Jóhanna Kristín Friðgeirsdóttir og Ómar Jónsson. Systkini Kristínar eru Björgvin, f. 21. ágúst 1971, Dagný, f. 16. nóvember 1984, og Kristrún, f. 25. ágúst 1987. huggun harmi gegn að vita af góðum sama- stað henni til handa. Dýpsta sæla og sorgin þunga svífa hljóðlaust yfír storð. Þeirra máli ei talar tunga, tárin eru beggja orð. (Ólöf frá Hlöðum) Megi elskulegur Guð styrkja og styðja alla þá sem nú syrgja og hjálpa þeim að sætta sig við það sem ekki verður breytt. Það er ekki okkar að skilja, heldur trúa því að hann muni vel fyrir sjá. Ingibjörg, Margrét, Jónína, Þorkell og börn. Kristín hafði nýlega byrjað nám í Menntaskólanum á Egils- stöðum. Útför hennar fer fram frá Eskifjarðarkirkju í dag. MIG LANGAR að kveðja elskulega frænku mína sem nú hefur verið tekin frá okkur, aðeins tæplega sextán ára gömul. Kristín var einstaklega ljúf og góð stúlka sem framtíðin blasti við. Eg man þá miklu gleðistund þegar Kristín Fönn kom í þennan heim. Móðir hennar átti hana heima þann- ig að hún var aðeins nokkurra mín- útna gömul þegar ég sá hana fyrst. Upp í hugann koma margar minn- ingar um litla fjörkálfinn sem nú var orðinn að fallegri ungri stúlku. Þó að ég hafi ekki notið daglegra samvista við Kristínu Fönn undan- farin ár fékk ég iðulega fréttir af henni. Ávallt voru það góðar fréttir og var ég svo sannarlega stolt af frænku minni. Kristín var mjög heilsteypt og virtist búa yfir mikilli innri ró sem ekkert gat haggað. Kristín var nægjusöm. Hún fór sínar eigin leið- ir og beygði sig ekki undir vilja fjöldans. Kristín kom ævinlega auga á jákvæða þætti í fari fólks. Ekki minnist ég þess að hafa nokk- urn tíma heyrt hana segja styggðar- yrði um nokkurn mann. Þótt Krist- ín væri stundum fámál var alltaf stutt í grínið og glensið. Kristín hafði nýlega hafið nám í Menntaskólanum á Egilsstöðum þar sem hún kunni ákaflega vel við sig. Þar var hún búin að eignast marga góða félaga. í skólanum blómstraði líka rómantíkin og eignaðist hún þar góðan vin. Kristínu gekk vel í skóla. Hugurinn stóð til langskóla- náms og stefndi hún á læknis- fræði. Kristín tók þátt í starfi ung- lingadeildar Slysavarnafélagsins á Eskifirði. Hún hafði mjög gaman af ferðalögunum og félagsskapnum í kringum þetta starf. Kristín var gædd tónlistargáfu og stundaði nám í klarínettuleik. Kristín var einstaklega góð og þolinmóð við yngri systur sínar, þær Dagnýju og Kristrúnu, sem nú sakna stóru systur sárt. Einnig þótti henni ákaflega vænt um Björgvin, eldri bróður sinn. Það verða þung skref að fylgja til grafar þessari ungu fallegu stúlku sem átti framtíðina fyrir sér. Elsku Hanna Stína, Ómar og systk- ini, ég bið góðan Guð um að styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Inga Jóna Friðgeirsdóttir. Elsku Ómar, Hanna Stína, Björg- vin, Dagný og Kristrún. Sorgin er mikil, en minningin björt, því hér á við að „þeir deyja ungir sem guðimir elska“. I dag verður til moldar borin okkar elskuleg Kristín Fönn, sem lést á sviplegan hátt í slysi fyrir aðeins viku, þá á vori lífs síns að- eins 15 ára gömul. Hún var geisl- andi af lífsþrótti og dugnaði, svo fögur og yndisleg. Hver samveru- stund okkar með henni skilur eftir bjarta minningu sem við munum geyma sem fjársjóð við hjarta okk- ar. Það er ekki síst erfitt að kveðja efnilegt fólk og enginn veit hve löng stund er til endurfunda. Víst er það Okkur verður orða vant þegar lífsins dyrum er lokað svo skyndi- lega, þegar ung og falleg stúlka með fangið fullt af fyrirheitum er hrifin á brott. Eftir stöndum við sem áttum hana að undurgóðri frænku og vinkonu í sárri sorg. Hversu erfítt er að trúa því, að þessi bros- ljúfa yndislega stúlka sem bjartar vonir voru bundnar við, sé ekki lengur á meðal okkar. Hún sem alltaf átti þetta yfirvegaða rólyndi, jafnhliða þeirri geislandi hlýju og gleði sem umvafði alla, sem nálægt henn voru, svo einlæg í umhyggju- semi sinni og góðvilja i garð allra. Lítil böm eru næm á það sem að þeim snýr, finna þegar vermandi viðmótið kemur alla leið frá hjart- anu, yljandi og gefandi. Það fundu þær frænkur hennar best, Bára og Karítas, sem hún annaðist af elsku- semi sinni og ögun um leið. Kristín var að hefja sitt fram- haldsnám, þar sem gata hennar var greið til aukins þroska og þekking- ar, enda vel greind, skýr í hugsun en dul í skapi. Umtalsgóð var hún svo af bar, eins yndislegur ungling- ur og unnt er að hugsa sér. Það var sannarlega gott að vita af henni nálægt sér. Hún Karítas okkar litla á eftir að sakna sinna elskulegu frænku sem umvafði hana með undurþýðri ástúð sinni. Alltof stutta samfylgd þökkum við af alhug og vermandi minningar um hjartkæra stúlku munu varpa birtu á veginn og milda okkar mikla harm. Foreldrum hennar, systkinum, ömmum og afa biðjum við blessun- ar í þeirra þungbæru sorg og ekki síður henni Auði frænku hennar, sem við vonum og biðjum að eigi þrek til að ganga á ný á vit verk- efna lífsins. Elsku Kristín, hafðu ástarþökk fyrir þitt alltof stutta en afar dýr- mæta líf, sem öllum veitti svo und- ur mikið. Megirðu eiga yndi með englum guðs. Kristgeir, Guðný og Karítas. Fagra bam, úr faðmi tekið mínum flyttu hjartans kveðju nöfnum þínum. Hátt á himinteigi hitta nú á vegi lifsins rósir, litla „gleym-mér-eigi“. (Matthías Jochumsson.) Við bræður vorum svo lánsamir að fá tækifæri til að fylgjast með Kristínu vaxa og dafna hér í skjóli hárra fjalla við Eskifjörð. Hún var fyrirferðarlítil í skólanum en þrátt fyrir það vann hún vel og samvisku- samlega allt það sem fyrir hana var lagt. Hún var róleg á yfirborðinu, en við sáum að innra með henni leyndist kímni, vinnusemi og góð- mennska í ríkum mæli. Eftir því sem leið á uppvöxtinn, urðu þessir eiginleikar hennar sýnilegri. í 7. bekk, þegar hún hafði náð aldri til að starfa í æskulýðsmið- stöðinni okkar, Knellunni, má segja að Kristín hafi verið þar fastagest- ur, flesta daga. Hún var félagslynd og hafði mjög gaman af samskipt- um við aðra unglinga á staðnum en þó helst að fylgjast með fjörleg- um umræðum sem ósjaldan eiga MIIMNINGAR sér stað á þeim vettvangi. Oft mátti sjá hana brosa að einhveiju sem uppá kom og þá átti hún það til að lauma einhvetju spaugilegu að, svona eins og til að fullkomna fjör- ugar umræðurnar. Flestir tóku eftir því sem Kristín sagði, þegar hún á annað borð hóf upp raust sína. Kannski er Kristínu best lýst með dæmum úr þeim skriftum sem sam- bekkingar hennar settu saman í útskriftarbók 10. bekkinga árið 1994. Þar segir meðal annars: „Kristín er róleg, hefur húmor, get- ur brandarast, dansar ofsalega mik- ið og gengur oft um í mussu frá blómatímabilinu. Það fer frekar lítið fyrir henni í tímum og því verður kennurum stundum á að skrifa fjar- vistir hjá henni í kladdann, þrátt fyrir að hún sé einna hörðust í góðri stundvísi. Hugsun Kristínar gæti verið þessi: „Vitrir menn þegja ef þeir hafa ekkert að segja.““ Kristín átti marga góða vini og var traust í samskiptum við aðra. Hún tók virkan þátt í öllu sem sneri að félagsmálum unglinganna hér á staðnum, var hjálpsöm og dugleg í Knellunni, vann ötullega við fjár- söfnun í skólaferðalag 10. bekking- anna síðasta vor og var virkur meðlimur í unglingadeild björgun- arsveitarinnar á Eskifirði. Kristínu prýddi flest það sem við vildum sjá hjá æsku landsins í dag. Nú í haust hóf Kristín nám við Menntaskólann á Egilsstöðum. Þegar hún'heimsótti okkur í Knell- una, í einu helgarfríanna, geislaði hún af ánægju. Hún talaði mikið um nýja skólann, nýju kennarana, krakkana og námseftiið. Henni leið sýnilega vel og var þess fullbúin að takast á við það sem framtíðin bæri í skauti sér. En það er örstutt milli gleði og sorgar. Á augnabliki var hún hrifin burt frá okkur öllum sem þekktum hana. Við bræður viljum senda fjöl- skyldu og ættingjum Kristínar inni- legar samúðarkveðjur vegna þess mikla harms, sem þau hafa nú orð- ið fyrir við skyndilegt fráfall henn- ar. Megi Guð styrkja þau öll og hjálpa þeim að sigrast á þeirri djúpu sorg sem óvænt kvaddi dyra hjá þeim. Megi minningin um Kristínu Fönn lifa, björt og fögur, um ókomna tíð. Guðmann, Friðrik og Þórhallur, Eskifirði. Kristín Fönn Ómarsdóttir var alla sína grunnskólatíð nemandi Grunnskólans á Eskifirði. Strax á fyrstu vikum hennar í skólanum komu fram þeir eðliskostir sem ævinlega einkenndu allt hennar fas og samskipti við annað fólk. Hún var góðum námsgáfum gædd, frá- bærlega samviskusöm, samstarfs- fús og ævinlega staðráðin í að gera sitt besta. Slíkir nemendur verða sjálfkrafa fyrirmynd annarra enda var það svo að Kristín naut óskiptra virðingar jafnt félaga sinna sem kennara. Við brautskráningu 10. bekkjar síðastliðið vor þegar Kristín var að kveðja skólann lék hún á hljóðfæri ásamt stöllu sinni. Hún sýndi þá sem jafnan fyrr ríkan vilja sinn til virkrar og ábyrgrar þátttöku í öllu því sem fram fór í skólanum. í haust lá leið hennar í Mennta- skólann á Egilsstöðum og þar tók hún til við nám sitt af sama dugn- aði og eljusemi sem endranær. Kristín Fönn var mikilll mannkosta- unglingur sem mikils var af að vænta. Mannlífinu er einatt líkt við ferð og þó mönnum sýnist sitt hvað um tilgang ferðarinnar eða hvert henni sé heitið, fer flestum svo að þeir geta tekið undir það sem segir í Atómstöð Halldórs Laxness, að það er dásamlegt að hafa farið þessa ferð. Við sem eftir lifum megum vera þakklát fyrir að hafa fengið að vera Kristínu samferða þá allt of stuttu ferð sem líf hennar var, þótt samúð okkar með foreldrum og öðrum ástvinum sé nú öllum til- finningum yfirsterkari. Hilmar Hilmarsson, skólastjóri. Það er stundum sagt að það sé besta og efnilegasta fólkið sem er kallað héðan á unga aldri. Þetta er fullyrðing sem oft heyrist þegar ungt fólk deyr og þykir kannski á stundum nokkuð klisjukennd. Okkur, sem þetta skrifum, er þó svo farið að okkur finnst þessi orð eiga fyllilega við núna, við fráfall Kristínar Fannar Ómarsdóttur. Það var sannarlega sorgardagur í fjölskyldunni, þegar fréttir bárust um að Kristín Fönn væri látin eft- ir bílslys á Fagradal. Eftir fyrsta áfallið sóttu á góðar minningar af kynnum okkar Kristínar á liðn- um árum. Minningar frá ferðinni okkar í sumarbústað norður í Kelduhverfi í fyrrasumar, þegar við hittumst þar öll, foreldrar Kristínar og yngri systur ásamt okkur hjónunum og skemmtum okkur við að skoða náttúruna þar norður frá. Einnig rifjast upp minningar af Kristínu að spila „Yesterday" á klarinettið heima í stofu á Eskifirði og þegar Kristín var lítil og var að láta okkur heyra sýnishorn af skopstælingu sinni á óperusöngkonum. Og ótal margt fleira rifjast upp af ungri stúlku sem gat verið svo þroskuð og al- varleg en um leið var þó alltaf stutt í gamansemina. Kristín var nýbytjuð í Mennta- skólanum á Egilsstöðum auk þess sem hún hélt áfram að sækja tíma í klarinettleik hjá sínum gamla kennara á Reyðarfirði. Ég hef frétt að hún hafi verið mjög ánægð með námið í menntaskólanum og full af áhuga, eins og hún var reyndar alltaf þegar hún hafði tekið sér eitthvað fyrir hendur. Fyrir löngu er mér sagt að hún hafí verið búin að ætla sér að læra til hjúkrunar, en eftir að hún byijaði í mennta- skólanum, þá mun henni hafa þótt svo gaman þar, að hún hafi alveg eins hugsað sér að halda lengur áfram í námi og þá að læra til læknis! Við Svanhildur viljum votta innilega samúð okkar fjölskyldu Kristínar, foreldrunum, Jóhönnu og Ómari sem og systkinunum, Björgvin, Dagnýju og Kristrúnu. Einnig afa Kristínar og ömmunum og siðast en ekki síst viljum við votta Auði, sem var með Kristínu í bílnum þegar slysið átti sér stað, okkar dýpstu samúð og samhug. Við biðjum þess að guð hjálpi þeim og okkur öllum og veiti okkur styrk i sorg okkar. Ingólfur og Svanhildur. Það var dapurleg frétt sem barst austan af fjörðum í síðustu viku, umferðin hafði svipt enn eitt ung- mennið lífí sínu. Fórnarlambið í þetta sinn var Kristín Fönn Ómars- dóttir fyrrum nemandi minn við Eskifjarðarskóla. Leiðir okkar Kristínar lágu sam- an frá því að hún hóf skólagöngu sína fyrir rúmum tíu árum, þá tæpra sex ára að aldri, og fram að síðustu áramótum að ég lét af starfi við Eskifjarðarskóla og flutti til Reykjavíkur. Það kemur alltaf illa við okkur sem störfum með unglingum þegar einhver úr þeim hópi sem við höfum starfað með fellur frá. Þá bregður okkur for- eldrum alltaf þegar einhver jafn- aldri barna okkar er skyndilega tekinn frá okkur, hvað þá þegar um bekkjarsystkini er að ræða. Kristín Fönn var ljúf stúlka, það eiga fáir eftir að gleyma blíðu brosi hennar sem fengu að njóta þess. Það fór ekki mikið fyrir Kristínu i stórum nemendahópi, en hún var unglingur sem maður tók eftir af öðrum ástæðum. Þær ástæður voru að hún hafði tamið sér sérstaklega ljúfa og prúmannlega framkomu sem sýndi að þarna var á ferðinni efnilegur unglingur sem framtíðin birtist blasa við. En engin veit sína ævi fyrr en öll er, og nú er ævi Kristínar Fann- ar öll. Eftir standa foreldrar, systk- ini, ættingjar og vinir og eiga erf- itt með að ná áttum. Þegar svona válegir atburðir eiga sér stað í byggðum ekki stærri en Eskifjörð- ur er, þá snertir það alla, bæjarbú- ar sameinast í harmi eins og ein stór fjölskylda. Ég vil með þessum fáu orðum kveðja þig, Kristín Fönn, og bið allar góðar vættir að vernda sálu þína að eilífu. Ég og fjölskylda mín vottum foreldrum, systkinum og öðrum ættingjum dýpstu samúð á erfiðri stundu. Jón Ingi Einarsson skólastjóri. Mánudaginn 24. október þegar ég lagði af stað til að taka strætó í skólann fann ég hvernig veturinn lá í loftinu. Jörðin var frosin, kuldi og logn. Ég var að velta því fyrir mér hvernig fólkið hefði það fyrir austan í snjónum og hvað krakk- arnir væru að gera. Það var svo ótrúlega fjarlægt að æskuvinkona mín og bekkjarsystir Kristín yfír- gæfí okkur þennan fallega dag. Kristín hefur verið ein besta vin- kona mín frá því ég var fjögurra ára gömul. Ég man þegar hún kom til mín (við vorum þá varla meira en fimm ára) hoppandi og skríkj- andi af gleði og tilkynnti mér að hún væri að fá gleraugu. Ég man líka þegar við vorum að byija að læra á klarinett. Við sátum inni í eldhúsi heima hjá henni og reynd- um að ná hljóði úr þessum fram- andi hljóðfærum, en fengum ekkert nema ískur og væl, hlógum svo eins og vitleysingar að öllu saman. Öll mín fallegustu orð nægja ekki til að lýsa hversu góðhjörtuð, glaðlynd og skemmtileg Kristín var. Hún var yndisleg stelpa og góður vinur. Það er erfitt að kveðja vinkonu sem er manni svo kær með nokkr- um orðum á blaði. Hún var rétt að byija að njóta lífsins, aðeins rétt rúmlega sextán ára gömul. Við verðum að vera sterk og hugsa jákvætt. Það er það sem Kristín hefði viljað. Söknuður og tár færa okkur hana ekki aftur. Það gerir henni einungis erfiðara að halda áfram. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ (Kahlil Gibran) Foreldrum, systkinum og öðrum aðstandendum sendi ég innilegustu samúðarkveðjur. Perla. Islenshur efniviður íslenskar steintegundir henta margar afar vel í legsteina og hverskonar minnismerki. Eigum jafnan til fyrir- liggjandi margskonar íslenskt efni: Grástein, Blágrýti, Líparít og Gabbró. SS. HELGASON HF STEINSMIÐJA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.